Kicki skrifaði:
En riktigt gosetröja :D
28.06.2011 - 11:06
Mna skrifaði:
Enkel og herlig til hjemmekveld. Vil strikke denne.
22.06.2011 - 12:13
Marianne skrifaði:
Lækker hyggetrøje, jeg glæder mig
15.06.2011 - 12:17
Hanne M. Thomassen skrifaði:
Kjempeflott genser! Håper det kommer mønster snart!
07.06.2011 - 18:39Jutta skrifaði:
Little effort, great effect. Very well done, kudos to the designer !
06.06.2011 - 13:49
Lillian Moe Meiholm skrifaði:
Denne skal jeg "gjemme" meg i og storkose meg!
05.06.2011 - 16:20
Mette skrifaði:
LIGE TIL AT HOPPE I
26.05.2011 - 02:36
Anja skrifaði:
En rigtig vams..
25.05.2011 - 14:22
Lian skrifaði:
Ziet er heerlijk warm uit
25.05.2011 - 11:35
Nel skrifaði:
Heerlijke knuffel trui
24.05.2011 - 22:21
Lazy Sunday#lazysundaysweater |
|
|
|
Prjónuð peysa í klukkuprjóni úr 3 þráðum DROPS Verdi
DROPS 133-23 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- TVEIR ÞRÆÐIR: Takið þráðinn sem er innan í og utan á dokkunni. Þegar skipt er um dokku er gott að skipta ekki um báða þræðina í einu – þá verður þráðurinn ekki of þykkur. KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI: UMFERÐ 1: Prjónið 1 l sl, * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, endið með 2 l sl. UMFERÐ 2: Prjónið 1 l sl, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, endið með 1 uppslætti, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 1 l sl. UMFERÐ 3: Prjónið 1 l sl, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, endurtakið frá *-* þar til 1 uppsláttur er eftir og 2 l, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l sl saman, 1 l sl. Endurtakið umf 2 og 3 áfram. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykki og framstykki er prjónað hvort fyrir sig fram og til baka. Ermar eru prjónaðar fram og til baka. Stykkið er saumað saman í lokin. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið laust upp 41 l með 3 þráðum av Verdi á prjóna nr 9 – lesið TVEIR ÞRÆÐIR. Prjónið KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist ca 75 cm – endið eftir umf 2 af klukkuprjóni – prjónið næstu umf þannig: Prjónið 1 l sl, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l sl saman, 1 l br *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið með 1 l sl. Fellið nú af með sl yfir sl og br yfir br. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 68 cm. Fellið nú af miðju 15 l fyrir hálsmáli og hvor hluti er prjónaður til loka fyrir sig. Þegar stykkið mælist ca 75 cm – endið eftir umf 2 í klukkuprjóni – prjónið næstu umf þannig: Prjónið 1 l sl, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l sl saman, 1 l br *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið með 1 l sl. Fellið nú af með sl yfir sl og br yfir br. ERMI: Fitjið upp 15 l með 3 þráðum af Verdi á prjóna nr 9. Prjónið klukkuprjón þar til stykkið mælist 8 cm, aukið nú út um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 8 cm millibili alls 5 sinnum – útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur = 25 l eftir útaukningu. Þegar stykkið mælist ca 50 cm – endið eftir umf 2 í klukkuprjóni – prjónið næstu umf þannig: Prjónið 1 l sl, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l sl saman, 1 l br *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið með 1 l sl. Fellið nú af með sl yfir sl og br yfir br. Prjónið hina ermina á sama hátt. HÁLSMÁL: Saumið axlarsauma. Takið upp ca 36 l í kringum hálsmál með 3 þráðum Verdi á prjóna nr 9. Prjónið 3 umf sléttprjón hringinn. Fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið ermar í og saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lazysundaysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 133-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.