Kathrin skrifaði:
Bevor ich jetzt diese Muster anfange, meine Frage, in den Handschuhen bzw, den Socken laufen doch immer die Fäden mit bei dem Fischgrätmuster, stört das nicht sehr beim anziehen über die kleinen Finger? Gibt es einen Trick, dass die kleinen Finger beim anziehen nicht in den Schlaufen hängen bleiben? Vielen Dank
23.10.2025 - 07:59DROPS Design svaraði:
Liebe Kathrin, wenn Sie die Fäden nicht zu locker mitführen, sollten sie nicht stören. Sie können ja mal ein Probestück stricken. An den Stellen, an denen der Faden über 3 Maschen mitgeführt wird, können Sie den mitgeführten Faden aber auch auf der Rückseite mit dem Arbeitsfaden verkreuzen, sodass er nicht durchhängt, sondern enger am Gestrick anliegt. Viel Spaß beim Stricken!
23.10.2025 - 09:23
Mr G skrifaði:
Hej! Supergulligt mönster. Undrar dock över ögonen. Saknas det information kring den naturfärgade "ringen" runt den svarta broderade pupillen i mönstret?
04.04.2024 - 22:32DROPS Design svaraði:
Hei Mr. G. Burde nok ha stått: Broder øyne og munn/snute ...... med sort og natur - se foto. Oppskriften er oversendt til design avd. for gjennomgang. mvh DROPS Design
08.04.2024 - 14:28
Abraham skrifaði:
I need this pattern .. How to make this pattern..
01.01.2023 - 10:06
Abraham skrifaði:
I drafted a simple pattern, knit and felted the bag, and it has been my daily . Other yarns can be used such as wool and nylon, cotton, merino, alpaca, etc. In reality, any yarn a knitter prefers and any weight yarn.
14.12.2022 - 07:14
Ida skrifaði:
Ska jag fortsätta sticka enligt diagram a.2 när jag gör hälminskningen?
20.07.2019 - 11:10DROPS Design svaraði:
Hej. Ja det stämmer. Lycka till!
22.08.2019 - 09:08
Nina skrifaði:
Något har blivit fel, det går inte att skriva ut själva mönstret.
01.12.2018 - 17:57
Susanne skrifaði:
Der må være fel i vanteopskriften. Har lige antal m, tager lige m ud til tommel. Efter opskrift giver det ulige antal? Hvordan?
27.12.2016 - 14:56DROPS Design svaraði:
Hej Susanne. Du tager ud paa hver side af den 2. m paa omgangen. Dvs, du tager f.eks. ud gange paa hver side (3 gange 2 m), saa har du 6 m + den 2. m til tomlen = 7 i alt.
10.01.2017 - 14:15
Freddie skrifaði:
What are the finished hand widths of the mittens? It gives length but not circumference and that would help in deciding size.
12.12.2015 - 11:27DROPS Design svaraði:
Dear Freddie, you can check the circumference with the size and tension, ie with 26 sts = 10 cm, you will have 24 sts (after thumb) x 10 divided by 26 = approx. 9 cm. Happy knitting!
14.12.2015 - 09:50
Mr. Fish |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Settið samanstendur af: Prjónuðum vettlingum og sokkum úr DROPS Alpaca með fiskamynstri. Stærð 0 mán - 14 ára.
