Maria Berggren skrifaði:
Jag ska avmaska för ärmkullen och då står det avmaska 3 maskor 1 gång, 2 maskor 3 gånger och 1 maska 2 gånger. Är det totalt eller ska man maska av så på båda sidor, senare i mönstret står det tydligt till sist 3 maskor 1 gång på varje sida.
04.04.2025 - 11:43DROPS Design svaraði:
Hej Maria, du maskar av till ärmkullen på båda sidorna, det gör du i början på varje varv, først 3 i varje sida :)
08.04.2025 - 14:21
Ms Lynn McGurk skrifaði:
I don't understand the row where it says to p3tog, k3tog, p3tog without slipping stitches off needle until the end of the 9 stitches. It isn't possible to do this, plus this reduces the number of stitches on the row by 18 stitches. Help!!
16.03.2025 - 22:50DROPS Design svaraði:
Dear Ms Lynn, you work all of these over the same 3 stitches to form a knot. First purl the 3 stitches together, but don't slip the stitches to the right needle. Pass the thread back. You have 1 new stitch in the right needle and the 3 stitches still in the left needle. Knit these same stitches together, all 3 of them, without slipping the stitches (= 2 new stitches in the right needle and the old 3 in the left needle). Now pass the thread forward and purl the 3 stitches together and slip them off the left needle. Now you have decreased these 3 stitches, but you have also obtained 3 new stitches in the right needle, so the number of stitches remains the same. Happy knitting!
16.03.2025 - 23:40
Marion Hildebrand skrifaði:
I need some help understanding the sleeve cap portion of the pattern: Then bind off for sleeve cap every other row: 3 sts 1 time, 2 sts 3-3-4-4-4 times and 1 st 3-3-2-5-7 times 3 sts 1 time - is this just on 1 side, or once on each side - (3 sts or 6sts) Same question for the rest. Since I’m working back on the forth please explain every other row. How many sts should be left for the final bind off? Thank you for your help.
05.12.2024 - 02:56DROPS Design svaraði:
Hi Marion, Yes, you bind of equally on both sides of the sleeve cap (so bind off at the beginning of each row), first 3 stitches on each side (a total of 6 stitches bound off), then 2 stitches the correct number of times, again equally on both sides, then 1 stitch the correct number of times on each side. As you don't say which size you are working, it is difficult to say how many stitches you will have left after all the bind offs. Happy knitting!
05.12.2024 - 12:58
Marianne Madsen skrifaði:
Hej Forstår ikke hvordan jeg strikkermønster M2. Den linie med at strikke 3 sammen og så have 9 masker ovenover. For mig giver det ingen mening. Har spurgt andre de forstår det heller ikke. Mvh Marianne
24.07.2024 - 11:04DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, Klik på Videoer øverst i opskriften, så finder du en video som viser nøjagtig hvordan man gør :)
01.08.2024 - 09:14
Ursula Böhme skrifaði:
Ich stricke gerade den Drops Pulli 77-19. Mir ist das Diagramm nicht ganz klar. Wird bei M2 bei der Rückreihe die Maschen so gestrickt wie sie erscheinen oder wie im Muster angezeigt,also dann über 24 Reihen?
03.07.2024 - 20:21DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Böhme, alle Reihen werden im Diagram gezeichnet, so M.2 besteht aus 12 Reihen insgesamt. Die Maschen stricken Sie wie unter Beschreibung vom Symbolen (auf der Rückseite = bei den Rückreihen) erklärt. Viel Spaß beim Stricken!
04.07.2024 - 08:25
Marita Åsenfors skrifaði:
Förstår inte 3 aviga, 3 räta och 3 aviga tillsammans utan att släppa av maskorna från vänster sticka? Även på diagram M2 ser det inte ut att bli mindre med maskor? Hur göra?\r\nMvh Marita
27.05.2024 - 01:41
Susanne Holmgren skrifaði:
Hur maskar man av för ärmkullen
09.05.2024 - 10:52DROPS Design svaraði:
Hei Susanne. Det kommer an på hvilken str. du strikker og om du strikker kort eller lang erm. Begge forklaringer står under: Kort ärm: eller Lång ärm. - Se på de 3 siste linjene der det står: Sedan avm för ärmkulle på vartannat v:.... mvh DROPS Design
13.05.2024 - 10:49
Rosemary Haynes skrifaði:
I do not understand the top two pattern lines of M2. Does the line of 3 V's mean I reduce 9 sts to 3? And what then happens on the next line with 2 V's? Help please.
05.05.2024 - 10:50DROPS Design svaraði:
Dear Rosemary, one V is knitted over 3 stitch, where you K3TOG, P3TOG and K3TOG the SAME 3 stitches for EACH V sign, only letting of teh stitches from the needle after the third time. In the next RS row, you only doing this twice (instead of three times). Happy Crafting!
05.05.2024 - 15:34
Charlotte skrifaði:
Jeg kan simpelthen ikke få mit hoved omkring beskrivelsen i mønstret: "Når arb måler 12 cm tages der 1 m ud på hver side af m med mærketråden på hver 5. cm totalt 4 gange - de udtagede m strikkes ind i mønsteret løbende = 192-208-224-240-272 m."? Lige meget hvordan jeg tager masker ud, kan jeg ikke få maskerne til at følge mønstret, så det fortsætter med 3 ret, 1 vrang, 3 ret...??
