Sunlit Sands#sunlitsandsbikini |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Heklað bikiní úr DROPS Muskat. Stykkið er heklað í fastalykkjum með sólfjaðrakanti. Stærð XS – XXL.
DROPS 256-15 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJUR: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju. HEKLLEIÐBEININGAR (á við um neðri hluta): Hver umferð með fastalykkjum byrjar með 1 loftlykkju áður en heklað er áfram með fastalykkjum í hverja lykkju. Þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju, heldur kemur sem viðbót. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkað er um 1 fastalykkju í hvora hlið á umferð þannig: Heklið 1 fastalykkju, * stingið heklunálinni inn í næstu lykkju, sækið þráðinn *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni (= 1 lykkja færri). Heklið síðan 1 fastalykkju í hverja lykkju þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, endurtakið úrtöku yfir næstu 2 lykkjum og heklið 1 fastalykkju í síðustu lykkju. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út 1 lykkju í hvora hlið á umferð með því að hekla 2 lykkjur í fyrstu og síðustu lykkju í umferð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BIKINÍ - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Neðri hlutinn er heklaður sem eitt langt stykki, byrjað er í toppi á framstykki, heklað er niður á við fram og til baka, síðan upp að toppi á bakstykki. Neðri hlutinn er hnýttur saman með snúru í hvorri hið. Efri hlutinn samanstendur af 2 þríhyrningum sem tengdir eru saman með snúru. NEÐRI HLUTI: Heklið 45-45-51-51-51-57 loftlykkjur með heklunál 4 með DROPS Muskat. Lesið LOFTLYKKJUR og HEKLLEIÐBEININGAR og heklið fyrstu umferð þannig: Heklið 1 fastalykkju í 3. loftlykkju frá heklunálinni, 1 fastalykkja í hverja af næstu loftlykkjum út umferðina = 43-43-49-49-49-55 fastalykkjur (lykkjufjöldinn er deilanlegur með 6 + 1), snúið stykkinu. Síðan eru heklaðar fastalykkjur fram og til baka, jafnframt því sem fækkað er um 1 fastalykkju í hvorri hlið í hverri umferð alls 4-4-9-9-9-10 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 11-11-9-9-9-8 sinnum – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 13 fastalykkjur í öllum stærðum (stykkið mælist ca 15 cm í öllum stærðum). Munið eftir að fylgja uppgefinni heklfestu. Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm. Nú er bakstykkið heklað, setjið eitt merki í stykkið, héðan er nú stykkið mælt frá. Nú er aukið út um 1 fastalykkju í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 3 sinnum í öllum stærðum, síðan er aukið út í hverri umferð alls 8-8-10-10-10-10 sinnum og í lokin er aukið út í annarri hverri umferð alls 13-13-14-14-14-17 sinnum = 61-61-67-67-67-73 fastalykkjur (lykkjufjöldinn er deilanlegur með 6 + 1). Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju þar til bakstykkið mælist 23-24-25-26-27-28 cm, ekki klippa þráðinn, það á að nota hann áfram í kant. SÓLFJAÐRAKANTUR OG SNÚRA: Nú er heklaður kantur í 3 umferðir fram og til baka meðfram bakstykki – lesið MYNSTUR í útskýringu að ofan og heklið þannig: Heklið A.1, heklið A.2 þar til 6 fastalykkjur eru eftir, heklið A.3. Heklið fram og til baka eftir mynsturteikningu. