Josie skrifaði:
Bonjour, je viens de passer ma commande, à la place de la LIMA, j'ai choisi Soft Tweed. J'ai calculé le métrage pour taille L et j'ai commandé 17 pelotes. Je suis inquiète quand à la réalisation de cette veste parcequ'il y a quand même 24 pages de questions ! Est-ce que je vais m'en sortir ? Si j'ai des difficultés je pourrai toujours regarder les réponses données. Merci
12.09.2022 - 23:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Josie, il semble d'après le convertisseur que vous avez bien calculé, pensez à bien conserver la même tension que l'échantillon indiqué, lisez attentivement les explications et n'hésitez pas à poser votre question ici si besoin. Le nombre de questions est bien souvent également lié au succès d'un modèle :) mais si vous avez besoin d'aide, n'hésitez pas. Bon tricot!
13.09.2022 - 09:41
Bob skrifaði:
Cap of sleeve instructions read ...then bind off at the beginning of every row each side 3 sts 1 time, 2 sts 2 times, and 1 st 1 time. So far I’m good- but It then.....? Then bind off 2 sts in each side until piece (50 cm). Does this mean both ends of every row, or beginning of every row. Please verify. Thank you.
30.05.2022 - 06:41DROPS Design svaraði:
Hi Bob, The final instructions are also for the beginning of every row. Happy knitting!
30.05.2022 - 06:53
Jel Meurs skrifaði:
Ik kom niet uit met de mouw kop vind de beschrijving niet helemaal duidelijk kunt u mij helpen Zo lees ik het: afkanten 2 x 3 st Dan 2 x 2 st ,4 x 2 st Kant Dan in elke 2 st aan elke kan ( elke keer 2 st ) tot het werk 59 cm is Klopt dit Met vrienlijke groet Jel Meurs
26.04.2022 - 21:52DROPS Design svaraði:
Dag Jel,
Klopt helemaal zoals je het beschrijft; je kant eerst 2 maal 3 steken af aan elke kant, dan 2 maal 2 steken en nog eens 4 keer 1 steek. Daarna blijf je steeds aan het begin van elke naald 2 steken afkanten tot het werk 59 cm meet. Dan kan je weer 2 keer 3 staken af aan elke kant en tot slot kant je de steken af.
04.05.2022 - 08:33
Katharina skrifaði:
Guten Tag Ich hätte eine Frage zur Vorderseite bezüglich verkürzter Reihen: Muss ich jeweils jede 3. (oder 2.) Reihe verkürzen oder nur einmal im Rapport? Besten Dank für eine Rückmeldung.
20.04.2022 - 06:07DROPS Design svaraði:
Liebe Katharina, die verkürzten Reihen stricken Sie jedesmal Sie die 3. (oder die 2. ) Reihe in jedem Diagram stricken (die 3. oder 2. von den 24 Reihen). Viel Spaß beim stricken!
20.04.2022 - 07:25
Marir skrifaði:
Hei, nok et spørsmål. Hvorfor strikkes det forkortet pinne på hver 2. pinne på venstre forstykke og hver 3. på høyre? Eller har jeg misforstått noe? Takk for hjelp!
29.01.2022 - 15:26DROPS Design svaraði:
Hej, du strikker forkortede pinde på samme måde, men starter på 2.p i mønsteret. God fornøjelse!
03.02.2022 - 14:21
Marie skrifaði:
Hei, hvis man strikker knappehull på venstre forstykke, skal det også gjøres på retten? eller på vrangsiden? Samme teknikk? Takk for svar!
18.01.2022 - 12:34DROPS Design svaraði:
Hei Marie. Det kan gjøres på samme pinne (fra retten), samme teknikk. mvh DROPS Design
18.01.2022 - 14:14
Will skrifaði:
Is it possible to alter this pattern to not have the cables? I love the shawl and shape, but would prefer it if the body was just in stockinette? If so, would the number of stitches be the same? Thank you!
09.11.2021 - 00:22DROPS Design svaraði:
Dear Will, please understand we cannot modify our patterns to each individual request, However, you can find a number of men's cardigans on our pages HERE, you might find something else you like. Happy Stitching.
