Marie Belette skrifaði:
Bonjour, il me semble que les instructions du texte pour le tour 7 ne correspondent ni au diagramme ni à la video. Est-ce que je me trompe?
18.12.2018 - 08:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Belette, le texte correspond tout à fait au diagramme, on crochète de *à* 4 fois au total, mais la dernière fois, on termine au niveau de ** (= après 1 DB dans la m suivante avant le coin, et on termine par 2 DB, 2 ml, 1DB dans la dernière m, puis 1 mc dans la 4ème ml du début du tour. Bon crochet!
18.12.2018 - 09:05
Radha Korsoski skrifaði:
Pivot 2 som visas i videoklippet görs inte på anna sätt som i beskrivningen i mönstret.\r\n\r\nSka det vara 2 eller 3 luftmassor och ska det vara en luftmassa eller fast maska i första luftmassan. \r\n\r\nMed vänlig hälsning, Radha
09.08.2018 - 20:04DROPS Design svaraði:
Hej, du ska virka som det står i mönstret, dvs. 2 luftmaskor och 1 smygmaska i den första luftmaskan.
13.08.2018 - 14:19
Maria Stenfeldt skrifaði:
Tidigare kunde man beställa garn till ett specifikt mönster direkt från sidan. Går det inte längre eller är det bara jag som inte hittar var?
11.07.2017 - 15:15DROPS Design svaraði:
Hej Maria, jo det kan du, det är bara att kicka på "beställ" till höger på sidan under bilden. Lycka till!
12.07.2017 - 14:09
Lion skrifaði:
Bonjour,j'ai terminé cette magnifique couverture ,j'en arrive l’assemblage ,cependant je ne comprends pas à quoi correspondent les chiffres de 1 à 6 sur le diagramme A3 . En vous remerciant par avance , V Lion .
06.11.2016 - 11:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lion, les chiffres 1 à 6 dans A.3 représentent chaque type de carré en fonction de l'ordre des couleurs (carrés 1 à 6). Bon assemblage!
07.11.2016 - 09:35Maria Alice Cardoso skrifaði:
Muito bonito a combinações de cores. Gostaria de ver uma receita com motivos infantil
30.01.2016 - 02:09
Claudia skrifaði:
Liebes DROPS-Team, wieviel Garn wùrde man brauchen wenn man die Decke mit nur 4 Farben häkeln möchte? Hauptfarbe bleibt weiss, und noch 3 Farben für die Sterne... Danke für Ihr Feedback! LG, Claudia
22.01.2016 - 19:02DROPS Design svaraði:
Leider können wir Ihnen keine Angaben zum ganz genauen Garnverbrauch der Einzelfarben machen und somit auch nicht zum Garnverbrauch mit weniger Farben.
30.01.2016 - 11:06
Daggi skrifaði:
Tolle Granny Squres in hübschen Farben.
20.01.2016 - 12:14
Daggi skrifaði:
Tolle Granny Squares und delikate Farben
20.01.2016 - 11:34
Päivi skrifaði:
A funny feeling of fruits
27.12.2015 - 23:23
Starstruck#starstruckblanket |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklað teppi úr DROPS Safran með litríkum krossfiskaferningum.
DROPS 169-37 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LITASAMSETNING: Það eru heklaðir 6 mismunandi ferningar og 16 ferningar í hverri litasamsetningu (alls 96 ferningar): FERNINGUR 1: Uppfitjun + umferð 1: skærgulur. Umferð 2: ferskja. Umferð 3-4: ljós bleikur. Umferð 5: natur. Umferð 6: kirsuber. Umferð 7: vanillugulur. Umferð 8: natur. FERNINGUR 2: Uppfitjun + umferð 1: ljós ísblár. Umferð 2: grænn. Umferð 3-4: vanillugulur. Umferð 5: ljós bleikur. Umferð 6: kórall. Umferð 7: appelsínugulur. Umferð 8: natur. FERNINGUR 3: Uppfitjun + umferð 1: vanillugulur. Umferð 2: skærgulur. Umferð 3-4: grænn. Umferð 5: bensínblár. Umferð 6: appelsínugulur. Umferð 7: ferskja. Umferð 8: natur. FERNINGUR 4: Uppfitjun + umferð 1: ljós bleikur. Umferð 2: kirsuber. Umferð 3-4: appelsínugulur. Umferð 5: skærgulur. Umferð 6: natur. Umferð 7: ljós ísblár. Umferð 8: natur. FERNINGUR 5: Uppfitjun + umferð 1: kóral. Umferð 2: appelsínugulur. Umferð 3-4: ljós ísblár. Umferð 5: kirsuber. Umferð 6: bensínblár. Umferð 7: grænn. Umferð 8: natur. FERNINGUR 6: Uppfitjun + umferð 1: ferskja. Umferð 2: kórall. Umferð 3-4: natur. Umferð 5: ljós ísblár. Umferð 6: vanillugulur. Umferð 7: ljós bleikur. Umferð 8: natur. LITASKIPTI: Til þess að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit er síðasta kl í umf hekluð með nýja litnum þannig: Stingið heklunálinni í fyrstu ll frá byrjun umf, bregðið þræðinum um heklunálina með nýja litnum og dragið þráðinn í gegnum l