Mieke skrifaði:
Hallo, Graag zou ik dit vest met lange mouwen willen breien. Enig idee hoe ik dit zou moeten doen?
11.08.2018 - 21:44DROPS Design svaraði:
Dag Mieke, Dit zou je kunnen doen door de laatste keer dat je steken opzet voor de mouwen bij de panden, extra steken op te zetten. Dus de keer dat je 1 keer 16-16-14-12-10-9 steken opzet, zet je meer steken op. Aan de hand van de stekenverhouding en de tekening met de maten onderaan het patroon, kun je voor jezelf uitrekenen hoeveel steken extra je op moet zetten.
12.08.2018 - 17:32
Valérie Huguenot skrifaði:
Bonjour, RANGS RACCOURCIS: (...) Tricoter ainsi sur l'endroit tous les 10 rangs: (...) Tous les 10 rangs = en comptant sur la bordure (incluant les rangs raccourcis ) ou sur le jersey ?
04.06.2018 - 09:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Huguenot, répétez les rangs raccourcis tous les 10 rangs jersey - ajustez si besoin en fonction de votre tension en y incluant les rangs point mousse pour que la hauteur du point mousse soit la même que celle du jersey. Bon tricot!
04.06.2018 - 09:45
Elena skrifaði:
Leider entspricht das Bild nicht der Beschreibung. Die Knofleiste ist in der Beschreibung vor der Borte, auf dem Bild jedoch in die Borte integriert.
18.11.2017 - 07:36DROPS Design svaraði:
Liebe Elena, so werden die Knopflöcher gestrickt, dh wie beschrienben in den Blendenmaschen. Viel Spaß beim stricken!
20.11.2017 - 10:23
Corbier skrifaði:
Ik maak het vest met maat XL nu zie dat met extra steken voor de mouwen voor deze maat minder steken worden opgezet dan voor de kleinere maten klopt dat?
15.08.2017 - 08:30
Wendy Burfitt skrifaði:
But because you also decrease at the same time there will not be a gain of 8 stitches....
07.06.2017 - 23:16DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Burfitt, in size M: you will inc 8 times 1 st on band and dec 6 times 1 st for neck, then cast off 8 sts and cast on 6 sts + inc a total of 26 sts for sleeve. Starting in size M with 38 sts + (8-6-8+6) + 26 = 38 + 0 + 26 = 64 sts. The first 8 sts are inc in the band and cast off later, then you cast on 6 sts for collar, and you dec 6 sts for neck (after band sts). The number of sts in pattern will dec and the number of sts of band will inc. Adding the number of sts for sleeve you will have the 64 sts in size M. Happy knitting!
08.06.2017 - 09:29Wendy Burfitt skrifaði:
Sorry to be so persistent but the 8 band stitches are included in the original cast on number and not additional as far as I can see in the pattern. if this is not correct - where are they cast on?
07.06.2017 - 12:42DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Burfitt, you will inc 8 sts on band: " When piece measures 36-38-40-42-44-46 cm, inc 1 st in band – see INCREASE TIP. Inc like this every other row (i.e. every row from RS) 8 times in total (= 16 sts in band), AT THE SAME TIME dec sts in stocking st inside band st, cast on new sts for sleeve and cast off sts for vent in collar as follows: READ ALL OF THE FOLLOWING SECTION BEFORE CONTINUING!". Happy knitting!
07.06.2017 - 15:59
Wendy Burfitt skrifaði:
But that will make the stitch count wrong - there will be only 54 stitches on at the end.....
06.06.2017 - 17:19DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Burfitt, you should have the correct number of sts, let's take size M: 38 sts + 8 sts inc in band + 26 sts for sleeve - 6 sts dec for neck - 8 sts cast off for lapel + 6 sts cast on for collar = 38 + 8 + 26 - 6 - 8 + 6 = 64 sts. Happy knitting!
