Bine skrifaði:
Ein ganz tolles Jäckchen ist das!!! Mir ist allerdings auch nicht klar, was gemeint ist, wenn es beim Ärmel heißt: auf beiden Seiten aufnehmen. Soll ich eine Masche nach der ersten und vor der letzten M zunehmen? Oder wo genau, bitte? Denn bei Tipps zum Aufnehmen steht: auf beiden Seiten des Markierungsfadens. Aber hier befindet sich ja kein e Markierung.? Danke für eine Antwort
11.08.2017 - 22:20DROPS Design svaraði:
Liebe Bine, ja genau bei den Ärmeln wird es so aufgenommen - TIPP ZUM AUFNEHMEN gilt für später, wenn Sie auf beiden Seiten der Markierungsfaden aufnehmen. Viel Spaß beim stricken!
28.08.2017 - 10:13
Kirsten Labove skrifaði:
Was passiert mit den 10 (o.ä.) Maschen, die auf dem Hilfsfaden verbleiben? Hatte die Maschen liegen lassen und weiter am Vorderteil gestrickt. Musste alles wieder aufmachen, bis dahin, wo die 10 Maschen liegen. Bitte um verständliche Beschreibung. Kirsten Labove
10.05.2017 - 12:52DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Labove, diese Maschen werden für die Halskante gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
10.05.2017 - 16:47
Lucie Hébert skrifaði:
Bonjour, j'adore votre site et vos patrons qui sont habituellement très clair. Pour une première fois, je n'arrive pas à comprendre les explications de votre patron pour ce qui est de la partie avant. J'ai une pointe et je ne vois aucune explication pour combler le vide. Il y a sûrement quelque chose que je ne fais pas comme il faut. Merci de m'aider. Lucie
14.02.2017 - 15:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Hébert, quand la manche est terminée, montez les m du dos en fin de rang sur l'endroit, puis au rang suivant sur l'endroit augmentez 1 m de chaque côté de la m avec le marqueur (= cette m = ligne en pointillés sur le devant dans le schéma). Bon tricot!
15.02.2017 - 08:52
Claudia Krieger skrifaði:
Hallo, können Sie mir bitte helfen. Wenn die Maschen vom Hilfsfaden weiter gestrickt werden, verbleiben 9 auf dem Hilfsfaden, Ist das die Schulter und wann werden sie abgekettet. Vielen Dank und Grüße Claudia
17.08.2016 - 17:37DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, die 9 Maschen sind für den Halsausschnitt.
18.08.2016 - 08:39
Meimei Rowlinson skrifaði:
I have follow the pattern till the button holes. the pattern leave the front piece as a triangle. Can you explain now to finish the rest of the triangle front piece. thanks
28.04.2016 - 23:13DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Rowlinson, the inc worked on the front piece are drawn in the measurement chart with a dotted line, ie you inc on each side of the st with marker (this is the 2nd st on needle before 1st inc, then 3rd st after 1st inc, 4th st after 2nd inc, etc). Inc before marker will then create the side of front piece (sewn to back piece) and the inc after marker will inc number of sts between marker and neckline. Happy knitting!
29.04.2016 - 09:00
Mette Bruhn skrifaði:
Er der et billede af den fra ryggen?
26.01.2016 - 09:05DROPS Design svaraði:
Hej Mette, Nej desværre, men som du kan se i måleskitsen nederst i opskriften, så er ryggen strikke lige over fra siden mod midt bagpå (uden skrå udtagning) God fornøjelse!
26.01.2016 - 12:32
Kirsten Hammervig skrifaði:
Hej. Denne opskrift kunne jeg virkelig godt bruge i større str. både til børn og voksne. Mon der er mulighed for det ? Tak for nogle gode opskrifter, jeg bruger dem meget. Mvh Kirsten hammervig
11.10.2015 - 13:06DROPS Design svaraði:
Hej Kirsten, Jo men det har vi. Søg på "jakke" og "Fabel" eller se DROPS 151-44 God fornøjelse!