á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið samanstendur af hekluðum ferningum sem saumaðir eru saman. Í lokin er heklaður kantur í kringum allt teppið. FERNINGUR: ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið 5 ll með heklunál nr 3 með uppfitjunarkanti og tengið saman í hring með 1 kl í fyrstu ll. Heklið síðan mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1, þ.e.a.s. heklið þannig: UMFERÐ 1: 1 ll (jafngildir 1 fl), heklið 14 fl um hringinn, skiptið um lit – LESIÐ LITASKIPTI og endið á 1 kl í ll í byrjun umf = 15 l. UMFERÐ 2: 1 ll (jafngildir 1 fl), * heklið 6 ll, 1 fl í 3. ll frá heklunálinni, 1 hst í næstu ll, 1 st í næstu ll og 1 tbst í næstu ll, hoppið yfir 2 fl í hringinn, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, en skiptið um lit á undan síðust l í umf og endið síðustu endurtekningu með 1 kl í ll í byrjun umf (í stað 1 fl í næstu l) = 5 krossfiskaarmar. UMFERÐ 3: 8 ll (jafngilda 1 tbst + 4 ll), * 1 fl efst á fyrsta/næsta krossfiskaarmi, 4 ll, 1 tbst í fl á milli 2 krossfiskaarma, 4 ll *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, 1 fl efst á síðast krossfiskaarmi, 4 ll og endið á 1 kl í 4. ll í byrjun umf. UMFERÐ 4: 1 ll (jafngildir 1 fl), síðan eru heklaðar 4 fl um hvern ll-boga og 1 fl í hverja l á milli ll-boga, en um síðasta ll-boga í umf eru heklaðar 5 fl (í stað 4) = 51 fl í umf. Skiptið um lit og endið umf á 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf. UMFERÐ 5: 1 ll (jafngildir 1 fl), 1 fl í næstu l, * 2 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í hverja og eina af 2 næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 16 sinnum, 2 ll, skiptið um lit og endið á 1 kl í ll í byrjun umf = 68 l (34 fl + 34 ll). UMFERÐ 6: 1 ll (jafngildir 1 fl), 1 fl í næstu l, * 2 fl um ll-boga, 1 fl í hverja og eina af 2 næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 16 sinnum, heklið 2 fl um síðast ll-boga, skiptið um lit og endið á 1 kl í ll í byrjun umf = 68 l í umf. UMFERÐ 7: 4 ll (jafngilda 1 tbst), 1 tbst í næstu l, * 1 st í hverja af næstu 3 fl, 1 hst í hverja af næstu 3 fl,1 fl í hvora af næstu 2 fl, 1 hst í hverja af næstu 3 fl, 1 st í hverja af næstu 3 fl, 1 tbst í næstu fl ** , 2 tbst + 2 ll + 2 tbst í næstu fl (= horn), 1 tbst í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, en síðasta endurtekningin endar eftir **, heklið 2 tbst + 2 ll + 1 tbst í síðustu l, skiptið um lit og endið á 1 kl í 4. ll í byrjun umf. UMFERÐ 8: 2 ll (jafngilda 1 hst), síðan er heklaður 1 hst í hverja l umf hringinn, en um ll-boga í hvert horn eru heklaðir 2 hst + 1 ll + 2 hst, endið umf á 1 kl í ll í byrjun umf. Klippið frá og festið alla enda. FRÁGANGUR: Saumið teppið saman með 8 ferninga á breidd og 12 ferninga á lengd – sjá mynsturteikningu A.3. Saumið ferningana saman fyrst á lengdina og síðan á breiddina með litnum natur – saumið í ysta lykkjubogann. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í lokin í kringum allt teppið með heklunál nr 3 þannig – byrjið í einu horni og heklið frá réttu með litnum natur: UMFERÐ 1: 1 ll (jafngildir 1 fl), síðan er hekluð 1 fl í hverja l umf hringinn (þ.e.a.s. 1 fl í hvern hst, 1 fl í hvert horn á sjálfum ferningnum, 1 fl í hverja skiptingu á milli ferninga og 2 fl + 2 ll + 2 fl í hvert horn á sjálfu teppinu), skiptið yfir í litinn vanillugulur og endið á 1 kl í ll í byrjun umf. UMFERÐ 2: 3 ll, (jafngildir 1 st), heklið síðan 1 st í hverja fl umf hringinn, en um ll-boga í hvert horn á teppi er heklað 2 st + 2 ll + 2 st, í lok umf er skipt yfir í litinn skær gulur og umf endar á 1 kl í 3. ll í byrjun umf. UMFERÐ 3: 3 ll (jafngilda 1 st), heklið síðan 1 st í hvern st, en um ll-boga í hverju horni á teppi er heklað 2 st + 2 ll + 2 st, endið á 1 kl í 3. ll í byrjun umf. UMFERÐ 4: 1 ll, 1 fl í næstu l, * 2 ll, 1 kl í fyrstu ll sem hekluð var, hoppið yfir 1 l, 1 fl í hverja og eina af 3 næstu l á teppi *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 1 kl í ll í byrjun umf. Klippið frá og festið alla enda. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #starstruckblanket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 169-37
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.