Au3 skrifaði:
I made this one in beige in size L. A Nice and comfortable result. These farms together make it verf warm. The amount of yarn that is given, seems a bit to much. I only needed 300 gram of alpaca boucle and 125 gram of alpaca brushed silk.
17.01.2017 - 15:35
Antonella skrifaði:
Buonasera sto eseguendo davanti destro e vorrei chiedere come calcolare aumento del bordo quando si fanno ferri accorciati ogni 10 ferri, cioè quando si ritorna sulle sole maglie del bordo si fa aumento? Spero di essere stata chiara. Grazie
10.11.2016 - 17:50DROPS Design svaraði:
Buonasera Antonella. Deve aumentare anche quando sta lavorando i ferri accorciati. Buon lavoro!
10.11.2016 - 20:16
Deborah Dumond skrifaði:
What are the finished sizes in inches?
27.09.2016 - 20:19DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Dumond, you will find at the bottom of the pattern a measurement chart with all measurements for each size in cm - read more about sizes and conversion. Happy knitting!
28.09.2016 - 08:54Sharyne Picone skrifaði:
If I were to use yarn from group E (I have Eskimo) for size XL what would be the quantity needed please?
31.08.2016 - 11:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Picone, please find here how to calculate new amount of yarn when using an alternative. Happy knitting!
31.08.2016 - 11:46
Marina skrifaði:
Heerlijk zacht en warm resultaat beide garens samen.
06.08.2016 - 10:29
Rosi skrifaði:
Eins von den ganz wenigen Modellen, die Taschen haben :) Endlich, toll!
13.07.2016 - 02:37
Nicole skrifaði:
Tolle, lässige Jacke. Möchte ich mir stricken.
09.07.2016 - 11:43
Mary skrifaði:
Heerlijk warm en comfortabel, spreekt me zeer aan
04.06.2016 - 02:28
Clarice#claricecardigan |
|
|
|
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Brushed Alpaca Silk í garðaprjóni, vösum og kraga. Stærð S-XXXL.
DROPS 173-30 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. STUTTAR UMFERÐIR: Prjónaðar eru stuttar umferðir yfir l í kanti að framan, svo að hann dragist ekki saman á hæðina. Prjónið frá réttu í 10. hverri umf þannig: Prjónið sl yfir allar l í kanti að framan, snúið við, herðið á þræði og prjónið sl til baka, snúið við og prjónið yfir allar l eins og áður. ATH! Þegar stuttar umferðir eru prjónaðar yfir vinstri kant að framan, er byrjað frá röngu. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á hægra framstykki (þ.e.a.s. á eftir kant að framan) þannig: Takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið l á vinstra framstykki (þ.e.a.s. á undan kant að framan) þannig: Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan kanti að framan, prjónið 2 l slétt saman. ÚTAUKNING: Allar útaukningar eru gerðar frá réttu! Aukið út um 1 l á hægri kant að framan þannig: Prjónið þar til 1 l er eftir í kanti að framan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið síðustu l í kanti að framan. Aukið út um 1 l í vinstri kanti að framan þannig: Prjónið 1 l, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þær l sem eftir eru í kanti að framan. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 28 og 36 cm. STÆRÐ M: 30 og 38 cm. STÆRÐ L: 32 og 40 cm. STÆRÐ XL: 34 og 42 cm. STÆRÐ XXL: 36 og 44 cm. STÆRÐ XXXL: 38 og 46 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum og er saumað saman í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 58-60-66-72-78-84 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Alpaca Bouclé og 1 þræði Brushed Alpaca Silk (2 þræðir). Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í 5 cm. Í næstu umf frá réttu er prjónað sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm fitjið upp nýja l í lok hverrar umf fyrir ermi þannig: 3 l, 2 sinnum, 4 l 1 sinni og 16-16-14-12-10-9 l 1 sinni (= 26-26-24-22-20-19 l fleiri fyrir ermi í hvorri hlið) = 110-112-114-116-118-122 l. Haldið nú áfram í sléttprjón með 4 l garðaprjón í hvorri hlið (= kantur á ermi). Þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm fellið af miðju 10-10-10-12-12-12 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið nú um 1 l í næstu umf frá hálsi = 49-50-51-51-52-54 l. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm prjónið næstu umf frá réttu 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af með sl. Prjónið hina öxlina alveg eins. