Fulconis skrifaði:
Il ne reste plus qu'à avoir les explications pour se mettre aux aiguilles et la mettre!!!!
22.06.2013 - 22:20Barbara skrifaði:
Lovely simple lines on this jacket. Looks simple and quick to knit. I really want to knit this pattern!
19.06.2013 - 13:45
Sophie skrifaði:
A quand les explications, il fait déjà bien froid chez nous ...
18.06.2013 - 16:21
Corinne skrifaði:
Vite les explications pour pouvoir le faire, une veste idéale !
18.06.2013 - 13:14
Durand skrifaði:
Assurément un modèle facile à faire et qui monte vite.
09.06.2013 - 11:03
Renata skrifaði:
Ciepły, wydaje sie prosty do zrobienia. świetny. nie mogę się doczekać
07.06.2013 - 10:38
Mm skrifaði:
What's not to like? Looks great, would be fast and satisfying. Probably have to make one for every sister-in-law!
01.06.2013 - 06:24
Marit skrifaði:
Töff og smart.
01.06.2013 - 02:13
1hirondelle skrifaði:
Un modèle simple, élégant, intemporel, que j'ajouterais a ma liste de toute urgence.
31.05.2013 - 21:22
Martine skrifaði:
Une veste simple, élégante et sans aucun doute "douillette".
31.05.2013 - 15:44
Celia#celiacardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Polaris með gatamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 151-31 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. BYRJUN Á NÝJUM ÞRÆÐI: Þegar skipt er um dokku af Polaris þér er endanum skipt í tvo hluta á þræðinum sem er að ljúka ca 15 cm. Klippið af annan endann og það sama er gert við nýja þráðinn. Leggið endana saman yfir hvorn annan, þannig að þykktin verði sú saman og áður, prjónið síðan áfram – með þessu er komið í veg fyrir að samskeytin sjáist. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l frá réttu með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. að prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 sl, steypið óprjónuðu l yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Til þess að fá pláss fyrir allar l er stykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN - sjá skýringu að ofan! LESIÐ BYRJUN Á NÝJUM ÞRÆÐI! HÆGRA FRAMSTYKI + ERMI: Fitjið upp 21-22-24-25-27-29 l á hringprjóna nr 15 með Polaris. Í fyrstu umf frá réttu er prjónað þannig: MYNSTUR eftir mynsturteikningu A.3 yfir fyrstu 12 l (= kantur að framan), 8-9-11-12-14-16 l sléttprjón, aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju – LESIÐ ÚTAUKNING og endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni = 22-23-25-26-28-30 l. Haldið áfram í sléttprjóni og A.3 yfir kant að framan, JAFNFRAMT í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í umf frá réttu) er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju þar til aukið hefur verið út alls 6 sinnum = 27-28-30-31-33-35 l. Haldið áfram með A.3 og sléttprjón þar til stykkið mælist 27-28-30-32-33-35 cm. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: A.3 (= 12 l), sléttprjón þar til stykkið mælist 27-28-30-32-33-35 cm. Næsta umf frá réttu er prjónuð þannig: A.3 (= 12 l), sléttprjón yfir næstu 9-10-12-13-15-17 l, A.4 (= 4 l), 1 l sl, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið eina umf til baka með sama mynstri. Næsta umf frá réttu er prjónuð þannig: A.3 yfir kant að framan, sléttprjón yfir næstu 8-9-11-12-14-16 l, A.1 (= 6 l), 1 l sl, JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 4 nýjar l í lok umf fyrir ermi = 31-32-34-35-37-39 l í umf (stykkið mælist nú ca 31-32-34-36-37-39 cm frá uppfitjunarkanti). Nýjar l eru prjónaðar í sléttprjóni með 2 kantlykkjum í garðaprjóni lengst út við ermi. Haldið svona áfram með mynstur JAFNFRAMT sem í mynstri A.1 er haldið áfram að færa um 1 l við miðju að framan í hvert skipti sem prjónað er (þ.e.a.s. að í hverri umf frá réttu er prjónuð 1 l færri í sléttprjóni áður en A.1 er prjónað), þannig að það verður jöfn lína á hornréttu línunni við öxl. Þegar A.1 mætir A.3 við miðju að framan er prjónað sléttprjón yfir l í A.1. Síðan þegar stykkið mælist 61-63-65-67-69-71 cm er sett prjónamerki í stykkið (= miðja ofan á