Bergen#bergencardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuðu peysa úr DROPS Alpaca með berustykki, vösum og norrrænu mynstri. Stærð XS – XXXL
DROPS 142-1 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A-1 og A-2. Mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 244-276-308-340-372-404 l á hringprjóna nr 2,5 með litnum ljós kamel DROPS Alpaca. Prjónið stroff(1. umf = rétta) þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 2 l br*, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir, prjónið 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjón. Þegar stroffið mælist 4 cm, skipið yfir á hringprjóna nr 3. Prjónið næstu umf (frá réttu) þannig: Prjónið 3 l sl, * 2 l sl saman, 2 l sl*, endurtakið frá *-* þar til 5 l eru eftir, prjónið 2 l sl saman og 3 l sl = 184-208-232-256-280-304 l. Setjið 1 prjónamerki eftir 46-52-58-64-70-76 l í hliðum (=92-104-116-128-140-152 l milli prjónamerkja á bakstykki). Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 6 cm (passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá röngu), prjónið næstu umf þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 38-40-44-47-51-53 l br, setjið síðustu 29-29-31-31-33-33 l sem prjónaðar voru á þráð (þessar l eru prjónaðar seinna sem vasi), haldið áfram með br þar til eftir eru 10-12-14-17-19-21 l, setjið síðustu 29-29-31-31-33-33 l sem prjónaðar voru á þráð fyrir vasa, prjónið 9-11-13-16-18-20 l br og 1 kantlykkju í garðaprjón. Í næstu umf er prjónuð upp 1 l aftan í hverja af þeim l sem settar voru á þráð. Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 cm, er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki í hliðum. Endurtakið úrtöku með 3 cm millibili 2 sinnum til viðbótar = 172-196-220-244-268-292 l. Þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki í hliðum. Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili 5 sinnum til viðbótar = 196-220-244-268-292-316 l. Þegar stykkið mælist ca 38-39-40-41-42-43 cm (passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá röngu), prjónið næstu umf þannig: Prjónið 43-49-55-61-67-73 l (= framstykki), fellið af 12 l fyrir handveg, 86-98-110-122-134-146 l (= bakstykki), fellið af 12 l fyrir handvegi, 43-49-55-61-67-73 l (= framstykki) = 172-196-220-244-268-292 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Ermin er prjónuð á sokkaprjóna. Fitjið upp 72-80-80-80-88-88 l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum ljós kamel DROPS Alpaca. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 8 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3, prjónið næstu umf þannig: * Prjónið 2 l sl, 2 l sl saman *endurtakið frá *-* = 54-60-60-60-66-66 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf. Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 10-10-12-14-14-14 cm, er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki undir ermi, endurtakið útaukningu með 3½-3½-2½-2-2-2 cm millibili 10-10-13-15-14-16 sinnum til viðbótar = 76-82-88-92-96-100 l. Þegar stykkið mælist 48 cm, fellið af 12 l við miðju undir ermi (þ.e.a.s. 6 l hvoru megin við prjónamerki) = 64-70-76-80-84-88 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermarnar á sama hringprjón nr 3 og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 300-336-372-404-436-468 l (l eru ekki prjónaðar inn þegar þær eru settar á prjóninn). Prjónið 2-4-8-6-8-12 l í sléttprjóni með litnum ljós kamel – JAFNFRAMT í 1. umf (= rétta) er fækkað um 3-11-5-9-13-3 l jafnt yfir = 297-325-367-395-423-465 l. Prjónið og fækkið lykkjum eftir mynsturteikningu A-1 (1. umf = rétta, sjá mynstur fyrir rétta stærð) með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, næst síðasta l á prjóni er prjónuð sem fyrsta l í A-1 og lykkjum er ekki fækkað yfir þessar lykkjur. Eftir úrtöku eru 108-118-133-143-153-168 l á prjóni og stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm upp að öxl. Prjónið 1 umf með litnum ljós kamel (frá réttu) jafnframt er fækkað um 12-18-25-27-29-36 l jafnt yfir = 96-100-108-116-124-132 l. Prjónið 1 umf br (frá röngu). Prjónið nú upphækkun að aftan með litnum ljós kamel og sléttprjóni (frá réttu) þannig: Prjónið 58-60-64-68-72-76 l, snúið, prjónið 20 l br, snúið, prjónið 30 l sl, snúið, prjónið 40 l br, haldið svona áfram og prjónið 10 l fleiri fyrir hvert skipti áður en snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 80-80-80-100-110-110 l, snúið og prjónið út umf, setjið l á þráð. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 172 til 204 l (deilanlegt með 4) innan við 1 kantlykkju meðfram vinstra framstykki með litnum ljós kamel. Prjónið stroff (1. umf = ranga) þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 2 l br, 2 l sl*, endurtakið frá *-* og endið með 2 l br og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stroffið mælist 3 cm, fellið laust af. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið á sama hátt og vinstri kantur að framan en eftir 1 cm er fellt af fyrir 8 hnappagötum jafnt yfir (fellið af fyrir hnappagati í br umf séð frá réttu). 1 HNAPPAGAT = prjónið 2 l br saman og gerið 1 uppslátt – neðsta hnappagatið á að vera í annarri br umf frá neðri kanti og það efsta ca 6-7 cm að ofan (fellið einnig af fyrir 1 hnappagati á hálsmáli). HÁLSMÁL: Hálsmálið er prjónað með litnum ljós kamel á hringprjóna nr 2,5 þannig: Prjónið upp 8 l yfir hægri kant að framan (innan við 1. kantlykkju), prjónið inn þær 96-100-108-116-124-132 l af þræði kringum hálsmál og prjónið upp 8 l yfir vinstri kant = 112-116-124-132-140-148 l. Prjónið 1 umf br frá röngu jafnframt sem aukið er út 20-20-16-16-12-12 l jafnt yfir = 132-136-140-148-152-160 l. Prjónið nú stroff (frá réttu) þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l br*, endurtakið frá *-* og endið með 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br. Þegar hálsmálið mælist 1 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati fyrir ofan hin í kanti að framan. Þegar hálsmálið mælist 3 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. VASI: Vasinn er prjónaður fram og til baka á 2 sokkaprjóna. Setjið til baka þær 29-29-31-31-33-33 l af þræði frá öðru framstykkinu á 1 sokkaprjón nr 3. Prjónið sléttprjón með litnum ljós kamel og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið 8-8-9-9-10-10 cm (passið að næsta umf sé prjónuð frá réttu), haldið áfram þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, 1-1-2-2-0-0 l slétt með litnum ljós kamel, síðan mynstur A-2 yfir næstu 25-25-25-25-31-31 l, 1-1-2-2-0-0 l slétt með litnum ljós kamel og síðan 1 l garðaprjón. Þegar mynstri A-2 er lokið, prjónið 2 umf slétt með ljós kamel –JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 3-3-5-5-3-3 l jafnt yfir = 32-32-36-36-36-36 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 2,5 og haldið áfram með stroff (frá réttu) þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 2 l sl og 1 l garðaprjón. Prjónið alls 6 umf stroff, fellið af frá réttu með sl yfir sl og br yfir br . Saumið vasann niður með fínu spori í l í garðaprjóni í annarri hliðinni. Prjónið annan vasa á sama hátt og saumið í hina hliðina. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir höndum. Saumið tölur í. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bergencardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 142-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.