Elisa skrifaði:
Me gustaria tejerlo pero no me deja ver los graficos ni explicaciones. Gracias
11.02.2018 - 07:56
Jul skrifaði:
Embrace
03.02.2018 - 23:17
Carmen skrifaði:
Me encanta este patrón, estoy deseando tejerlo
31.01.2018 - 19:34
Isabella Baarman skrifaði:
Väntar på att få sticka denna till yinyogan
31.01.2018 - 16:34
Monica Rubin skrifaði:
Sehr besonders. Ideal für nicht Gertenschlanke :-) würde es gerne stricken.
24.01.2018 - 11:36Angela skrifaði:
Just what I have been looking for 😍 Can't wait for the pattern
19.01.2018 - 07:54
Jo Harris skrifaði:
I can’t wait to be able to knit this one!
11.01.2018 - 17:51
Ragnhild Strand skrifaði:
Lekker genser!
08.01.2018 - 14:46
Louise skrifaði:
En mycket snygg modell och modern! Denna vill jag ha!
26.12.2017 - 22:14
ConniN skrifaði:
Sehr besonders. Ich kann mir das Modell gut für Schwangere vorstellen.
21.12.2017 - 12:19
Sweet Twist#sweettwistsweater |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð vafningspeysa / með framstykkin í kross. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Alpaca og DROPS Kid- Silk.
DROPS 188-10 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á undan 3 kantlykkjum þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir 3 kantlykkjum þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚTAUKNING (á við um ermar): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Framstykkin krossa hvert annað við miðju að framan. Bæði framstykkin er prjónuð ofan frá og niður, frá annarri öxlinni og yfir gagnstæða mjöðm. Bakstykkið er prjónað neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna neðan frá og upp. BLEIKT FRAMSTYKKI – PRJÓNAÐ FRÁ HÆGIR ÖXL OG YFIR AÐ VINSTRI MJÖÐM: Fitjið upp 2 lykkjur með 1 þræði Alpaca + 1 þræði í litnum ljós bleikur Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið fram og til baka í sléttprjóni, JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur yfir allar lykkjur, fitjið upp 1 lykkju í lok umferðar. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðið yfir allar lykkjur, fitjið upp 1 lykkju í lok umferðar. UMFERÐ 3: Prjónið slétt yfir allar lykkjur, fitjið upp 2 lykkjur í lok umferðar. UMFERÐ 4: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur, fitjið upp 2 lykkjur í lok umferðar. Nú hafa verið aukið út 6 lykkjur og það eru 8 lykkjur í umferð. Endurtakið umferð 1-4 alls 6-7-7-9-10-11 sinnum = 38-44-44-56-62-68 lykkjur. Stærð XL og XXL er nú lokið. Prjónið áfram í stærð S, M, L og XXXL þannig: Haldið áfram í sléttprjóni og fitjið upp 1 nýja lykkju í lok hverrar umferðar í hvorri hlið 1-1-3-1 sinnum = 40-46-50-70 lykkjur. Allar stærðir: Nú eru 40-46-50-56-62-70 lykkjur í umferð. Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 3 lykkjur garðaprjón (= að hálsi). Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 3 lykkjur garðaprjóni í hálsi, JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju innan við 3 lykkjur í garðaprjóni að hálsi í annarri hverri umferð alls 9 sinnum og fitjaðar eru upp lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 4-4-3-5-3-1 sinnum og 2 lykkjur 5-4-4-2-2-2 sinnum. ATHUGIIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp og öll úrtaka í hálsmáli er lokið eru 45-49-52-56-60-66 lykkjur á prjóni. Setjið eitt prjónamerki hér í hægri hlið á stykki séð frá réttu! HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 3 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 40-42-45-47-51-541 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, setjið eitt prjónamerki í lok umferðar frá réttu (notað fyrir frágang). Fellið nú af lykkjur í byrjun á hverri umferð frá röngu þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (ranga): Fellið af 2 lykkjur, prjónið þær lykkjur sem eftir eru á prjóni. UMFERÐ 3: Prjónið yfir allar lykkjur. UMFERÐ 4: Fellið af 3 lykkjur, prjónið þær lykkjur sem eftir eru á prjóni. Endurtakið umferð 1-4 alls 5-7-6-6-2-2 sinnum, eftir það eru felldar af 2 lykkjur í byrjun á hverjum prjóni frá röngu alveg þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru á prjóni. NATUR FRAMSTYKKI – PRJÓNAÐ FRÁ VINSTRI ÖXL OG YFIR AÐ HÆGRI MJÖÐM: Stykkið er prjónað eins og fyrsta framstykki, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. prjónið þannig: Fitjið upp 2 lykkjur með 1 þræði Alpaca + 1 þræði í litnum natur Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið fram og til baka í sléttprjóni, JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur yfir allar lykkjur, fitjið upp 1 lykkju í lok umferðar. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðið yfir allar lykkjur, fitjið upp 1 lykkju í lok umferðar. UMFERÐ 3: Prjónið slétt yfir allar lykkjur, fitjið upp 2 lykkjur í lok umferðar. UMFERÐ 4: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur, fitjið upp 2 lykkjur í lok umferðar. Nú hafa verið aukið út 6 lykkjur og það eru 8 lykkjur í umferð. Endurtakið umferð 1-4 alls 6-7-7-9-10-11 sinnum = 38-44-44-56-62-68 lykkjur. Stærð XL og XXL er nú lokið. Prjónið áfram í stærð S, M, L og XXXL þannig: Haldið áfram með sléttprjón og fitjið upp 1 nýja lykkju í lok hverrar umferðar í hvorri hlið 1-1-3-1 sinnum = 40-46-50-70 lykkjur. Allar stærðir: Nú eru 40-46-50-56-62-70 lykkjur í umferð. Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón (= að hálsi), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið sléttar lykkjur yfir þær lykkjur sem eftir eru á prjóni. