Marianne Thorsen skrifaði:
Denne trøje Lady Grey 161 -25 skal strikkes i Fabel, som iflg. garnoversigten tilhører gruppe A og har 26 m x 34 p til 10x10 cm anbefalet på pind størrelse 2,5. I opskriften står 21 m x 40 p til 10x10 cm på pind nr. 4; det synes jeg er en STOR forskel !!!! Kan det være grunden til , at det er svært , at få domino-firkanten til at ligne den på billedet ?
17.04.2016 - 15:55DROPS Design svaraði:
Hej Marianne. Strikkefastheden paa oversigten er i glatstrik og i mönstret her er det retstrik. Der er en stor forskel isaer i höjden paa de to slags masker
18.04.2016 - 12:19
Karin skrifaði:
Jag blev inte det minsta hjälpt av svaret. Finns inga ränder i beskrivningen till framkanten. Det är ju förkortade varv stickade INNAN man plockar upp maskorna för att sticka nederkanten. Hur gör man och VART finns det beskrivet? Alltså mellan dominorutorna och framkanten?
13.04.2016 - 14:24Karin skrifaði:
Jag stickar största storleken. Hur stickar man ränderna innanför framkanten? Ska det vara ränder? Jag har lagt upp 82 maskor och börjat plocka upp maskor från tråden. Men inte stickas det ända upp? Dom maskorna ska väl plockas upp till framkanten? Jag förstår inte riktigt hur det blir där i framkanten...
12.04.2016 - 15:21DROPS Design svaraði:
Hej Karin, I mönstret har vi beskrivit sista ränderna innan framkanten i samma stycke och i samma färg som framkanten.
13.04.2016 - 11:48
Annica skrifaði:
Hej det jag menade var dom ränder som är innan framkanten när ska dom stickas hittar inget om det
02.04.2016 - 19:45DROPS Design svaraði:
Hej Annica, du måste följa beskrivningen för din storlek. Större storlek har flera ränder innan framkanten. Lycka till!
05.04.2016 - 12:08
Annica skrifaði:
Ok vilken storlek ska man då sticka för att få den att se ut som bilden har S i vanliga fall men ser nu att S är liten Mvh Annica
23.03.2016 - 14:53DROPS Design svaraði:
Hej Annica, du ser måtten på koftan i måttskissen nederst i beskrivningen, där de står 44-48-52-60-66-74 ggr du med 2 för att få bröstmåttet. Lycka till!
30.03.2016 - 15:26
Marie Sjömar skrifaði:
När jag stickar höger framkant och har plockat upp maskorna från tråden ska jag lägga upp ytterligare maskor i slutet av varvet. Därefter ska det stickas en framkant med knapphål. Ska framkanten med dessa upplagda maskor sedan sys ihop med höger framstycke?
18.03.2016 - 20:51DROPS Design svaraði:
Hej Marie, Ja det sista stycket måste du sedan sy ihop med framstycket. Lycka till!
06.04.2016 - 12:14
Annica skrifaði:
Hej Jag undrar bara om det inte saknas en del i beskrivningen ska sticka framkanten men får det inte att se ut som på bilden.Innan man stickar framkanten ska man inte då sticka ränder innan man gör framkanten i ocean ?
14.03.2016 - 17:37DROPS Design svaraði:
Hej Annica, Nej det saknas inget i beskrivningen! Det är lite olika hur många ränder du har innan framkanten, det beror på storleken. Bara följ beskrivningen så får du jackan i rätt storlek. Lycka till!
15.03.2016 - 15:55
Heike Schneider skrifaði:
Ich komme einfach nicht weiter, wie soll ich die Teile zusammenstricken, sollen da hinten am Rücken auch Maschen aufgenommen werden? Warum musste alles in 3 Teile getrennt werden, wenn es dann doch wieder alles auf eine Nadel kommt? Und wie wird das mit der Blende? Danke für die Hilfe, bin am verzweifeln ...
