DROPS Design skrifaði:
Ved den 4. Merketråden øker/feller du som følger: ØK 1 m ETTER 3.merke på hver 4.p. FELL 1 m på hver side av 4.merke på hver Du starter å øke/felle ved den 2. pinnen fra rette,
28.10.2009 - 08:58
Hege skrifaði:
Hei, jeg holder nå på med denne lua og lurer på følgende ting: - Slik jeg forstår det, er 4. merke den spissen som vil gå ned i panna når lua er ferdig. På bildet er det en jevn fin fellingsrand oppover, mens på min blir den ikke det. Er det riktig at man skal felle rundt 4. merke på kun hver 4. pinne i begynnelsen? Jeg synes det ser ut som det er felt på hver 2. pinne på bildet? - Regnes den pinnen man begynner å strikke glattstrikk på som 2. pinne eller 4. pinne med tanke på øking/felling?
27.10.2009 - 22:10
DROPS Design skrifaði:
Yes, or you can put it right before this stitch and then knowing the marked stitch is the one right after the marker.
02.06.2009 - 17:31
Michelle skrifaði:
Since the markers are placed in the stitches, do you have to move them up each row?
02.06.2009 - 11:12
Kaia skrifaði:
Underbar mössa, lätt att sticka och ser ljuvlig ut! Tack!
02.05.2009 - 09:03
Ella skrifaði:
Endelig den "rigtige" model på en djævlehue, som sidder perfekt!
24.11.2008 - 11:06
Sharlene skrifaði:
First visit and I'm thrilled
22.11.2008 - 21:32
Mette skrifaði:
Sød og praktisk...hvad kan man ønske mere
21.11.2008 - 16:17
JCM skrifaði:
Jeg vil ha oppskriften nåååå!!!!
18.11.2008 - 17:42
Sandra skrifaði:
Bitte bitte schnell die Anleitung - sehr schön dieses Käppi
17.11.2008 - 16:41
Fairy Rose#fairyrosebonnet |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónuð húfa fyrir börn í sléttprjóni úr DROPS Merino Extra Fine
DROPS Baby 16-5 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið er út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkað er um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki þannig: Prjónið síðustu l á undan l með prjónamerki á hjálparprjón og setjið aftan við stykkið, lyftið 1 lykkju af prjóni (= lykkju með prjónamerki), prjónið næstu lykkju og lykkju af hjálparprjóni slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Húfan er prjónuð fram og til baka. HÚFA: Fitjið upp 97-105-109 (113-121) l á prjóna nr 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umf garðaprjón (umf 1 = rétta). Setjið nú 7 prjónamerki í stykkið (frá réttu) þannig: 1. PRJÓNAMERKI í 1 lykkju á prjóni. 2. PRJÓNAMERKI í lykkju nr 18-20-21 (22-24). 3. PRJÓNAMERKI í lykkju nr 35-39-41 (43-47). 4. PRJÓNAMERKI í lykkju nr 49-53-55 (57-61). 5. PRJÓNAMERKI í lykkju nr 63-67-69 (71-75). 6. PRJÓNAMERKI Í lykkju nr 80-86-89 (92-98). 7. PRJÓNAMERKI í síðustu lykkju á prjóni. Prjónið áfram sléttprjón – JAFNFRAMT í umf 1 byrjar útaukning og úrtaka – LESIÐ LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Aukið út um 1 l Á EFTIR 1. prjónamerki í annarri hverri umf. Fækkið um 1 l hvoru megin við 2. prjónamerki í annarri hverri umf. Aukið út um 1 l Á UNDAN 3. prjónamerki í annarri hverri umf. Aukið út um 1 l Á EFTIR 3. prjónamerki í 4. hverri umf. Fækkið um 1 l hvoru megin við 4. prjónamerki í 4. hverri umf 3-4-5 (5-6) sinnum og síðan í annarri hverri umf til loka. Þ.e.a.s. að þegar úrtakan byrjar í annarri hverri umf kemur lykkjufjöldinn á prjóni að fækka. Aukið út um 1 l Á UNDAN 5. prjónamerki í 4. hverri umf. Aukið út um 1 l Á EFTIR 5. prjónamerki í annarri hverri umf. Fækkið um 1 l hvoru megin við 6. prjónamerki í annarri hverri umf. Aukið út um 1 l Á UNDAN 7. prjónamerki í annarri hverri umf. Þegar stykkið mælist 13-15-16 (18-19) cm (mælt neðst við odd við 2. eða 6. prjónamerki og upp að l á prjóni) prjónið 1 umf slétt frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: * 1 l sl, 2 l slétt saman *, endurtakið frá *-* JAFNFRAMT sem fellt er af. FRÁGANGUR: Bakstykki á húfu = affellingarkantur, þ.e.a.s. 2 heil horn og 2 hálf horn. Miðjan á 3 heilu hornunum í gagnstæðri hlið á stykki (= uppfitjunarkantur) nær niður á ennið að framan. Saumið húfuna saman kant í kant með 1 spori í hverja l meðfram affellingarkanti þannig: Saumið fyrsta hálfa hornið saman við helminginn á fyrsta heila horninu. Saumið síðan hinn helminginn af fyrsta hálfa horninu saman við fyrri helming af öðru heila horninu. Saumið síðan annan helminginn af seinna heila horninu saman við síðasta hálfa hornið. Að lokum er húfan saumuð saman við miðju að aftan – passið að sauma kant í kant þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. SNÚRA: Fitjið upp 4 l á prjóna nr 4 og prjónið þannig: * Prjónið 1 l sl, færið þráðinn að framhlið á stykki (að þér), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, færið þráðinn aftur að bakhlið (frá þér) *, endurtakið frá *-* umf út og í öllum umf. Þetta verður núna hringlaga snúra. Fellið af þegar snúran mælist ca 20-22-24 (26-28) cm. Prjónið aðra snúru á sama hátt. Saumið snúruna neðst í tveimur hornunum í hliðum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fairyrosebonnet eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 16-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.