Gun Jadbäck skrifaði:
Räknas tex hela A2 som en mönsterrapport? Ska där stickas ett förkortat varv 8 ggr eller 1 gång?
12.06.2013 - 21:39Lena svaraði:
En gång så klart! Läs "Förkortat varv"
17.06.2013 - 20:31
Ineke skrifaði:
Vraag over kraag. Ik moet toch alleen de uiteinden vd kraag vastzetten aan de voorbies? Of moet de kraag op de rug ook worden vastgenaaid? Zie allerlaatste regel vd werkbeschrijving.
08.06.2013 - 19:22DROPS Design svaraði:
Je zet de kraag ook vast aan de rand van het achterpand: Zet de kraag vast aan de onderkant aan elke kant richting de voorbies aan de verkeerde kant (zorg dat de naad niet zichtbaar is aan de goede kant) – naai met de zijkanten tegen elkaar om een dikke naad te voorkomen.
10.06.2013 - 13:05
Ineke skrifaði:
Mouw:Na mindering voor maat L- 1x3,2x2,3x1 staat er: kant 2 st af aan elke kant tot het werk 60 cm is. Is dit dan 1 keer 2 steken of elke naald 2 st minderen tot 60 cm lengte?
02.06.2013 - 17:16DROPS Design svaraði:
Hoi Ineke. Je moet 2 st afkanten aan elke kant van het werk tot 60 cm lengte.
04.06.2013 - 15:56
Diana skrifaði:
Hallo! Ich hätte eine Frage zu den Verkürzten Reihen beim Vorderteil. Diese sollen ja in jeder 3. Reihe des Musterrapports wiederholt werden. Welches Muster ist denn damit gemeint, A.1 oder A.4? Vielen Dank schon mal!
19.05.2013 - 16:07DROPS Design svaraði:
Liebe Diana, die verkürzten R werden am Kragen (Vorderteil) gestrickt. Dort wählen Sie je nach Grösse zwischen A.1 und A.2/A.3 – aber beide Diagramme sind 24 R hoch, es kommt also bezüglich der verkürzten R nicht darauf an.
21.05.2013 - 08:49
Chambo skrifaði:
Les boutonnieres sont a gauche les explications du col ne sont pas tres net Tres beau modele merçi
11.05.2013 - 16:19
Ineke skrifaði:
Vraag over verkorte toeren voorpanden. Is het iedere 2 of 3 naald van het patroon of alleen 1x de 2 of 3e naald per patroon en herhaling van patroon?
05.05.2013 - 17:33DROPS Design svaraði:
Er staat letterlijk in het patroon: RECHTER VOORPAND: Brei 1 keer verkorte toeren elke derde nld in elke patroonherhaling in de hoogte ... en LINKER VOORPAND: Brei 1 keer verkorte toeren elke tweede nld in elke patroonherhaling in de hoogte. Dwz, je breit de beschrijving voor verkorte toeren in de 3e nld (= RECHTER voorpand) van het patroon en herhaalt als je weer bij de 3e nld staat. En zo voort.
06.05.2013 - 15:26
Ineke skrifaði:
Voorpand. Na 5 cm boordst is de lengte van het gebreide in rib.steek al 1 cm korter dan het gebreide in boordsteek. Ik heb daarom op de rib.steken 4 verkorte toeren extra gebreid. Klopt het patroon dan niet? Mijn proeflapje kwam precies overeen met het voorbeeld.
05.05.2013 - 11:29DROPS Design svaraði:
Is de ribsteeek een kantsteek? Ik zou dan de kantsteek wat losser breien om te voorkomen dat de rand te strak wordt.
