Framboise#framboisecardigan |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Light með köðlum og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 154-19 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.7. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum frá réttu. Fellið af á undan 1. og 3 prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum á eftir 2. og 4. Prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. ÚTAUKNING: Aukið út frá réttu. Aukið út á undan 1. og 3. prjónamerki þannig: Prjónið að prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið út á eftir 2. og 4. prjónamerki þannig: Prjónið að prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 5, 11, 17, 23, 29, 35 og 41 cm. STÆRÐ M: 7, 13, 19, 25, 31, 37 og 43 cm. STÆRÐ L: 8, 14, 20, 26, 32, 39 og 45 cm. STÆRÐ XL: 8, 14, 20, 26, 32, 39 og 45 cm. STÆRÐ XXL: 5, 12, 19, 26, 33, 40 og 47 cm. STÆRÐ XXXL: 7, 14, 21, 28, 35, 42 og 49 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 184-204-222-232-268-292 l (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3,5 með Cotton Light. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4. Prjónið síðan fyrstu umf frá réttu þannig: Prjónið 5 l garðaprjón (= kantur að framan), A.5 (= 5 l), sléttprjón yfir næstu 60-70-79-84-102-114 l, A.1 (= 38 l), sléttprjón yfir næstu 60-70-79-84-102-114 , A.5 (= 8 l), endið á 5 l garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með garðaprjón, mynstur og sléttprjón þar til stykkið mælist 6 cm. ATH: A.2 (= 38 l) er prjónað yfir A.1 þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina (mynstur A.2 er prjónað til loka). Mynstur A.5 er prjónað til loka. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig: Prjónið 5 l garðaprjón, A.5, 32-37-41-44-53-59 l sléttprjón, setjið 1. Prjónamerki, 3 l sléttprjón, 2. prjónamerki, 25-30-35-37-46-52 l sléttprjón, A.2, 25-30-35-37-46-52 l sléttprjón, setjið 3. prjónamerki, 3 l sléttprjón, setjið 4. prjónamerki 32-37-41-44-53-59 l sléttprjón, A.5, endið á 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l á undan 1. og 3. prjónamerki og á eftir 2. og 4. prjónamerki (= 4 l færri) – sjá ÚRTAKA að ofan. Þ.e.a.s. það eru 3 l á milli hverrar úrtöku alla leið uppúr. Endurtakið úrtöku með 1½-1½-1½-1½-1-1 cm millibili 6-6-7-6-8-9 sinnum til viðbótar (= alls 7-7-8-7-9-10 sinnum) JAFNFRAMT í 2. – 4. og 6. úrtöku er lykkjum fækkað eftir A.5 (hægra framstykki), í hvorri hlið á A.2 og á undan A.5 (vinstra framstykki), þ.e.a.s. prjónið 3 l saman í stað 2 l saman (= 8 l færri í annarri hverri umf) = 144-164-178-192-220-240 l eftir á prjóni. Þegar stykkið mælist 25-25-25-26-26-26 cm, aukið út í næstu umf frá réttu 1 l við hvert prjónamerki (= 4 l fleiri) – sjá útskýringu að ofan= 148-168-182-196-224-244 m. Aukið síðan út mismunandi eftir stærðum: STÆRÐ S: Endurtakið útaukningu með 1½ cm millibili 5 sinnum til viðbótar (= alls 6 sinnum) JAFNFRAMT í 2. og 4. útaukningu er aukið út um 1 l á eftir A.5 (hægra framstykki), hvoru megin við A.2 og á undan A.5 (vinstra framstykki), aukið út með því að slá uppá prjóninn strax eftir A.2/A.5, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umf = 176 l á prjóni. STÆRÐ M-L-XL-XXL-XXL: Endurtakið útaukningu með 1½ cm millibili 5-5-6-6-7 sinnum til viðbótar (= alls 6-6-7-7-8 sinnum) JAFNFRAMT í 2.- 4. og 6. útaukningu er aukið út um 1 l á eftir A.5 (hægra framstykki), hvoru megin við A.2 og á undan A.5 (vinstra framstykki), aukið út með því að slá uppá prjóninn strax eftir A.2/A.5, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umf (= 8 l fleiri í annarri hverri útaukningu) = 200-214-232-260-284 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.5, sléttprjón yfir næstu 24-30-34-38-45-51 l, 14 l garðaprjón, 18-24-27-32-39-45 l sléttprjón, A.2 (= 38 l), 18-24-27-32-39-45 l sléttprjón, 14 l garðaprjón, sléttprjón yfir næstu 24-30-34-38-45-51 l, A.5, endið á 5 l garðaprjón. Endurtakið þessa umf 1 sinni til viðbótar frá röngu. Síðan (frá réttu) fellið af fyrir handveg þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.5, sléttprjón yfir næstu 24-30-34-38-45-51 l, 3 l garðaprjón, fellið af næstu 8 l, 3 l garðaprjón, 18-24-27-32-39-45 l