09.11.2021 - 07:55
Kim skrifaði:
Hei, jeg sliter med å forstå hvordan man skal strikke opp maskene til sjalskragen. Lurer derfor på om dere kan forklare nærmere, og gjerne henvise meg til en leksjonsvideo som viser fremgangsmåten. På forhånd mange takk
27.10.2021 - 21:16DROPS Design svaraði:
Hej Kim. I denna video visar vi hur man plockar upp maskor längst sidan. Mvh DROPS Design
29.10.2021 - 10:13
Donna Durbridge skrifaði:
On the shawl it says increase in the middle of each of the 16 "P" sections. What are "P" sections? Thank you. Donna
21.10.2021 - 16:14DROPS Design svaraði:
Dear Donna P sections are the sections that are purled. Happy Stitching!
21.10.2021 - 23:28
Maria skrifaði:
Hallo, ich habe eine Frage zu den Ärmeln. Wie viel Maschen bleiben zu allerletzt zum abketten übrig? Größe XL? Ich glaub in der Anleitung fehlt die Zahl. Viele Grüße Maria Schlenkrich
04.09.2021 - 12:47DROPS Design svaraði:
Liebe Maria, diese Anzhal wird je nach Ihrer Maschenprobe in der Höhe unterschiedlich sein, dh hier sollen Sie 2 Mal 3 M., 2 Mal 2 M. und 3 Mal 1 M. Dann, weiter auf beiden Seiten je 2 M. abk. bis die Arbeit 60 cm misst (beachten Sie nur, daß Sie genausoviele Maschen beidseitig abgekettet haben), und schliesslich auf beiden Seiten 2 Mal 3 M abketten. Viel Spaß beim stricken!
06.09.2021 - 07:27
Rambling Man#ramblingmancardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Lima með kaðlamynstri og sjalkraga. Stærð S - XXXL.
DROPS Extra 0-850 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ATH! Allar kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjón. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4, mynsturteikning sýnir allar umf í 1. mynstureiningu séð frá réttu. STUTTAR UMFERÐIR: HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónaðar eru stuttar umferðir í 3. umf í hverri mynstureiningu á hæðina til loka þannig: Í 3. umf í mynstri (= rétta), prjónið 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan, snúið við og prjónið sl til baka. Prjónið síðan yfir allar l á prjóni eins og áður. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið nú 1 stutta umferð í 2. umf í hverri mynstureiningu á hæðina til loka þannig: Í 2. umf í mynstri (= ranga), prjónið 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan, snúið við og prjónið sl til baka. Prjónið síðan yfir allar l á prjóni eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir 5 hnappagötum frá réttu í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af 7. og 8. l frá miðju að framan og fitjið upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 14, 22, 30, 38 og 46 cm. STÆRÐ M: 15, 23, 31, 39 og 47 cm. STÆRÐ L: 16, 24, 32, 40 og 48 cm. STÆRÐ XL: 17, 25, 33, 41 og 49 cm. STÆRÐ XXL: 18, 26, 34, 42 og 50 cm. STÆRÐ XXXL: 19, 27, 35, 43 og 51 cm. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt. LEIÐBEININGAR: Þetta sýnishorn er með hnappagötum í hægra framstykki, ef óskað er eftir hefðbundnum hnappagötum fyrir herra þá er hægt að gera hnappagötin í vinstra framstykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 136-156-168-180-196-204 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) með Lima á hringprjóna nr 3,5. Prjónið stroff (1. umf = rétta) þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-*, endið með 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br – JAFNFRAMT er fækkað um 20-22-24-26-26-26 l jafnt yfir = 116-134-144-154-170-178 l. Skiptið nú yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 8-16-20-24-20-24 l A.4, prjónið A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.2 einu sinni í stærð XXL og XXXL, 26-28-30-32-34-34 l A.4, prjónið síðan A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.3 einu sinni í stærð XXL og XXXL, endið með 8-16-20-24-20-24 l A.4 og 1 kantlykkju í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm. Fellið síðan af fyrir handvegi í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 l 0-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 1 l 4-7-9-8-4-8 sinnum = 104-110-116-118-142-142 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið nú af miðju 20-22-24-26-28-28 l fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af 2 l í næstu umf frá hálsmáli = 40-42-44-44-55-55 l eftir fyrir öxl. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Fellið laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 83-91-95-99-111-115 l (meðtalin 1 kantlykkja í hlið) með Lima á hringprjóna nr 3,5. Prjónið stroff (1. umf = rétta) þannig: 26-26-26-26-30-30 l garðaprjón (= kantlykkja að framan), * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-*, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff og kantlykkju að framan þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br yfir allar l í stroffi – JAFNFRAMT er fækkað um 12-12-12-12-13-13 l jafnt yfir þessar l (ekki yfir kantlykkjur að framan)= 71-79-83-87-98-102 l. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan, prjónið A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.3 einu sinni í stærð XXL og XXXL, 8-16-20-24-20-24 l A.4 og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í næstu umf frá réttu (= 3. umf í mynstri) prjónið STUTTAR UMFERÐIR – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram með mynstur og kantlykkjur að framan – JAFNFRAMT er prjónuð 1 stutt umferð í 3. umf í hverri mynstureiningu á hæðina til loka. Þegar stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 cm, byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan! Haldið áfram þar til stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm. Fellið síðan af í byrjun á næstu umf frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 25-25-25-25-29-29 l, setjið 1 prjónamerki (það sýnir hvar á að byrja að prjóna upp kragann), prjónið út umf. Fellið síðan af fyrir handveg í hverri umf frá röngu þannig: 3 l 0-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 1 l 4-7-9-8-4-8 sinnum = 40-42-44-44-55-55 l eftir fyrir öxl. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið stroff eins og á hægra framstykki – nema gagnstætt (þ.e.a.s. * 2 l br, 2 l br *, endurtakið frá *-*), með 26-26-26-26-30-30 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið áfram þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br yfir allar l í stroffi – JAFNFRAMT er fækkað um 12-12-12-12-13-13 l jafnt yfir þessar l (ekki yfir kantlykkju að framan)= 71-79-83-87-98-102 l. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 8-16-20-24-20-24 l A.4, prjónið A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.2 einu sinni í stærð XXL og XXXL, 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Í næstu umf frá röngu (= 2. umf í mynstri) eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram að prjóna á sama hátt og á hægra framstykki, nema án hnappagata. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 74-78-82-86-90-90 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3,5 með Lima. Prjónið stroff (1. umf = rétta) þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram svona þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br – JAFNFRAMT er fækkað um 12-14-16-18-18-18 l jafnt yfir = 62-64-66-68-72-72 l. Skiptið síðan yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 12-13-14-15-17-17 l A.4, prjónið A.1 einu sinni, 12-13-14-15-17-17 l A.4, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING að ofan. ATH: Útauknu l eru prjónaðar jafnóðum inn í A.4. Endurtakið útaukningu með 3½-3-2½-2½-2½-2½ cm millibili alls 14-15-16-17-16-17 sinnum = 90-94-98-102-104-106 l. Haldið áfram þar til stykkið mælist 54-53-51-50-48-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla) fellið af í byrjun á hverri umf í hvorri hlið: 3 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 1-1-2-2-2-2 sinnum og 1 l 2-2-3-3-4-4 sinnum. Fellið síðan af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 61-61-60-60-59-59 cm, fellið síðan af 3 l 2 sinnum í hvorri hlið. Fellið laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br, stykkið mælist ca 62-62-61-61-60-60 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma og saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í vinstra framstykki, ca 2½ cm frá síðustu sl l í mynstri. SJALKRAGI: Prjónið upp l frá réttu innan við 1 kantlykkju á hringprjóna nr 3,5 – byrjið fyrir miðju að framan við prjónamerki á hægra framstykki þannig: Prjónið upp ca 60-70 l upp að öxl, síðan 30-40 l meðfram hnakka og 60-70 l niður meðfram vinstra framstykki að prjónamerki = 150-180 l. Prjónið 1 umf sl frá röngu JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður út til 144-148-156-164-172-180 l. Prjónið síðan stroff í næstu umf frá réttu þannig: 1 l garðaprjón, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 2 l sl og 1 l garðaprjón. Haldið svona áfram þar til kraginn mælist ca 5-5-5-6-6-6 cm. Aukið út um 1 l í hverja af miðju 14-14-14-16-16-16 br mynstureininga séð frá réttu (= að aftan við hnakka) = 158-162-170-180-188-196 l. Haldið áfram þar til kraginn mælist ca 12-12-12-12-14-14 cm, fellið síðan laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br. Saumið kragann niður í hvora hlið við kant að framan frá röngu (svo að saumurinn sjáist ekki frá réttu) – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ramblingmancardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-850
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.