Birgitta Mattsson skrifaði:
Vad är det för svar?? Läs mönstret? Självklart har jag gjort det, men det blir fel! Jag får inte den ökning av antalet maskor över dominorutan som vare sig bilden eller skissen visar! 48 maskor före dominorutan rakt över alla varv ger inte den diagonala överkanten på dominorutan!
07.12.2020 - 15:42DROPS Design svaraði:
Hej Birgitta, beklager! jeg læste dit spørgsmål som at du var usikker på vinklen og mange ser ikke at vi har en skitse nederst i opskriften. Men jeg kan se på Facebook at du har fundet ud af opskriften. Rigtig god fornøjelse!
08.12.2020 - 08:00
Birgitta skrifaði:
Jag tycker att det känns som att mönstret är fel. Jag föl jer XXL och har markören efter 48 m, stickar ökningar för dominorutan och sedan de resterande 48 m. Bilden visar en ruta vars överkant går diagonat nedåt och det ser ut som att antalet maskor från axeln ner till rutan hela tiden ökar. Följer jag mönstret får jag inte denna effekt eftersom det alltid är 48m innan/efter rutan. På mitt arbete blir överkanten i 90 grader mot mitt fram/bak??
28.11.2020 - 18:59DROPS Design svaraði:
Hej Birgitta, du ser i skitsen nederst i mönstret hvordan de forskellige stykker skal strikkes og du ser alle vinklerne. God fornøjelse!
07.12.2020 - 11:58
Caroline Pyne skrifaði:
Thank you for your response, but I don't understand how I incorporate the stitches remaining on the yarn. Are these the stitches I cast on at the beginning? Is there another, more detailed, source I can go to?
26.08.2020 - 22:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Pyne, cast on the new stitches for edge (= 52 to 82 sts see size), and work part-5 over these stitches + at the end of the 2nd row knit together the last st of edge (on left needle) with the first 2 stitches from domino (on the thread) = K3 tog = 2 sts from domino are now decreased/attached to 1 st of the bottom edge. Work row 3 to 7 (with short rows to make the bottom edge larger at the bottom) and repeat row 2 on row 8 so that the next 2 sts on thread/domino are worked together with the last stitch on bottom edge. Continue like this until all sts to the tip has been worked together with the last stitch on the edge. Happy knitting!
27.08.2020 - 10:06
Caroline Pyne skrifaði:
I am ready to do the jacket edge. I am completely Confused, after cast on. I know i am supposed to start incorporating the stitches on the yarn at this point, but i do not understand at all. Is there a video or written instructions you can point me to that i will make it easier? I consider myself an advanced knitter And in no way would i class this pattern as "intermediate". But as soon as i get help i will carry on. I love this pattern.
26.08.2020 - 04:54DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Pyne, the bottom edge is worked sideways - see A.1 (from part 5 to 9), this means on part 5 you will repeat the 8 rows until you reach the tip of the domino, then work part-6 repeating the 8 rows of this part until mid back, then work part-7 repeating the 8 rows for 8-16 cm (mid back), then work part-8 etc... at the same time, you will either decrease or increase stitches (depending on the side of domino you are working) and working stitches from the domino together with the sts of the edge to attach the edge. Hope this will help, happy knitting!
26.08.2020 - 08:30
Lena Lindberg skrifaði:
Jag har precis börjat, och stickat ett antal varv, kanske fem cm på vänster framstycke, när jag inser att jag kanske SAMTIDIGT skulle sticka dominorutan? Eller? Med vilka stickor då? Först har jag trott att jag skall sticka 20cm (XL) med ränder och hålla på med framstycket i lugn och ro, men jag ser inte när dominorutan kommer in . Hur är det tänkt?
13.01.2020 - 19:18DROPS Design svaraði:
Hei Lena. Ja, du skal strikke DOMINORUTE samtidig (1. pinne fra vrangen). Les under DEL-1 og DOMINORUTE 1.-10. pinne. Du bruker samme pinner. God Fornøyelse!
10.02.2020 - 10:50
Åsa skrifaði:
Hej igen! Jag har fuktat, blockat, provat olika stickor med 0.25 millimeters skillnad i storlek men får ändå inte till den kombination av mask- och varvantal som det står i mönstret. Har också låtit några vänner sticka provlappar. Resultatet blir för oss alla att 21 maskor ger 44-45 varv för 10 x 10 cm. Hur kan det bli så stor skillnad från vad som anges i mönstret och är det någon idé att försöka sticka efter det här mönstret då?
