Johanna skrifaði:
Lavender Meadows
25.06.2024 - 23:02
Gigi skrifaði:
Bonjour, il est dit dans l'explication d'ajuster après un motif entier de M1. Que doit-on comprendre par motif ? Est-ce que du rang 1 au rang 6 c'est un motif entier et que du rang 7 au 12 (2em motif) ? Merci
01.05.2024 - 23:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Gigi, un motif entier de M.1 correspond aux 12 rangs du diagramme. Ajustez ainsi après le 12ème rang du motif pour que le diagramme suivant tombe juste au-dessus de M.1. Bon tricot!
02.05.2024 - 08:30
Manya Groskamp skrifaði:
In het patroon moeten de terugaande steken allemaal averechts in plaats van rechts zoals de tekening aangeeft
18.03.2024 - 14:03
Muriel Barlow skrifaði:
Chart 2a/2b for M/L states 23 sts but counting on the chart it has 22 (at dividing row). The other sizes show correct at 17 and 29. Is the chart incorrect or have I missed something?
06.10.2023 - 00:39DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Barlow, thanks for noticing, the diagram M.2A/M.3A has now been edited and fixed over 23 sts. Happy knitting!
06.10.2023 - 14:44
Sharon Elliott skrifaði:
I need to clarify the binding off for the sleeve cap size SMALL. After I bind off the initial 3 sts each side of marker (68 sts remaining) and then every other row 2 sts 4 times (-16 sts for 52 sts remaining and next 1 st 2 times (48 stitches remaining), it says to bind off 2 sts each side until piece measures 57 cm and then bind off 3 sts 1 time. HOW MANY STITCHES SHOULD BE LEFT AT THIS POINT? Thank you, Sharon
05.12.2021 - 01:42DROPS Design svaraði:
Dear Sharon, depending on your gauge, you may need to work more or less rows to get to 57 cm, that's why we don't mention the amount of stitches. Once you make all the bind offs and you have reached 57 cm, you bind off all the remaining stitches in the same row. Happy knitting!
05.12.2021 - 17:13
Noyer skrifaði:
Bonjour, À quoi correspond le patron à la fin des explications ? les dimensions ne sont pas les mêmes que le patron juste au-dessus. Pourquoi y a-t-il 4 tailles alors qu'il y en avait 3 jusque là ? Cordialement
10.08.2021 - 09:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Noyer, le gilet est disponible en 3 tailles: S/M, M/L et XL - en revanche le top (que vous trouverez ici) est en 4 tailles: S-M-L-XL. Bon tricot!
10.08.2021 - 14:07
Noyer skrifaði:
Bonjour, Pour le diagramme du point fantaisie, aux rangs envers, doit-on tricoter les mailles envers ou endroit ? Cordialement
10.08.2021 - 08:56DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Noyer, effectivement, dans ce modèle, tous les rangs envers des diagrammes se tricotent à l'envers (= jersey endroit: à l'endroit sur l'endroit/à l'envers sur l'envers). Bon tricot!
10.08.2021 - 14:05
Stephanie Stewart skrifaði:
Please could you clarify what Pattern 1 is? The charts only show what to do once each piece has been separated.
08.05.2021 - 18:18DROPS Design svaraði:
Dear Stephanie, pattern one is the small chart in the middle of M.4 diagram. Happy Knitting!
08.05.2021 - 18:34
Stephanie Stewart skrifaði:
I'm confused by the number of balls of yarn I need. Looking at the description it looks like I need 10 x 50g balls but further down it states that this cardigan can be made for £6.40 which would mean only 4 balls of yarn. I'm making the smallest size, please can you clarify?
06.05.2021 - 10:21DROPS Design svaraði:
Dear Stephanie, according to the pattern, you will need about 500 gramms, 10 balls of DROPS Muskat yarn. The price stated as "from" probably calculates with the lowest sale price of the yarn. Happy Knitting!
06.05.2021 - 10:57
Lisbeth Friberh skrifaði:
Hvor finner jeg armfellingen ? Forstår det slik at det bare er 5 masker som skal felles under armen. Skal det felles mer .?. Symbol mangler forklaring ser ut som trekant, Vanskelig å forstå oppskriften
25.08.2020 - 00:24
DROPS 73-7 |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónuð DROPS peysa úr Muskat með gatamynstri. Stærð S-XL.