06.05.2013 - 15:32
Reverberi skrifaði:
Attention !! vous présentez un modèle "homme" avec les explications boutonnières côté " femme" !! Est-ce volontaire ? Cordialement
14.04.2013 - 22:37
Ineke skrifaði:
Hallo Rita, Bedankt voor je uitleg,ik zal dit vest zeker gaan breien. Zelf denk ik aan de kwaliteit Karisma,omdat dit garen in de wasmachine kan. Met die handwas zit je met zo'n zwaar nat "schaap" :-)
13.04.2013 - 17:55
Rita skrifaði:
Dag Ineke, deze rij verkorte toer tel je niet mee als toer,deze toer dient enkel omdat de boord niet tegen zou trekken omdat hij in ribbels gebreid is en je dus meer toeren nodig hebt. Heb dit vest ook gebreid maar met 2 rijen knopen i.p.v. 1 dit valt mooier omdat de wol tamelijk zwaar is, het einresultaat is prachtig,valt zeer mooi.
13.04.2013 - 16:46
Rambling Man#ramblingmancardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Lima með kaðlamynstri og sjalkraga. Stærð S - XXXL.
DROPS Extra 0-850 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ATH! Allar kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjón. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4, mynsturteikning sýnir allar umf í 1. mynstureiningu séð frá réttu. STUTTAR UMFERÐIR: HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónaðar eru stuttar umferðir í 3. umf í hverri mynstureiningu á hæðina til loka þannig: Í 3. umf í mynstri (= rétta), prjónið 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan, snúið við og prjónið sl til baka. Prjónið síðan yfir allar l á prjóni eins og áður. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið nú 1 stutta umferð í 2. umf í hverri mynstureiningu á hæðina til loka þannig: Í 2. umf í mynstri (= ranga), prjónið 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan, snúið við og prjónið sl til baka. Prjónið síðan yfir allar l á prjóni eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir 5 hnappagötum frá réttu í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af 7. og 8. l frá miðju að framan og fitjið upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 14, 22, 30, 38 og 46 cm. STÆRÐ M: 15, 23, 31, 39 og 47 cm. STÆRÐ L: 16, 24, 32, 40 og 48 cm. STÆRÐ XL: 17, 25, 33, 41 og 49 cm. STÆRÐ XXL: 18, 26, 34, 42 og 50 cm. STÆRÐ XXXL: 19, 27, 35, 43 og 51 cm. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt. LEIÐBEININGAR: Þetta sýnishorn er með hnappagötum í hægra framstykki, ef óskað er eftir hefðbundnum hnappagötum fyrir herra þá er hægt að gera hnappagötin í vinstra framstykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 136-156-168-180-196-204 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) með Lima á hringprjóna nr 3,5. Prjónið stroff (1. umf = rétta) þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-*, endið með 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br – JAFNFRAMT er fækkað um 20-22-24-26-26-26 l jafnt yfir = 116-134-144-154-170-178 l. Skiptið nú yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 8-16-20-24-20-24 l A.4, prjónið A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.2 einu sinni í stærð XXL og XXXL, 26-28-30-32-34-34 l A.4, prjónið síðan A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.3 einu sinni í stærð XXL og XXXL, endið með 8-16-20-24-20-24 l A.4 og 1 kantlykkju í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm. Fellið síðan af fyrir handvegi í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 l 0-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 1 l 4-7-9-8-4-8 sinnum = 104-110-116-118-142-142 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið nú af miðju 20-22-24-26-28-28 l fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af 2 l í næstu umf frá hálsmáli = 40-42-44-44-55-55 l eftir fyrir öxl. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Fellið laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 83-91-95-99-111-115 l (meðtalin 1 kantlykkja í hlið) með Lima á hringprjóna nr 3,5. Prjónið stroff (1. umf = rétta) þannig: 26-26-26-26-30-30 l garðaprjón (= kantlykkja að framan), * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-*, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff og kantlykkju að framan þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br yfir allar l í stroffi – JAFNFRAMT er fækkað um 12-12-12-12-13-13 l jafnt yfir þessar l (ekki yfir kantlykkjur að framan)= 71-79-83-87-98-102 l. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan, prjónið A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.3 einu sinni í stærð XXL og XXXL, 8-16-20-24-20-24 l A.4 og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í næstu umf frá réttu (= 3. umf í mynstri) prjónið STUTTAR UMFERÐIR – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram með mynstur og kantlykkjur að framan – JAFNFRAMT er prjónuð 1 stutt umferð í 3. umf í hverri mynstureiningu á hæðina til loka. Þegar stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 cm, byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan! Haldið áfram þar til stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm. Fellið síðan af í byrjun á næstu umf frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 25-25-25-25-29-29 l, setjið 1 prjónamerki (það sýnir hvar á að byrja að prjóna upp kragann), prjónið út umf. Fellið síðan af fyrir handveg í hverri umf frá röngu þannig: 3 l 0-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 1 l 4-7-9-8-4-8 sinnum = 40-42-44-44-55-55 l eftir fyrir öxl. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið stroff eins og á hægra framstykki – nema gagnstætt (þ.e.a.s. * 2 l br, 2 l br *, endurtakið frá *-*), með 26-26-26-26-30-30 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið áfram þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br yfir allar l í stroffi – JAFNFRAMT er fækkað um 12-12-12-12-13-13 l jafnt yfir þessar l (ekki yfir kantlykkju að framan)= 71-79-83-87-98-102 l. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 8-16-20-24-20-24 l A.4, prjónið A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.2 einu sinni í stærð XXL og XXXL, 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Í næstu umf frá röngu (= 2. umf í mynstri) eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram að prjóna á sama hátt og á hægra framstykki, nema án hnappagata. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 74-78-82-86-90-90 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3,5 með Lima. Prjónið stroff (1. umf = rétta) þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram svona þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br – JAFNFRAMT er fækkað um 12-14-16-18-18-18 l jafnt yfir = 62-64-66-68-72-72 l. Skiptið síðan yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 12-13-14-15-17-17 l A.4, prjónið A.1 einu sinni, 12-13-14-15-17-17 l A.4, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING að ofan. ATH: Útauknu l eru prjónaðar jafnóðum inn í A.4. Endurtakið útaukningu með 3½-3-2½-2½-2½-2½ cm millibili alls 14-15-16-17-16-17 sinnum = 90-94-98-102-104-106 l. Haldið áfram þar til stykkið mælist 54-53-51-50-48-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla) fellið af í byrjun á hverri umf í hvorri hlið: 3 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 1-1-2-2-2-2 sinnum og 1 l 2-2-3-3-4-4 sinnum. Fellið síðan af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 61-61-60-60-59-59 cm, fellið síðan af 3 l 2 sinnum í hvorri hlið. Fellið laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br, stykkið mælist ca 62-62-61-61-60-60 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma og saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í vinstra framstykki, ca 2½ cm frá síðustu sl l í mynstri. SJALKRAGI: Prjónið upp l frá réttu innan við 1 kantlykkju á hringprjóna nr 3,5 – byrjið fyrir miðju að framan við prjónamerki á hægra framstykki þannig: Prjónið upp ca 60-70 l upp að öxl, síðan 30-40 l meðfram hnakka og 60-70 l niður meðfram vinstra framstykki að prjónamerki = 150-180 l. Prjónið 1 umf sl frá röngu JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður út til 144-148-156-164-172-180 l. Prjónið síðan stroff í næstu umf frá réttu þannig: 1 l garðaprjón, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 2 l sl og 1 l garðaprjón. Haldið svona áfram þar til kraginn mælist ca 5-5-5-6-6-6 cm. Aukið út um 1 l í hverja af miðju 14-14-14-16-16-16 br mynstureininga séð frá réttu (= að aftan við hnakka) = 158-162-170-180-188-196 l. Haldið áfram þar til kraginn mælist ca 12-12-12-12-14-14 cm, fellið síðan laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br. Saumið kragann niður í hvora hlið við kant að framan frá röngu (svo að saumurinn sjáist ekki frá réttu) – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ramblingmancardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-850
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.