22.11.2019 - 21:14DROPS Design svaraði:
Hej Åsa, ja du skall följa antal cm i mönstret, så om du får 21 m på 10 cm i bredden , så vill det fungera. Lycka till :)
03.12.2019 - 13:55
Åsa skrifaði:
För mig blir 10x10 cm 21 maskor men 44 varv och inte 40 som det ska vara enligt beskrivningen. Ändrar jag storlek på stickorna för att få rätt antal varv så blir maskantalet fel. Eftersom man stickar dominorutor är det kanske extra viktigt att både maskantal och varv stämmer. Hur ska jag tänka?
19.11.2019 - 19:10DROPS Design svaraði:
Hei Åsa! Har du dampet prøvelappen din? Strikkefastheten kan forandre seg etter man damper arbeidet, om ikke det hjelper kan det hjelpe å stramme tråden mindre mens man strikker. Lykke til!
20.11.2019 - 14:27
Annelie Paulsson skrifaði:
Hej kan ni förklara i dominorutan. ska omslagen vara före markören eller efter??
30.09.2019 - 20:38DROPS Design svaraði:
Hej Annelie, markören sitter mellan maskorna och omslaget skall göras mellan maskorna, det är kanske enklast om du gör dom efter markören....
01.10.2019 - 15:12
Anne-Mette Olsen skrifaði:
Hej. Jeg forstår ikke at højre forstykke skal strikkes som venstre. Skal indtagninger ikke være spejlvendte? Mvh Anne-Mette
23.06.2019 - 16:55DROPS Design svaraði:
Hei Anne-Mette. Du strikker som venstre forstykke til arbeidet måler 13-15-17-20-23-27 cm på det korteste. Du har ikke begynt med fellinger enda. Fellingene til hals er forklart under hvert stykke for seg. God fornøyelse
26.06.2019 - 07:39
Birgit Peters skrifaði:
Hallo! Ich möchte diese Jacke anfangen, kann mir aber noch nicht vorstellen, wo die Löcher in der Mitte hingehören. Auf den Fotos sind die nirgendwo zu erkennen.
31.05.2019 - 08:42DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Peters, die Löcher bei dem Domino sind: vor dem Domino (Vorderteil), in der Mitte = Seite und nach dem Domino (Rückenteil). Viel Spaß beim stricken!
31.05.2019 - 10:10
Lady Grey#ladygreyjacket |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Fabel með röndum, garðaprjóni og dominoferningum. Stærð S - XXXL.
DROPS 161-25 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. RENDUR: Prjónið RENDUR þannig: 2 umferðir GARÐAPRJÓN með litnum yfir hafið – sjá útskýringu að ofan - (fyrsta umferð = rétta). 2 umferðir GARÐAPRJÓN með litnum natur – sjá útskýringu að ofan - (fyrsta umferð = rétta) DOMINOFERNINGUR: 1. UMFERÐ (= ranga): Prjónið slétt. 2. UMFERÐ (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur að 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkur fram að lykkju með 2. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur að 3. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið út umferðina (= 4 lykkjur fleiri). ATH: Passið uppá að uppslátturinn verði nægilega laus. 3. UMFERÐ: Prjónið slétt, uppslátturinn er ekki prjónaðar snúinn slétt, það eiga að myndast göt. 4. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 2. 5. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 3. 6. UMFERÐ: Prjónið sléttar lykkjur að 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur að 1 lykkju á undan lykkju með 2. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur að 3. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur út umferðina (= 6 lykkjur fleiri). 7. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 3. 8. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 2. 9. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 3. 10. UMFERÐ: Prjónið eins og umferð 2. Endurtakið umferð 1 til 10. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VINSTRA FRAMSTYKKI OG VINSTRA BAKSTYKKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Vinstra framstykki og vinstra bakstykki er prjónað í eitt = Stykki-1 í mynsturteikningu, er prjónað fram og til baka í kringum handveg og stykkið vex niður og að miðju að framan og að miðju að aftan eins og örvar í mynsturteikningu sýna – miðja í umferð er hlið á peysu og einnig í miðjum Dominoferningi – axlasaumurinn er saumaður saman í lokin. BYRJUN Á STYKKI 1: Fitjið upp 87-91-91-95-99-99 lykkjur á hringprjón 4 með litnum natur og prjónið RENDUR – sjá útskýringu að ofan – byrjið