Sandra skrifaði:
Benieuw naar het kleurverloop
25.12.2015 - 14:50
Ria skrifaði:
Leuke, nonchalante trui, mooie kleuren
20.12.2015 - 20:21
Monika skrifaði:
Welch schöner Farbverlauf!
13.12.2015 - 12:33
Margareta skrifaði:
Vacker tröja i fina färger.
12.12.2015 - 20:26
Ulla Serup Thomsen skrifaði:
Denne model har jeg strikket i flere forskellige størrelser og farver til mine unge familiemedlemmer. De er meget glade for den alpaka er altid en dejlig og "skattet" kvalitet
12.12.2015 - 09:21
Petra skrifaði:
I live ombrés, looking forward to this one! :)
11.12.2015 - 10:57
FOREST skrifaði:
J aime beaucoup ce modèle
10.12.2015 - 22:13
Eliane skrifaði:
Mooie kleuren - geschikt voor vrije tijd
10.12.2015 - 19:49
DI MORO-BEN LARBI skrifaði:
Quelle finesse et raffinement.J'adore l'aspect tie and dye avec l'alpaga!
10.12.2015 - 18:20
Apikin skrifaði:
Très agréable pour les moments de détente
10.12.2015 - 14:39
Sailing#sailingsweater |
|
|
|
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Alpaca og 2 þráðum úr DROPS Kid-Silk með klauf í hlið og stroffi. Stærð S-XXXL
DROPS 168-3 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. TVEIR ÞRÆÐIR: Notið þráðinn innan úr og utan með dokkunni. RENDUR: Allar rendurnar eru prjónaðar með 1 þræði Alpaca + 2 þráðum Kid-silk (= 3 þræðir) – LESIÐ TVEIR ÞRÆÐIR! RÖND 1: 1 þráður Alpaca ljós blár + 2 þræðir Kid-Silk gráblár. RÖND 2: 1 þráður Alpaca ljós blár + 1 þráður Kid-Silk gráblár + 1 þráður Kid-Silk ljós gráblár. RÖND 3: 1 þráður Aplaca ljós blár + 2 þræðir Kid-Silk ljós gráblár. RÖND 4: 1 þráður Alpaca ljós blár + 1 þráður Kid-Silk ljós gráblár + 1 þráður Kid-Silk natur. RÖND 5: 1 þráður Alpaca hvítur + 1 þráður Kid-Silk gráblár + 1 þráður Kid-Silk ljós gráblár. RÖND 6: 1 þráður Alpaca ljós blár + 1 þráður Kid-Silki ljós gráblár + 1 þráður Kid-Silk natur. RÖND 7: 1 þráður Alpaca hvítur + 1 þráður Kid-Silk gráblár + 1 þráður Kid-Silk ljós gráblár. RÖND 8: 1 þráður Alpaca hvítur + 2 þræðir Kid-Silk gráblár. RÖND 9: 1 þráður Alpaca hvítur + 1 þráður Kid-Silk ljós gráblár + 1 þráður Kid-Silk natur. RÖND 10: 1 þráður Alpaca hvítur + 2 þræðir Kid-Silk natur. ATH: Þessi rönd er prjónuð til loka. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. í aftari lykkjubogann í stað fremri) til þess að sleppa við göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hlutum og saumað saman í lokin. Allt stykkið er prjónað með RENDUR – sjá útskýringu að ofan. LESIÐ TVEIR ÞRÆÐIR! BAKSTYKKI: Fitjið upp 64-70-74-82-90-98 l á hringprjóna nr 6 með 1 þræði í litnum ljós blár Alpaca og 2 þráðum í litnum gráblár Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 7. Í næstu umf (= rétta) haldið áfram með RÖND 1 – sjá útskýringu að ofan, og prjónið sléttprjón með 3 l garðaprjón í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 6-6-6-7-7-7 cm prjónið RÖND 2. Þegar stykkið mælist 12-12-12-13-14-14 cm prjónið RÖND 3. Þegar stykkið mælist 17 cm í öllum stærðum er fitjuð upp 1 ný l í lok 2 næstu umf (merkir klauf) = 66-72-76-84-92-100 l. Haldið síðan áfram með 4 umf sléttprjóni innan við 4 l garðaprjón í hvorri hlið. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 18-18-18-19-20-21 cm prjónið 6 umf með RÖND 4, 2 umf með RÖND 5 og 2 umf með RÖND 6. Prjónið síðan RÖND 7. Þegar stykkið mælist 30-31-31-32-33-34 cm er prjónuð RÖND 8. Þegar stykkið mælist 36-37-37-38-39-40 cm er prjónuð RÖND 9. Þegar stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm prjónið RÖND 10 og í byrjun á næstu 2 l eru felldar af 3-3-2-2-2-2 l fyrir handveg, JAFNFRAMT er fækkað um 0-0-0-2-1-3 l jafnt yfir l í sléttprjóni (þetta er gert til þess að stroffið efst á peysunni passi) = 60-66-72-78-87-93 l. