Edle Brodin skrifaði:
Hvor er den flot, den vil jeg glæde mig til at strikke
10.06.2013 - 17:20Monika Gruber skrifaði:
Sehr schön! Macht Lust aufs Stricken.
05.06.2013 - 09:43Griselda skrifaði:
Me parece muy elegante y deportivo.
03.06.2013 - 20:17
Beate skrifaði:
Sehr schön,würde ich gerne etwas mehr tailliert nacharbeiten
02.06.2013 - 15:59
Nicole skrifaði:
Sublime, je prépare mes aiguilles c'est le 1er que je vais faire
02.06.2013 - 12:43
Arina skrifaði:
Heel mooi ,die zal ik graag willen breien.
01.06.2013 - 22:22
Ragnhild Sefa skrifaði:
Vakker og feminin.Liker halsen veldig godt.Nydelig,feminint mønster
01.06.2013 - 09:42Bettina skrifaði:
Very original. i like it
01.06.2013 - 09:41
Sarah skrifaði:
Hm, ja
01.06.2013 - 00:28Josephine skrifaði:
I have voted for this as I like the overall design. I don't think that it fits the model very well and I would alter the pattern for a better fit.
31.05.2013 - 21:25
Lady Feather Sweater#ladyfeathersweater |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk með gatamynstri og berustykki. Stærð S-XXXL.
DROPS 149-29 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Byrjið 3 l á undan prjónamerki og fækkið lykkjum þannig. Prjónið 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Fitjið upp 230-250-280-320-350-380 l á 2 stk hringprjóna nr 3 með Baby Alpaca Silk. Dragið frá annan hringprjóninn og prjónið síðan 4 umf GARÐAPRJÓN í hring – sjá útskýringu að ofan (þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að kanturinn dragi sig saman þegar mynstrið er prjónað). Prjónið nú mynstur eftir mynsturteikningu A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 184-200-224-256-280-304 l eftir á prjóni. Prjónið nú sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er sett 1 prjónamerki í byrjun umf og 1 prjónamerki á eftir 92-100-112-128-140-152 l (= hlið). Aukið nú út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 6 -6-6-6-7-7 cm millibili, 4 sinnum til viðbótar (= alls 5 útaukningar í hvorri hlið) = 204-220-244-276-300-324 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm fellið af 12-12-12-14-14-14 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 6-6-6-7-7-7 l hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 90-98-110-124-136-148 l eftir á fram- og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stutta hringprjóna eftir þörf. Fitjið upp 70-70-70-80-80-80 l yfir 2 st hringprjóna nr 3 með Baby Alpaca Silk. Dragið út annan hringprjóninn, skiptið l á sokkaprjóna nr 3 og prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN. Prjónið nú mynstur eftir mynsturteikningu A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 56-56-56-64-64-64 l eftir á prjóni. Prjónið nú sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 10-10-8-8-10-8 cm setjið 1 prjónamerki í byrjun umf. Aukið nú út um 2 l fyrir miðju undir ermi (þ.e.a.s. 1 l hvoru megin við prjónamerki). Endurtakið útaukningu í 6.- 5.- 5.- 5.- 4.- 4. hverri umf 17-19-21-20-22-25 sinnum til viðbótar (= alls 18-20-22-21-23-26 útaukningar) = 92-96-100-106-110-116 l. Þegar stykkið mælist 44-44-43-43-42-42 cm fellið af 12-12-12-14-14-14 l fyrir miðju undir ermi (þ.e.a.s. 6-6-6-7-7-7 l hvoru megin við prjónamerki = 80-84-88-92-96-102 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna inn l) = 340-364-396-432-464-500 l. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjum fækkað fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA (= 8 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 2-2-3-3-3-3 sinnum til viðbótar (= alls 3-3-4-4-4-4 úrtökur = 316-340-364-400-432-468 l. Í næstu umf er fækkað um 28-20-12-16-48-20 l jafnt yfir = 288-320-352-384-384-448 l eftir á prjóni. Næsta umf er prjónuð þannig: * Prjónið A.2 (= 19 l), 13 l sléttprjón *, endurtakið frá *-* alls 9-10-11-12-12-14 sinnum. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið næstu umf þannig: * prjónið A.4 (= 19 l), A.3 (= 13 l) *, endurtakið frá *-* alls 9-10-11-12-12-14 sinnum. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.4/A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 279-310-341-372-372-434 l eftir á prjóni. Næsta umf er prjónuð þannig: * A.4 (= 19 l), A.5 (= 12 l) *, endurtakið frá *-* alls 9-10-11-12-12-14 sinnum. Haldið svona áfram. Þegar A.4 hefur verið prjónað alls 2-2-2-2-3-3 sinnum á hæðina (2-2-2-2-3-3 öll mynstureiningin af A.5 + 4-4-4-4-6-6 umf til viðbótar af A.5 á hæðina), prjónið A.6 í stað fyrir A.4 og A.7 í stað fyrir A.5 (byrjið á A.7 við ör neðst niðri í mynstri fyrir rétta stærð). Haldið áfram með mynstur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.6/A.7 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina (endið eftir umf merktri með ör efst uppi í mynstri fyrir rétta stærð) þá eru 135-150-165-180-180-210 l eftir á prjóni. Setjið 1 prjónamerki í umf – héðan er nú mælt (berustykkið mælist nú ca 22-23-24-25-26-27 cm frá handveg og öll peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm neðanfrá og upp). Næsta umf er prjónuð þannig: * Prjónið 1 l sl, 2 l br saman, 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 2 l sl saman, steypið óprjónuðu l yfir, 1 l sl, 2 l br saman, 1 l sl, prjónið A.9 (= 4 l – byrjið við ör í mynstri fyrir rétta stærð) *, endurtakið frá *-* alls 9-10-11-12-12-14 sinnum = 99-110-121-132-132-154 l eftir á prjóni. Prjónið 1 umf með sl yfir sl og br yfir br. Prjónið nú háan kraga þannig: * Prjónið A.8 (= 7 l), A.9 (= 4 l) *, endurtakið frá *-* alls 9-10-11-12-12-14 sinnum. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 6 cm frá prjónamerki. Fellið síðan laust af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ladyfeathersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 149-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.