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka ekki klippa þráðinn, nú er hekluð snúra þannig: Heklið 2 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, heklið 1 loftlykkju, * ekki snúa stykkinu, heklið 1 fastalykkju í efsta liðinn á fyrri fastalykkju, heklið 1 loftlykkju *, heklið frá *-* þar til bandið mælist ca 30-40 cm, klippið og festið þráðinn. Festið nýjan þráð í annarri hlið á sólfjaðrakanti og heklið aðra snúru til viðbótar á sama hátt héðan. Nú er heklaður kantur á sama hátt efst á framstykki, festið þráðinn með 1 keðjulykkju og heklið kantinn og snúruna á sama hátt og á bakstykki. EFRI HLUTI: Heklaðir eru 2 þríhyrningar sem tengdir eru saman með snúru. ÞRÍHYRNINGUR: Heklið 3 loftlykkjur með heklunál 4 með DROPS Muskat og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju (kemur í stað fyrstu fastalykkju), 1 fastalykkja í fyrstu loftlykkju í hringinn, 2 fastalykkjur í hvora af næstu 2 loftlykkjum í hringinn (= 6 fastalykkjur), setjið 1 merkiþráð og látið hann fylgja áfram með upp úr. Heklið síðan í hring til að koma í veg fyrir að það sjáist skil í byrjun umferðar. UMFERÐ 2: * Heklið 2 fastalykkjur í hvora af fyrstu 2 fastalykkjum, 1 loftlykkja *, heklið frá *-* alls 3 sinnum (= 12 fastalykkjur og 3 loftlykkjur). UMFERÐ 3: * Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 4 fastalykkjum, um loftlykkjur er hekluð 1 fastalykkja + 1 loftlykkja (= 1 horn) + 1 fastalykkja *, heklið frá *-* alls 3 sinnum (= 18 fastalykkjur og 3 loftlykkjur, það hafa nú þegar verið hekluð 3 horn og það eru 6 fastalykkjur á milli horna). UMFERÐ 4: 1 fastalykkja í hverja fastalykkju, um loftlykkjur í hvert horn er hekluð 1 fastalykkja + 1 loftlykkja + 1 fastalykkja (= 24 fastalykkjur og 3 loftlykkjur, það eru 8 fastalykkjur á milli hverra horna). UMFERÐ 5: 1 fastalykkja í hverja fastalykkju, um loftlykkjur í hvert horn er hekluð 1 fastalykkja + 1 loftlykkja + 1 fastalykkja (= 30 fastalykkjur og 3 loftlykkjur, það eru 10 fastalykkjur á milli horna). Haldið svona áfram með útaukningu þar til stykkið mælist ca 8-8½-9-9½-10-10½ cm frá miðju og út (eða að óskaðri stærð). Síðasta umferð er hekluð þannig: Heklið eins og áður þar til 1 hlið er eftir með fastalykkjum, heklið síðan meðfram síðustu hlið þannig: 1 hálfur stuðull í fyrstu fastalykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 hálfur stuðull í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* fram að horni og endið með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun umferðar (= gataröð). Ekki klippa þráðinn, snúið stykkinu að röngu og heklið sólfjaðrakant eins og útskýrt er að neðan. SÓLFJAÐRAKANTUR: Nú eru heklaðar 2 umferðir neðst meðfram gataröð. UMFERÐ 1 (= ranga): Heklið fastalykkjur meðfram gataröðinni JAFNFRAMT sem lykkjufjöldinn er jafnaður út þar til lykkjufjöldinn meðfram gataröðinni verði deilanlegur með 6 + 1. Snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= rétta): Nú er hekluð 1 umferð með MYNSTUR – lesið leiðbeiningar að ofan og heklið þannig: Heklið A.1, heklið A.2 þar til 6 lykkjur eru eftir, heklið A.3. Klippið og festið þráðinn. Heklið 1 þríhyrning til viðbótar á sama hátt. SNÚRA: Heklið 2 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, heklið 1 loftlykkju, * ekki snúa stykkinu, heklið 1 fastalykkju í efsta liðinn á fyrri fastalykkju, heklið 1 loftlykkju *, heklið frá *-* þar til snúran mælist ca 110-120-140-150-160-180 cm, klippið og festið þræðina. Þræðið snúruna upp og niður í gegnum gataröðina á 2 þríhyrningunum. Endarnir eru hnýttir aftan á baki. Heklið aðra snúru til viðbótar ca 180-185-190-195-200-210 cm. Þræðið inn endann frá röngu, í gegnum hornið efst á öðrum þríhyrningnum og síðan inn frá réttu í gegnum hornið efst á hinum þríhyrningnum. Lykkjan sem myndast á milli þríhyrninga á að vera aftan í hnakka þegar efri hlutinn er mátaður, endar eru hnýttir aftan í hnakka. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunlitsandsbikini eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 256-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.