Rosalie skrifaði:
Very elegant - can't wait to make it!
17.01.2017 - 18:07
Hilde skrifaði:
Zeer mooi. Dit komt op mijn lijstje!
17.01.2017 - 10:51
Viviane Deroover skrifaði:
Dat beetje ajourwerk lijkt me een leuke afwisseling van het eentonige jersey ...
06.01.2017 - 09:42
Anastasia skrifaði:
My favorite garment in this collection. Just the right ratio of lace to stockinette: not too fussy, not too plain. Just elegant.
29.12.2016 - 23:02
Anlise skrifaði:
Ouah , j'adore, c'est exactement ce que je recherche pour utiliser de la Big Merino que j'ai en stock, j'attends avec impatience les explications pour commencer :D
28.12.2016 - 12:52
Amyah skrifaði:
Une autre beauté toute saison...
20.12.2016 - 17:22
Brigitte skrifaði:
Mon second coup de coeur
14.12.2016 - 10:15
Brigitte skrifaði:
Mein Favorit!
14.12.2016 - 08:54
Belz Gabriele skrifaði:
Sehr schön!
13.12.2016 - 19:40
Nanou skrifaði:
Mon coup de cœur de cette collection.
13.12.2016 - 17:30
Garden Party#gardenpartycardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með gatamynstri úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.
DROPS 175-12 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚTAUKNING: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. PEYSA: Fitjið upp 205-217-233-249-269-289 lykkjur á hringprjóna 5 með Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan frá réttu – þannig: 2 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 A (= 3 lykkjur), A.1 B yfir næstu 20 lykkjur (= 2 mynstureiningar), endið með A.1 C (= 8 lykkjur), prjónið sléttprjón yfir næstu 139-151-167-183-203-223 lykkjur, A.1 A, A.1 B yfir næstu 20 lykkjur, A.1 C og endið með 2 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 61-64-68-72-77-82 lykkjur inn frá hvorri hlið (bakstykki = 83-89-97-105-115-125 lykkjur). Haldið áfram með mynstur, þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki, fækkið með 4½-4½-4½-5-5-5 cm millibili alls 7 sinnum = 177-189-205-221-241-261 lykkjur. Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm prjónið áfram þannig (öll úrtaka í hlið er nú lokið): Prjónið eins og áður yfir fyrstu 54-57-61-65-70-75 lykkjur (= framstykki), prjónið 4-7-11-15-15-20 lykkjur sléttprjón, A.1 A, A.1 B yfir næstu 50-50-50-50-60-60 lykkjur, A.1 C, 4-7-11-15-15-20 lykkjur sléttprjón og prjónið síðustu 54-57-61-65-70-75 lykkjur eins og áður (= framstykki). Þegar stykkið mælist 48-49-50-51-52-53 cm fellið af 4-6-6-6-6-6 lykkjur í hvorri hlið (= fellið af 2-3-3-3-3-3 lykkjur hvoru megin við hvort prjónamerki) og hvert stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: = 65-69-77-85-95-105 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður og fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 0-1-1-2-3-5 sinnum og 1 lykkja 0-0-3-4-6-6 sinnum = 65-65-67-69-71-73 lykkjur. Þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm fellið miðju 25-25-27-29-31-33 lykkjur af fyrir hálsmáli. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju frá hálsi = 19 lykkjur eftir á hvorri öxl í öllum stærðum. Fellið af þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm og prjónið hina öxlina á sama hátt. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 52-54-58-62-67-72 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður og fellið af fyrir handveg á sama hátt og á bakstykki = 52-52-53-54-55-56 lykkjur. Þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm fellið af fyrstu 19 lykkjur frá réttu fyrir öxl = 33-33-34-35-36-37 lykkjur eftir á prjóni. Setjið þær lykkjur sem eftir eru á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, nema spegilmynd. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. HÁLSMÁL: Prjónið lykkjurnar frá hægra framstykki, prjónið upp 31-31-33-35-37-39 lykkjur frá hálsmáli að aftan (= 25-25-27-29-31-33 lykkjur frá affellingu í hálsmáli og 3 lykkjur í hvorri hlið) og prjónið lykkjurnar frá vinstra framstykki = 97-97-101-105-109-113 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu þar sem auknar eru út 20 lykkjur jafnt yfir = 117-117-121-125-129-133 lykkjur. Prjónið alls 6 lykkjur garðaprjón fram og til baka. Fellið af. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stutta hringprjóna þegar nægilega margar lykkjur eru á prjóni. Fitjið upp 35-37-39-41-43-45 lykkjur á sokkaprjóna 5 með Paris. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðan sléttprjón til loka. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = mitt undir ermi. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING! Aukið út með 4½-4-3½-2½-2½-2 cm millibili alls 9-10-11-13-14-15 sinnum = 53-57-61-67-71-75 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49-49-48-48-46-45 cm fellið af 6 lykkjur mitt undir ermi (= 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki), ermin er síðan prjónuð fram og til baka á prjóni. Fellið af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umferðar á hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 2-2-2-2-3-3 sinnum, 1 lykkja 1-2-3-4-4-6 sinnum og 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 55-56-56-57-57-58 cm. Fellið af 3 lykkjur í hvorri hlið og fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermi í. Saumið töluna í vinstra framstykki, ca 35 cm upp frá neðri kanti og í skiptinguna á milli mynsturprjóns og sléttprjóns. Tölu er hneppt í gegnum gat í mynstri í hægri kanti að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #gardenpartycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 175-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.