sléttprjón, A.2 (= 38 l), 18-24-27-32-39-45 l sléttprjón, 3 l garðaprjón, fellið af næstu 8 l, 3 l garðaprjón, sléttprjón yfir næstu 24-30-34-38-45-51 l, A.5, endið á 5 l garðaprjón = 80-92-98-108-122-134 l á bakstykki og 40-46-50-54-61-67 l á hvoru framstykki og hvort stykkið er prjónað til loka fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 40-46-50-54-61-67 l. Prjónið frá röngu: Prjónið 5 l garðaprjón, A.5 (= 8 l), 24-30-34-38-45-51 l sléttprjón, endið á 3 l garðaprjón. Í næstu umf (= rétta) prjónið 2 fyrstu l í sléttprjóni snúnar saman eftir 3 l garðaprjón fyrir handveg, endurtakið úrtöku í hverri umf frá réttu 0-3-5-5-6-7 sinnum til viðbótar (= alls 1-4-6-6-7-8 sinnum) = 39-42-44-48-54-59 l eftir á prjóni. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 3 l garðaprjón, mynstur A.4 (= 4 l) (ATH: Mynstur A.4 færist til um 1 l í hverri umf frá réttu inn við miðju JAFNFRAMT er aukið út um 1 l í A.4 fyrir ermi í hverri umf frá réttu (eins og útskýrt er í mynsturteikningu)), 19-22-24-28-34-39 l sléttprjón, A.5, endið á 5 l garðaprjón. Haldið áfram með A.4 þar til aukið hefur verið út um 13-13-13-12-7-4 l fyrir ermi (aukið út um 1 l í hverri umf frá réttu SJÁ UPPSLÁTTURI í mynstri) = 52-55-57-60-61-63 l á prjóni. Prjónið síðan A.7 yfir A.4 til loka. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og garðaprjón þar til stykkið mælist 40-42-44-44-46-48 cm. Síðan í næstu umf frá röngu eru prjónaðar 2 umf garðaprjón yfir fyrstu 16-16-17-17-18-18 l, aðrar l eru prjónaðar eins og áður. Fellið af fyrstu 14-14-15-15-16-16 l fyrir hálsmál = 38-41-42-45-45-47 l eftir. Prjónið nú garðaprjón yfir 2 síðustu l við háls, sléttprjón og mynstur eins og áður JAFNFRAMT er fækkað um l í byrjun í hverri umf frá hálsmáli (= ranga) innan við 2 l garðaprjón þannig: Prjónið 2 l slétt saman (= 1 l færri), endurtakið úrtöku 8 sinnum til viðbótar (= alls 9 sinnum) = 29-32-33-36-36-38 l eftir á öxl (eftir allar útaukningar fyrir ermi). Prjónið sléttprjón og garðaprjón þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Prjónið 2 umf garðaprjón. Fellið laust af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið eins og vinstra framstykki en fellið af fyrir handveg á undan 3 l garðaprjón með því að prjóna 2 l slétt saman og við hálsmál er fellt af í byrjun á umf frá réttu. Munið eftir HNAPPAGAT! Prjónið mynstur A.3 og A.6 í stað A.4 og A.7. ATH! Þeir 2 uppslættir í mynstri A.3 eru prjónaðir gagnstætt í næstu umf, þ.e.a.s. að fyrri uppslátturinn er prjónaður snúinn br og sá seinni er prjónaður br, þ.e.a.s. að 1. uppslátturinn verður 1 l og 2. uppslátturinn verður 1 l en það myndast gat. BAKSTYKKI: = 80-92-98-108-122-134 l. Fellið laust af fyrir handveg eins og á framstykki = 78-84-88-96-108-118 l eftir á prjóni. Næsta umf frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 3 l garðaprjón, A.3 yfir 4 næstu l (A.3 færist til að miðju), 13-16-18-22-28-33 l sléttprjón, A.2 yfir miðju 38 l eins og áður, 13-16-18-22-28-33 l sléttprjón, A.4 yfir 4 næstu l, endið á 3 l garðaprjón. ATH: A.3/A.4 færist til að hálsmáli. Haldið áfram með tilfærsluna þar til auknar hafa verið út 13-13-13-12-7-4 l bæði í mynstri A.3 og A.4 fyrir ermar = 104-110-114-120-122-126 l. Haldið áfram með tilfærsluna með því að prjóna A.6 yfir A.3 og A.7 yfir A.4. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og garðaprjón þar til stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm. Í næstu umf frá réttu eru allar kaðla-l prjónaðar í A.2 2 og 2 slétt saman = 94-100-104-110-112-116 l á prjóni. Prjónið 2 umf garðaprjón yfir miðju 40-40-42-42-44-44 l, aðrar l eru prjónaðar eins og áður. Fellið síðan af miðju 36-36-38-38-40-40 l (= 2 l garðaprjón á hvorri hlið) = 29-32-33-36-36-38 l á hvorri hlið. Prjónið hvora öxl fyrir sig. Prjónið sléttprjón og garðaprjón yfir 2 síðustu l við hálsmál saman þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Prjónið 2 umf garðaprjón. Fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið saman axlasauma kant í kant. Saumið tölur í. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #framboisecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 154-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.