Nelda Girardi skrifaði:
Vorrei sapere se possibile utilizzare il cotone per il modello li-014 e se si quale mi consigliate Grazie
13.04.2025 - 22:02DROPS Design svaraði:
Buonasera Nelda, può provare con Muskat o Cotton Light o anche Belle o Cotton Merino. Buon lavoro!
16.04.2025 - 22:50
Reina skrifaði:
I am making L size and starting with back piece. I just finished ribbing part and instruction said need to decrease evenly. Since I have 168 sts and need to decrease 24 it seems like I need to decrease every 7 sts. However, since I am beginner, I only know k2tog or p2tog. Should I knit p and k together to decrease? Or even though it’s not perfectly distributed, should I do k2tog and p2tog to decrease?
04.03.2025 - 02:41DROPS Design svaraði:
Hi Reina, On the last row from the wrong side you purl all stitches (apart from the edge stitches in garter stitch). So, yes, you decrease as you say every 7th stitch by purling 2 together. Happy knitting!
04.03.2025 - 06:35
Roseline skrifaði:
Bonjour, Merci pour votre réponse. Je tricote bien les rangs raccourcis à chaque 3ème rang du motif, mais malgré cela, la différence est présente. Peut-être est-ce lié à la tension de mon fil.. Merci pour vos explications.
27.01.2025 - 13:54
Roseline skrifaði:
Bonjour à vous, Le patron indique qu'il faut commencer la boutonnière à 16cm. Or le bord au point mousse est plus resserré que le motif fantaisie. Je me demande s'il faut donc mesurer 16cm dans le point mousse où s'il faut ouvrir la boutonnière lorsque le motif fait 16cm ? Merci pour votre réponse.
26.01.2025 - 13:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Roseline, n'oubliez pas de tricoter les rangs raccourcis pour compenser la différence de hauteur point mousse/point fantaisie - mesurez le long de la bordure devant (à la transition entre le point mousse et le point fantaisie). Bon tricot!
27.01.2025 - 09:36
Yoann skrifaði:
Bonjour ! J'ai terminé de tricoter le dos en taille L, mais je crois que la personne pour qui je réalise ce modèle serait davantage à l'aise avec une taille XL pour les deux morceaux devant. J'ai souvent trioté des modèles de Drops mais n'ai jamais modifé ces derniers. Est-ce possible ou cela nécessite-il de nombreuses modifications ? Je vous remercie d'avance.
21.01.2025 - 18:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Yoann, il y a effectivement une différence entre ces 2 tailles, vous pouvez consulter les explications pour comparer et voir ces différences, il peut être plus simple de le recommencer dans la bonne taille (attention la quantité de laine nécessaire sera aussi différente) pour avoir les bonnes dimensions sans avoir à tout recalculer pour ajuster. Bon tricot!
22.01.2025 - 08:57
Isabel Cesena skrifaði:
Hola buen día. Este patrón tiene holgura, como de cuantos centímetros sería? Mi pregunta va encaminada a elegir la talla adecuada pero que no quede justa o muy grande. Gracias. Saludos desde México.
22.07.2024 - 22:20DROPS Design svaraði:
Hola Isabel, puedes ver las medidas de la prenda en el esquema de medidas, en cm, para cada talla. Según las medidas deseadas puedes ver si el tamaño de la prenda sería muy ceñido o más suelto una talla más o menos de la habitual. Aquí tienes una lección sobre cómo interpretar este esquema: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=24&cid=23.
27.07.2024 - 19:44
Marie skrifaði:
Jeg synes ribkanten i xl på ærmet bliver meget stor i omkreds. Er det meningen ? Bedste hilsner Marie
04.05.2024 - 00:38DROPS Design svaraði:
Hei Marie. Maskeantallet er riktig, men du kan fint justere maskeantallet om du ønsker en smalere vrangbord. Bare husk å ha riktig maskeantall når du skal fortsette etter vrangborden. mvh DROPS Design
06.05.2024 - 10:34
Gail Guenther skrifaði:
Working on the Shawl Collar, the directions say to inc 1 st in each of the middle 14 P-sections seen from RS. What does this mean? What is the P-section? Thanks for your help!