12.10.2015 - 11:38
Jacqueline Beavis skrifaði:
Am I right in thinking that when you increase the stitches for the front there should be 76? Also should the increase be before and after the same stitch or either side of the second stitch of each row? and where do I measure the 8.5 cms from? I use your patterns all the time but I am really struggling with this one!
25.02.2015 - 12:01DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Beavis, inc for front piece are done each side of st with marker (see "Increase tip" at the beg of the pattern), the 8.5 cm are measured from where you cast on new 41 sts in 1st size (ie when it says "Measure now piece from here"). Happy knitting!
25.02.2015 - 14:04Berit skrifaði:
Det är ju rätstickning, som alltid blir fylligare!
11.09.2014 - 15:43
Birte Titlestad skrifaði:
Dette blir så tynt og smått, skal det brukes dobbel tråd, kanskje? På bildet ser den fyldig og god ut
11.09.2014 - 11:42
Killian#killianset |
||||
|
|
||||
Sett með prjónaðri peysu fyrir börn í garðaprjóni úr DROPS Fabel og buxur í stroffprjóni úr DROPS Alpaca
DROPS Baby 18-25 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR (á við um peysu): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki, með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Til þess að koma í veg fyrir göt þá er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt í næstu umferð (þ.e.a.s. prjónað er í aftari lykkjubogann í stað fremri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um buxur): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur slétt hvoru megin við merki, við miðju að aftan. Aukið út með því að prjóna 2 lykkjur í 1 lykkju – útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í stroff. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um buxur): Fækkið lykkjum hvoru megin við merki fyrir miðju að framan. Fækkið lykkjum á undan merki: 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir merki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá hlið. Prjónið 2 stykki sem saumuð eru saman á baki. Stykkin eru prjónuð frá ermi og að miðju á peysu. HÆGRI HELMINGUR: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 36-38-40 (40-42) lykkjur á hringprjóna nr 3 með Fabel. Prjónið slétt fram og til baka í öllum umferðum til loka (= garðaprjón). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6-6-5 (5-6) cm aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið, endurtakið útaukningu í 8. hverri umf alls 6-7-9 (11-13) sinnum = 48-52-58 (62-68) lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 17-19-20 (25-29) cm – passið uppá að prjóna síðustu umferð frá röngu. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið 1 umferð slétt (= rétta), í lok umf eru fitjaðar upp 41-43-50 (53-58) lykkjur (= að bakstykki) = 89-95-108 (115-126) lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 1 umferð til baka, snúið við, setjið eitt merki í 2. lykkju á prjóni frá réttu (= í hægri hlið). Prjónið áfram- JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki í 2. hverri umferð alls 38-40-46 (48-50) sinnum – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8½-9-10½ (11-12) cm er einungis prjónað yfir síðustu 60-65-74 (79-86) lykkjur í vinstri hlið séð frá réttu (= bakstykki), þær lykkjur sem eru eftir eru settar á þráð. BAKSTYKKI: Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-16 (17-18) cm (frá umferð þar sem lykkjur fyrir bakstykki voru auknar út), fellið af. FRAMSTYKKI: Setjið lykkjur af þræði til baka á prjóninn, en látið 9-10-10 (10-12) lykkjur að bakstykki vera áfram á þræði fyrir hálsmál. Haldið áfram með útaukningu í 2. hverri umferð - JAFNFRAMT er felld af 1 lykkja við hálsmál (= að lykkjum á þræði) í 4. hverri umferð alls 6-7-7 (7-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 14-15-17 (18-19) cm (frá umferð þar sem útaukning á framstykki byrjar og við miðju að framan) fellið af 3-4-4 (5-5) fyrir hnappagötum þannig (frá hálsmáli, þ.e.a.s. frá röngu): Prjónið 2 lykkjur, fellið af 2 lykkjur, * prjónið 12-9-11 (9-10) lykkjur, fellið af 2 lykkjur *, endurtakið *-* alls 2-3-3 (4-4) sinnum, prjónið síðan slétt út umferðina. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur yfir allar lykkjur sem l voru felldar af. Eftir alla úrtöku og útaukningu eru 90-93-109 (115-121) lykkjur á prjóni. Þegar útaukningu í hægri hlið er lokið, fellið af 51-52-62 (66-70) lykkjur frá hálsmáli og niður að kanti að framan (fellið af frá röngu) = 39-41-47 (49-51) lykkjur eftir á prjóni. Prjónið áfram í garðaprjóni fram og til baka yfir þessar lykkjur í ca 1-1-2 (2-3) cm (brjótið stykkið saman tvöfalt við öxl og passið uppá að framstykki sé jafn langt og bakstykki). Fellið af. VINSTRI HELMINGUR: Prjónið á sama hátt og hægri helmingur nema án hnappagata – þetta stykki á að ganga frá með rönguna út. FRÁGANGUR: Leggið 2 stykkin að hvoru öðru og saumið saman við miðju að aftan – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Brjótið peysuna saman tvöfalda og saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt í ysta lykkjubogann. Saumið tölur í. HÁLSMÁL: Prjónið upp 55 til 75 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði) í kringum hálsmál á hringprjón nr 3 með Fabel. Prjónið 3 umf slétt fram og til baka, fellið af. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, byrjað er að prjóna skálmar. SKÁLM: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 56-60-64 (68-72) lykkjur á sokkaprjóna nr 3 með Alpaca. Setjið eitt merki í byrjun umferðar = innan á skálm. Prjónið þannig: 1 l sl, * 2 l br/2 l sl *, endurtakið frá *-* endið á 2 l br og 1 l sl. Þegar stykkið mælist 4-6-4 (4-5) cm er aukið út um 1 l hvoru megin við merki með því að prjóna 2 l í 1 l, útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í stroffprjón. Endurtakið útaukningu í 5.-6.-8. (9.-12.) hverri umf, alls 8 sinnum = 72-76-80 (84-88) l. Þegar skálmin mælist 16-20-23 (25-33) cm er stykkinu skipt upp við merki og prjónið áfram fram og til baka – JAFNFRAMT er fitjuð upp 1 ný l í hvorri hlið fyrir saum = 74-78-82 (86-90) l. Þegar stykkið mælist 18-22-25 (27-35) cm fellið af 5 l í hvorri hlið (= 1 kantlykkja, 1 l sl, 2 l br og 1 l sl) = 64-68-72 (76-80) l. Geymið stykkið og prjónið hina skálmina á sama hátt. BUXUR: Setjið skálmarnar saman á hringprjóna nr 3 = 128-136-144 (152-160) l. Setjið 1 merki við miðju að framan og 1 merki við miðju að aftan (bæði merkin eiga að vera mitt á milli 2 l sl). Haldið áfram með stroffprjón = 2 l sl/2 l br – JAFNFRAMT er aukið út fyrir aftan og lykkjum fækkað að framan þannig: ÚTAUKNING AÐ AFTAN: Aukið út 2 l að aftan – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING að ofan. Endurtakið útaukningu í 4. hverri umf, alls 4 sinnum. ÚRTAKA AÐ FRAMAN: Fækkið um 2 l að framan – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í 4. hverri umf alls 8 sinnum. Eftir alla útaukningu og úrtöku eru 120-128-136 (144-152) l á prjóni. Haldið áfram með stroffprjón þar til stykkið mælist 38-42-47 (52-60) cm, fellið af. FRÁGANGUR: Saumið saman efst á innanverðu á hvorri skálm innan við 1 kantlykkju. Saumið saman op á milli skálma frá miðju að framan að miðju aftan á buxum. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #killianset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 18-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.