Anja skrifaði:
Wunderschönes Muster - stelle ich mir super in einer der Eskimo-Tweed-Farben vor! Könnte man sie auch gleich rund stricken oder klappt das Muster dann nicht? LG Anja
19.08.2014 - 21:20DROPS Design svaraði:
Liebe Anja, aufgrund des Übergangs, den man von Runde zu Runde hätte, klappt das Muster besser, wenn man es hin- und zurückstrickt. Ich stimme Ihnen zu, in Tweed sieht das Muster sicher auch sehr gut aus!
23.08.2014 - 11:40
RuthBodil skrifaði:
Lika suverän som uråldrig känsla, gör detta set EVIGT !
18.06.2014 - 00:18
Susan skrifaði:
Hele aparte steek!!!
14.06.2014 - 18:14
Michaela skrifaði:
I like it - for sports in our cold winter
11.06.2014 - 17:46
Dorota skrifaði:
Przepiękny komplet
08.06.2014 - 23:23
Grethe skrifaði:
Nydelig!
08.06.2014 - 11:16
Véronique skrifaði:
Point de tricot étonnant . L'effet est remarquable !
05.06.2014 - 21:35
Nery skrifaði:
Very nice stitch!
04.06.2014 - 15:02
Renate skrifaði:
This is a very nice stitch and not used very often.
02.06.2014 - 22:12
Emmie Gray#emmiegrayset |
|
|
|
Prjónuð húfa og hálsskjól úr DROPS Cloud eða DROPS Snow með fiskibeinamynstri.
DROPS 158-34 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. FISKIBEINAMYNSTUR : UMFERÐ 1 (rétta): 1 l sl, 2 l snúnar slétt saman en * fyrri af þessum tveimur prjónuðu l á vinstri prjóni er látin falla niður af prjóni og hin l er prjónuð snúin slétt saman við næstu l *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir á prjóni, 2 l sl. UMFERÐ 2 (ranga): 1 l br, 2 l br saman en * fyrri af þessum tveimur prjónuðu l á vinstri prjóni er látin falla niður og hin l er prjónuð br saman með næstu l *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir á prjóni, 2 l br. Endurtakið umf 1 og 2. ÚRTAKA: Frá réttu: Prjónið 3 l slétt saman í gegnum aftari lykkjubogann, sleppið niður fyrstu 2 l af vinstri prjóni. Frá röngu: Prjónið 3 l brugðið saman, sleppið niður fyrstu 2 l af vinstri prjóni. AFFELLING: * 2 lykkjur snúnar slétt saman, sleppið niður 2 l á vinstri prjóni, takið l sem er lengst til hægri (á hægra prjóni) yfir hina l á prjóni *, endurtakið frá *-* og þræðið þráðinn í gegn í lokin. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka og er saumað saman í lokin. HÚFA: Fitjið laust upp 82-84 l (meðtalin 1 kantlykkja í sléttprjóni í hvorri hlið) á prjóna nr 12 með Cloud eða Snow. Prjónið FISKIBEINAMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan – með byrjun á 2. umf (= frá röngu). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 15-16 cm fækkið um 7 l jafnt yfir í næstu 7 umf – LESIÐ ÚRTAKA! Nú eru 33-35 l eftir á prjóni. Prjónið nú l 2 og 2 slétt saman þar til 16-17 l eru eftir. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru. Festið vel. FRÁGANGUR: Saumið saman sauminn við miðju að aftan. Saumið l 1 og 1 fallega saman innan við 1 kantlykkju í sléttprjóni. Passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. Klippið frá og festið enda. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna og saumað saman í lokin. HÁLSSKJÓL: Fitjið laust upp 136-148-158 l (meðtalin 1 kantlykkja í sléttprjóni í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 15 með Cloud eða Snow. Prjónið FISKIBEINAMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan – með byrjun á 2. umf (= ranga). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7-9-11 cm er fækkað um 10-12-12 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA! Nú eru 126-136-146 l á prjóni. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 12-15-18 cm = 116-124-134 l. Þegar stykkið mælist 17-21-25 cm fækkið um 8-10-12 l jafnt yfir = 108-114-120 l. Fellið af frá réttu þegar stykkið mælist 22-26-30 cm – LESIÐ ÚRTAKA! FRÁGANGUR: Saumið sauminn við miðju að aftan. Saumið l 1 og 1 fallega saman innan við 1 kantlykkju í sléttprjóni. Passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. Klippið frá og festið enda. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #emmiegrayset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 158-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.