Susan skrifaði:
Etter M1 fortsetter med 2r/2v i 4 cm. Betyr dette 4 cm fra starten eller 4 cm til etter 'M1 er ferdig strikket?
12.11.2013 - 19:23DROPS Design svaraði:
Det er 4 cm til efter M.1 er færdig strikket. Det ser du også på måleskitsen nederst i opskriften. God fornøjelse!
13.11.2013 - 11:27
Jette Jensen skrifaði:
Kan det dog være rigtigt at der skal lukkes af på ærmegabet allerede når trøjen måler 38 cm i str m. Jeg syntes det lyder aldeles kort og svarer ikke til hvad der står af mål i diagrammet :-) eller er jeg helt fra den ????
30.09.2013 - 08:18DROPS Design svaraði:
Hej Jette. Det er korrekt. Höjden paa diagrammet er totalt - dvs incl. kanten og aermegab.
30.09.2013 - 20:58
Elly skrifaði:
Bedankt voor de reactie, ik ga het proberen.
27.09.2013 - 02:56
Elly skrifaði:
Hallo, ik heb een vraag. Ik heb deze trui gebreid helemaal geweldig het patroon is goed te lezen. Alleen heb ik een probleem. Ik heb hem helemaal met de rondbreinaald gebreid alleen zijn de overgangen niet mooi ze verspringen een naald omhoog en dan loopt het patroon niet gelijk. Nu is mijn vraag hoe moet ik dat dan doen als ik van de ene toer naar de andere ga.
26.09.2013 - 10:09DROPS Design svaraði:
Hoi Elly. Je kan eventueel deze techniek proberen bij het wisselen van kleur:
26.09.2013 - 21:05
Monique skrifaði:
Tine, alles klopt nu hoor. Eenmaal verkeerd gekeken en uitgerekend, maar het vordert nu zonder problemen. Alle begin is moeilijk maar het is ontzettend mooi en uitdagend patroon, dank je wel voor je hulp.
14.05.2013 - 15:09
Monique skrifaði:
Sorry tine, maar t lukt toch niet. Heb nog net zoveel ervaring. Is 1 herhaling op de tekening gelijk aan 1 naald? Of is 1 naald hetmtoaal van 306 steken in t begin? Wordt de trui dan niet steeds kleiner ?
10.05.2013 - 17:39
Monique skrifaði:
Sorry Tine, ik heb t eindelijk door! 17 x 11 is 187 en dat trek ik van 306 af..... Dank je wel hoor!
10.05.2013 - 16:57
Monique skrifaði:
Dank voor uw zo snelle antwoord. Maar aan t slot van uw zin ontbreekt een paar woordennof getallen, dus ik kan nog niet verder! Help!
10.05.2013 - 16:44
Monique skrifaði:
Moet je 17x in de rondte breien wat je op de teltekening ziet? En ook dat 2 r. Samenbreien steeds herhalen? Of dat samenbreien slechts aan het begin of eind van een naald? Hoe ik ook reken, ik kom niet aan 119 steken na M3 maar aan 170.
10.05.2013 - 13:58DROPS Design svaraði:
Hoi Monique. Je moet de teltekening volgen. M.3 telt in totaal 53 nld in de hoogte. 1 rij van de teltekening is gelijk aan 1 nld. Je mindert in totaal 11 keer per patroonherhaling van M.3 in de hoogte. Je begint met 306 st en hebt 17 patroonherherhalingen in de rondte met in totaal . Als je keer minderen: 187 st: 306-187= 119 st over
10.05.2013 - 16:28
Janne Jensen skrifaði:
Jeg er fuldstændig nybegynder og er i tvivl om hvordan "DROPS STRØMPEP og RUNDP (40 og 80 cm) nr 3 - til Rib" skal forstås. Skal strømpepinde no. 3 være 40 cm lange og rundpinden 80 cm lang, eller skal jeg have 2 rundpinde i no. 3 på henholdsvis 40 og 80 cm ??
