Kajsa skrifaði:
Hej. För det första så otroligt lyxigt med så många mönster till förfogande! Har kört fast på sockan dock. Jag undrar vad som menas med "en hel rapport" alltså så långt man skall sticka innan man börjar med M.2. Är det till och med man det varv man sätter 3 på hj st eller på toppen av bilden M.1 (varv med hj st + 3 vanliga varv) Mvh Kajsa
11.07.2013 - 23:39Nisro skrifaði:
Hi, I did not understand this point ( Work next round as follows: Continue in rib K 1/P 1 over the first 27-33-33 sts, diagram M.1 (= 15 sts). REMEMBER THE KNITTING TENSION! Continue like this until piece measures 4-4-4 cm. ) I worked the round as mentioned above untill I reached the point of (15 sts) what should we do with those remaining 15 sts? Should I knit them or leave them on hold ? Thank you !
25.03.2013 - 00:32DROPS Design svaraði:
Dear Nisro, you work in rib K1/P1 over the first 27-33-33 sts and then work diagram M.1 on the next 15 sts. Continue this pattern until piece measures 4 cm for all sizes. Happy knitting!
25.03.2013 - 11:45
Maria skrifaði:
Kas saaks neid lauseid lahti seletada, algajamale kudujale. " Paigalda 1 SM mõlemale poole jalapealse keskmist 21-23-25 silmust (= 3-4-5 silmust on soonikkoes mõlemal pool skeemi M.1 "
06.01.2013 - 21:55DROPS Design svaraði:
Silmusemärkija paigaldatakse mõlemale küljele nii, et jala peale jääb xxx nr silmuseid.
29.01.2013 - 22:26
Linda skrifaði:
Jag håller på att sticka dessa raggsockar men sitter och funderar på hur man skall få ihop ovandelen med underdelen. Skall det inte sys någonstans?
10.11.2012 - 18:51
Jutta Motzkus skrifaði:
Komme leider mit der Verse nicht zurecht. Würde mich sehr über eine genauere Beschreibung freuen. Mit freundlichem Gruß Jutta Motzkus
14.10.2012 - 19:40
DROPS Design skrifaði:
Hi Kathryn, the pattern is there. Just click the link under the little picture.
06.10.2011 - 18:14
Kathryn skrifaði:
Love these booties, hope to see a pattern for them soon! Thank you for all the wonderful patterns, it is always such a pleasure looking through this site.
06.10.2011 - 18:05Maria Dolores skrifaði:
Maravillosas pantuflas, sugiero "mirame"
17.09.2011 - 06:19
Marsan Corinne skrifaði:
Super jolie.
13.08.2011 - 22:39
Anu skrifaði:
Kivat
21.06.2011 - 18:55
Chili#chilisocks |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónaðir stuttir sokkar með köðlum úr DROPS Alaska. Stærð 35-43.
DROPS 131-43 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÆLÚRTAKA (prjónuð í sléttprjóni): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl þar til 6-7-7 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið br þar til 6-7-7 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 5-6-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eina og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið br þar til 5-6-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 9-11-11 l eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 42-48-48 á sokkaprjóna nr 4,5 með Alaska. Prjónið 2 umf slétt, síðan 5 umferðir í stroffprjóni 1 l sl, 1 l br. Næsta umf er prjónuð þannig: Haldið áfram með stroffprjón 1 l sl, 1 l br yfir fyrstu 27-33-33 l, M.1 (= 15 l). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 4-4-4 cm. Skiptið stykkinu nú upp þannig: Setjið næstu l á þráð mitt ofan á fæti: 1 l sl, 1 l br, 1 l sl, M.1, 1 l sl, 1 l br, 1 l sl = 21-21-21 l, haldið eftir næstu 21-27-27 l á prjóni fyrir hæl. Prjónið stroffprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 5-5,5-6 cm – ATH – í síðustu umf frá röngu er lykkjum fækkað jafnt yfir til 19-23-23 l með því að prjóna lykkjurnar sléttar saman 2 og 2. Setjið eitt prjónamerki mitt í hælinn – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 9-10-12 l hvoru megin við hæl í ystu l og 21-21-21 l af þræði eru settar til baka á prjóninn = 48-52-56 l. Setjið eitt prjónamerki hvoru megin við miðju 21-23-25 l á fæti (= 3-4-5 l stroff hvoru megin við M.1). Haldið áfram í sléttprjóni undir fæti og sléttprjóni hvoru megin við hæl jafnframt M.1 með stroffprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Síðustu 2 l á undan fyrra prjónamerki eru prjónaðar snúnar slétt saman og 2 fyrstu l á eftir seinna prjónamerki eru prjónaðar slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 6-7-7 sinnum = 36-38-42 l. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 16-18-21 cm frá prjónamerki á hæl – stillið af að endað sé eftir heila mynstureiningu af M.1 = ca 6-6-6 cm til loka lengdar. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 19-19-21 l undir fæti 17-19-21 l ofan á fæti = 1-2-3 l hvoru megin við M.1. Héðan byrjar úrtaka fyrir tá. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM – ATH – Lykkjum er fækkað mismunandi undir fæti og ofan á fæti, en úrtakan er prjónuð í sömu umferð. Fækkið lykkjum fyrir tá undir fæti þannig. Fækkið lykkjum innan við prjónamerki þannig: Prjónið 2 l á eftir prjónamerki snúnar slétt saman og 2 l fyrir prjónamerki slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 4-4-4 sinnum, síðan í hverri umf alls 3-3-4 sinnum. Fækkið lykkjum fyrir tá ofan á fæti þannig: Prjónið M.2 yfir M.1 (1-2-3 l hvoru megin við M.1 er prjónað stroff eins og áður). Eftir úrtöku fyrir tá eru = 10-12-14 l á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chilisocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 131-43
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.