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 3 lykkjur í garðaprjóni í hálsmáli, JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju innan við 3 lykkjur í garðaprjóni í hálsmáli í annarri hverri umferð alls 9 sinnum og fitjaðar eru upp lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 4-4-3-5-3-1 sinnum og 2 lykkjur 5-4-4-2-2-2 sinnum. ATHUGIIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur og öll úrtaka í hálsmáli er lokið eru 45-49-52-56-60-66 lykkjur á prjóni. Setjið eitt prjónamerki hér í vinstri hlið á stykki séð frá réttu! HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 3 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 40-42-45-47-51-54 cm – stillið af eftir hinu framstykkinu og að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar frá réttu. Fellið nú af lykkjur í byrjun á hverri umferð frá réttu þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Fellið af 2 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir þær lykkjur sem eftir eru á prjóni. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðið yfir allar lykkjur í umferð. UMFERÐ 3: Fellið af 3 lykkjur, prjónið slétt yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. UMFERÐ 4: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur í umferð. Endurtakið umferð 1-4 alls 5-7-6-6-2-2 sinnum, síðan eru felldar af 2 lykkjur í byrjun á hverri umferð frá réttu alveg þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum síðustu lykkju á prjóni. BAKSTYKKI: Fitjið upp 84-90-98-106-117-127 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði í litnum ljós bleikur Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-34 cm setjið eitt prjónamerki í hvora hlið (notað fyrir frágang). Haldið áfram þar til stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm. Setjið eitt nýtt prjónamerki í hvora hlið (notað við frágang – merkir handveg í hvorri hlið). Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm. Prjónið nú garðaprjón yfir miðju 28-28-30-30-31-31 lykkjur í umferð, aðrar lykkjur í umferð eru prjónaðar í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir í sléttprjóni yfir miðju lykkjur. Í næstu umferð eru felldar af miðju 24-24-26-26-27-27 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið síðan um 1 lykkju innan við 3 lykkjur í garðaprjóni í næstu umferð frá hálsi – lesið ÚRTAKA = 29-32-35-39-44-49 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist alls 56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 38-40-41-43-44-47 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Í litnum ljós bleikur Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 9-7-6-6-6-4 cm er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni æi hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í 10.-9.-8.-7.-6.-6. hverri umferð alls 9-10-11-12-13-13 sinnum = 56-60-63-67-70-73 lykkjur. Haldið síðan áfram þar til ermin mælist 49-48-46-45-43-41 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Leggið bakstykkið á borð með réttuna niður að borðinu og rönguna upp. Frágangur á framstykki í litnum natur: Leggið framstykkið í litnum natur ofan á bakstykki með röngu niður að bakstykki og réttuna upp. Framstykkið í litnum natur á að liggja þannig að það hallar frá vinstri öxl og niður að hægri mjöðm – sjá teikningu og mynd! Passið uppá að prjónamerkin sem voru sett í vinstri hlið á framstykki í litnum natur passi við prjónamerki sem voru sett við 28-29-30-31-32-33 cm á vinstri hlið á bakstykki og að prjónamerkið sem var sett í hægri hlið á framstykki í litnum natur passi við prjónamerki sem var sett við 28-29-30-31-32-33 cm í hægri hlið á bakstykki. Saumið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á bakstykki og innan við affellingarkantinn/uppfitjunarkantinn á framstykki: Saumið saum frá prjónamerki í hægri hlið og niður yfir hlið alveg niður að uppfitjunarkanti á bakstykki (= A – sjá mynsturteikningu). Saumið saum frá prjónamerki í vinstri hlið og upp að prjónamerki sem var sett við handveg á bakstykki (= B – sjá mynsturteikningu). Nú eru eftir 16-17-18-19-20-21 cm fyrir handveg. Saumið axlasaum (= C – sjá teikningu) innan við affellingarkant/uppfitjunarkant. Frágangur á framstykki í litnum ljós bleikur: Leggið framstykki í litnum ljós bleikur ofan á framstykki í litnum natur. Framstykki í litnum ljós bleikur á að halla frá hægri öxl og niður að vinstri mjöðm – sjá teikningu og mynd! Prjónamerkin á framstykki eiga að passa við prjónamerki á bakstykki alveg eins og á framstykki í litnum natur, nema gagnstætt: Saumið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á bakstykki og innan við affellingarkantinn/uppfitjunarkantinn á framstykki: Saumið saum frá prjónamerki í vinstri hlið og niður yfir hlið alveg niður að uppfitjunarkanti á bakstykki (= D – sjá mynsturteikningu). Saumið saum frá prjónamerki í hægri hlið og upp að prjónamerki sem var sett við handveg á bakstykki (= E – sjá mynsturteikningu). Nú eru eftir 16-17-18-19-20-21 cm fyrir handveg. Saumið axlasaum (= F – sjá mynsturteikningu) innan við affellingarkant/uppfitjunarkant. Frágangur: Saumið ermar í við fram- og bakstykki. Saumið saum undir ermum. Klippið frá og festið alla enda. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweettwistsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 188-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.