 Kirsten skrifaði:
 
																									Kirsten skrifaði:
												
Skal man strikke kantemasker i hver side, som f.ex. BabyDROPS nr. 14-6? Jeg taenker at det ville vaere naemmere at sy de to halvedele sammen midt paa rykken hvis de havde paene kanter. Hvis jeg strikker kantemasker i siderne, skal jeg saa slaa to ekstra masker op fra starten?
09.10.2009 - 02:13
																									 Julie skrifaði:
 
																									Julie skrifaði:
												
Hvordan strikkes de økte mskene fortløpende inn i vrangbord på buksen? Blir jo bare rot her da....:)
28.01.2009 - 01:27
																									 Drops Design skrifaði:
 
																									Drops Design skrifaði:
												
Det er veldig vanskelig å si hva som gikk feil. Kan du ikke få hjelp i butikken? Evt. se på diagrammet.
19.01.2009 - 12:25
																									 Marie skrifaði:
 
																									Marie skrifaði:
												
Jeg har nå strikket den ene halvdelen av jakken, og jeg tror jeg må ha gjort noe feil. PÅ forsiden ender jeg bare opp med en relativt lang trekant etter at jeg hadde økt på annenhver pinne?!? HVordan i alle dager får man dette til å bli et forstykke som er rektangulert? Jeg forsøkte å brette snippen opp, men da endte jeg bare opp med en klumpete kant.. Jeg skjønner ikkeno.. huff
16.01.2009 - 22:12
																									 Anna skrifaði:
 
																									Anna skrifaði:
												
Jag röstade inte på den här, men det visade sig att det var den första jag stickade. Den är lite jack-aktig och passar när man ska vara lite uppklädd.
24.11.2008 - 14:12
																									 Lynda England skrifaði:
 
																									Lynda England skrifaði:
												
This is just the pattern I'm looking for Please tell me that you can design this in crochet also thankyou
21.11.2008 - 20:55
																									 Rita skrifaði:
 
																									Rita skrifaði:
												
Til Karin Grøn som skrev en kommentar den 29.10.08, du kan ringe til mig,22566860 jeg har et tip til dig ang. en voksenmodel.
12.11.2008 - 12:26Ebba skrifaði:
Can't wait to make this one for my babies!
10.11.2008 - 16:24
																									 Liz skrifaði:
 
																									Liz skrifaði:
												
Just gorgeous - I'm going to be an Auntie again & I'm desperate to knit this!
05.11.2008 - 01:16
																									 Doro Beckmann skrifaði:
 
																									Doro Beckmann skrifaði:
												