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 37-38-41-44-47-50 l (meðtalin 1 kantlykkja í hlið) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Alpaca Bouclé og 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í 5 cm. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 8 kantlykkjur í garðaprjóni, sléttprjón þar til 1 l er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan, yfir allar l í kanti að framan. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT! Þegar stykkið mælist 36-38-40-42-44-46 cm aukið út um 1 l garðaprjón í kanti að framan – LESIÐ ÚTAUKNING! Aukið svona út í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) alls 8 sinnum (= 16 l í kanti að framan), JAFNFRAMT er fækkað um l í sléttprjóni innan við kant að framan, fitjið upp nýjar l fyrir ermi og fellið af fyrir opi í kraga þannig: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! ERMI: Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm fitjið upp nýjar l í lok hverrar umf frá réttu þannig: 3 l 2 sinnum, 4 l 1 sinni og 16-16-14-12-10-9 l 1 sinni (= 26-26-24-22-20-19 l fleiri fyrir ermi). Nýjar l eru prjónaðar í sléttprjóni með 4 l garðaprjón í lokin (= kantur á ermi). ÚRTAKA INNAN VIÐ KANT AÐ FRAMAN: Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm fækkið um 1 l sléttprjón innan við kant að framan – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið l svona í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu) alls 6-6-6-7-7-7 sinnum. KRAGI: Þegar stykkið mælist 57-59-61-63-65-67 cm prjónið frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 8 l, prjónið þær l sem eftir eru. Snúið við og prjónið til baka, í lok umf eru fitjaðar upp 6 nýjar l (= 14 l fyrir kraga). Þegar allar útaukningar og úrtökur hafa verið gerðar eru 63-64-65-65-66-68 l á prjóni. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. Prjónið nú 2 umf garðaprjón yfir allar l. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið fyrstu 14 l, fellið af þær 49-50-51-51-52-54 l sem eftir eru fyrir öxl/ermi. Klippið frá. Prjónið nú kraga þannig: Byrjið frá röngu og prjónið yfir allar 14 l, * snúið við og prjónið 8 l til baka, snúið við, prjónið til baka, snúið við, prjónið yfir allar l, snúið við og prjónið yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist 8-8-8-9-9-9 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI Fitjið upp og prjónið eins og hægra framstykki. ATH: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum á vinstri kant að framan. Fitjið upp nýjar l fyrir ermi í lok umf frá röngu. Þegar fellt er af fyrir opi í kraga er prjónað frá röngu þannig: Fellið af fyrstu 8 l, prjónið þær l sem eftir eru. Snúið við og prjónið til baka, í lok umf eru fitjaðar upp 6 nýjar l (= 14 l fyrir kraga). Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Prjónið síðan frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 49-50-51-51-52-54 l, prjónið síðan þær 14 l sem eftir eru í kant að framan. Snúið við og prjónið stuttar umf yfir kant að framan þannig: Byrjið frá röngu og prjónið til baka yfir allar 14 l, snúið við og prjónið yfir allar l, * snúið við og prjónið 8 l til baka, snúið við, prjónið til baka, snúið við, prjónið yfir allar l, snúið við og prjónið yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist 8-8-8-9-9-9 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. Saumið kragann saman við miðju að aftan og saumið við kant í hálsi. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Klippið frá og festið enda. VASAR: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið LAUST upp 20 l með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir) á hringprjóna nr 8. Prjónið síðan garðaprjón. Þegar stykkið mælist 20 cm er fellt af. Leggið vasann á framstykki þannig að það verði 3 l sléttprjón á milli vasa og kant að framan og botninn á vasanum liggur alveg niður að kanti með garðaprjóni neðst niðri á fram- og bakstykki. Saumið vasann með 1 þræði af hvorri tegund í l eina og eina þannig að vasinn liggi flatur á framstykki. Endurtakið á hinu framstykkinu. Klippið frá og festið enda. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #claricecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 173-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.