Turid Johansen skrifaði:
Ang. oppskrift 52-3 Linus: Stemmer det at det ikke skal være økning av masker etter at vrangborden er ferdig på bolen? Maskeantallet stemmer ikke når man kommer opp til M 2. 232 masker lar seg ikke dele på 12 ...
25.09.2023 - 12:37DROPS Design svaraði:
Hej Turid, starter du ved pilen for din størrelse? Du starter både forstykke og bagstykke ved pilen (mønsteret skal altså ikke gå op hele veje rundt)
05.10.2023 - 09:07
Berbett skrifaði:
Bonjour, Comment assembler un tricot au point de mailles, il s'agit du bonnet Linus. (Faut-il rabattre les mailles dans un premier temps puis coudre au point de mailles et quelle est la technique de ce point de mailles ?) En vous remerciant d'avance pour votre aide. Cordialement. Pia.
02.06.2020 - 16:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Berbett, cette vidéo montre la couture à faire en haut du bonnet (le haut du bonnet doit être plat, pliez le bien en double). Bon tricot!
02.06.2020 - 17:44
Drops Design skrifaði:
Du feller på hver og annenhver pinne omhverandere: 1., 3., 4., 6., 7., 9........
15.01.2009 - 12:41
Lena skrifaði:
Jeg skjønner ikke hvordan det skal felles til tå på strømpene. Hva menes med vekselvis hver og hver 2.omg??? Betyr det annenhver omgang, eller 2 omganger med felling, en omgang uten felling?
14.01.2009 - 18:52
Linus |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa, húfa og sokkar með marglitu norrænu mynstri úr DROPS Karisma.
DROPS 52-3 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*. KANTUR: Prjónið 1,5 cm í sléttprjóni, 1 umferð brugðið (= uppábrot), prjónið 1,5 cm sléttprjón. STROFF: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð í hring á hringprjóna og klippt er upp fyrir handveg og op í hálsmáli í lokin. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 176-184-200 (216-224-232) lykkjur með litnum koksgrár DROPS Karisma á hringprjón 2,5 og prjónið STROFF – sjá útskýringu að ofan - í 5-5-5 (5-6-6) cm. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið M.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir M.1 er prjónað M.2 upp úr þar til stykkið mælist ca 34-37-42 (44-46-49) cm – stillið af eftir mynstri (nú eru eftir ca 11 cm af stykki). Byrjið við M.2 við ör í mynsturteikningu og prjónið lykkjur yfir framstykki, byrjið aftur við ör og prjónið lykkjur yfir bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 29-31-34 (35-36-38) cm er aukið út um 4 lykkjur í hvorri hlið (þessar lykkjur eru til að klippa upp í lokin og eru ekki prjónaðar inn í mynstur). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 32-35-37 (39-41-42) cm fellið af 6 miðjulykkjur fyrir klauf / opi. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 4 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af – þessar lykkjur eru til að klippa upp í lokin og eru ekki prjónaðar með inn í mynstur. Eftir M.2 er prjónað M.3 – byrjið við ör í mynsturteikningu og prjónið lykkjur yfir framstykki, byrjið aftur við ör og prjónið lykkjur yfir bakstykki. Þegar stykkið mælist 40-43-47 (49-51-54) cm fellið af 22-22-24 (24-26-26) miðjulykkjur + 4 lykkjur til að klippa upp á framstykki fyrir hálsmáli. Nú er prjónað til loka fram og til baka. Fækkið síðan lykkjum hvoru megin við hálsmál í annarri hverri umferð: 2 lykkjur 1 sinni, 1 lykkja 2 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 43-46-51 (53-55-58) cm fellið af 32-32-34 (34-36-36) miðjulykkjur að aftan fyrir hálsmáli. Fellið síðan af 2 lykkjur í hvorri hlið í næstu umferð við hálsmál að aftan. Fellið af eftir M.3 – stykkið mælist ca 45-48-53 (55-57-60) cm. ERMI: Fitjið upp 38-38-40 (42-44-46) lykkjur á sokkaprjón 2,5 með litnum koksgrár DROPS Karisma og prjónið STROFF – sjá útskýringu að ofan - í 3-4-4 (4-4-4) cm jafnframt sem aukið er út um 4-6-8 (6-6-4) lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð = 42-44-48 (48-50-50) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið M.1. JAFNFRAMT eftir stroff er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi 14-16-18 (20-21-24) sinnum í stærð 3/4+5/6+7/8+9/10+13/14 ára: Til skiptis í 4. og 5. hverri umferð 11/12 ára: Í 5. hverri umferð = 70-76-84 (88-92-98) lykkjur. Eftir M.1 er prjónað M.2 upp úr þar til stykkið mælist ca 23-27-31 (34-38-41) cm – stillið af eftir mynstri (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli). Eftir M.2 er prjónað M.4, síðan eru prjónaðar 2 umferðir með litnum koksgrár. Stykkið mælist ca 26-30-34 (37-41-44) cm. Prjónið síðan 2 cm sléttprjón með rönguna út að kanti fyrir saum yfir kant sem klipptur var upp á fram- og bakstykki. Fellið af. FRÁGANGUR. Saumið merkiþráð niður mitt í útauknar lykkjur í hvorri hlið við miðju að framan. Saumið