Einfach nur niedlich, darüber würde ich mich sehr freuen.
31.10.2008 - 23:37| Killian#killianset | ||||
| 
 | ||||
| Sett með prjónaðri peysu fyrir börn í garðaprjóni úr DROPS Fabel og buxur í stroffprjóni úr DROPS Alpaca
							DROPS Baby 18-25 | ||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR (á við um peysu): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki, með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Til þess að koma í veg fyrir göt þá er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt í næstu umferð (þ.e.a.s. prjónað er í aftari lykkjubogann í stað fremri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um buxur): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur slétt hvoru megin við merki, við miðju að aftan. Aukið út með því að prjóna 2 lykkjur í 1 lykkju – útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í stroff. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um buxur): Fækkið lykkjum hvoru megin við merki fyrir miðju að framan. Fækkið lykkjum á undan merki: 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir merki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá hlið. Prjónið 2 stykki sem saumuð eru saman á baki. Stykkin eru prjónuð frá ermi og að miðju á peysu. HÆGRI HELMINGUR: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 36-38-40 (40-42) lykkjur á hringprjóna nr 3 með Fabel. Prjónið slétt fram og til baka í öllum umferðum til loka (= garðaprjón). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6-6-5 (5-6) cm aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið, endurtakið útaukningu í 8. hverri umf alls 6-7-9 (11-13) sinnum = 48-52-58 (62-68) lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 17-19-20 (25-29) cm – passið uppá að prjóna síðustu umferð frá röngu. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið 1 umferð slétt (= rétta), í lok umf eru fitjaðar upp 41-43-50 (53-58) lykkjur (= að bakstykki) = 89-95-108 (115-126) lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 1 umferð til baka, snúið við, setjið eitt merki í 2. lykkju á prjóni frá réttu (= í hægri hlið). Prjónið áfram- JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki í 2. hverri umferð alls 38-40-46 (48-50) sinnum – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8½-9-10½ (11-12) cm er einungis prjónað yfir síðustu 60-65-74 (79-86) lykkjur í vinstri hlið séð frá réttu (= bakstykki), þær lykkjur sem eru eftir eru settar á þráð. BAKSTYKKI: Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-16 (17-18) cm (frá umferð þar sem lykkjur fyrir bakstykki voru auknar út), fellið af. FRAMSTYKKI: Setjið lykkjur af þræði til baka á prjóninn, en látið 9-10-10 (10-12) lykkjur að bakstykki vera áfram á þræði fyrir hálsmál. Haldið áfram með útaukningu í 2. hverri umferð - JAFNFRAMT er felld af 1 lykkja við hálsmál (= að lykkjum á þræði) í 4. hverri umferð alls 6-7-7 (7-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 14-15-17 (18-19) cm (frá umferð þar sem útaukning á framstykki byrjar og við miðju að framan) fellið af 3-4-4 (5-5) fyrir hnappagötum þannig (frá hálsmáli, þ.e.a.s. frá röngu): Prjónið 2 lykkjur, fellið af 2 lykkjur, * prjónið 12-9-11 (9-10) lykkjur, fellið af 2 lykkjur *, endurtakið *-* alls 2-3-3 (4-4) sinnum, prjónið síðan slétt út umferðina. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur yfir allar lykkjur sem l voru felldar af. Eftir alla úrtöku og útaukningu eru 90-93-109 (115-121) lykkjur á prjóni. Þegar útaukningu í hægri hlið er lokið, fellið af 51-52-62 (66-70) lykkjur frá hálsmáli og niður að kanti að framan (fellið af frá röngu) = 39-41-47 (49-51) lykkjur eftir á prjóni. Prjónið áfram í garðaprjóni fram og til baka yfir þessar lykkjur í ca 1-1-2 (2-3) cm (brjótið stykkið saman tvöfalt við öxl og passið uppá að framstykki sé jafn langt og bakstykki). Fellið af. VINSTRI HELMINGUR: Prjónið á sama hátt og hægri helmingur nema án hnappagata – þetta stykki á að ganga frá með rönguna út. FRÁGANGUR: Leggið 2 stykkin að hvoru öðru og saumið saman við miðju að aftan – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Brjótið peysuna saman tvöfalda og saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt í ysta lykkjubogann. Saumið tölur í. HÁLSMÁL: Prjónið upp 55 til 75 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði) í kringum hálsmál á hringprjón nr 3 með Fabel. Prjónið 3 umf slétt fram og til baka, fellið af. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, byrjað er að prjóna skálmar. SKÁLM: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 56-60-64 (68-72) lykkjur á sokkaprjóna nr 3 með Alpaca. Setjið eitt merki í byrjun umferðar = innan á skálm. Prjónið þannig: 1 l sl, * 2 l br/2 l sl *, endurtakið frá *-* endið á 2 l br og 1 l sl. Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við merki með því að prjóna 2 l í 1 l, útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í stroffprjón. Endurtakið útaukningu í 5.-6.-8. (9.-12.) hverri umf, alls 8 sinnum = 72-76-80 (84-88) l. Þegar skálmin mælist 16-20-23 (25-33) cm er stykkinu skipt upp við merki og prjónið áfram fram og til baka – JAFNFRAMT er fitjuð upp 1 ný l í hvorri hlið fyrir saum = 74-78-82 (86-90) l. Þegar stykkið mælist 18-22-25 (27-35) cm fellið af 5 l í hvorri hlið (= 1 kantlykkja, 1 l sl, 2 l br og 1 l sl) = 64-68-72 (76-80) l. Geymið stykkið og prjónið hina skálmina á sama hátt. BUXUR: Setjið skálmarnar saman á hringprjóna nr 3 = 128-136-144 (152-160) l. Setjið 1 merki við miðju að framan og 1 merki við miðju að aftan (bæði merkin eiga að vera mitt á milli 2 l sl). Haldið áfram með stroffprjón = 2 l sl/2 l br – JAFNFRAMT er aukið út fyrir aftan og lykkjum fækkað að framan þannig: ÚTAUKNING AÐ AFTAN: Aukið út 2 l að aftan – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING að ofan. Endurtakið útaukningu í 4. hverri umf, alls 4 sinnum. ÚRTAKA AÐ FRAMAN: Fækkið um 2 l að framan – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í 4. hverri umf alls 8 sinnum. Eftir alla útaukningu og úrtöku eru 120-128-136 (144-152) l á prjóni. Haldið áfram með stroffprjón þar til stykkið mælist 38-42-47 (52-60) cm, fellið af. FRÁGANGUR: Saumið saman efst á innanverðu á hvorri skálm innan við 1 kantlykkju. Saumið saman op í klofi – framstykki að bakstykki. | ||||
| Skýringar á teikningu | ||||
| 
 | ||||
|  | ||||
|  | ||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #killianset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | ||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 18-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.