að prjóna 1. umferð JAFNFRAMT eru sett 3 prjónamerki í stykkið frá réttu þannig: Prjónið 42-44-44-46-48-48 sléttar lykkjur og setjið 1. prjónamerki (á milli lykkja), prjónið 1 lykkju slétt og setjið 2. prjónamerki mitt í næstu lykkju (þetta verður síðan hlið á peysu), prjónið 1 lykkju slétt og setjið 3. prjónamerki (á milli lykkja), prjónið 42-44-44-46-48-48 lykkjur slétt. Prjónamerkin eiga að fylgja með í stykkinu. Prjónið DOMINOFERNINGUR og RENDUR – sjá útskýringu að ofan. ATH: Fyrsta umferðin í dominoferningi er prjónuð með litnum natur (= ranga). Dominoferningurinn er mitt á hlið á peysu og býr til aflíðandi línurnar sem ganga frá ermi og við miðju að framan og við miðju að aftan – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 13-15-17-20-23-27 cm (mælt meðfram öxl inn að hálsmáli) haldið síðan áfram að auka út alveg eins JAFNFRAMT er nú fellt af fyrir hálsmáli í báðum hliðum á stykki þannig: Í næstu umferð frá réttu eru felldar af fyrstu 12-12-14-14-16-16 lykkjur fyrir hálsmáli að framstykki. Í næstu umferð frá röngu eru felldar af 6 fyrstu lykkjur fyrir hálsmáli að bakstykki. Síðan er lykkjum fækkað við háls að framstykki í byrjun hverrar umferðar frá réttu með því að prjóna fyrstu 2 lykkjur snúnar slétt saman, þessi úrtaka er endurtekin þar til stykkið mælist 18-20-22-24-27-29 cm frá uppfitjunarkanti (mælt frá handveg/uppfitjunarkanti og lárétt að miðju að aftan/framan) – passið uppá að síðasta röndin sé prjónuð með litnum yfir hafið og síðasta umferðin er frá röngu. Nú skiptist stykkið upp í 4 hluta – prjónið með litnum yfir hafið frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur fram að 1. prjónamerki og setjið þessar lykkjur á þráð (= lykkjur við miðju að framan – héðan kemur kantur að framan í lokin), prjónið sléttar lykkjur fram að 2. prjónamerki og setjið lykkjur á annan þráð (= aflíðandi lykkjur niður að hlið), prjónið sléttar lykkjur fram að 3. prjónamerki og setjið þær á þriðja þráðinn (= aflíðandi lykkjur frá hlið að miðju að aftan), prjónið út umferðina – nú eru lykkjurnar á 3 þráðum og þær lykkjur sem eftir eru, eru á prjóni. Prjónið síðan áfram rendur yfir þær lykkjur sem eftir eru frá 3. prjónamerki og upp að öxl á bakstykki þar til stykkið mælist 22-24-26-30-33-37 cm frá uppfitjunarkanti (mælt frá handveg/uppfitjunarkanti og lárétt að miðju að aftan), passið uppá að enda með 1 rönd með litnum yfir hafið. Fellið laust af. HÆGRA FRAMSTYKKI/BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra stykki = Stykki-2 í mynsturteikningu. FRÁGANGUR: Saumið saum við miðju að aftan í ysta lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki þykkur. NEÐRI KANTUR Á PEYSU PRJÓNAÐUR SAMAN: Sjá Stykki-3 í mynsturteikningu – þessi neðri kantur er prjónaður frá hlið frá hægra framstykki yfir bakstykki og í kringum vinstra framstykki jafnframt er það prjónað saman við fram- og bakstykki. Fitjið upp 52-54-60-66-72-82 lykkjur á hringprjón 4 með litnum natur. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað saman við lykkjur af þræði á milli 3. og 2. prjónamerkis, þ.e.a.s. frá miðju að framan og niður að horni á dominoferningi. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 2 lykkjur snúnar slétt saman, prjónið sléttar lykkjur út umferðina (= 1 lykkja færri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð því það eiga að myndast göt, setjið til baka 2 fyrstu lykkjurnar af þræði á framstykki á prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt saman. Skiptið yfir í litinn yfir hafið. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið eins og umferð 1. