Danielle Jaussent skrifaði:
Je suis en train de réaliser ce bonnet et j'ai des problèmes pour fixer les oreilles. Comment dois-je faire pour les coudre et qu'elles restent bien droites ? Merci pour votre aide. Cordialement.
22.09.2015 - 08:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Jaussent, cousez les mailles du bas de l'oreille sur le bonnet, en épinglant auparavant si besoin. À la fin de la vidéo ci-dessous, vous pouvez voir un bonnet similaire pour vous aider à visualiser comment faire. Bon assemblage!
22.09.2015 - 11:12
Lise M. Pedersen skrifaði:
Rigtigt sød model og lette at lave.
21.09.2014 - 14:53HÉLÈNE LEMIEUX skrifaði:
Une erreur s'est glissée. Vous nommez à 2 reprises "La bouche", alors que vous devriez dire "Le museau" puisque les points blancs sont des narines. Très beau modèle. Merci
05.07.2014 - 07:03
Caroline Zakrisson skrifaði:
Stämmer verkligen mönstret? Jag får det till fler halvstolpar på varvet där det står att det ska vara 32 stycken. På nästa varv där det ska bli 40 halvstolpar spårar det ur totalt i antal. Är det jag som e dum i huvudet lr?
05.05.2014 - 09:37DROPS Design svaraði:
På 4:e varv har du 24 halv-st ökar i var 3:e m = 8 nya = 32 halv-st. Nästa varv ökar du i var 4:e m.... Lycka till
07.05.2014 - 10:16
Pembe#pembehat |
|
![]() |
![]() |
Hekluð sebra húfa fyrir börn úr DROPS Snow. Stykkið er heklað með eyrnaleppum. Stærð 1 - 8 ára.
DROPS Extra 0-1019 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: HST: Fyrsta hst í umf er skipt út fyrir 2 ll. Hver umf endar á 1 kl í 2. ll frá byrjun umf. HEKLIÐ 2 HST SAMAN: * Bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni í næstu l, sækið þráðinn *, endurtakið frá *-* einu sinni til viðbótar, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar l á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður. HÚFA: Heklið 4 ll með litnum svartur með heklunál nr 6 og tengið saman í hring með 1 kl í 1. ll. UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 8 hst um hringinn. UMFEÐR 2: Heklið 2 hst í hvern hst umf hringinn = 16 hst. Skiptið yfir í litinn natur. UMFERÐ 3: Heklið 1 hst í fyrsta hst, * 2 hst í næsta hst, 1 hst í næsta hst *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 2 hst í síðasta hst = 24 hst. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 4: Heklið 1 hst í hvorn af fyrstu 2 hst, * 2 hst í næsta hst, 1 hst í hvorn af næstu 2 hst *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 2 hst í síðasta hst = 32 hst. Skiptið yfir í litinn svartur. UMFERÐ 5: Heklið 1 hst í hvern af fyrstu 3 hst, * 2 hst í næsta hst, 1 hst í hvern af næstu 3 hst *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 2 hst í síðasta hst = 40 hst. UMFERÐ 6: Heklið 1 hst í hvern af fyrstu 4 hst, * 2 hst í næsta hst, 1 hst í hvern af næstu 4 hst *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 2 hst í síðasta hst = 40 hst. Héðan er heklað mismunandi eftir stærðum. Skiptið yfir í litinn natur. UMFERÐ 7: STÆRÐ 1/2 - 3/4: Heklið 1 hst í hvern hst, EN aukið jafnframt út jafnt yfir 4-6 hst í umf = 54-54 hst. STÆRÐ 5/6 – 7/8: Heklið 1 hst í hvern af fyrstu 5 hst, * 2 hst í næsta hst, 1 hst í hvern af næstu 5 hst *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 2 hst í síðasta hst = 56 hst. UMFERÐ 8: STÆRÐ 1/2 - 3/4 - 5/6: Heklið 1 hst í hvern hst umf hringinn = 52-54-56 hst. STÆRÐ 7/8: Heklið 1 hst í hvern hst, EN aukið jafnframt út jafnt yfir 2 hst í umf = 58 hst. Útaukningu er nú lokið í öllum stærðum og það eru 52-54-56-58 hst í umf. Skiptið yfir í litinn svartur og heklið síðan 1 hst í hvern hst umf hringinn, nú er skipt yfir á milli svartur og natur eins og áður. Heklið svona þar til stykkið mælist ca 17-18-19-20 cm frá toppi, stillið af eftir heila rönd. Nú eru sett 2 prjónamerki í stykkið til þess að merkja hvar eyrnalepparnir eiga að byrja. Setjið fyrsta prjónamerki í 6.