Misty Fjord Hood#mistyfjordhood |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónaður hettuhálsklútur úr DROPS Air. Stykkið er prjónað í garðaprjóni og i-cord. Stærð S - XL.
DROPS 261-4 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. I-CORD AFFELLING: Fitjið upp 2 nýjar lykkjur á hægri prjón. Lyftið þessum 2 nýju lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sem prjónað er með sitji 2 lykkjum inn á vinstri prjóni, allar umferðir eru prjónaðar frá réttu og stykkinu er ekki snúið við, prjónið þannig: * Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur snúnar slétt saman, lyftið 2 lykkjum af hægri prjóni til baka yfir á vinstri prjón *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir. 2 LYKKJUR I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HETTUHÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hettan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan yfir enni og aftur á bak. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp í hvorri hlið og prjónað er fram og til baka ofan frá og niður. Þegar hettan hefur verið prjónuð til loka, eru lykkjurnar settar á hjálparprjón/þráð. Prjónaður er upp kantur sem felldur er af með i-cord í kringum op við andlit. Lykkjur eru fitjaðar upp fyrir hálsklútinn sem byrjar fyrir miðju aftan í hnakka. Prjónað er fram og til baka yfir hálsklútinn, jafnframt sem teknar eru upp 2 og 2 lykkjur frá lykkjum af þræði frá hettu. Þegar allar lykkjur hafa verið prjónaðar upp frá miðju að aftan og fram í aðra hliðina (= helmingur af lykkjum frá hettu), er hálsklúturinn prjónaður til loka fram og til baka. Í lokin er hin hliðin á hálsklútnum prjónuð frá miðju að aftan og út á sama hátt. Í lokin er hálsklúturinn saumaður saman fyrir miðju aftan í hnakka. HETTA: Fitjið upp 24-28 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Uppfitjunarkantur = fyrir miðju fram yfir enni. Prjónið fram og til baka í GARÐAPRJÓN – lesið leiðbeiningar að ofan, þegar stykkið mælist 18-18 cm á að prjóna síðustu umferð frá röngu. Klippið þráðinn, þetta stykki myndar toppinn fyrir miðju ofan á hettu. Nú á að prjóna upp lykkjur meðfram báðum hliðum innan við ystu lykkju þannig: Byrjið frá horni við uppfitjunarkantinn og prjónið upp 35-35 lykkjur meðfram annarri hliðinni frá réttu (= hægri hlið frá réttu þegar uppfitjunarkanturinn snýr að þér), prjónið yfir 24-28 lykkjur frá toppi á höfði, prjónið síðan upp 35-35 lykkjur meðfram hinni hliðinni (= vinstri hlið frá réttu þegar uppfitjunarkanturinn sýnr að þér) = 94-98 lykkjur. Síðan á að mæla stykkið frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið garðaprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 21-21 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp meðfram hlið. Klippið þráðinn, hettan hefur nú verið prjónuð til loka. Setjið 47-49 fyrstu lykkjur á hjálparprjón og 47-49 síðustu lykkjur eru settar á annan hjálparprjón (= skipting fyrir miðju að aftan). Þessar lykkjur eru notaðar síðar þegar hálsklúturinn er prjónaður hvoru megin við hettuna. Fyrst er prjónaður i-cord kantur meðfram opi á hettunni eins og útskýrt er að neðan. I-CORD KANTUR: Prjónið upp kant meðfram opi fyrir andlit fram að réttu þannig: Byrjið neðst í hægri hlið á hettu (hægri hlið = séð þegar flíkin er mátuð), innan við 1 lykkju er prjónuð upp 1 lykkja í aðra hverja umferð upp að uppfitjunarkanti (= ca 40-40 lykkjur), síðan er prjónuð upp 1 lykkja í hverja lykkju meðfram uppfitjunarkanti (= 24-28 lykkjur), í lokin er prjónuð upp 1 lykkja í aðra hverja umferð niður meðfram vinstri hlið við op fyrir andlit (= ca 40-40 lykkjur) = ca 104-108 lykkjur meðfram opi fyrir andlit. Klippið þráðinn og byrjið uppá nýtt frá réttu neðst í hægri hlið og prjónið I-CORD AFFELLING – lesið leiðbeiningar að ofan. Þær 2 lykkjur sem eru eftir frá i-cord eru settar á hjálparprjón saman með 47-49 lykkjum frá vinstri hlið á hettu, þessar lykkjur eru síðar prjónaðar inn í hálsklútinn = 49-51 lykkjur á hjálparprjóni fyrir vinstri hlið. Klippið þráðinn. Takið upp 2 lykkjur þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir i-cord í hægri hlið og setjið þessar 2 lykkjur á hjálparprjón með 47-49 lykkjum í hægri hlið á hettu = 49-51 lykkjur á hjálparprjóni fyrir hægri hlið. Nú eru lykkjur fitjaðar upp fyrir hálsklút á nýjan prjón eins og útskýrt er að neðan. HÁLSKLÚTUR HÆGRA STYKKI: Lykkjur eru fitjaðar upp fyrir hálsklút sem prjónaður er fram og til baka JAFNFRAMT sem 2 og 2 lykkjur frá hettu eru prjónaðar slétt saman með síðustu lykkju á prjóni, lykkjur frá hettu eru prjónaðar upp frá miðju aftan á hettu og fram í hægri hlið. Fitjið upp 30-30 lykkjur á prjón 4, þessi uppfitjunarkantur = miðja aftan í hnakka. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur I-CORD – lesið leiðbeiningar að ofan, prjónið garðaprjón þar til 1 lykkja er eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt (= síðasta lykkja í umferð), prjónið 2 lykkjur frá hettu 2 sléttar lykkjur saman, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru 2 sléttar lykkjur saman frá hettu (= 2 lykkjur af hjálparprjóni færri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur i-cord. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið garðaprjón þar til 1 lykkja er eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt (= síðasta lykkjan í umferð), prjónið 1 lykkju slétt frá hettu, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð frá hettu (= 1 lykkja af hjálparprjóni færri). UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur i-cord. Endurtakið UMFERÐ 1 til 4 þar til prjónaðar hafa verið upp 47-49 fyrstu lykkjur frá hettu – það eru eftir 2 lykkjur á hjálparprjóni frá hettu (þ.e.a.s. 2 lykkjur frá i-cord kanti). Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 i-cord kantlykkjur og prjónið garðaprjón út umferðina, prjónið síðustu 2 lykkjur frá hettu slétt saman = 31-31 lykkjur. Síðan er prjónað fram og til baka þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur i-cord = 31-31 lykkjur. Prjónið 12-14 umferðir fram og til baka í garðaprjóni og 2 lykkjur i-cord í hvorri hlið. Í næstu umferð frá réttu byrjar úrtaka, fækkað er um 1 lykkju frá réttu þannig: Prjónið eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, endið með 2 lykkjur i-cord. Prjónið síðan fram og til baka eins og áður jafnframt því sem lykkjum er fækkað á sama hátt í 12. hverri umferð (= ca í 3. hverjum cm) þar til 7-7 lykkjur eru eftir í umferð. Prjónið 8-10 umferðir eins og áður. Fellið af samtímis sem fyrstu 2 og síðustu 2 lykkjur eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman. Hálsklúturinn mælist ca 102-106 cm frá uppfitjunarkanti á hálsklút fyrir miðju að aftan. HÁLSKLÚTUR VINSTRA STYKKI: Prjónað er á sama hátt og á hægri hlið á hálsklút, lykkjur eru fitjaðar upp fyrir vinstri hálsklút og prjónað er fram og til baka JAFNFRAMT sem 2 og 2 lykkjur frá hettu eru prjónaðar slétt saman með síðustu lykkju í umferð, lykkjur frá hettu eru prjónaðar saman frá miðju aftan á hettu og fram að vinstri hlið. Fitjið upp 30-30 lykkjur á prjón 4, þessi uppfitjunarkantur = miðja aftan í hnakka. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið garðaprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 lykkja brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Setjið 2 lykkjur frá hjálparprjóni frá hettu yfir á vinstri prjón, prjónið 3 lykkjur slétt saman (þ.e.a.s. 2 lykkjur frá hettu og 1 lykkju frá hálsklút eru prjónaðar slétt saman), prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur i-cord (= 2 lykkjur af hjálparprjóni færri). UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið garðaprjón þar til 1 lykkja er eftir í umferð, 1 lykkja brugðið. UMFERÐ 4 (= rétta): Setjið 1 lykkju af hjálparprjóni frá hettu yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt saman (þ.e.a.s. 1 lykkja frá hettu og 1 lykkja frá hálsklút eru prjónaðar slétt saman), prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur i-cord (= 1 lykkja af hjálparprjóni færri). Endurtakið UMFERÐ 1 til 4 þar til prjónaðar hafa verið upp 47-49 fyrstu lykkjur frá hettu – það eru eftir 2 lykkjur á hjálparprjóni frá hettu (þ.e.a.s. 2 lykkjur frá i-cord kanti). Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 2 lykkjur i-cord, prjónið garðaprjón þar til 1 lykkja er eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið síðustu 2 lykkjur af hjálparprjóni frá hettu 2 lykkjur brugðið saman = 31-31 lykkjur. Prjónið síðan fram og til baka þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur i-cord = 31-31 lykkjur. Prjónið 13-15 umferðir fram og til baka í garðaprjóni og 2 lykkjur i-cord í hvorri hlið. Í næstu umferð frá réttu byrjar úrtaka, fækkað er um 1 lykkjur frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur i-cord. Prjónið síðan fram og til baka eins og áður jafnframt sem lykkjum er fækkað á sama hátt í 12. hverri umferð (= ca í 3. hverjum cm) þar til 7-7 lykkjur eru eftir í umferð. Prjónið 8-10 umferðir eins og áður. Fellið af samtímis sem fyrstu 2 og síðustu 2 lykkjur eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman. Hálsklúturinn mælist ca 102-106 cm frá uppfitjunarkanti á hálsklút fyrir miðju að aftan. FRÁGANGUR: Saumið hægra og vinstra stykki á hálsklút saman fyrir miðju að aftan með lykkjuspori. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mistyfjordhood eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 261-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.