Iuliia skrifaði:
Dear Drops Team, in row 3 after the double yarn over we have 4 stitches. In row 4 those 4 stitches again become 2. But in the description of row 4, it seems that after those 4 there should be one more before double yarn over because it says: "Slip the first stitch as if to knit, knit 1, pass the slipped stitch over, knit 1, pass the back stitch on the right needle over the front stitch (= 2 stitches decreased), knit 1". Or am I missing something? Thank you!
26.11.2023 - 14:47DROPS Design svaraði:
Dear Iuliia, there are 4 stitches before the yarn overs in row 4. Slip the first stitch, knit the 2nd stitch, pass the first stitch over the 2nd stitch. Now knit the 3rd stitch, and pass the 2nd stitch over the 3rd stitch. Now knit the 4th stitch and then drop the yarn over. Happy knitting!
27.11.2023 - 00:01
Chantal Laframboise skrifaði:
Bonjour! Pour les diminutions . Vous dites trois mailles ensemble et une jetée avant le fil marqueur . Donc on fait à chaque 6 rangs deux diminutions et non une seule diminution comme vous le dites sur l’instruction.
20.04.2023 - 17:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Laframboise, on tricote effectivement 3 mailles ensemble à l'endroit (on diminue 2 mailles), mais on fait 1 jeté; autrement dit, une des deux diminutions est compensée, on ne va diminuer qu'une seule maille sur ce rang. Bon tricot!
05.05.2023 - 09:08
Lucia skrifaði:
Nel punto in cui si dice di lavorare 8 ferri senza aumentare, ma al ferro 5, lavorare 2 maglie insieme a diritto, 1 maglia gettata per proseguire la linea traforata lungo il bordo. Per mantenere 6 ferri di distanza occorrerebbe fare la prima diminuzione durante il ferro successivo sul diritto del lavoro dopo 10 ferri senza aumenti. Così come descritto tra i due fori ci sono 4 ferri invece di 6.
14.02.2022 - 20:14DROPS Design svaraði:
Buonasera Lucia, non ci sono segnalazioni di errori nelle spiegazioni. Buon lavoro!
05.03.2022 - 22:36
Sony skrifaði:
Hello, To start with I Knit 1 - 4 rows, repeat 1 - 4 rows and on the 9th row make an increase. I don't understand this part : "Repeat the increase every 6th row upwards". Appreciate your guidance. Kind regards, Sony
30.07.2021 - 11:43DROPS Design svaraði:
Dear Sony, this increase will be worked every 6th row, ie work 5 rows as before, and increase one more time on next row. Repeat until there is a total of 54 sts and piece measures 70 cm. Happy knitting!
30.07.2021 - 13:17
Lene Schmidt skrifaði:
Spørgsmål vedr. 4. pind: Hvordan strikkes: "slip det ene omslag ned, strik det andet omslag ret" Håber I kan hjælpe.
11.02.2021 - 21:18DROPS Design svaraði:
Hei Lena. Du har 2 kast på pinnen, slipp det ene kastet ned og strikk neste kast. Du får da en stor hull, se evnt videoen: Hvordan strikke et dobbelt kast slik at du får et stort hull. mvh DROPS design
15.02.2021 - 15:09
REINE MARIE skrifaði:
BONJOUR COMMENT TRICOTER AVEC 2FILS AU DEBUT ET A LA FIN DU RANG COMME LE CHALE SE FAIT QU AVEC 1FIL MERCI DE VOTRE REPONSE
29.10.2020 - 13:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Reine Marie, cette vidéo montre comment tricoter les mailles du bord avec 2 fils, dans le châle, on va utiliser un de chaque couleur. Bon tricot!
29.10.2020 - 13:59
REINE MARIE skrifaði:
ES CE QUE CE MODELE SE TRICOTE ENTIEREMENT AVEC 2FILS ENSEMBLE OU UN SEUL? MERCI DE VOTRE REPONSE
07.10.2020 - 14:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Reine Marie, ce châle se tricote avec 1 seul fil DROPS Fabel . Bon tricot!
