Maja skrifaði:
Auf diese Anleitung freue ich mich schon
25.06.2014 - 21:43
D. Grootendorst skrifaði:
Geweldig mooie sjaal. Ik hoop echt dat dit een Nederlands patroon wordt
23.06.2014 - 12:17Ellis skrifaði:
Een mooi, niet te moeilijk patroon dat in diverse garens gebreid kan worden en daardoor van elegant tot sportief gezien kan worden.
22.06.2014 - 13:50
Gun-Britt Sandberg skrifaði:
Helt otroligt vacker. Den skall bli roligt att sticka, och även i andra färger.
13.06.2014 - 14:05
Kattispatti skrifaði:
Ser både vacker ut och kul att göra
12.06.2014 - 08:46Caroline skrifaði:
Can't wait to knit this!
09.06.2014 - 13:42Danielle skrifaði:
Ce sera mon premier châle
08.06.2014 - 17:15
Jolanda Overgauw skrifaði:
Ik hoop het patroon gauw te zien!
04.06.2014 - 15:33Lauren McRoberts skrifaði:
Very pretty and unique. Please include this year.
03.06.2014 - 14:01
Mademoiselle Penelope skrifaði:
J'espère que les explications seront bientôt sur le site
02.06.2014 - 17:32
Provence#provenceshawl |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS BabyAlpaca Silk með stjörnumynstri, garðaprjóni og gatamynstri.
DROPS 158-19 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.20. Mynsturteikning sýnir mynstur frá réttu. 2 kantlykkjur í hvorri hlið og 1 miðjulykkja er ekki með í mynstri. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. STJÖRNUMYNSTUR: Stjörnumynstur er útskýrt í mynstri A.1 og A.2, prjónað er mismunandi í hægri og vinstri hlið á sjali. Hægri hlið: 1 l br, 3 l slétt saman án þess að taka þær af prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, sömu 3 l slétt aftur slétt saman og takið þær af prjóni = 1 stjarna. Vinstri hlið: 1 l br, 3 l snúnar slétt saman án þess að taka þær af prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, sömu 3 l aftur snúnar slétt saman og takið þær af prjóni = 1 stjarna. MÆLING: Öll mæling er gerð þegar stykkinu er haldið uppi þar sem stjörnumynstrið dregst saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til þess að fá pláss fyrir allar lykkjur. Sjalið er prjónað frá miðju að aftan og niður. SJAL: Fitjið upp 9 l á hringprjóna nr 3 með Baby Alpaca Silk. Prjónið nú þannig: 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l garðaprjón (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið sl til baka frá röngu, uppslátturinn er prjónaður slétt svo ekki myndist gat = 13 l. 2 kantlykkjur í hvorri hlið og 1 miðjulykkja er prjónað í garðaprjóni til loka, þessar lykkjur eru ekki með í mynstri. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú eftir mynstri A.1 og A.2 (1. umf = rétta) þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, mynstur A.1 (= 4 l), 1 l garðaprjón (= miðjulykkja), mynstur A.2 (= 4 l) og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Í mynstri er aukið út um 8 l í hverri umf frá réttu. Haldið áfram að prjóna eins og útskýrt er frá í mynstri. LESIÐ STJÖRNUMYNSTUR og MÆLING. Í hvert skipti sem aukið er út er pláss fyrir endurtekningu á stjörnumynstri hvoru megin við miðjulykkju. Haldið áfram að prjóna og auka út eins og í mynstri þar til 44 stjörnumynstur eru hvoru megin við miðjulykkju, stykkið mælist ca 38 cm mælt meðfram miðjulykkju. Nú eru alls 357 l á prjóni (178 l hvoru megin við miðjulykkju). Endið eftir 1 umf frá röngu, prjónið 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 44 l jafnt yfir hvoru megin við miðjulykkju (lykkjum er fækkað með því að prjóna ca 3. og 4. hverja l saman, lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkju og miðjulykkju) = 269 l á prjóni (nú eru 134 l hvoru megin við miðjulykkju). Prjónið 1 umf br frá röngu. Stykkið mælist ca 39 cm meðfram miðjulykkju. Prjónið nú þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.3 (= 1 l), endurtakið A.4 þar til 3 l eru eftir á undan miðjulykkju, A.5 (= 3 l), 1 l garðaprjón (= miðjulykkju) A.6 (= 1 l), endurtakið A.7 þar til 5 l eru eftir, A.8 (= 3 l) og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið mynstur 1 sinni á hæðina = 295 l. Prjónið nú þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.9 (= 4 l), endurtakið A.10 þar til 1 l eru eftir á undan miðjulykkju, A.11 (= 1 l), 1 l garðaprjón (= miðjulykkju), A.9 (= 4 l), endurtakið A.10 þar til 3 l eru eftir, A.11 (= 1 l) og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið mynstur 1 sinni á hæðina = 381 l. Prjónið nú þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.12 (= 4 l), endurtakið A.13 þar til 4 l eru eftir á undan miðjulykkju, A.14 (= 4 l), 1 l garðaprjón (= miðjulykkja), A.15 (= 4 l), endurtakið A.16 fram þar til 6 l eru eftir, A.17 (= 4 l) og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið mynstur 1 sinni á hæðina = 409 l. Prjónið 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út um 7 l jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn megin við miðjulykkju (alls 14 l fleiri) = 423 l (211 l hvoru megin við miðjulykkju). Prjónið 1 umf br frá röngu, uppslátturinn frá fyrri umf er prjónaður snúinn brugðið til þess koma í veg fyrir að það myndist gat. Að lokum er prjónað þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.18 (= 7 l), endurtakið A.19 þar til 6 l eru eftir á undan miðjulykkju, A.20 (= 6 l), 1 l garðaprjón (= miðjulykkju), A.18 (= 7 l), endurtakið A.19 þar til 8 l eru eftir, prjónið A.20 (= 6 l) og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið mynstur 1 sinni á hæðina = 463 l á prjóni. Fellið laust af. Stykkið mælist ca 68 cm meðfram miðjulykkju. FORMUN: Leggið stykkið í volgt vatn þar til það er orðið blautt í gegn. Pressið vatnið varlega úr – ekki vinda. Rúllið síðan stykkinu uppí handklæði og pressið til þess að ná meira vatni úr – stykkið á nú að vera aðeins rakt. Leggið stykkið á mottu eða dýnu – dragið það varlega út í þá stærð sem stendur efst í mynstri. Látið stykkið þorna. Endurtakið þetta í hvert skipti sem sjalið er þvegið. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #provenceshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 158-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.