07.03.2016 - 16:07DROPS Design svaraði:
Liebe Heike, sie stricken ja nun den unteren Teil der Jacke, wenn ich Sie richtig verstanden habe. Wenn Sie die Fotos anschauen, sehen Sie, dass dieser Teil um die ganze Jacke läuft. Lesen Sie sich am besten die Anleitung nochmals komplett in aller Ruhe durch und versuchen Sie jeden Schritt auf dem Foto nochzuvollziehen. Sie sehen dann auch, dass die Blende separat beschrieben wird.
08.03.2016 - 08:49
Ann M Larsen skrifaði:
Jeg har nu fundet løsningen på de problemer jeg tidligere har spurgt om. Jeg har læst opskriften som alle omslag var en del af dominoen. Jeg har derfor ladet markerings tråd 1 og 3 følge op på ydersiden af første og sidste omslag. Nu har jeg ladet tråden følge på på indersiden således at første og sidste omslag bliver udenfor dominoen. På den måde får jeg de masker i øverste del af del 1 som jeg manglede. til gengæld er dominoen blevet en del mindre.
06.03.2016 - 17:54
Heike Schneider skrifaði:
Hallo, ich komme einfach nicht weiter, ich habe das rechte und linke Vorder/Rückenteil gestrickt, zusammengenäht und jetzt hänge ich fest. Bin nun bei zusammenstricken Teil 3 ich soll 60 Maschen aufnehmen /neu anschlagen aber wohin mit diesen Maschen für welchen Teil sind die?
04.03.2016 - 15:39DROPS Design svaraði:
Liebe Heike, die neuen Maschen sind vorne an der Blendenkante.
07.03.2016 - 09:44
Lady Grey#ladygreyjacket |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Fabel með röndum, garðaprjóni og dominoferningum. Stærð S - XXXL.
DROPS 161-25 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. RENDUR: Prjónið RENDUR þannig: 2 umferðir GARÐAPRJÓN með litnum yfir hafið – sjá útskýringu að ofan - (fyrsta umferð = rétta). 2 umferðir GARÐAPRJÓN með litnum natur – sjá útskýringu að ofan - (fyrsta umferð = rétta) DOMINOFERNINGUR: 1. UMFERÐ (= ranga): Prjónið slétt. 2. UMFERÐ (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur að 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkur fram að lykkju með 2. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur að 3. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið út umferðina (= 4 lykkjur fleiri). ATH: Passið uppá að uppslátturinn verði nægilega laus. 3. UMFERÐ: Prjónið slétt, uppslátturinn er ekki prjónaðar snúinn slétt, það eiga að myndast göt. 4. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 2. 5. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 3. 6. UMFERÐ: Prjónið sléttar lykkjur að 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur að 1 lykkju á undan lykkju með 2. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur að 3. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur út umferðina (= 6 lykkjur fleiri). 7. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 3. 8. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 2. 9. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 3. 10. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 2. Endurtakið umferð 1 til 10. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VINSTRA FRAMSTYKKI OG VINSTRA BAKSTYKKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Vinstra framstykki og vinstra bakstykki er prjónað í eitt = Stykki-1 í mynsturteikningu, er prjónað fram og til baka í kringum handveg og stykkið vex niður og að miðju að framan og að miðju að aftan eins og örvar í mynsturteikningu sýna – miðja í umferð er hlið á peysu og einnig í miðjum Dominoferningi – axlasaumurinn er saumaður saman í lokin. BYRJUN Á STYKKI 1: Fitjið upp 87-91-91-95-99-99 lykkjur á hringprjón 4 með litnum natur og prjónið RENDUR – sjá útskýringu að ofan – byrjið að prjóna 1. umferð JAFNFRAMT eru sett 3 prjónamerki í stykkið frá réttu þannig: Prjónið 42-44-44-46-48-48 sléttar lykkjur og setjið 1. prjónamerki (á milli lykkja), prjónið 1 lykkju slétt og setjið 2. prjónamerki mitt í næstu lykkju (þetta verður síðan hlið á peysu), prjónið 1 lykkju slétt og setjið 3. prjónamerki (á milli lykkja), prjónið 