DROPS Extra 0-1216 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Prjónið slétt þar til 3 l eru eftir á undan merki, prjónið 2 l slétt saman, 2 l sl (merkið er staðsett mitt á milli þessa 2 l), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til (5-5-7) 7-7-7 (7-7-7) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til (5-5-7) 7-7-7 (7-7-7) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til (4-4-6) 6-6-6 (6-6-6) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til (4-4-6) 6-6-6 (6-6-6) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til (11-11-11) 11-9-9 (13-13-13) lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá úlnlið að tingurtoppi. VETTLINGUR: Fitjið upp 36-40 (44-52-56) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum blár DROPS Alpaca. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 5-6 (7-8-9) cm. Prjónið 1 umf slétt og fækkið um 12-8 (8-12-8) l jafnt yfir = 24-32 (36-40-48) l. Prjónið sléttprjón í 1 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umf byrjar útaukning fyrir þumalfingur og aukið er út um 1 l hvoru megin við 2. l í umf – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 2 l fleiri). Endurtakið útaukningu í 3. hverri umf alls 3-4 (5-6-7) sinnum = 7-9 (11-13-15) þumallykkjur. Þegar stykkið mælist alls 8½-10 (11½-13-14½) cm setjið 7-9 (11-13-15) þumallykkjur á þráð. Fitjið upp 1 nýja l yfir l á þræði = 24-32 (36-40-48) l á prjóni. Prjónið síðan mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1. Þegar stykkið mælist alls 13-16 (16-19-21) cm (nú eru eftir ca 2-2- (3-3-3) cm að loka máli, setjið 1 merki í hvora hlið þannig að það verða 12-16 (18-20-24) l bæði ofan á hendi og undir. Skiptið yfir í litinn ljós grágrænn og prjónið sléttprjón hringinn. Í næstu umf er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði merkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 2-1 (4-3-2) sinnum og síðan í hverri umf alls 2-5 (3-5-8) sinnum = 8 l eftir í öllum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Allur vettlingurinn mælist ca 15-18 (19-22-24) cm. ÞUMALFINGUR: Setjið til baka 7-9 (11-13-15) l af þræði fyrir þumalfingur á sokkaprjóna 2,5, prjónið að auki upp 5 l í kanti á bakhlið á þumallykkjum = 12-14 (16-18-20) l. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumalfingurinn mælist 2½-3 (3½-4-5) cm. Prjónið síðan allar l slétt saman 2 = 6-7 (8-9-10) l eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Saumið út augu og munn í vettlinginn með litnum svartur og natur. Prjónið annan vettling á sama hátt, nema spegilmynd, þ.e.a.s. aukið er út fyrir þumalfingur hvoru megin við næst síðustu l í umf (í stað hvoru megin við aðra l í umf). -------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp (44-48-52) 52-56-56 (60-64-64) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum blár DROPS Alpaca. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í (8-10-10) 12-14-14 (16-18-18) cm. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu (25-29-29) 29-35-35 (35-39-39) l slétt og fækkið um (8-8-8) 8-10-10 (10-10-10) l jafnt yfir þessar l = (17-21-21) 21-25-25 (25-29-29) l sl, setjið þessar lykkjur á þráð (= ofan á fæti). Nú eru (19-19-23) 23-21-21 (25-25-25) l eftir á prjóni fyrir hæl. Prjónið nú mynstur eftir mynsturteikningu A.2 fram og til baka yfir hællykkjur í (3-3½-4) 4-4½-4½ (5-5-5) cm. Setjið 1 merki í stykkið. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp (8-9-10) 10-11-12 (13-13-13) l hvoru megin við hæl og (17-21-21) 21-25-25 (25-29-29) l af þræði eru settar til baka á prjóninn = (44-50-52) 52-56-58 (64-68-68) l. Setjið 1 merki hvoru megin við (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l ofan á fæti. Setjið 1 merki hvoru megin við (17-21-21) 21-25-25 (25-29-29) l ofan á fæti. Prjónið nú mynstur hringinn þannig: 1. l á eftir merki ofan á fæti er prjónuð með litnum blár, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.3 yfir næstu (15-19-19) 19-23-23 (23-27-27) l fyrir miðju ofan á fæti – ATH: l með ör í mynstri á að passa við miðjulykkjur ofan á fæti, síðasta l á undan næsta merki ofan á fæti er prjónuð með litnum blár, prjónið síðan A.2 á milli merkja undir fæti – passið að mynstrið passi yfir hæl. Haldið svona áfram með mynstur hringinn yfir allar l og fækkið lykkjum í hvorri hlið þannig: Prjónið síðustu 2 lykkjur á undan (17-21-21) 21-25-25 (25-29-29) l ofan á fæti snúnar slétt saman og prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir (17-21-21) 21-25-25 (25-29-29) l á fæti slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls (4-4-5) 5-7-5 (8-7-7) sinnum = (36-42-42) 42-42-48 (48-54-54) l. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist (7-8-9) 9-11-13 (14-16-18) cm frá merki á hæl (nú eru eftir ca (3-3-3) 4-4-4 (4-4-4) cm að loka máli). Skiptið yfir í litinn ljós grágrænn og setjið 1 merki í hvora hlið þannig að það verða (18-21-21) 21-21-24 (24-27-27) l bæði ofan á fæti og undir fæti. Í næstu umf er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði merkin á fyrir tá – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls (5-4-4) 7-6-5 (5-5-5) sinnum og síðan í hverri umf alls (1-3-3) 0-1-4 (4-5-5) sinnum = (12-14-14) 14-14-12 (12-14-14) l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt 2 og 2. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Saumið út augu og nef í tánna á sokknum með litnum svartur og natur – sjá mynd. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1216
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.