03.05.2024 - 22:27DROPS Design svaraði:
Dear Gail, a P section is those sections you knit with purl stitches. In a K2, P2 ribbing the 2 purl stitches are the purl sections. From these the middle 14 should be increased. Happy Knitting!
03.05.2024 - 23:02
Yveline Baudouin skrifaði:
Bonjour, J'aimerais connaître le diamètre des boutons nécessaires pour le modèle Rambling Man. Ceux indiqués, les numéros 542, n'apparaissent pas sur le site et je ne peux ainsi pas connaître le diamètre des boutons qui pourront être choisis à la place ! Merci pour votre aide :) Yveline Baudouin
31.03.2024 - 22:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Baudoin, les boutons réf. 542 faisaient 20 mm de diamètre. Bon tricot!
02.04.2024 - 14:52
Nina Tuomisto skrifaði:
I want to knit this in size XXL, but I can not find diagram A4. What is the difference? How shal I do?
19.03.2024 - 05:42DROPS Design svaraði:
Hi Nina, Diagram A.4 is a small diagram, to the right of the size chart at the bottom of the pattern. Happy knitting!
19.03.2024 - 06:37
Rambling Man#ramblingmancardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Lima með kaðlamynstri og sjalkraga. Stærð S - XXXL.
DROPS Extra 0-850 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ATH! Allar kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjón. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4, mynsturteikning sýnir allar umf í 1. mynstureiningu séð frá réttu. STUTTAR UMFERÐIR: HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónaðar eru stuttar umferðir í 3. umf í hverri mynstureiningu á hæðina til loka þannig: Í 3. umf í mynstri (= rétta), prjónið 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan, snúið við og prjónið sl til baka. Prjónið síðan yfir allar l á prjóni eins og áður. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið nú 1 stutta umferð í 2. umf í hverri mynstureiningu á hæðina til loka þannig: Í 2. umf í mynstri (= ranga), prjónið 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan, snúið við og prjónið sl til baka. Prjónið síðan yfir allar l á prjóni eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir 5 hnappagötum frá réttu í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af 7. og 8. l frá miðju að framan og fitjið upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 14, 22, 30, 38 og 46 cm. STÆRÐ M: 15, 23, 31, 39 og 47 cm. STÆRÐ L: 16, 24, 32, 40 og 48 cm. STÆRÐ XL: 17, 25, 33, 41 og 49 cm. STÆRÐ XXL: 18, 26, 34, 42 og 50 cm. STÆRÐ XXXL: 19, 27, 35, 43 og 51 cm. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt. LEIÐBEININGAR: Þetta sýnishorn er með hnappagötum í hægra framstykki, ef óskað er eftir hefðbundnum hnappagötum fyrir herra þá er hægt að gera hnappagötin í vinstra framstykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 136-156-168-180-196-204 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) með Lima á hringprjóna nr 3,5. Prjónið stroff (1. umf = rétta) þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-*, endið með 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br – JAFNFRAMT er fækkað um 20-22-24-26-26-26 l jafnt yfir = 116-134-144-154-170-178 l. Skiptið nú yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 8-16-20-24-20-24 l A.4, prjónið A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.2 einu sinni í stærð XXL og XXXL, 26-28-30-32-34-34 l A.4, prjónið síðan A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.3 einu sinni í stærð XXL og XXXL, endið með 8-16-20-24-20-24 l A.4 og 1 kantlykkju í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm. Fellið síðan af fyrir handvegi í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 l 0-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 1 l 4-7-9-8-4-8 sinnum = 104-110-116-118-142-142 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið nú af miðju 20-22-24-26-28-28 l fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af 2 l í næstu umf frá hálsmáli = 40-42-44-44-55-55 l eftir fyrir öxl. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Fellið laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 83-91-95-99-111-115 l (meðtalin 1 kantlykkja í hlið) með Lima á hringprjóna nr 3,5. Prjónið stroff (1. umf = rétta) þannig: 26-26-26-26-30-30 l garðaprjón (= kantlykkja að framan), * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-*, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff og kantlykkju að framan þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br yfir allar l í stroffi – JAFNFRAMT er fækkað um 12-12-12-12-13-13 l jafnt yfir þessar l (ekki yfir kantlykkjur að framan)= 71-79-83-87-98-102 l. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan, prjónið A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.3 einu sinni í stærð XXL og XXXL, 8-16-20-24-20-24 l A.4 og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í næstu umf frá réttu (= 3. umf í mynstri) prjónið STUTTAR UMFERÐIR – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram með mynstur og kantlykkjur að framan – JAFNFRAMT er prjónuð 1 stutt umferð í 3. umf í hverri mynstureiningu á hæðina til loka. Þegar stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 cm, byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan! Haldið áfram þar til stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm. Fellið síðan af í byrjun á næstu umf frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 25-25-25-25-29-29 l, setjið 1 prjónamerki (það sýnir hvar á að byrja að prjóna upp kragann), prjónið út umf. Fellið síðan af fyrir handveg í hverri umf frá röngu þannig: 3 l 0-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 1 l 4-7-9-8-4-8 sinnum = 40-42-44-44-55-55 l eftir fyrir öxl. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið stroff eins og á hægra framstykki – nema gagnstætt (þ.e.a.s. * 2 l br, 2 l br *, endurtakið frá *-*), með 26-26-26-26-30-30 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið áfram þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br yfir allar l í stroffi – JAFNFRAMT er fækkað um 12-12-12-12-13-13 l jafnt yfir þessar l (ekki yfir kantlykkju að framan)= 71-79-83-87-98-102 l. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 8-16-20-24-20-24 l A.4, prjónið A.1 einu sinni í stærð S - XL, prjónið A.2 einu sinni í stærð XXL og XXXL, 26-26-26-26-30-30 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Í næstu umf frá röngu (= 2. umf í mynstri) eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram að prjóna á sama hátt og á hægra framstykki, nema án hnappagata. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 74-78-82-86-90-90 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3,5 með Lima. Prjónið stroff (1. umf = rétta) þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram svona þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað br – JAFNFRAMT er fækkað um 12-14-16-18-18-18 l jafnt yfir = 62-64-66-68-72-72 l. Skiptið síðan yfir á prjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 12-13-14-15-17-17 l A.4, prjónið A.1 einu sinni, 12-13-14-15-17-17 l A.4, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING að ofan. ATH: Útauknu l eru prjónaðar jafnóðum inn í A.4. Endurtakið útaukningu með 3½-3-2½-2½-2½-2½ cm millibili alls 14-15-16-17-16-17 sinnum = 90-94-98-102-104-106 l. Haldið áfram þar til stykkið mælist 54-53-51-50-48-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla) fellið af í byrjun á hverri umf í hvorri hlið: 3 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 1-1-2-2-2-2 sinnum og 1 l 2-2-3-3-4-4 sinnum. Fellið síðan af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 61-61-60-60-59-59 cm, fellið síðan af 3 l 2 sinnum í hvorri hlið. Fellið laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br, stykkið mælist ca 62-62-61-61-60-60 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma og saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í vinstra framstykki, ca 2½ cm frá síðustu sl l í mynstri. SJALKRAGI: Prjónið upp l frá réttu innan við 1 kantlykkju á hringprjóna nr 3,5 – byrjið fyrir miðju að framan við prjónamerki á hægra framstykki þannig: Prjónið upp ca 60-70 l upp að öxl, síðan 30-40 l meðfram hnakka og 60-70 l niður meðfram vinstra framstykki að prjónamerki = 150-180 l. Prjónið 1 umf sl frá röngu JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður út til 144-148-156-164-172-180 l. Prjónið síðan stroff í næstu umf frá réttu þannig: 1 l garðaprjón, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 2 l sl og 1 l garðaprjón. Haldið svona áfram þar til kraginn mælist ca 5-5-5-6-6-6 cm. Aukið út um 1 l í hverja af miðju 14-14-14-16-16-16 br mynstureininga séð frá réttu (= að aftan við hnakka) = 158-162-170-180-188-196 l. Haldið áfram þar til kraginn mælist ca 12-12-12-12-14-14 cm, fellið síðan laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br. Saumið kragann niður í hvora hlið við kant að framan frá röngu (svo að saumurinn sjáist ekki frá réttu) – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ramblingmancardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-850
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.