42-44-44-46-48-48 lykkjur slétt. Prjónamerkin eiga að fylgja með í stykkinu. Prjónið DOMINOFERNINGUR og RENDUR – sjá útskýringu að ofan. ATH: Fyrsta umferðin í dominoferningi er prjónuð með litnum natur (= ranga). Dominoferningurinn er mitt á hlið á peysu og býr til aflíðandi línurnar sem ganga frá ermi og við miðju að framan og við miðju að aftan – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 13-15-17-20-23-27 cm (mælt meðfram öxl inn að hálsmáli) haldið síðan áfram að auka út alveg eins JAFNFRAMT er nú fellt af fyrir hálsmáli í báðum hliðum á stykki þannig: Í næstu umferð frá réttu eru felldar af fyrstu 12-12-14-14-16-16 lykkjur fyrir hálsmáli að framstykki. Í næstu umferð frá röngu eru felldar af 6 fyrstu lykkjur fyrir hálsmáli að bakstykki. Síðan er lykkjum fækkað við háls að framstykki í byrjun hverrar umferðar frá réttu með því að prjóna fyrstu 2 lykkjur snúnar slétt saman, þessi úrtaka er endurtekin þar til stykkið mælist 18-20-22-24-27-29 cm frá uppfitjunarkanti (mælt frá handveg/uppfitjunarkanti og lárétt að miðju að aftan/framan) – passið uppá að síðasta röndin sé prjónuð með litnum yfir hafið og síðasta umferðin er frá röngu. Nú skiptist stykkið upp í 4 hluta – prjónið með litnum yfir hafið frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur fram að 1. prjónamerki og setjið þessar lykkjur á þráð (= lykkjur við miðju að framan – héðan kemur kantur að framan í lokin), prjónið sléttar lykkjur fram að 2. prjónamerki og setjið lykkjur á annan þráð (= aflíðandi lykkjur niður að hlið), prjónið sléttar lykkjur fram að 3. prjónamerki og setjið þær á þriðja þráðinn (= aflíðandi lykkjur frá hlið að miðju að aftan), prjónið út umferðina – nú eru lykkjurnar á 3 þráðum og þær lykkjur sem eftir eru, eru á prjóni. Prjónið síðan áfram rendur yfir þær lykkjur sem eftir eru frá 3. prjónamerki og upp að öxl á bakstykki þar til stykkið mælist 22-24-26-30-33-37 cm frá uppfitjunarkanti (mælt frá handveg/uppfitjunarkanti og lárétt að miðju að aftan), passið uppá að enda með 1 rönd með litnum yfir hafið. Fellið laust af. HÆGRA FRAMSTYKKI/BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra stykki = Stykki-2 í mynsturteikningu. FRÁGANGUR: Saumið saum við miðju að aftan í ysta lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki þykkur. NEÐRI KANTUR Á PEYSU PRJÓNAÐUR SAMAN: Sjá Stykki-3 í mynsturteikningu – þessi neðri kantur er prjónaður frá hlið frá hægra framstykki yfir bakstykki og í kringum vinstra framstykki jafnframt er það prjónað saman við fram- og bakstykki. Fitjið upp 52-54-60-66-72-82 lykkjur á hringprjón 4 með litnum natur. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað saman við lykkjur af þræði á milli 3. og 2. prjónamerkis, þ.e.a.s. frá miðju að framan og niður að horni á dominoferningi. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 2 lykkjur snúnar slétt saman, prjónið sléttar lykkjur út umferðina (= 1 lykkja færri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð því það eiga að myndast göt, setjið til baka 2 fyrstu lykkjurnar af þræði á framstykki á prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt saman. Skiptið yfir í litinn yfir hafið. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið eins og umferð 1. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, setjið til baka 2 fyrstu lykkjurnar af þræði á prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt saman. Skiptið yfir í natur. Endurtakið umferð 1-8 þar til allar lykkjur af þræði niður að horni eru prjónaðar. HÆGRA BAKSTYKKI: Prjónið síðan stykkið saman við lykkjur frá hægra bakstykki (lykkjur á milli 2. og 1. prjónamerkis, þ.e.a.s. frá horni á dominoferningi og upp). UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur út umferðina (= 1 lykkja fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð það eiga að myndast göt, setjið til baka fyrstu 2 lykkjurnar af þræði á prjóninn og prjónið 3 lykkjur slétt saman. Skiptið yfir í litinn yfir hafið. UMFERÐ 3 (= rétta): prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, setjið til baka fyrstu 2 lykkjurnar frá þræði á prjóninn og prjónið 3 lykkjur slétt saman. Skiptið yfir í litinn natur. Endurtakið umferð 1-8 þar til allar lykkjur af þræði og upp að horni hafa verið prjónaðar. Setjið 1 prjónamerki í stykki og HÉÐAN ERN NÚ MÆLT! Haldið nú áfram að prjóna stuttar umferðir þannig: ATH: Stillið litina af eftir röndum! Skiptið yfir í litinn yfir hafið. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið slétt. Skiptið yfir í litinn natur. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umferð 1-8 þar til stykkið mælist 8-8-8-12-12-16 cm þar sem það er styst, stillið málið og rendurnar við miðju aftan á domonoferningnum (þar sem lykkjur voru felldar af), það á síðar að sauma saman við miðju að aftan. VINSTRA BAKSTYKKI: Prjónið síðan stykkið saman með lykkjum af þræði á milli 3. og 2. prjónamerkis, þ.e.a.s. frá miðju að aftan og niður að horni á dominoferningi. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki (neðri kantur). VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið síðan stykkið saman með lykkjum frá vinstra framstykki (lykkjur á milli 2. og 1. prjónamerkis, þ.e.a.s. frá horni á dominoferningi og upp). Prjónið eins og hægra bakstykki (neðri kantur). VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Sjá Stykki - 5 í teikningu. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Þegar allar lykkjur á dominoferningnum hafa verið prjónaðar upp eru lykkjur settar af þræði á vinstra framstykki til baka á prjóninn og stykkið er nú prjónað áfram með litnum yfir hafið fyrir kant að framan þannig: Prjónað er mismunandi eftir stærðum. STÆRÐ S-M-L: Peysan á mynd sýnir stærð XL. Nú er stykkið tilbúið til að prjóna kant að framan, prjónið garðaprjón með litnum yfir hafið þar til stykkið mælist 4 cm. Fellið laust af. STÆRÐ XL-XXL-XXXL: Peysan á mynd sýnir stærð XL. Haldið áfram að prjóna garðaprjón og rendur á framstykki þar til stykkið er tilbúið til að prjóna kant að framan þannig: Prjónið JAFNFRAMT er haldið áfram að fækka lykkjum fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá réttu með því að prjóna fyrstu 2 lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku þar til stykkið mælist 4-6-7 cm. Prjónið 4 cm garðaprjón þar fyrir kant að framan með yfir hafið, stykkið mælist alls 8-10-11 cm. Fellið laust af. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Sjá Stykki-4 í mynsturteikningu. Prjónið þetta stykki eins og Vinstri kantur að framan, en nú er fellt af fyrir hnappagötum þegar kantur að framan mælist 2-2-2-6-8-9 cm. Fellið af fyrir 5-5-5-6-6-6 hnappagötum jafnt yfir – eitt HNAPPAGAT = prjónið 2 lykkjur slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn – efsta hnappagatið (að hálsi) á að vera ca ½ cm frá toppi, síðan er fellt af fyrir hnappagötum með ca 8-8-8-9-9-9 cm millibili. Fellið laust af. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka í garðaprjóni og röndum. Fitjið upp 54-54-56-56-58-58 lykkjur á hringprjóna nr 4 með litnum yfir hafið (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki). Þegar stykkið mælist 6-5-6-8-6-6 cm er aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist göt. Endurtakið útaukningu með 1½-1½-1½-1-1-1 cm millibili 15-17-16-18-19-19 sinnum til viðbótar = 86-90-90-94-98-98 l. Prjónið þar til stykkið mælist 34-33-32-30-28-27 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla), stillið af að síðasta röndin sé með litnum natur. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Saumið saman neðri kant við vinstra/hægra bakstykki við miðju að aftan. HÁLSMÁL: Takið upp 160-180 lykkjur á hringprjóna nr 4 með litnum yfir hafið. Prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka. Fellið af. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ladygreyjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 161-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.