Astrid skrifaði:
Der sieht sooooo gemütlich aus - will man sich gleich reinkuscheln....
27.05.2011 - 10:03
Elisabeth skrifaði:
Set rigtig dejlig ud
24.05.2011 - 09:47
Ellen skrifaði:
Veldig bra modell, blir garantert mye brukt når det blir litt hustri høstvær!
23.05.2011 - 17:13
Ingrid skrifaði:
Ser så varm og kos ut til vinteren
19.05.2011 - 20:43
Marlene Urban skrifaði:
Dieses Modell ist auch super toll.
19.05.2011 - 18:15
Margot#margotsweater |
|||||||
|
|||||||
Prjónuð peysa með sjalkraga úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stærð S - XXXL
DROPS 135-24 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 – allar umf í mynsturteikningu sýna mynstur séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 94-105-115-126-136-147 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 5,5 með 1 þræði af Alpaca + 1 þræði af Kid-Silk. Prjónið frá réttu) þannig: * Prjónið 3 l sl, 2 l sl saman, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til eftir eru 3-0-3-0-3-0 l, prjónið þær sl = 81-90-99-108-117-126 l. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni * 1 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, prjónið 1 l br og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið M.1 yfir allar l, prjónið 1 kantlykkju í hvorri hlið sem prjónuð er í garðaprjóni í öllum umf (M.1 byrjar og endar með 1 l sl, séð frá réttu, á undan kantlykkju í hvorri hlið). Þegar stykkið mælist ca 48-49-50-51-52-53 cm er næsta umf prjónuð frá réttu þannig: Fellið af 4 l fyrir handveg, prjónið 26-30-34-38-42-46 l í M.1 eins og áður (= vinstra framstykki), fellið af 21-22-23-24-25-26 l fyrir hálsmáli, prjónið umf út með M.1 eins og áður (= 30-34-38-42-46-50 l). Snúið og fellið af 4 fyrstu l fyrir handveg, prjónið út umf = 26-30-34-38-42-46 l eftir á hægra framstykki. Setjið lykkjur frá vinstra framstykki á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið M.1 yfir allar l á prjóni, jafnframt er fellt af fyrir handveg í byrjun hverrar umf frá hlið: 3 l 0-0-1-1-2-2 sinnum, 2 l 0-1-1-2-2-3 sinnum og 1 l 2-3-3-4-4-5 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 54-55-56-57-58-59 cm er fellt af 1 l við hálsmál, endurtakið úrtöku þar til stykkið mælist 60-61-62-63-64-65 cm. Eftir úrtöku eru 22-23-24-25-26-27 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka l af þræði á prjóninn og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. BAKSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og framstykki þar til stykkið mælist 48-49-50-51-52-53 cm. Fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið: 4 l 1 sinni, 3 l 0-0-1-1-2-2 sinnum, 2 l 0-1-1-2-2-3 sinnum og 1 l 2-3-3-4-4-5 sinnum = 69-72-75-78-81-84 l. Þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm, er fellt af miðju 25-26-27-28-29-30 l fyrir hálsmáli. Prjónið hvora öxl (= 22-23-24-25-26-27 l) fyrir sig þar til stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm, fellið af. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 57-57-60-60-63-66 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 5,5 með 1 þræði af Alpaca + 1 þræði af Kid-Silk. Prjónið eina umf slétt frá réttu jafnframt er fækkað um 6 l jafnt yfir = 51-51-54-54-57-60 l. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni * 1 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, endið með 1 l br og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið M.1 yfir allar l, með 1 kantlykkju sem prjónuð er í garðaprjóni í öllum umf. (M.1 byrjar og endar með 1 l sl, séð frá réttu, á undan kantlykkju í hvorri hlið). Þegar stykkið mælist 11-11-11-13-13-13 cm, er aukið út um 1 l í hvorri hlið innan við kantlykkju. Endurtakið útaukningu með 4-4-4-2½-2½-2½ cm millibili alls 9-9-9-12-12-12 sinnum = 69-69-72-78-81-84 l – útauknnar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í M.1. Þegar stykkið mælist 47-46-45-44-43-42 cm (styttri mæling í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla) er fellt af í byrjun hverrar umf í hvorri hlið: 4 l 1 sinni, 2 l 3 sinnum og 1 l 2-4-5-6-8-9 sinnum. Fellið af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 54 cm, að lokum er fellt af 3 l 1 sinni á hvorri hlið. Fellið af, stykkið mælist ca 55 cm í öllum stærðum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. SJALKRAGI: Byrjið við miðju að framan á vinstri hlið við lykkjur sem felldar voru af fyrir hálsmáli. Prjónið upp á hringprjóna nr 5,5 með 1 þræði af hvorri tegund þannig: Prjónið upp 38 til 45 l upp að öxl, síðan eru prjónaðar upp 26 til 32 l aftan við hnakka, að lokum 38 til 45 l niður meðfram vinstri hlið við úrtöku fyrir hálsmál = 102 til 122 l (ekki eru l teknar upp þar sem fellt var af framan á hálsmáli). Prjónið 1 umf slétt frá röngu JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn aukinn í 128-134-140-146-152-158 l. Prjónið stroff frá réttu) þannig: Prjónið 2 l slétt í öllum umf, * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 1 l sl og 2 l sem prjónaðar eru slétt í öllum umf. Haldið áfram þar til kraginn mælist ca 5 cm. Aukið út um 1 l í hverja og eina af miðju 12 br einingunum, séð frá réttu (= aftan við hnakka) = 140-146-152-158-164-170 l. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br þar til kraginn mælist ca 11-11-12-12-13-13 cm – passið upp á að næsta umf sé prjónuð frá réttu. Prjónið 4 umf í sléttprjóni yfir allar l, fellið nú af með sl frá réttu. Ytri brúnin á að rúllast upp. Leggið kragann tvöfaldan (hægri hlið yfir vinstri hlið) neðst við opið við hálsmál og saumið niður við hálshálsmál í gegnum bæði stykkin. MEIRI FRÁGANGUR: Saumið ermar í, saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #margotsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 135-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.