Karen skrifaði:
What are the measurements to determine which size I need?
27.08.2024 - 01:29DROPS Design svaraði:
Hi Karen, You can find a size chart at the bottom of the page, with all the measurements for the different sizes. Happy crafting!
27.08.2024 - 06:27
Adriana Clavijo skrifaði:
Hola en el cuello tengo los 29 puntos, tejo 20 y que hago con los 9 restantes? gracias
25.03.2020 - 21:30DROPS Design svaraði:
Hola Adriana. El cuello se trabaja sobre los 29 puntos. Las filas acortadas se trabajan sobre 20 puntos (ida y vuelta) y sobre 29 puntos ( ida y vuelta) alternadamente.
31.03.2020 - 23:51
GRONDIN skrifaði:
Pouquoi je ne recois plus les images des modeles
23.03.2018 - 07:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Grondin, les images doivent de nouveau pouvoir s'afficher. Bon tricot!
26.03.2018 - 10:08Toddler Sports Gear skrifaði:
Hello there! I could have sworn I've been to this website before but after browsing through some of the post I realized it's new to me. Anyways, I'm definitely delighted I found it and I'll be book-marking and checking back frequently!
25.02.2018 - 21:59GrrannyH skrifaði:
I LOVE this sweater. I can't wait for the pattern to be issued!
22.01.2018 - 21:10
Andrea skrifaði:
Eine wunderschöne Jacke mit einem interessanten Garn gestrickt. Ich würde sie mir gerne Stricken.
16.01.2018 - 13:15
Véronique skrifaði:
Bonne longueur . A porter en toutes occasions .
14.12.2017 - 09:53
Summer's End#summersendjacket |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með gatamynstri. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Alpaca Bouclé.
DROPS 187-19 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í stykkjum og saumað saman í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið aðeins laust upp 87-87-105-105-119-119 lykkjur á hringprjón 5,5 með Alpaca Bouclé. Prjónið 8 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er A.2 prjónað með 3 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið. Endurtakið A.2 þar til stykkið mælist ca 18-18-18-20-18-20 cm – endið eftir 1 umferð slétt frá röngu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.3A þar til eftir eru 4 lykkjur á prjóni (= 5-5-7-7-7-7 mynstureiningar með 16-16-14-14-16-16 lykkjum), prjónið A.3B (= 1 lykkja) og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 41-41-44-46-48-50 cm. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur, fitjið að auki upp 41-41-37-37-41-41 nýjar lykkjur fyrir ermar í lok hvorra þessa 2 umferða = 169-169-179-179-201-201 lykkjur. Prjónið síðan A.2 með 12 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 51-53-58-62-64-66 cm – endið eftir 1 umferð slétt frá röngu, prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 12 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.4A þar til eftir eru 13 lykkjur á prjóni (= 9-9-11-11-11-11 mynstureiningar með 16-16-14-14-16-16 lykkjur), prjónið A.4B (= 1 lykkja) og endið með 12 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Prjónið aftur A.2 með 12 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 64-66-70-74-77-79 cm (endið eftir 1 umferð slétt frá röngu). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 12 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.1B og endið með 12 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur en þegar stykkið mælist 66-68-72-76-79-81 cm fellið af miðju 13-13-15-15-17-17 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með mynstur og fellið af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsmáli = 76-76-80-80-90-90 lykkjur eftir á öxl. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er fellt af þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, * stingið vinstri prjóni frá vinstri til hægri í gegnum 2 lykkjur á hægri prjón og prjónið lykkjurnar slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum síðustu lykkju. Með þessu þá kemur affellingarkanturinn að verða teygjanlegur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. Peysan mælist ca 68-70-74-78-81-83 cm frá öxl og niður. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið aðeins laust upp 64-64-72-72-80-80 lykkjur á hringprjón 5,5 með Alpaca Bouclé. Prjónið 8 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (þ.e.a.s. frá miðju að framan): 12 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.2 með 12 kantlykkjur að framan í garðaprjóni við miðju að framan og 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hlið. Endurtakið A.2 þar til stykkið mælist ca 18-18-18-20-18-20 cm – stillið af eftir bakstykki. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 12 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.3A þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni (= 3-3-4-4-4-4 mynstureiningar með 16-16-14-14-16-16 lykkjur), prjónið A.3B (= 1 lykkja) og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hlið. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 41-41-44-46-48-50 cm. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur, fitjið að auki upp 41-41-37-37-41-41 nýjar lykkjur fyrir ermi í lok fyrstu umferðar (= að hlið) = 105-105-109-109-121-121 lykkjur. Prjónið síðan A.2 með 12 kantlykkjur/kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 51-53-58-62-64-66 cm – endið eftir 1 umferð slétt frá röngu, prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 12 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.4A þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni (= 9-9-11-11-11-11 mynstureiningar með 16-16-14-14-16-16 lykkjur), prjónið A.4B (= 1 lykkja) og endið með 12 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Prjónið aftur A.2 með 12 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 64-66-70-74-77-79 cm (endið eftir 1 umferð slétt frá röngu). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 12 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 12 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar eftir er 1 umferð í A.1 eru felldar af fyrstu 76-76-80-80-90-90 lykkjur á prjóni fyrir öxl = 29-29-29-29-31-31 lykkjur eftir á prjóni við miðju að framan fyrir kraga, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. KRAGI: Setjið 29-29-29-29-31-31 lykkjur á hringprjón 4,5. Prjónið garðaprjón fram og til baka frá miðju að framan þannig: * prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, 2 umferðir garðaprjón yfir fyrstu 20 lykkjur frá miðju að framan (aðrar lykkjur eru ekki prjónaðar) *, prjónið frá *-* þar til kraginn mælist ca 7-7-8-8-8-8 cm innst að hálsi þar sem stykkið er minnst. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Klippið frá og festið enda. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið aðeins laust upp 64-64-72-72-80-80 lykkjur á hringprjón 5,5 með Alpaca Bouclé. Prjónið 8 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (þ.e.a.s. frá hlið): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 12 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.2 með 3 kantlykkjur í garðaprjóni að hlið og 12 kantlykkjur að framan í garðaprjóni við miðju að framan. Endurtakið A.2 þar til stykkið mælist ca 18-18-18-20-18-20 cm – stillið af eftir hægra framstykki. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.3A þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni (= 3-3-4-4-4-4 mynstureiningar með 16-16-14-14-16-16 lykkjur), prjónið A.3B (= 1 lykkja) og endið með 12 kantlykkjur að framan í garðaprjóni við miðju að framan. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 41-41-44-46-48-50 cm. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur, fitjið að auki upp 41-41-37-37-41-41 nýjar lykkjur fyrir ermi í lok annarra umferðar (= að hlið) = 105-105-109-109-121-121 lykkjur. Prjónið síðan A.2 með 12 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 51-53-58-62-64-66 cm – endið eftir 1 umferð slétt frá röngu, prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 12 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.4A þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni (= 9-9-11-11-11-11 mynstureiningar með 16-16-14-14-16-16 lykkjur), prjónið A.4B (= 1 lykkja) og endið með 12 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Prjónið síðan A.2 eftir með 12 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 64-66-70-74-77-79 cm (endið eftir 1 umferð slétt frá röngu). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 12 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 12 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru felldar af fyrstu 76-76-80-80-90-90 lykkjur í umferð fyrir öxl = 29-29-29-29-31-31 lykkjur eftir á prjóni við miðu að framan fyrir kraga, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. KRAGI: Prjónið kraga á sama hátt og á hægra framstykki. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn með einu spori í hverja lykkju – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Saumið kragann saman við miðju að aftan (saumurinn á að snúa inn að röngu þegar kraginn er brotinn niður). Saumið kragann við hálsmál aftan í hnakka. Saumið sauma undir ermum innan við uppfitjunarkant og haldið áfram með sauminn niður meðfram hliðum á fram- og bakstykki – hliðarsaumar eru saumaðir í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði flatur. Á sýnishorninu okkar eru hliðarsaumarnir saumaðir alveg niður, en ef óskað er eftir að hafa klauf í hvorri hlið stoppar saumurinn að því máli sem klaufin á að vera. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #summersendjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 187-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.