Bärbel skrifaði:
Die Füßling sehen nett aus, mit 1 höheren Bündchen und dicker Wolle wären sie wärmer, der nächste Winter kommt bestimmt..:-)
18.06.2011 - 19:31
Bärbel skrifaði:
Die Füßling sehen nett aus, mit 1 höheren Bündchen und dicker Wolle wären sie wärmer, der nächste Winter kommt bestimmt..:-)
18.06.2011 - 19:31
Tuula skrifaði:
Kauniit tossukat, nämä(kin) pitää saada!
13.06.2011 - 20:27
Cilene Pimenta skrifaði:
Estas meias foram feitas para mulheres de bom gosto,como dizemos aqui:fashion! para mulheres unicas...
10.06.2011 - 07:51
Charlotte Larsen skrifaði:
Så fine:) har lyst å strikke dem!
09.06.2011 - 23:28Márcia. skrifaði:
Maravilhosa.
08.06.2011 - 01:47
Rosanna skrifaði:
Sono sempre alla ricerca di nuovi modelli.grazie
07.06.2011 - 21:12
Anabel skrifaði:
Genau auf diese Strickanleitung habe ich gewartet!
02.06.2011 - 01:17
Nina Isis Forján Alcayaga skrifaði:
Me encantaron, se ven super abrigadores.
29.05.2011 - 22:28
José skrifaði:
Deze zitten al in het grijs in een vorige collectie. Niets nieuws. Jammer.
26.05.2011 - 19:39
Chili#chilisocks |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónaðir stuttir sokkar með köðlum úr DROPS Alaska. Stærð 35-43.
DROPS 131-43 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÆLÚRTAKA (prjónuð í sléttprjóni): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl þar til 6-7-7 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið br þar til 6-7-7 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 5-6-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eina og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið br þar til 5-6-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 9-11-11 l eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 42-48-48 á sokkaprjóna nr 4,5 með Alaska. Prjónið 2 umf slétt, síðan 5 umferðir í stroffprjóni 1 l sl, 1 l br. Næsta umf er prjónuð þannig: Haldið áfram með stroffprjón 1 l sl, 1 l br yfir fyrstu 27-33-33 l, M.1 (= 15 l). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 4-4-4 cm. Skiptið stykkinu nú upp þannig: Setjið næstu l á þráð mitt ofan á fæti: 1 l sl, 1 l br, 1 l sl, M.1, 1 l sl, 1 l br, 1 l sl = 21-21-21 l, haldið eftir næstu 21-27-27 l á prjóni fyrir hæl. Prjónið stroffprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 5-5,5-6 cm – ATH – í síðustu umf frá röngu er lykkjum fækkað jafnt yfir til 19-23-23 l með því að prjóna lykkjurnar sléttar saman 2 og 2. Setjið eitt prjónamerki mitt í hælinn – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 9-10-12 l hvoru megin við hæl í ystu l og 21-21-21 l af þræði eru settar til baka á prjóninn = 48-52-56 l. Setjið eitt prjónamerki hvoru megin við miðju 21-23-25 l á fæti (= 3-4-5 l stroff hvoru megin við M.1). Haldið áfram í sléttprjóni undir fæti og sléttprjóni hvoru megin við hæl jafnframt M.1 með stroffprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Síðustu 2 l á undan fyrra prjónamerki eru prjónaðar snúnar slétt saman og 2 fyrstu l á eftir seinna prjónamerki eru prjónaðar slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 6-7-7 sinnum = 36-38-42 l. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 16-18-21 cm frá prjónamerki á hæl – stillið af að endað sé eftir heila mynstureiningu af M.1 = ca 6-6-6 cm til loka lengdar. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 19-19-21 l undir fæti 17-19-21 l ofan á fæti = 1-2-3 l hvoru megin við M.1. Héðan byrjar úrtaka fyrir tá. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM – ATH – Lykkjum er fækkað mismunandi undir fæti og ofan á fæti, en úrtakan er prjónuð í sömu umferð. Fækkið lykkjum fyrir tá undir fæti þannig. Fækkið lykkjum innan við prjónamerki þannig: Prjónið 2 l á eftir prjónamerki snúnar slétt saman og 2 l fyrir prjónamerki slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 4-4-4 sinnum, síðan í hverri umf alls 3-3-4 sinnum. Fækkið lykkjum fyrir tá ofan á fæti þannig: Prjónið M.2 yfir M.1 (1-2-3 l hvoru megin við M.1 er prjónað stroff eins og áður). Eftir úrtöku fyrir tá eru = 10-12-14 l á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chilisocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 131-43
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.