öxl), HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Í næstu umf frá röngu er prjónað (frá ermi og inn) þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sléttprjón yfir næstu 17-18-20-21-23-25 l, setjið þessar 19-20-22-23-25-27 l á þráð, prjónið A.3 eins og áður yfir síðustu 12 l á prjón og setjið þessar 12 l á þráð fyrir kraga. VINSTRA FRAMSTYKKI + ERMI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki + ermi, nema spegilmynd. Prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.2 í stað A.1 og A.5 í stað A.4. Efst við öxl eru prjónaðar 12 l í A.3 frá röngu áður en þær eru settar á þráð. Prjónið út umf, haldið áfram með bakstykki án þess að setja l á þráð. BAKSTYKKI: Prjónið 1. umf frá réttu þannig: Prjónið 19-20-22-23-25-27 l frá vinstra framstykki, fitjið upp 9-9-9-11-11-11 nýjar l (= aftan við hnakka) og prjónið inn þær 19-20-22-23-25-27 l frá hægra framstykki á hringprjóna = 47-49-53-57-61-65 l. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni með 2 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið. Haldið áfram þar til ca 4-5-5-5-6-6 cm eru eftir í sléttprjóni frá prjónamerki á öxl Næsta umf frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, 14 l sléttprjón, A.1 (= 6 l), 3-5-9-13-17-21 l sléttprjón, A.2 (= 6 l), 14 l sléttprjón, 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið 1 umf til baka eins og áður með br frá röngu og 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, 13 l sléttprjón, A.1 (= 6 l), 5-7-11-15-19-23 l sléttprjón, A.2 (= 6 l), 13 l sléttprjón, 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur – ATH: Gatamynstur í mynstri A.1 og A.2 heldur áfram að flytjast til um 1 l í hliðum í hvert sinn sem prjónað er, þannig að mynstrið fái jafna línu á ofan á öxl og niður meðfram hlið (þ.e.a.s. að í hverri umf frá réttu er prjónuð 1 l í sléttprjón minna en á undan A.1 og á eftir A.2 í hlið og prjónaðar eru 2 l sléttprjón fleiri á eftir A.1 og á undan A.2 við miðju). Haldið áfram í sléttprjóni og eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 þar til 2 kantlykkjur í garðaprjóni og 3 l í sléttprjóni eru eftir í hvorri hlið eftir að A.1 og A.2 hafa verið prjónaðar til loka (ermin mælist nú alls 60-62-62-62-64-64 cm frá útauknu l). Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Fellið af 4 l, 1 kantlykkja í garðaprjóni, 2 l sl, A.4 (= 4 l), prjónið 25-27-31-35-49-43 l sléttprjón, A.5 (= 4 l), 5 l sl, 2 kantlykkjur í garðaprjóni = 43-45-49-53-57-61 l. Snúið við og fellið af 4 l frá röngu = 39-41-45-49-53-57 l á prjóni meðtalin 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið. Stykkið mælist nú 34-35-35-35-36-36 cm frá prjónamerki á öxl. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l í hvorri hlið á stykkinu frá réttu – LESIÐ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í hvorri hlið í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) 5 sinnum til viðbótar (= alls 6 úrtökur í hvorri hlið). Þegar stykkið mælist 61-63-65-67-69-71 cm frá prjónamerki á öxl og 27-29-33-37-41-45 l eru í umf eru allar lykkjur felldar af. KRAGI: Setjið til baka þær 12 kraga-l af þræði frá hægra framstykki á prjóninn. Haldið nú áfram í perluprjóni eins og áður JAFNFRAMT eru prjónaðar stuttar umferðir í perluprjóni yfir kraga með byrjun frá réttu = við miðju að framan: * 2 umf yfir allar l, 2 umf fram og til baka yfir síðustu 6 l *. Endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 7-7-7-8-8-8 cm þar sem hann er minnstur. Fellið laust af. Vinstri helmingur á kraga er prjónaður á sama hátt en prjónuð er 1 umf yfir allar l áður en haldið er áfram með stuttar umferðir. Saumið kragann saman kant í kant við miðju að aftan og festið hann niður við hálsmal aftan í hnakka. FRÁGANGUR: Saumið hliðar- og ermasauma í eitt, saumið kant í kant yst í lykkjubogann þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #celiacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 151-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.