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, setjið til baka 2 fyrstu lykkjurnar af þræði á prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt saman. Skiptið yfir í natur. Endurtakið umferð 1-8 þar til allar lykkjur af þræði niður að horni eru prjónaðar. HÆGRA BAKSTYKKI: Prjónið síðan stykkið saman við lykkjur frá hægra bakstykki (lykkjur á milli 2. og 1. prjónamerkis, þ.e.a.s. frá horni á dominoferningi og upp). UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur út umferðina (= 1 lykkja fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð það eiga að myndast göt, setjið til baka fyrstu 2 lykkjurnar af þræði á prjóninn og prjónið 3 lykkjur slétt saman. Skiptið yfir í litinn yfir hafið. UMFERÐ 3 (= rétta): prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, setjið til baka fyrstu 2 lykkjurnar frá þræði á prjóninn og prjónið 3 lykkjur slétt saman. Skiptið yfir í litinn natur. Endurtakið umferð 1-8 þar til allar lykkjur af þræði og upp að horni hafa verið prjónaðar. Setjið 1 prjónamerki í stykki og HÉÐAN ERN NÚ MÆLT! Haldið nú áfram að prjóna stuttar umferðir þannig: ATH: Stillið litina af eftir röndum! Skiptið yfir í litinn yfir hafið. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið slétt. Skiptið yfir í litinn natur. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umferð 1-8 þar til stykkið mælist 8-8-8-12-12-16 cm þar sem það er styst, stillið málið og rendurnar við miðju aftan á domonoferningnum (þar sem lykkjur voru felldar af), það á síðar að sauma saman við miðju að aftan. VINSTRA BAKSTYKKI: Prjónið síðan stykkið saman með lykkjum af þræði á milli 3. og 2. prjónamerkis, þ.e.a.s. frá miðju að aftan og niður að horni á dominoferningi. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki (neðri kantur). VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið síðan stykkið saman með lykkjum frá vinstra framstykki (lykkjur á milli 2. og 1. prjónamerkis, þ.e.a.s. frá horni á dominoferningi og upp). Prjónið eins og hægra bakstykki (neðri kantur). VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Sjá Stykki - 5 í teikningu. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Þegar allar lykkjur á dominoferningnum hafa verið prjónaðar upp eru lykkjur settar af þræði á vinstra framstykki til baka á prjóninn og stykkið er nú prjónað áfram með litnum yfir hafið fyrir kant að framan þannig: Prjónað er mismunandi eftir stærðum. STÆRÐ S-M-L: Peysan á mynd sýnir stærð XL. Nú er stykkið tilbúið til að prjóna kant að framan, prjónið garðaprjón með litnum yfir hafið þar til stykkið mælist 4 cm. Fellið laust af. STÆRÐ XL-XXL-XXXL: Peysan á mynd sýnir stærð XL. Haldið áfram að prjóna garðaprjón og rendur á framstykki þar til stykkið er tilbúið til að prjóna kant að framan þannig: Prjónið JAFNFRAMT er haldið áfram að fækka lykkjum fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá réttu með því að prjóna fyrstu 2 lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku þar til stykkið mælist 4-6-7 cm. Prjónið 4 cm garðaprjón þar fyrir kant að framan með yfir hafið, stykkið mælist alls 8-10-11 cm. Fellið laust af. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Sjá Stykki-4 í mynsturteikningu. Prjónið þetta stykki eins og Vinstri kantur að framan, en nú er fellt af fyrir hnappagötum þegar kantur að framan mælist 2-2-2-6-8-9 cm. Fellið af fyrir 5-5-5-6-6-6 hnappagötum jafnt yfir – eitt HNAPPAGAT = prjónið 2 lykkjur slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn – efsta hnappagatið (að hálsi) á að vera ca ½ cm frá toppi, síðan er fellt af fyrir hnappagötum með ca 8-8-8-9-9-9 cm millibili. Fellið laust af. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka í garðaprjóni og röndum. Fitjið upp 54-54-56-56-58-58 lykkjur á hringprjóna nr 4 með litnum yfir hafið (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki). Þegar stykkið mælist 6-5-6-8-6-6 cm er aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist göt. Endurtakið útaukningu með 1½-1½-1½-1-1-1 cm millibili 15-17-16-18-19-19 sinnum til viðbótar = 86-90-90-94-98-98 l. Prjónið þar til stykkið mælist 34-33-32-30-28-27 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla), stillið af að síðasta röndin sé með litnum natur. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Saumið saman neðri kant við vinstra/hægra bakstykki við miðju að aftan. HÁLSMÁL: Takið upp 160-180 lykkjur á hringprjóna nr 4 með litnum yfir hafið. Prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka. Fellið af. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ladygreyjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 161-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.