07.06.2017 - 08:54Wendy Burfitt skrifaði:
After the sleeve cast on the pattern says to decrease 1 st every 4th row inside the band for 6 times. There appear to be no compensating increasings at this point. if this is correct the stitch counts (63-64-65 etc.) later on are incorrect. do I need to do increasings as well as decreasings to make the stitch count correct or is that number wrong? thanks
06.06.2017 - 13:04DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Burfitt, you will decrease for neckline (inside band) 1 st a total of 6 times and then cast off the first 8 sts from RS and cast on 6 new ssts at the end of next row from WS for lapel. So that you dec 6 sts for neckline, and cast off 8 sts then cast on 6 sts, there are 14 sts for collar. Happy knitting!
06.06.2017 - 15:09
Maya skrifaði:
Verzoek om hulp: mijn proeflapje van 11 st. bij 15 toeren met naalden 8 wordt maar 7 cm. hoog. Ik brei niet vast.
12.04.2017 - 11:48DROPS Design svaraði:
Hoi Maya, Probeer eens een proeflapje te maken met kleinere naalden bv naald 6 of 7. Zelf heb ook dit 'probleem' ;) en gebruik altijd kleinere naalden. Als je een proeflapje maakt, zet dan wat meer steken op dan wordt aangegeven in de stekenverhouding, zodat je in het midden van het lapje kunt meten en de zijkanten wegvallen, want de kantsteken zijn vaak niet representatief voor de stekenverhouding. Succes!
12.04.2017 - 15:03
Matei Loredana skrifaði:
Bonjour, vous dites que le devant gauche on le fait comme le devant droit, mais la bordure, si on est sur l'endroit, ce fait a la fin du rang, non, pas au debout de rang????
25.02.2017 - 09:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Matei, tout à fait, la bordure devant pour le devant gauche se fera en fin de rang sur l'endroit, on monte les mailles de la manche en fin de rang sur l'envers et ainsi de suite. Bon tricot!
27.02.2017 - 09:37
Clarice#claricecardigan |
|
|
|
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Brushed Alpaca Silk í garðaprjóni, vösum og kraga. Stærð S-XXXL.
DROPS 173-30 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. STUTTAR UMFERÐIR: Prjónaðar eru stuttar umferðir yfir l í kanti að framan, svo að hann dragist ekki saman á hæðina. Prjónið frá réttu í 10. hverri umf þannig: Prjónið sl yfir allar l í kanti að framan, snúið við, herðið á þræði og prjónið sl til baka, snúið við og prjónið yfir allar l eins og áður. ATH! Þegar stuttar umferðir eru prjónaðar yfir vinstri kant að framan, er byrjað frá röngu. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á hægra framstykki (þ.e.a.s. á eftir kant að framan) þannig: Takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið l á vinstra framstykki (þ.e.a.s. á undan kant að framan) þannig: Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan kanti að framan, prjónið 2 l slétt saman. ÚTAUKNING: Allar útaukningar eru gerðar frá réttu! Aukið út um 1 l á hægri kant að framan þannig: Prjónið þar til 1 l er eftir í kanti að framan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið síðustu l í kanti að framan. Aukið út um 1 l í vinstri kanti að framan þannig: Prjónið 1 l, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þær l sem eftir eru í kanti að framan. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 28 og 36 cm. STÆRÐ M: 30 og 38 cm. STÆRÐ L: 32 og 40 cm. STÆRÐ XL: 34 og 42 cm. STÆRÐ XXL: 36 og 44 cm. STÆRÐ XXXL: 38 og 46 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum og er saumað saman í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 58-60-66-72-78-84 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Alpaca Bouclé og 1 þræði Brushed Alpaca Silk (2 þræðir). Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í 5 cm. Í næstu umf frá réttu er prjónað sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm fitjið upp nýja l í lok hverrar umf fyrir ermi þannig: 3 l, 2 sinnum, 4 l 1 sinni og 16-16-14-12-10-9 l 1 sinni (= 26-26-24-22-20-19 l fleiri fyrir ermi í hvorri hlið) = 110-112-114-116-118-122 l. Haldið nú áfram í sléttprjón með 4 l garðaprjón í hvorri hlið (= kantur á ermi). Þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm fellið af miðju 10-10-10-12-12-12 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið nú um 1 l í næstu umf frá hálsi = 49-50-51-51-52-54 l. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm prjónið næstu umf frá réttu 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af með sl. Prjónið hina öxlina alveg eins. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 37-38-41-44-47-50 l (meðtalin 1 kantlykkja í hlið) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Alpaca Bouclé og 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í 5 cm. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 8 kantlykkjur í garðaprjóni, sléttprjón þar til 1 l er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan, yfir allar l í kanti að framan. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT! Þegar stykkið mælist 36-38-40-42-44-46 cm aukið út um 1 l garðaprjón í kanti að framan – LESIÐ ÚTAUKNING! Aukið svona út í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) alls 8 sinnum (= 16 l í kanti að framan), JAFNFRAMT er fækkað um l í sléttprjóni innan við kant að framan, fitjið upp nýjar l fyrir ermi og fellið af fyrir opi í kraga þannig: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! ERMI: Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm fitjið upp nýjar l í lok hverrar umf frá réttu þannig: 3 l 2 sinnum, 4 l 1 sinni og 16-16-14-12-10-9 l 1 sinni (= 26-26-24-22-20-19 l fleiri fyrir ermi). Nýjar l eru prjónaðar í sléttprjóni með 4 l garðaprjón í lokin (= kantur á ermi). ÚRTAKA INNAN VIÐ KANT AÐ FRAMAN: Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm fækkið um 1 l sléttprjón innan við kant að framan – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið l svona í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu) alls 6-6-6-7-7-7 sinnum. KRAGI: Þegar stykkið mælist 57-59-61-63-65-67 cm prjónið frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 8 l, prjónið þær l sem eftir eru. Snúið við og prjónið til baka, í lok umf eru fitjaðar upp 6 nýjar l (= 14 l fyrir kraga). Þegar allar útaukningar og úrtökur hafa verið gerðar eru 63-64-65-65-66-68 l á prjóni. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. Prjónið nú 2 umf garðaprjón yfir allar l. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið fyrstu 14 l, fellið af þær 49-50-51-51-52-54 l sem eftir eru fyrir öxl/ermi. Klippið frá. Prjónið nú kraga þannig: Byrjið frá röngu og prjónið yfir allar 14 l, * snúið við og prjónið 8 l til baka, snúið við, prjónið til baka, snúið við, prjónið yfir allar l, snúið við og prjónið yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist 8-8-8-9-9-9 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI Fitjið upp og prjónið eins og hægra framstykki. ATH: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum á vinstri kant að framan. Fitjið upp nýjar l fyrir ermi í lok umf frá röngu. Þegar fellt er af fyrir opi í kraga er prjónað frá röngu þannig: Fellið af fyrstu 8 l, prjónið þær l sem eftir eru. Snúið við og prjónið til baka, í lok umf eru fitjaðar upp 6 nýjar l (= 14 l fyrir kraga). Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Prjónið síðan frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 49-50-51-51-52-54 l, prjónið síðan þær 14 l sem eftir eru í kant að framan. Snúið við og prjónið stuttar umf yfir kant að framan þannig: Byrjið frá röngu og prjónið til baka yfir allar 14 l, snúið við og prjónið yfir allar l, * snúið við og prjónið 8 l til baka, snúið við, prjónið til baka, snúið við, prjónið yfir allar l, snúið við og prjónið yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist 8-8-8-9-9-9 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. Saumið kragann saman við miðju að aftan og saumið við kant í hálsi. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Klippið frá og festið enda. VASAR: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið LAUST upp 20 l með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir) á hringprjóna nr 8. Prjónið síðan garðaprjón. Þegar stykkið mælist 20 cm er fellt af. Leggið vasann á framstykki þannig að það verði 3 l sléttprjón á milli vasa og kant að framan og botninn á vasanum liggur alveg niður að kanti með garðaprjóni neðst niðri á fram- og bakstykki. Saumið vasann með 1 þræði af hvorri tegund í l eina og eina þannig að vasinn liggi flatur á framstykki. Endurtakið á hinu framstykkinu. Klippið frá og festið enda. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #claricecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 173-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.