19.04.2013 - 16:04DROPS Design svaraði:
Nej, det STRØMPEP er één str og du skal have 2 RUNDP: één paa 40 cm og één paa 80 cm. God fornöjelse.
21.04.2013 - 19:59
Ivalo#ivalosweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki og norrænu mynstri úr DROPS Karisma. Stærð S - XXXL
DROPS 135-43 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning M.2 og M.3 er prjónað í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað á hringprjóna neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 480-520-570-650-700-780 lykkjur á hringprjóna nr 3 með litnum natur DROPS Karisma. Prjónið M.1. Eftir M.1 eru 192-208-228-260-280-312 lykkjur eftir á prjóni. Prjónið áfram með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið 1 umferð slétt jafnframt er fækkað um 24-24-28-28-32-32 lykkjur jafnt yfir = 168-184-200-232-248-280 lykkjur. Setjið prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 84-92-100-116-124-140 lykkjur (prjónamerkin merkja hliðar). Haldið áfram í sléttprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10-10-11-11-12-12 cm, er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin. Endurtakið úrtöku með 3 cm millibili alls 4 sinnum = 152-168-184-216-232-264 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-24-25-25-26-26 cm, er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin. Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili alls 4 sinnum = 168-184-200-232-248-280 lykkjur. Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm, eru felldar af 8-8-8-10-10-10 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 4-4-4-5-5-5 lykkjur hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 152-168-184-212-228-260 lykkjur eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 56-56-60-60-64-68 lykkjur á sokkaprjóna nr 3 með litnum natur Karisma. Prjónið stroff = 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 10 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið 1 umferð slétt jafnframt er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir = 52-52-56-56-60-64 lykkjur. Setjið prjónamerki fyrir miðju undir ermi. Prjónið M.2, haldið áfram í sléttprjóni og í litnum natur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 14 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki undir ermi. Endurtakið útaukningu með 7-6-6-5-5-5 umferða millibili alls 12-14-14-16-16-16 sinnum = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Þegar stykkið mælist 45 cm í öllum stærðum, fellið af 8-8-8-10-10-10 lykkjur fyrir miðju undir ermi (þ.e.a.s. 4-4-4-5-5-5 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 68-72-76-78-82-86 lykkjur eftir á prjóni. Geymið ermi og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á saman hringprjón og fram- og bakstyki þar sem fellt var af fyrir handveg = 288-312-336-368-392-432 lykkjur. Setjið prjónamerki fyrir miðju að aftan, prjónið að prjónamerki, hér byrjar umferðin núna! Prjónið 1 umferð sléttprjón með litnum natur jafnframt er fækkað um 0-6-12-8-14-18 lykkjur jafnt yfir = 288-306-324-360-378-414 lykkjur. Prjónið 0-2-4-7-10-13 umferðir sléttprjón með litnum natur. Prjónið M.3 (= 16-17-18-20-21-23 mynstureiningar hringinn). Þegar M.3 hefur verið prjónað eru 112-119-126-140-147-161 lykkjur á prjóni. Stykkið er prjónað til loka með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt jafnframt sem lykkjum fækkað jafnt yfir til 88-92-96-104-108-112 lykkjum. Prjónið nú upphækkun að aftan þannig: Prjónið 7 lykkjur slétt framhjá prjónamerki. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 14 lykkjur brugðið til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 21 lykkju slétt. Haldið áfram að prjóna 7 lykkjur slétt fleiri, í hvert skipti áður en snúið er við, þar til prjónað hefur verið yfir alls 70-70-70-84-84-84 lykkjur frá síðasta snúningi. Snúið við,herðið á þræði og prjónið 1 umferð sétt hringinn yfir allar lykkjur, fram að miðju að aftan. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjóna nr 3. Prjónið 1 umferð slétt jafnframt sem aukið er út um 16-16-16-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 104-108-112-116-120-124 lykkjur. Haldið áfram með stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 10 cm, fellið nú af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ivalosweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 135-43
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.