Lorraine Bruce skrifaði:
I am having difficulty working cast on stitches for sleeves into the pattern in the back piece. Where should I start the pattern in each set of cast on stitches?
27.03.2023 - 07:11DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Bruce, you have to work them following diagrams A.3, ie at the beg of row from RS work the new stitches as an extension of the pattern towards the right = work the new sts as in diagram A.3c, then A.3b etc.. and at the end of the row from RS work them starting with A.3a, A.3b.. happy knitting!
27.03.2023 - 09:45
Maren Ursin Ingebrigtsen skrifaði:
Kan denne strikkes sammen med vivaldi? og i så fall hvor mye garn trenger jeg?
19.06.2015 - 14:06DROPS Design svaraði:
Hej. Nej du kan inte sticka denna med Vivaldi. Vivaldi tillhör garngrupp C och detta mönster passar garn i garngrupp A. Under "Garnalternativer" kan du se vilka garn denna kan stickas med. Lycka till!
24.06.2015 - 13:25
Gunilla Lindblad skrifaði:
OK, jag listade ut det! Mönster A1B har 13 maskor. Det var lite förvillande med siffran 11. Det är väl självklart att det blir 2 maskor mindre på nästa varv när man har minskat 2!Det kanske inte hade behövt skrivas ut.
10.06.2013 - 16:47
Gunilla Lindblad skrifaði:
Har svårt att få ihop minskningsvarvet efter 26 cm. Varför står det 6 resp 8 vid A1A och C, och 11 resp 13 vid A1B? Jag stickar stl M och har rätt antal m = 301. Om jag stickar 8 m A1A och sedan A1B över 11 m blir det 16 m kvar på slutet i st f 14.
10.06.2013 - 14:02Doris skrifaði:
Very nice and comfortable will knit it ,unfortunate that I m from Malaysia could not order yarn.
06.03.2013 - 10:10SUSANA skrifaði:
Confort.
11.02.2013 - 02:35
Al Laham skrifaði:
On se sent bien même en regardant cette veste que je mettrais volontiers pour les brises nocturnes de l'été
09.01.2013 - 13:33
Domi skrifaði:
Il est magnifique !!!
29.12.2012 - 18:03
Domi skrifaði:
Il est magnifique !!!
29.12.2012 - 18:03
Maud skrifaði:
Jättefin
20.12.2012 - 18:04
Vintage lace#vintagelacecardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca með stuttum ermum, gatamynstri og vösum. Stærð S-XXXL.
DROPS 146-30 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 26, 33, 40, 47 og 54 cm STÆRÐ M: 26, 33, 41, 48 og 56 cm STÆRÐ L: 26, 34, 42, 50 og 58 cm STÆRÐ XL: 28, 36, 44, 52 og 60 cm STÆRÐ XXL: 26, 35, 44, 53 og 62 cm STÆRÐ XXXL: 28, 37, 46, 55 og 64 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 272-301-324-353-376-428 l (meðtaldar eru 6 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 2,5 með Alpaca. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (1. umf = rétta). Prjónið nú 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út um 50-63-64-71-72-86 l jafnt yfir = 322-364-388-424-448-514 l. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 7 l eru eftir, endið með 1 l br og 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 5 cm er fækkað um 50-63-64-71-72-86 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 272-301-324-353-376-428 l. Prjónið nú sléttprjón, en yfir þær 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eru haldið áfram að prjóna garðaprjón (upp að úrtöku fyrir hálsmáli). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 26 cm (allar stærðir) er næsta umf prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ S + L+ XXL + XXXL: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, prjónið A.1b þar til 6 l eru eftir í umf og endið með 6 kantlykkjum að framan. STÆRÐ M + XL: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, prjónið A.1a (= 8 l), þar til 14 l eru eftir á prjóni, prjónið A.1c (= 8 l) og endið með 6 kantlykkjum að framan. ALLAR STÆRÐIR: Haldið svona áfram með mynstur – munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar A.1 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina eru 232-255-276-299-320-364 l á prjóni. Setjið nú 1 prjónamerki 61-67-72-78-83-94 l frá hvorri hlið (= 110-121-132-143-154-176 l milli prjónamerkja á bakstykki) – látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ S + L + XXL + XXXL: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, prjónið A.2b þar til 6 l eru eftir í umf og endið með 6 kantlykkjum að framan. STÆRÐ M + XL: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, prjónið A.2a (= 6 l), prjónið A.2b þar til 12 l eru eftir í umf, prjónið A.2c (= 6 l) og endið með 6 kantlykkjum að framan. ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram með mynstur þannig (nú eru 5-5½-6-6½-7-8 mynstureiningar á hvoru framstykki að prjónamerkjum í hliðum og 10-11-12-13-14-16 mynstureiningar á bakstykki á milli 2 prjónamerkja). Þegar stykkið mælist 36 cm (allar stærðir) er skipt yfir á hringprjóna nr 3 og næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ S + L +XXL + XXXL: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, prjónið A.3b þar til 6 l eru eftir í umf og endið með 6 kantlykkjum að framan. STÆRÐ M + XL: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, prjónið A.3a (= 6 l), prjónið A.3b þar til 12 l eru eftir á prjóni, prjónið A.3c (= 6 l) og endið á 6 kantlykkjum að framan. ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram með mynstur þannig (það eru enn 5-5½-6-6½-7-8 mynstureiningar á hvoru framstykki fram að prjónamerki í hlið og 10-11-12-13-14-16 mynstureiningar á bakstykki á milli 2 prjónamerkja). Þegar stykkið mælist 43-44-45-45-45-45 cm skiptist stykkið upp við prjónamerki og fram- og bakstykki er nú prjónað áfram hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 110-121-132-143-154-176 l. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermar í lok hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 12 l 1 sinni, 11 l alls 2-2-2-2-2-1 sinni og síðan 22 l 1 sinni = 222-233-244-255-266-266 l – ATH: Útauknu l eru prjónaðar jafn óðum inn í mynstur A.3, nema síðustu l í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. Þegar allar l hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm fellið af miðju 38-27-38-27-38-38 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 2 l í næstu umf frá hálsi = 90-101-101-112-112-112 l eftir á prjóni. Haldið áfram með mynstur með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm, fellið laust af. Endurtakið eins á hinni öxlinni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 61-67-72-78-83-94 l. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður. JAFNFRAM eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermi í lok hverrar umf á hlið eins og á bakstykki = 117-123-128-134-139-139 l. Haldið áfram með mynstur með 1 kantlykkju í garðaprjóni við ermi og 6 kantlykkjum í garðaprjóni að framan eins og áður. Þegar stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm – passið uppá að prjóna einungis 1 umf eftir síðasta hnappagatið, setjið síðustu 18-13-18-13-18-18 l á þráð fyrir háls (l eru prjónaðar áður en þær eru settar á þráðinn). Fellið nú af í byrjun hverrar umf frá hálsi: 2 l 3 sinnum og 1 l 3 sinnum = 90-101-101-112-112-112 l eftir á prjóni. Haldið áfram með mynstur með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm, fellið laust af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd (ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstra framstykki. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. Saumið sauma undir ermum innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. HÁLSMÁL: Prjónið upp frá réttu, ca 100-120 l kringum hálsmál (meðtaldar eru l á þræði að framan) á hringprjóna nr 2,5 með Alpaca. Prjónið 4 umf slétt, fram og til baka á hringprjóna og fellið laust af með sl frá röngu. KANTUR Á ERMUM: Prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju, ca 100-140 l neðst niðri meðfram opi á ermum á sokkaprjóna nr 2,5 með Alpaca. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um (eða fækkið) jafnt yfir til 120-126-132-144-156-168 l. Prjónið nú stroff (= 1 l sl, 2 l br þar til kanturinn mælist ca 3 cm, fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br. VASI: Fitjið upp 36-36-36-47-47-47 l á hringprjóna nr 3 með Alpaca. Prjónið 2 umf slétt, prjónið nú næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 6 l í garðaprjóni, 1 l í sléttprjóni, prjónið A.3b alls 2-2-2-3-3-3 sinnum, prjónið 1 l sléttprjón og endið með 6 l í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar vasinn mælist ca 15-15-15-19-19-19 cm – endið mynstrið þegar síðasta umf í mynstri er eftir, prjónið 4 umf slétt (1. umf = ranga), áður en fellt er laust af með sl frá röngu. Prjónið annan vasa til viðbótar á sama hátt. Saumið 1 vasa á hvort framstykki með lykkjuspori, staðsetjið vasann aðeins fyrir ofan stroffið neðst niðri á peysunni og ca 7 til 9 cm frá kanti að framan (mátið peysuna til þess að fá fram rétta staðsetningu). |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #vintagelacecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 146-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.