Laila Nielsen skrifaði:
Skal der tages ud umiddelbart efter man har samlet masker op i begge sider eller skal man strikke 22cm inden man tager ud mvh laila
11.11.2025 - 07:46DROPS Design svaraði:
Hei Laila. Man skal strikke 22 cm inden man tager ud i begge sider. mvh DROPS Design
24.11.2025 - 08:24
Solvår skrifaði:
Da har jeg kommet så langt at jeg har 90 masker på pinnen og lagt opp 8 nye. Skal det strikkes rundt derfra og ikke frem og tilbake
08.11.2025 - 19:21DROPS Design svaraði:
Hei Solvår. Ja, det stemmer. Nå strikkes det rundt. mvh DROPS Design
10.11.2025 - 15:48
Susanne skrifaði:
Skal der tages ud umiddelbart efter man har samlet masker op på begge sider af toppen . Eller skal man strikke 22cm inden man tager ud i begge sider
04.11.2025 - 15:14DROPS Design svaraði:
Hei Susanne. Man skal strikke 22 cm inden man tager ud i begge sider. mvh DROPS Design
17.11.2025 - 11:49
Rita Rücker skrifaði:
Hallo, ich habe jetzt die 114 Maschen für den Tunnelzug aufgenommen, weiß aber jetzt nicht, wie ich weiter stricken soll. Vielen Dank für eine Antwort und viele Grüße Rita
30.10.2025 - 13:36DROPS Design svaraði:
Liebe Rita, Sie schlagen auf der rechten Nadel 9 Maschen an. Dann heben Sie diese 9 Maschen auf die linke Nadel, sodass diese 9 Maschen in einer Hin-Reihe vor den aufgefassten Maschen liegen. Dann stricken Sie 8 Maschen rechts und stricken die 9. Masche (der angeschlagenen Maschen) mit der 1. Masche der aufgefassten Maschen zusammen. Dann heben Sie die gestrickten 9 Maschen wieder auf die linke Nadel und stricken Sie wieder ganz genauso in der Hin-Reihe - es werden keine Rück-Reihen gestrickt, dadurch entsteht eine "Röhre", d.h. der Tunnelzug. Viel Spaß mit Ihrer neuen Kapuze! :-)
30.10.2025 - 23:09
Snow White Hood#snowwhitehood |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð hettuhúfa / balaklava úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað í sléttprjóni og i-cord. Stærð S - XL.
DROPS 261-5 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. I-CORD AFFELLING: Fitjið upp 9 nýjar lykkjur á hægri prjón (frá réttu á stykki). Lyftið þessum 9 nýju lykkjum frá hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sem prjónað er með sitji 9 lykkjum inn á vinstri prjóni og prjónið frá réttu án þess að snúa stykkinu þannig: * Prjónið 8 lykkjur slétt, prjónið næstu 2 lykkjur snúnar slétt saman, lyftið til baka 9 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón og herðið á þræðinum *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir. Fellið af og festið þráðinn. I-CORD SNÚRA: Prjónið snúru með 2 lykkjur á sokkaprjón 5,5 þannig: Fitjið upp 2 lykkjur og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig: * Færið allar lykkjurnar yfir í hægri hlið á prjóninum án þess að snúa stykkinu, herðið á þræðinum og prjónið slétt yfir allar lykkjur *, prjónið frá *-* að óskaðri lengd. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BALAKLAVA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan yfir ennið og aftur á bak. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp í hvorri hlið og prjónað er fram og til baka ofan frá og niður. Þegar hettan hefur verið prjónuð til loka, eru lykkjur fitjaðar upp undir opi á hettunni og stykkið er síðan prjónað í hring. Í lokin er prjónaður upp kantur í kringum opið á hettunni. BALAKLAVA: Fitjið upp 24-26 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði DROPS Alpaca Bouclé og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Uppfitjunarkantur = fyrir miðju að framan yfir enni. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni þar til stykkið mælist 21-22 cm. Klippið þráðinn, þetta stykki myndar toppinn á hettunni. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram báðum hliðum innan við ystu lykkju þannig: Byrjið frá horni við uppfitjunarkantinn og prjónið upp 30-32 lykkjur meðfram annarri hliðinni frá réttu (= hægri hlið frá réttu þegar uppfitjunarkanturinn snýr að þér), prjónið yfir 24-26 lykkjur frá toppi á höfði, prjónið síðan upp 30-32 lykkjur meðfram hinni hliðinni (= vinstri hlið frá réttu þegar uppfitjunarkanturinn snýr að þér) = 84-90 lykkjur. Stykkið er nú mælt frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 22-22 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp meðfram hliðinni. Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan og aukið út í hvorri hlið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, aukið út 1 lykkju til hægri, endið með 3 lykkjur slétt (= 2 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið yfir allar lykkjur. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-4 sinnum (= 6-8 lykkjur fleiri) = 90-98 lykkjur. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið slétt yfir allar lykkjur, í lok umferðar eru fitjaðar upp 8 nýjar lykkjur í umferð = 98-106 lykkjur. Stykkið mælist ca 25-26 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp og 32-34 cm frá miðju ofan á hettu. Setjið 1 merki í stykkið, héðan er nú stykkið mælt frá. Prjónið síðan stykkið í hring í sléttprjóni. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 1 cm frá merki. Í næstu umferð eru auknar út 4-4 lykkjur jafnt yfir í umferð = 102-110 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 3 cm frá merki. Í næstu umferð eru auknar út 8-8 lykkjur jafnt yfir í umferð = 110-118 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 6 cm frá merki. Í næstu umferð eru auknar út 10-12 lykkjur jafnt yfir í umferð = 120-130 lykkjur. Prjónið hringinn þar til stykkið mælist 12-12 cm frá merki. Fellið af aðeins laust. FALDUR FYRIR SNÚRU: Notið hringprjón 5,5 og 1 þráð í hvorri tegund (= 2 þræðir). Byrjið fyrir miðju í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp við kraga / hálsmál fyrir miðju að framan og prjónið upp ca 108-114 lykkjur í kringum opið frá réttu – stillið af að prjónaðar séu upp jafnmargar lykkjur hvoru megin á hettunni. Haldið áfram hringinn frá réttu með I-CORD AFFELLING – lesið leiðbeiningar að ofan. Þegar prjónað hefur verið allan hringinn og fellt af, á að vera 1 op hvoru megin við i-cordinn. Hér á að þræða snúru í gegnum annað opið, í gegnum i-cordinn (= faldinn) og út um hitt opið. SNÚRA: Notið sokkaprjóna 5,5 og 1 þráð í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið I-CORD SNÚRA – lesið leiðbeiningar að ofan. Þegar snúran er ca 144-150 cm er þráðurinn dreginn í gegnum 2 lykkjurnar. Festið þræðina, herðið aðeins á snúrunni til að hún verði þynnri og þéttari, þræðið snúruna inn í faldinn. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowwhitehood eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 261-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.