-5.-6.-6. l frá byrjun umf, síðan er seinna prjónamerkið sett í 35.-37.-38.-39. l frá byrjun umf. EYRNALEPPUR: Eyrnaleppurinn er heklaður fram og til baka með byrjun frá réttu við annað prjónamerkið. Notið heklunál nr 6 og litinn svartur eða natur, þannig að rendurnar halda áfram niður yfir allan eyrnaleppinn. * Heklið 1 hst í hvern af næstu 12-13-13-14 hst *, endurtakið frá *-* 1-2-3-3 umf. Heklið nú þannig: Heklið annan og þriðja hst saman – LESIÐ HEKLIÐ 2 HST SAMAN, heklið nú 1 hst í hvern hst fram að síðustu 3 hst og heklið 2 hst saman og endið á 1 hst í síðustu l = 10-11-11-12 hst. Heklið rendur eins og áður og haldið áfram alveg eins með því að fækka um 2 hst í hverri umf þar til 2-3-3-4 hst eru eftir. Klippið frá og festið enda. Heklið annan eyrnalepp á sama hátt með byrjun frá réttu og við hitt prjónamerkið. KANTUR: Heklið kant í kringum húfuna með litnum fjólublár. Notið heklunál nr 6 og byrjið við miðju að aftan á húfunni með 1 ll. Heklið 1 fl í hvern hst við miðju að framan og að aftan, meðfram eyrnaleppnum er heklað þannig: * Heklið 1 fl, 1 ll og hoppið fram ca 1 cm *, endurtakið frá *-* og passið uppá að kanturinn verði ekki of stífur. Endið á 1 kl í fyrstu ll frá byrjun umf. Klippið frá og festið enda. EYRA: Notið heklunál nr 6 og litinn natur. UMFERÐ 1: Heklið 8 ll, heklið 1 hst í 3. ll frá heklunálinni. Heklið síðan í ll-umf þannig: Heklið 1 hst í hvern og einn af næstu 2 ll, 1 st í hvorn af næstu 2 ll, heklið 6 st um síðustu ll. Snúið stykkinu og heklið síðan neðan á ll-umf þannig: Heklið 1 st í hverja af næstu 2 ll, 1 hst í hverja af síðustu 3 ll. Snúið við. UMFERÐ 2: Skiptið yfir í litinn svartur og heklið 2 ll, heklið 1 hst í hvern af næstu 3 hst, 1 hst í hvorn af næstu 2 st, 2 st í hvern af næstu 6 st, 1 st í hvorn af næstu 2 st og endið á að hekla 1 hst í hvern af síðustu 3 hst. Klippið frá og festið enda. Heklið annað eyra á sama hátt. Heklið síðan tvö eyru til viðbótar, EN bara með litnum svartur (= bakhlið á eyrum). Leggið hluta með litnum natur ofan á hluta með litnum svartur og heklið 1 fl í hverja fl í kringum kantinn í gegnum bæði stykkin. Á toppinn er heklað 3 ll, 1 st í 3. ll áður en heklað er áfram með 1 fl í hverja fl i kringum allt. Klippið frá og festið enda. NEF: Heklið 12 ll með heklunál nr 6 og litinn svartur: UMFERÐ 1: Heklið 1 hst í 3. ll frá heklunálinni og heklið síðan 1 hst í hverja ll = 2 ll og 10 hst. UMFERÐ 2: Heklið 2 ll, heklið að fyrsta 2 hst, heklið 1 hst í hvern st þar til 2 hst eru eftir, heklið þá saman = 2 ll og 6 hst. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið út 2 lítil spor með litnum natur mitt í nefið. Saumið nefið niður við miðju framan á húfuna. Saumið 2 tölur fyrir augu efst á nefið framan á húfunni. Saumið sitt hvort eyrað í hvora hlið á húfunni. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pembehat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1019
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.