Undine skrifaði:
Also der Schal wird nur aus einem Faden Nord gestrickt laut Anleitung , ist das richtig? Oder doch auch mit Kid Silk zusammen?
06.11.2025 - 19:49DROPS Design svaraði:
Liebe Undine, der Schal wird mit Nord (1 Faden) und Kid-Silk (2 Fäden gestrickt). Die Beschreibung in der Anleitung wird präzisiert, damit das deutlicher wird. Viel Spaß beim Stricken!
07.11.2025 - 10:31
Sabine skrifaði:
Der Abnahmetipp scheint mir falsch, der letzte Satz sollte sicherlich der vorletzte sein und lauten: "NACH DER MARKIERTEN MASCHE".
15.10.2025 - 15:14DROPS Design svaraði:
Liebe Sabine, danke für Ihren Hinweis, Sie haben natürlich Recht - es muss NACH der markierten Masche heißen, die Anleitung wird korrigiert.
22.10.2025 - 20:59
Cherry Fluff Set#cherryfluffset |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð húfa og hálsklútur úr 1 þræði DROPS Nord og 2 þráðum DROPS Kid-Silk eða 1 þræði DROPS Alpaca og 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað í klukkuprjóni og stroffprjóni.
DROPS 261-24 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI (prjónað fram og til baka): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkjur slétt og 1 lykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með að slá 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til eftir er 1 uppsláttur og 2 lykkjur, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Endurtakið síðan UMFERÐ 2 og 3. KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI (prjónað í hring): UMFERÐ 1: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 2: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 3: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* út umferðina. Endurtakið síðan UMFERÐ 2 og 3. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um húfu): Fækkið lykkjum við hvert merki þannig: Á UNDAN LYKKJU MEÐ MERKI: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Það fækkar um 8 lykkjur í hverri umferð. Á EFTIR LYKKJU MEÐ MERKI: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í klukkuprjóni með uppslætti. HÁLSKLÚTUR: Fitjið upp 33 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Nord eða 1 þræði DROPS Alpaca saman með 2 þráðum DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – lesið leiðbeiningar að ofan. Prjónið síðan fram og til baka í KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI (prjónað fram og til baka) – lesið leiðbeiningar að ofan. Munið að fylgja prjónfestunni. Prjónið þar til stykkið mælist ca 178 cm – endið eftir umferð eins og UMFERÐ 3. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, * prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum. Hálsklúturinn mælist ca 180 cm. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breyttu eftir þörfum. Stykkið er prjónað í hring neðan frá og upp, fyrst í klukkuprjóni með uppslætti, síðan í stroffprjóni. HÚFA: Fitjið upp 70-78 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Nord eða 1 þræði DROPS Alpaca og 2 þráðum DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið hringinn í KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI (prjónað í hring) – lesið leiðbeiningar að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 12 cm. Nú er prjónuð 1 umferð slétt – uppslátturinn er prjónaður saman með lykkjum sem hann tilheyrir. Prjónið 1 umferð stroffprjón (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) jafnframt sem aukið er út um 10-10 lykkjur jafnt yfir = 80-88 lykkjur. Munið að fylgja prjónfestunni. Prjónið síðan í stroffprjóni (= 1 lykkja brugðið/ 1 lykkja slétt). Þegar stykkið mælist 23-23 cm (það eru eftir ca 8-9 cm að loka máli) setjið 4 merki í stykkið þannig: Setjið merkin í slétta lykkju þannig að það séu 19-21 lykkjur á milli hverra lykkja með merki í. Fækkið um 2 lykkjur við hvert merki – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 8-9 sinnum = 16-16 lykkjur. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 8-8 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Stykkið mælist 31-32 cm. Brjótið uppá neðstu 8-8 cm á húfunni að réttu, húfan mælist 23-24 cm þegar búið er að brjóta uppá húfuna. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cherryfluffset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 261-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.