Anja skrifaði:
Einfach Klasse
05.06.2015 - 23:39
Anja skrifaði:
Einfach Klasse
05.06.2015 - 23:38
Bre Guenther skrifaði:
Love this cardigan! Where can I find the pattern?
01.06.2015 - 20:39
Wünsch skrifaði:
Wunderschön
29.05.2015 - 17:08
Bea skrifaði:
Świetny sweter, lubię takie
28.05.2015 - 09:57
Henriette skrifaði:
Nonchalant,gemakkelijk,die doe je elke dag aan.
27.05.2015 - 19:45
SCHWETTA Blandine skrifaði:
La coupe est superbe. Le tombé long sur les côtés donne du charme à ce gilet.
27.05.2015 - 18:34
Falling Leaves#fallingleavescardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð ferhyrnd peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk með gatamynstri og garðaprjóni, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL
DROPS 164-3 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.9. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br til að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 301-301-349-349-397-397 l á hringprjóna nr 4 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Í næstu umf frá réttu er skipt yfir á hringprjóna nr 5 og prjónað þannig: Prjónið 6 l garðaprjón, A.1 (= 16 l ), A.2 (= 16 l) yfir næstu 256-256-304-304-352-352 l, A.3 (= 17 l) yfir næstu 17 l, endið á 6 l garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1-A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 229-229-265-265-301-301 l í umf. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 6 l garðaprjón, A.4 (= 12 l) yfir næstu 204-204-240-240-276-276 l, A.5 (= 13 l), endið á 6 l garðaprjón. Þegar A.4-A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 22 cm. Setjið 1 prjónamerki í stykkið, HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 6 l garðaprjón, A.6 (= 12 l), A.7 (= 12 l) yfir næstu 48-48-60-60-72-72 l, A.8 (= 13 l), 11 l garðaprjóni, A.6, A.7 yfir næstu 24-24-36-36-48-48 l, A.8, 11 l garðaprjón, A.6, A.7 yfir næstu 48-48-60-60-72-72 l, A.8, 6 l garðaprjón. Prjónið í 4 umf JAFNFRAMT í síðustu umferð er miðjulykkja af 11 lykkjum garðaprjón felld af í hvorri hlið = 227-227-263-263-299-299 l. Nú skiptist stykkið og prjónað er op fyrir handveg: VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið síðustu 143-143-167-167-191-191 l á prjón (séð frá réttu) á þráð, prjónið einungis yfir fyrstu 84-84-96-96-108-108 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður, þ.e.a.s. prjónið frá réttu þannig: 6 l garðaprjón, A.6 - A.8 eins og áður, endið á 5 l garðaprjón. Prjónið þar til stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm frá þeim stað sem stykkið skiptist upp. ATH: Stillið af að síðasta umf sé frá röngu. Setjið l á þráð og prjónið hægra framstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka síðustu 84-84-96-96-108-108 l á prjóni (= 59-59-71-71-83-83 l eftir á þræði), prjónið á sama hátt og vinstra framstykki. Setjið l á þráð og prjónið bakstykki. BAKSTYKKI: Setjið til baka 59-59-71-71-83-83 l sem eftir eru af þræði á prjóninn. Haldið áfram með mynstur eins og áður, 5 l í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. Þegar bakstykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm setjið stykkin til baka á sama hringprjón nr 5. ATH: Stillið mynstrið af eftir framstykki (síðasta umf er frá röngu). Prjónið síðan frá réttu þannig: 6 l garðaprjón, A.6, A.7 yfir næstu 48-48-60-60-72-72 l, A.8, 5 l garðaprjón, fitjið upp 1 nýja l, 5 l garðaprjón, A.6, A.7 yfir næstu 24-24-36-36-48-48 l, A.8, 5 l garðaprjón, fitjið upp 1 nýja l, 5 l garðaprjón, A.6, A.7 yfir næstu 48-48-60-60-72-72 l, A.8, 6 l garðaprjón = 229-229-265-265-301-301 l á prjóni. Nýju l eru prjónaðar í garðaprjóni. Prjónið 4 umf svona. Prjónið nú mynstur þannig (frá réttu): 6 l garðaprjóni, A.6, A.7 yfir næstu 192-192-228-228-264-264 l, A.8, endið á 6 l garðaprjón. Þegar A.6-A.8 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað frá réttu þannig: 6 l garðaprjón, A.4 yfir næstu 204-204-240-240-276-276 l, A.5, endið á 6 l garðaprjón. Þegar A.4-A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er A.6-A.8 endurtekið þar til stykkið mælist alls 74-76-78-80-82-84 cm, stillið fallega af og miðið við mynstur. Skiptið yfir á hringprjóna 4. Prjónið garðaprjón í 5 cm. Fellið af. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 50-50-50-56-56-56 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 4 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 2 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. STÆRÐ S-M-L: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.2 yfir næstu 48 l, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 38 l og stykkið mælist ca 12 cm. STÆRÐ XL-XXL-XXXL: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.9 (= 18 l) yfir næstu 54 l, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar A.9 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 44 l á prjóni og stykkið mælist ca 14 cm. ALLAR STÆRÐIR: Stykkið er nú prjónað áfram í sléttprjóni, kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. Þegar stykkið mælist 14-14-14-16-16-16 cm aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING, endurtekið útaukningu með 3½-3-3-3-2½-2½ cm millibili 10-12-13-12-14-15 sinnum til viðbótar = 60-64-66-70-74-76 l. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm. Fellið af kantlykkju í hvorri hlið á stykkið í byrjun á 2 næstu umf = 58-62-64-68-72-74 l. Fellið nú af fyrir ermakúpu í hvorri hlið á stykki í byrjun á hverri umf þannig: Fellið af 4 l alls 5 sinnum í hvorri hlið = 18-22-24-28-32-34 l. Fellið af þær l sem eftir eru. Stykkið mælist ca 58-59-60-61-62-63 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermar í. Saumið sauma undir ermum innan við 1 kantlykkju. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fallingleavescardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 164-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.