07.10.2020 - 15:27
Sigurveig skrifaði:
Í munstri fa-403 er í 3.umf talað um að slá tvisvar uppá prjóninn en ekkert um hvað á að gera við uppsláttinn í 4.umf hvort það eigi að verða tvær lykkjur úr uppslættinum eða engin é er í vandræðum með þetta Kveðja Sigurveig
13.02.2020 - 14:14DROPS Design svaraði:
Takk fyrir ábendinguna, búið er að laga það sem vantaði inn í texta.
13.02.2020 - 20:11
Valentina skrifaði:
Buongiorno,quando inizia la seconda parte dello scialle, calo i punti prima del marcapunto. Volevo chiedere,la parte dove ci sono i picot invece continua ad espandersi,o si eseguono dei cali anche dopo il marca punto? Grazie
18.12.2019 - 13:08DROPS Design svaraði:
Buongiorno Valentina. Deve diminuire solo prima del segno; dopo il segno rimangono le maglie del bordo picot. Buon lavoro!
19.12.2019 - 09:28
Chantal skrifaði:
J’aimerais savoir la diminution au 6 rang est-il toujours sur le même rang ou sur deux rangs différents. Je tricote avec une seul balle est ce que mon côté droit devrait être tricoter différemment. Merci ā l’avance et bonne journée Chantal
08.05.2019 - 00:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, quand vous diminuez tous les 6 rangs, ce rang de diminutions sera toujours du même côté: diminuez 1 rang, tricotez 5 rangs sans diminuer et répéter ces 6 rangs. Bon tricot!
08.05.2019 - 08:05
Pure Joy#purejoyshawl |
|
![]() |
![]() |
Prjónað sjal með röndum, garðaprjóni og picot kanti, prjónað frá hlið úr DROPS Fabel.
DROPS 190-39 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR: * 2 umferðir með litnum bleikur draumur, 2 umerðir með litnum þokumistur *, prjónið frá *-* til loka. LEIÐBEININGAR: Ysta lykkjan meðfram slétta kantinum á sjalinu (í byrjun á umferð frá réttu og í lok umferðar frá röngu) er prjónuð með 1 þræði af hvorum lit (= 2 þræðir) til loka. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka og prjónað er frá hlið að hlið. Allt sjalið er prjónað í GARÐAPRJÓN og RENDUR – sjá útskýringu að ofan. SJAL: Fitjið upp 6 lykkjur á prjón 3,5 með litnum bleikur draumur DROPS Fabel. Setjið 1 prjónamerki eftir 2 fyrstu lykkjur í umferð (séð frá réttu) og prjónið þannig: - lesið LEIÐBEININGAR og látið prjónamerki fylgja með í stykkinu innan við picot kant: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. UMFERÐ 3 (= rétta): Skiptið um lit og prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 2 sinnum uppá prjóninn og prjónið síðan 2 lykkjur í hvora af 2 síðustu lykkjum á prjóni (prjónið 2 lykkjur í sömu lykkju með því að prjóna framan í og aftan í sömu lykkju) = 2 lykkjur fleiri. UMFERÐ 4 (= ranga): Lyftið fyrstu lykkjunni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið öftustu lykkjunni á hægri prjóni yfir fremstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið 1 lykkju slétt, sleppið öðrum uppslættinum niður, prjónið hinn uppsláttinn slétt og prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Skiptið um lit í næstu umferð. Endurtakið umferð 1 til 4. JAFNFRAMT í 9. umferð er aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á undan prjónamerki. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð – aukið alltaf út á undan prjónamerki þannig að það verða fleiri og fleiri lykkjur með garðaprjóni hægra megin við prjónamerki (séð frá réttu). Þegar alls 54 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (þ.e.a.s. alls 58-60 lykkjur háð picot kanti), mælist stykkið ca 70 cm meðfram slétta kantinum. Prjónið 8 umferðir án útaukninga, en í 5. umferð er prjónað á undan prjónamerki þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn – þetta er gert til að halda gataumferðinni meðfram kanti jafnvel þó að útaukningin haldið ekki áfram. Í næstu umferð frá réttu eftir 8 umferðir án útaukninga, fækkið um 1 lykkju á undan prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 3 lykkjur slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð þar til einungis 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki (séð frá réttu). Prjónið 8 umferðir eins og áður án úrtöku og fellið síðan af allar lykkjur. Sjalið mælist ca 143 frá horni að horni. Klippið frá og festið enda. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #purejoyshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.