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, 1 l sl, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff til loka. Þegar stykkið mælist 53-55-57-59-61-63 cm fellið af miðju 24-24-24-24-27-27 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umf frá hálsi er felld af 1 l = 17-20-23-26-29-32 l eftir á öxl. Síðasta l við hálsmál er prjónuð í garðaprjóni (þ.e.a.s. það er 1 l sl innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hálsi). Þegar stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm, prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki of stífur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki. Þegar stykkið mælist 48-50-51-53-54-56 cm setjið miðju 12-12-12-12-15-15 l á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið síðan l fyrir hálsmáli í hverri umf frá hálsmáli þannig: 3 l 1 sinni, 2 l 1 sinni og 1 l 2 sinnum = 17-20-23-26-29-32 l eftir fyrir öxl. Síðasta l við hálsmál er prjónuð í garðaprjóni (þ.e.a.s. það er 1 l sl innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hálsmáli). Þegar stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm, prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki of stífur! Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjóna í röndum. Fitjið upp 30-30-30-33-33-36 l á hringprjóna nr 6 með 1 þræði í litnum ljós blár Alpaca og 2 þráðum í litnum gráblár Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið 1 umf br með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Næsta umf er prjónuð þannig (= frá réttu): 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 l sl * 2 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir á prjóni, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 6 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 7. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 7 cm í öllum stærðum er prjónuð RÖND 2 og aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hið – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu með 13-7½-6-6-4½-4½ cm millibili 3-5-6-6-7-7 sinnum til viðbótar = 38-42-44-47-49-52 l. JAFNFRAMT eru prjónaðar rendur þannig: Þegar stykkið mælist 13-13-13-13-13-12 cm prjónið RÖND 3. Þegar stykkið mælist 19-19-19-19-18-17 cm prjónið 6 umf með RÖND 4, 2 umf með RÖND 5 og 2 umf með RÖND 6. Síðan er prjónuð RÖND 7. Þegar stykkið mælist 32-32-32-31-30-29 cm er prjónuð RÖND 8. Þegar stykkið mælist 38-38-37-36-35-34 cm er prjónuð RÖND 9. Þegar stykkið mælist 44-43-42-41-39-39 cm er prjónuð RÖND 10. Fellið af þegar ermin mælist 50-48-47-46-43-42 cm. FRÁGANGUR: Frágangurinn er með Alpaca í litnum natur. Saumið axlasaumana með lykkjuspori. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið sauma undir erma og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni niður að klauf. Klippið frá og festið enda. HÁLSMÁL: Hálsmálið er prjónað með 1 þræði í litnum hvítur Alpaca + 2 þráðum í litnum natur Kid-Silk (= 3 þræðir). Takið upp l frá réttu ca 60-70 l í kringum op í hálsmáli meðtaldar l af þræði á hringprjóna nr 6. Prjónið kant sem rúllast upp með því að prjóna 3 umf sléttprjón. Fellið af með sl frá réttu. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki of stífur. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sailingsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 168-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.