tvo sauma í saumavél sitt hvoru megin við merkiþráðinn, ca ½ lykkju frá merkiþræði hvoru megin. Klippið upp fyrir handveg og opi að framan. Saumið axlasaum. KANTUR AÐ FRAMAN: Takið upp ca 20-30 lykkjur meðfram vinstri hlið á klauf / opi að framan á prjón 2,5 með litnum koksgrár DROPS Karisma og prjónið KANTUR – sjá útskýringu að ofan. Endurtakið meðfram hægri hlið á opi. Brjótið kantinn saman tvöfaldan að röngu og saumið. Saumið opið niður neðst með lykkjuspori frá réttu. HÁLSMÁL: Takið upp 80-94 lykkjur í kringum hálsmál og yfir op á sokkaprjón 2,5 með litnum koksgrár DROPS Karisma og prjónið KANTUR – sjá útskýringu að ofan – fram og til baka. Brjótið kantinn saman tvöfaldan að röngu og saumið. FRÁGANGUR: Saumið ermar í við fram- og bakstykki frá réttu þannig: Saumið til skiptis 1 spor í síðustu umferð frá ermi á undan kant fyrir saum og 1 spor í fram- og bakstykki eftir saum úr saumavél. Snúið peysunni við og saumið í höndunum kant fyrir saum yfir kant sem klipptur var upp á fram- og bakstykki. Saumið krækjur í peysuna. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. HÚFA: Fitjið upp 96-108-120 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum koksgrár DROPS Karisma og prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 2 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið M.3 en mynstureining/mynstrið er prjónað ofan frá og niður. Prjónið síðan til loka með M.2. Þegar stykkið mælist 18-20-22 cm er fellt af. Leggið húfuna flata saman og saumið húfuna saman efst með LAUSU lykkjuspori frá réttu. EYRNALEPPAR: Fitjið upp 3 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með litnum koksgrár DROPS Karisma og prjónið garðaprjón. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin 9-10-11 sinnum þannig: Hægri hlið: Prjónið tvær lykkjur í fyrstu lykkju. Vinstri hlið: Prjónið tvær lykkjur í næst síðustu lykkju = 21-23-25 lykkjur á prjóni. Prjónið nú þar til stykkið mælist 9-10-11 cm og fellið af. Heklið loftlykkjur ca 25 cm með heklunál 3,5 og festið böndin í miðju á 3 uppfitjunarlykkjum. FRÁGANGUR: Saumið eyrnaleppana við húfuna frá röngu í síðustu umferð á undan sléttprjóni með 11-12-13 cm millibili að aftan. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKAR Fitjið upp 44-46-48 (50-52-52) lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum koksgrár DROPS Karisma og prjónið STROFF – sjá útskýringu að ofan – í 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið M.1 JAFNFRAMT því sem aukið er út um 4-6-4 (6-4-4) lykkjur jafnt yfir í 1. umferð = 48-52-52 (56-56-56) lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir M.1 er prjónað áfram með M.2. Setjið eitt prjónamerki við miðju að aftan. Þegar stykkið mælist 24-24-28 (27-30-32) cm fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í 4. hverri umferð 4-5-4 (6-5-5) sinnum = 40-42-44 (44-46-46) lykkjur. Þegar stykkið mælist 30-32-34 (36-38-40) cm prjónið til loka með litnum koksgrár. Prjónið hæl þannig: Prjónið 5-5-5 (6-6-6) cm sléttprjón fram og til baka yfir 18 miðjulykkjur að aftan (efstu 22-24-26 (26-28-28) lykkjur eru settar á þráð). HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 10 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Takið 1 lykkju óprjónaða, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja brugðið, snúið stykkinu. UMFERÐ 3: Takið 1 lykkju óprjónaða, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 4: Takið 1 lykkju óprjónaða, 6 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja brugðin, snúið stykkinu. UMFERÐ 5: Takið 1 lykkju óprjónaða, 7 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 6: Takið 1 lykkju óprjónaða, 8 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja brugðin, snúið stykkinu. UMFERÐ 7: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, 8 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman = 10 lykkjur á prjóni. Takið nú upp 11-11-11 (13-13-13) lykkjur hvoru megin við hæl og setjið allar lykkjur jafnt yfir á 4 sokkaprjóna = 54-56-58 (62-64-64) lykkjur. Fækkið síðan um 1 lykkju hvoru megin við efstu 22-24-26 (26-28-28) lykkjur í annarri hverri umferð 6-6-5 (7-7-7) sinnum = 42-44-48 (48-50-50) lykkjur. Þegar fóturinn mælist 13-15-16 (17-18-20) cm (frá þar sem úrtaka á hæl byrjar) er lykkjum fækkað fyrir tá. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fæti og fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (alls 4 úrtökur í umferð) 8-8-10 (10-10-10) sinnum til skiptis í hverri og annarri hverri umferð = 10-12-8 (8-10-10) lykkjur. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 37 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 52-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.