27.04.2024 - 16:26DROPS Design svaraði:
Hei Charlotte. Når du øker masker i siden vil ikke mønstret stemme 100% med 3 rett-1 vrang-3 rett. Du må tilpasse de nye maskene inntil du har nok masker til at de passer inn i mønstret. Så noen ganger vil du ha 3 rett-1 vrang - 4 rett osv. (de nye maskene strikkes fortløpende inn i mønstret). mvh DROPS Design
29.04.2024 - 10:19
Susanne Marie Salskov Kjærgaard skrifaði:
Denne model strikkes på rundpind, ikke? Hvordan fremkommer der så en vrangside? symbols = ret fra retsiden, vrang fra vrangen symbols = vrang fra retsiden, ret fra vrangen
22.03.2024 - 10:11DROPS Design svaraði:
Hej Susanne, når du kommer op til bærestykket, bliver du nødt til at strikke frem og tilbage på pinden :)
03.04.2024 - 12:18
Blue Summer |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með gatamynstri að framan, með stuttum eða löngum ermum úr DROPS Safran. Stærð S-XXL.
DROPS 77-19 |
|||||||||||||||||||
STROFF: * 1 l sl, 1 l br *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið lykkjum innan við 5 l sem prjónaðar eru frá kanti þannig (séð frá réttu): 1 l garðaprjón, 1 l sl, 1 l br, 1 l sl og 1 l br. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 5 l þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum á undan 5 l þannig: 2 l slétt saman. ---------------------------------------------------------- PEYSA: FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 176-192-208-224-256 l á hringprjóna nr 2,5 með Safran og prjónið 5 umf STROFF – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5 og haldið áfram með M.1 – ATH: Passið uppá að perluprjóns lykkjur í mynstri komi yfir brugðnu lykkjurnar í stroffi. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið (= mitt í 3 lykkjur slétt) það eiga að vera 87-95-103-111-127 l á milli prjónamerkja. Þegar stykkið mælist 12 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við lykkju með prjónamerki í 5. hverjum cm alls 4 sinnum – útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur = 192-208-224-240-272 l. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! MYNSTUR: Þegar stykkið mælist 31-32-34-36-37 cm er prjónað M.2 yfir miðju 47 l á framstykki (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Eftir M.2 er haldið áfram með M.1 aftur yfir allar l. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37 cm eru felldar af 7-9-9-11-11 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 3-4-4-5-5 l í hvorri hlið við l með prjónamerki). Hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. FRAMSTYKKI: = 89-95-103-109-125 l. Haldið áfram með mynstur – JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umf: 3 l 0-0-0-1-2 sinnum, 2 l 1-2-2-2-4 sinnum og 1 l 2-3-3-3-4 sinnum = 81-81-89-89-89 l. Þegar stykkið mælist 40-41-42-44-45 cm prjónið 5 umf með stroff yfir miðju 29-29-37-37-37 l – byrjið með 1 l br (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Fellið síðan af miðju 19-19-27-27-27 l fyrir hálsi – fellið af með sl yfir sl og br yfir br. Haldið áfram að fella af 1 l við háls: Fyrst í annarri hverri umf 4 sinnum og síðan í 4. hverri umf 4 sinnum – sjá ÚRTAKA = 23 l eftir á hvorri öxl. Haldið áfram með 5 síðustu l með 1 l garðaprjón, 1 l sl, 1 l br, 1 l sl og 1 l br. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60 cm. BAKSTYKKI: = 89-95-103-109-125 l. Fellið af fyrir handveg eins og á framstykki = 81-81-89-89-89 l. Þegar stykkið mælist 49-51-53-55-57 cm prjónið 5 umf með stroffi yfir miðju 45-45-53-53-53 l – byrjið með 1 l br (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Fellið síðan af miðju 35-35-43-43-43 l fyrir hálsmáli – fellið af aðeins fast með sl yfir sl og br yfir br = 23 l eftir á öxl. Prjónið þessar áfram eins og framstykki og fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60 cm. STUTTAR ERMAR: Fitið upp 60-64-68-72-80 l á sokkaprjóna nr 2,5 með Safran og prjónið 5 umf STROFF – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og haldið áfram með M.1 til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 5 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi alls 8-8-10-10-8 sinnum í: stærð S, M og XXL: til skiptis í 3. og 4. hverri umf. Stærð L og XL: til skiptis í annarri hverri og 3. hverri umf = 76-80-88-92-96 l – útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar stykkið mælist 15 cm eru felldar af 6 l mitt undir ermi og prjónað er til loka fram og til baka. Fellið síðan af fyrir ermakúpu í annarri hverri umf: 3 l 1 sinni, 2 l 3-3-4-4-4 sinnum og 1 l 3-3-2-5-7 sinnum, síðan eru felldar af 2 l þar til stykkið mælist 22-23-23-25-26 cm, að lokum eru felldar af 3 l 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær l sem eftir eru, stykkið mælist ca 23-24-24-26-27 cm. LANGAR ERMAR: Fitið upp 48-52-52-56-56 l á sokkaprjóna nr 2,5 með Safran og prjónið 5 umf STROFF – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og haldið áfram með M.1 til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi í 8.-8.-6.-6.-5. hverri umf alls 14-14-18-18-20 sinnum = 76-80-88-92-96 l - útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar stykkið mælist 48-47-47-46-46 cm eru felldar af 6 l mitt undir ermi og prjónað er til loka fram og til baka. Fellið síðan af fyrir ermakúpu í annarri hverri umf: 3 l 1 sinni, 2 l 3-3-4-4-4 sinnum og 1 l 3-3-2-5-7 sinnum, síðan eru felldar af 2 l þar til stykkið mælist 55-55-55-56-57 cm, að lokum eru felldar af 3 l 1 sinni á hvorri hlið. Fellið af þær l sem eftir eru, stykkið mælist ca 56-56-56-57-58 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma og saumið ermar í. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 77-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.