Jana skrifaði:
Tell me, please, when I skip 1 ch (at the begining of mittens) shoud I use htr or sl ? (i.e I make 1 ch, then....?)
27.12.2017 - 00:43DROPS Design svaraði:
Dear Jana, on very 1st round of the mittens, you will skip chain stitches evenly to avoid fundation chain being too tight, ie work: 2 chains (=1st htr), then repeat: *1 htr in each of the next 4-5 chains, skip 1 chain (= leave this chain unworked)* = there are 4-5 htr worked over 5-6 chains), repeat from *-*. Happy crocheting!
02.01.2018 - 08:44
Martine skrifaði:
Ik heb het patroon in het Engels en in het Nederlands vergeleken omdat ik vast loop bij het haken van patroon 1. In de NL versie staat dat het patroon 1 eerst in 4v moet worden gehaakt, daarna in 7v en daarna in 17 steken. Ook moet er 1 geminderd worden en eindig met 20st. Maar als je er van uit gaat dat je in alle steken van de vorige toer patroon 1 moet haken (dat zijn er 28) klopt het mijn inziens niet dat je op 20 uitkomt. Het Engelse patroon komt wel uit op 27, klopt het NL wel?
30.09.2016 - 15:23
Carla skrifaði:
Er staat dat je patoon A.1 moet volgen, maar daar staat geen uitleg over. Wel patroon 1. Zie ik iets over het hoofd ? Groet Carla
07.01.2016 - 16:09DROPS Design svaraði:
Hoi Carla. Dat moet uiteraard Patroon-1 zijn. Een foutje in de vertaling, die ik nu heb aangepast. Bedankt voor het melden.
07.01.2016 - 17:01
Mária Tobiášová skrifaði:
Pri tomto návode nesedí fotografia s písaným návodom. Na fotografii je na rukaviciach vzor, ale v návode nie je uvedený. Asi sa stala niekde chyba. :-)
31.10.2015 - 17:31DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Mário, děkujeme za upozornění - fotku jsme opravili.
03.03.2016 - 12:42
Linn |
|
|
|
Heklaðir vettlingar úr DROPS Nepal.
DROPS Extra 0-1176 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umf með hst, er fyrsta hst skipt út fyrir 2 ll, umf endar á 1 kl í 2. ll. Í byrjun á hverri umf með fl, er fyrstu fl skipt út fyrir 1 ll, umf endar á 1 kl í fyrstu ll. Í byrjun á hverri umf með st, er fyrsta st skipt út fyrir 3 ll, umf endar á 1 kl í 3. ll. HÁLFUR STUÐKLAKRÓKUR: Heklið 1 hst í kringum 1 hst frá fyrri umf (þ.e.a.s. ekki hekla í lykkjubogana heldur í kringum hst) þannig: Bregðið þræði um heklunálina (alveg eins og þegar þú heklar 1 venjulegan hst), stingið heklunálinni á milli þess sem er heklað og þess sem hekla á í kringum og upp á milli þess sem á að hekla í kringum og næsta hst (þ.e.a.s. á milli 2 hst og í kringum hst), sækið þráðinn, heklið afganginn á hst eins og vanalega. MYNSTUR-1: UMFERÐ 1: Heklið 1 st aftan í lykkjubogann á hverri fl. UMFERÐ 2: Heklið 1 fl í aftari lykkjubogann á hverjum st. Endurtakið umf 1- 2 til loka. 3 ST SAMAN: Heklið 3 st saman þannig: Heklið 1 st um ll, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 2 st um ll alveg eins, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar l á heklunálinni. ÚRTAKA: Fækkið um 1 st með því að hekla 2 st saman þannig: Heklið 1 st í aftari lykkjubogann á næstu fl, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 st í aftari lykkjubogann á næstu fl alveg eins, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 l á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. VINSTRI VETTLINGUR: Heklið 35-36 ll með heklunál nr 4,5 með Nepal og tengið í hring með 1 kl í 1. ll. Heklið 2 ll – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR * heklið 1 hst í hverja af 4-5 næstu ll, hoppið yfir 1 ll *, endurtakið frá *-* umf hringinn, endið á 1 kl í 2. ll = 28-30 hst. Heklið síðan þannig: Heklið * 1 hst, 1 HÁLFUR STUÐLAKRÓKUR – sjá útskýringu að ofan *, endurtakið frá *-* umf hringinn. Haldið svona áfram, passið uppá að hálfu stuðlakrókarnir komi yfir hvern annan á hæðina. Þegar stykkið mælist 3 cm, heklið 1 umf með 1 fl í aftari lykkjubogann á hverjum hst = 28-30 fl. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið síðan MYNSTUR-1 – sjá útskýringu að ofan – yfir allar l JAFNFRAMT er fækkað um 1-0 l = 27-30 st. Þegar heklaðar hafa verið 3-4 umf með mynstri-1 er aukið út um 1 fl/st fyrir þumalfingur hvoru megin við fyrstu fl/st í umf – aukið út um 1 st/fl með því að hekla 2 st/fl í sama st/fl. Endurtakið útaukningu hvoru megin við þessar l í hverri umf alls 4-5 sinnum = 35-40 st í umf (þumal-l = 9-11 st). Klippið frá. Hoppið yfir 5-6 st, heklið mynstur-1 eins og áður þar til 4-5 st eru eftir, 1 ll, hoppið yfir 4-5 st, endið á 1 kl í fyrstu fl = 26-29 fl og 1 ll í umf. Haldið áfram með mynstur-1 eins og áður, heklið 3 ST SAMAN í 1 st – sjá útskýringu að ofan – um ll = 27-30 st. Þegar vettlingurinn mælist 20-22 cm, passið að síðasta umf er með fl (mátið e.t.v. vettlinginn, nú eru ca 3 cm að loka máli). Heklið nú þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 st í aftari lykkjuboga í hverri fl JAFNFRAMT þar sem annar hver og 3. hver st eru heklaðir saman – LESIÐ ÚRTAKA = 18-20 st. UMFERÐ 2: Heklið 1 umf með 1 fl í aftari lykkjubogann á hverjum st. UMFERÐ 3: Heklið 2 og 2 st saman = 9-10 st. UMFERÐ 4: Heklið 2 og 2 fl saman. Klippið frá, þræðið þráðinn upp og niður í gegnum l, herðið að og festið. ÞUMALFINGUR: UMFERÐ 1: Heklið 1 fl í aftari lykkjubogann í hverja af 9-11 þumallykkjum, heklið síðan 3 fl aftan við þumalfingur = 12-14 fl. UMFERÐ 2: Heklið 1 st í aftari lykkjubogann á hverri fl. UMFERÐ 3: Heklið 1 fl í aftari lykkjubogann á hverjum st. UMFERÐ 4: Heklið 1 st í aftari lykkjubogann á hverri fl. UMFERÐ 5: Heklið 1 fl í aftari lykkjubogann á hverjum st. UMFERÐ 6: Heklið 2 og 2 st saman = 6-7 st. Klippið frá, þræðið þráðinn upp og niður í gegnum l, herðið að og festið. HÆGRI VETTLINGUR: Heklið á sama hátt og vinstri vettlingur, nema nú er aukið út fyrir þumalfingur hvoru megin við síðustu l í umf. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1176
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.