DROPS 73-7 |
|||||||||||||
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá teikningu M.1 til M.5. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ATH: M.2 og M.3 (= úrtaka fyrir handveg) er mismunandi eftir stærðum – passið uppá að fylgja réttri stærð. STROFF: * 2 l sl, 4 l br *, endurtakið frá *-*. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum meðfram hægri kant að framan. 1 hnappagat = fellið af 2 miðju kantlykkjurnar að framan (= br l) og fitjið upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar kantur að framan mælist: STÆRÐ: S/M: 2, 9, 15, 22, 28 og 34 cm. STÆRÐ M/L: 2, 9, 15, 22, 29 og 35 cm. STÆRÐ XL: 2, 9, 16, 22, 29 og 36 cm. ---------------------------------------------------------- PEYSA: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 202-226-250 l (meðtaldar 10 kantlykkjur á hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna nr 4 með Muskat. Prjónið stroff þannig (séð frá réttu): 2 l GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, * 2 l sl, 4 l br *, endurtakið frá *-* þar til 12 l eru eftir prjónið þær hér: 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl og 2 l garðaprjón. Prjónið stroff í 8-9-10 cm – munið eftir HNAPPAGAT – sjá skýringu að ofan – meðfram hægri kant að framan. Setjið nú 10 kantlykkjur að framan á hvorri hlið á band, þær eru prjónaðar upp síðar. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4,5, fitjið upp 1 nýja l á hvorri hlið við miðju að framan (til að sauma niður kantinn að framan í) og aukið út um 0-2-4 l jafnt yfir = 184-210-236 l. Prjónið M.1 með 1 kantlykkju með garðaprjóni í lokin á hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 31-32-33 cm – stillið af eftir 1 heilli mynstureiningu af M.1 – prjónið næstu umf þannig (frá réttu): 1 kantlykkja, 26 l af M.1, M.2A (= 17-23-29 l), fellið af 5-6-7 l = handvegur, M.3A (= 17-23-29 l), 52 l af M.1, M.2A (= 17-23-29 l), fellið af 5-6-7 l = handvegur, M.3A (= 17-23-29 l), 26 l af M.1, 1 kantlykkja. Hvert stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 44-50-56 l. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Fellið nú af fyrir handveg á hlið samkvæmt M.3A, aðrar l eru prjónaðar eins og áður. Eftir úrtöku fyrir handveg er M.3B prjónað til loka. JAFNFRAMT þegar prjónuð er 1 mynstureining af M.1 á eftir úrtöku fyrir handveg (stykkið mælist ca 35-38 cm) er fellt af fyrir hálsmáli samkvæmt M.5A (affelling að innanverðu við 1 kantlykkju sem prjónuð er utan við mynstur). Eftir affellingu fyrir hálsmáli er prjónað til loka með M.5B. Eftir alla úrtöku fyrir handveg og V-hálsmál eru 23-25-27 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist ca 51-54-57 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 44-50-56 l. Fellið af fyrir handveg og V-hálsmáli á vinstra framstykki samkvæmt M.2 og M.4. Fellið af þegar stykkið mælist ca 51-55-57 cm. BAKSTYKKI: = 86-98-110 l. Fellið af fyrir handveg á hvorri hlið samkvæmt M.2 og M.3 = 76-80-84 l eftir á prjóni. Haldið áfram með M.1 yfir miðju 52 l og M.2B og M.3B yfir 12-14-16 l á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 49-52-55 cm fellið af miðju 30 l fyrir háls = 23-25-27 l eftir á hvorri öxl. Fellið af þær l sem eftir eru þegar stykkið mælist 51-54-57 cm. ERMI: Fitjið upp 54-54-60 l á sokkaprjóna nr 4 með Muskat og prjónið STROFF – sjá skýringu að ofan í 15 cm. Næsta umf er prjónuð þannig: * 1 l sl, sláið uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, 1 l sl, 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-*. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4,5 og haldið áfram með sléttprjón til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi alls 10-13-14 sinnum í 9.-6.-5. hverri umf = 74-80-88 l. Þegar stykkið mælist 49-47-45 cm fellið af 6 l mitt undir ermi og prjónið til loka fram og til baka. Fellið síðan af fyrir ermakúpu á hvorri hlið í annarri hverri umf: 2 l 4 sinnum og 1 l 2-5-7 sinnum, síðan eru felldar af 2 l þar til stykkið mælist 57 cm og að lokum eru felldar af 3 l 1 sinni. Fellið af, ermin mælist ca 58 cm. Prjónið aðra ermi alveg eins. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Takið upp l af bandi og haldið áfram með stroff á prjóna nr 4 með Muskat þar til kanturinn að framan mælist ca 60-66 cm (mælt við miðju að aftan við háls, dragið aðeins í kantinn þegar hann er saumaður á. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið eins og vinstri kantur nema munið eftir HNAPPAGAT – sjá skýringu að ofan. Saumið kantana saman við miðju að aftan. Saumið kantinn á peysunni niður með því að leggja ystu l á kanti yfir kantlykkju á peysu og saumið fallega niður frá réttu. Saumið ermar í og tölur. Prjónaður DROPS toppur sjá; 73-6 |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 73-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.