Alison Kelt skrifaði:
What are the sizes please?
02.01.2026 - 20:10DROPS Design svaraði:
Hi Alison, the sizes range from S to XXXL. Indeed, the schematic drawing is missing, please check our website after January the 5th. Happy knitting!
03.01.2026 - 09:08
Ineke Schoenmakers skrifaði:
Ik begrijp de beschrijving van het achterpand niet als er staat: als de mouw 6-6 enz centimeter meet vanaf de laatste mindering enz. Welke mouw? Ik heb al veel patronen van Drops gebreid, maar dit patroon vind ik onduidelijk.
01.06.2025 - 16:55
French Love Top#frenchlovetop |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónaður toppur úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í garðaprjóni með i-cord og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 258-7 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. 3 KANTLYKKJUR I-CORD: FYRSTU 3 LYKKJUR: Prjónið svona í hverri umferð: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið. SÍÐUSTU 3 LYKKJUR: Prjónið svona í hverri umferð: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. LEIÐBEININGAR MÆLING: Vegna þyngdar á garninu og garðaprjóni, þá eru öll mál á lengdina gerð þegar stykkinu er haldið uppi, til að koma í veg fyrir að stykkið verði of langt / sítt þegar það er mátað. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um í hliðum á framstykki / bakstykki og handveg): Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið 3 kantlykkjur eins og áður, 2 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið eins og áður þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur í garðaprjóni og 3 kantlykkjur eins og áður. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um hálsmál): Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið 1 kantlykkju í sléttprjóni, 2 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið eins og áður þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur í garðaprjóni og 1 kantlykkja í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um í hliðum á framstykki / bakstykki): Prjónið 3 kantlykkjur eins og áður, 2 lykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 5 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni og 3 kantlykkjur eins og áður. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í garðaprjóni. I-CORD AFFELLING: Lyftið 3 nýju lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sitji 3 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndast lítil snúru kantur). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. UMFERÐ 2 (rétta): Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Ekki snúa stykkinu. Endurtakið UMFERÐ 2 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið eitt lítið spor sem bindur saman byrjun og lokin á I-cord kantinn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Bakstykkið og framstykkið er prjónað hvort fyrir sig. Stykkið er prjónað neðan frá og upp og stykkin eru saumuð saman. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og fellt er af með i-cord. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. BAKSTYKKI: Fitjið upp 76-84-90-98-110-120 lykkjur með prjóna 5 með DROPS Paris. Prjónið 3 KANTLYKKJUR I-CORD – lesið leiðbeiningar að ofan, prjónið GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 3 kantlykkjur i-cord. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7 cm – lesið LEIÐBEININGAR MÆLING, fækkið lykkjum í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið í 3. hverjum cm alls 3 sinnum = 70-78-84-92-104-114 lykkjur. Þegar stykkið mælist 6-6-6-7-7-7 cm frá síðustu úrtöku, aukið út í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og aukið út þannig: Aukið út 1 lykkju í hvorri hlið í hverjum 3-3-3½-4-4½-5 cm alls 3 sinnum = 76-84-90-98-110-120 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm – munið eftir LEIÐBEININGAR MÆLING. Í byrjun næstu 2 umferða eru felldar af 4-6-8-8-10-10 lykkjur fyrir handveg = 68-72-74-82-90-100 lykkjur. Prjónið fram og til baka í garðaprjóni með 3 kantlykkjur i-cord í hvorri hlið eins og áður. Þegar prjónaðar hafa verið 4-4-4-2-2-2 umferðir og næsta umferð er prjónuð frá réttu, byrjar úrtaka fyrir handveg – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Í hvorri hlið er lykkjum fækkað fyrir handveg í annarri hverri umferð þannig: Fækkið um 1 lykkju 0-0-0-2-4-7 sinnum í hvorri hlið. Fækkið síðan lykkjum fyrir handveg í 4. hverri umferð: 1 lykkja 3-3-3-3-4-4 sinnum í hvorri hlið og síðan í 6. hverri umferð: 1 lykkja 2-3-3-3-2-2 sinnum í hvorri hlið = 58-60-62-66-70-74 lykkjur eftir. Þegar stykkið mælist 45-47-49-51-53-55 cm – munið eftir LEIÐBEININGAR MÆLING, fellið af miðju 26-26-26-28-28-28 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: Prjónið síðan garðaprjón með 3 kantlykkjur i-cord eins og áður og 1 lykkju sléttprjón við hálsmál. Þegar prjónaðar hafa verið 3 eða 4 umferðir og næsta umferð er prjónuð frá réttu, fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 = 15-16-17-18-20-22 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm – munið eftir LEIÐBEININGAR MÆLING. FRAMSTYKKIÐ: Fitjið upp jafnmargar lykkjur á bakstykki og prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 42-43-44-46-47-48 cm – munið eftir LEIÐBEININGAR MÆLING. Nú eru miðju 22-22-22-22-22-22 lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: Prjónið garðaprjón síðan með 3 kantlykkjur i-cord eins og áður og 1 lykkja sléttprjón við hálsmál. Þegar prjónaðar hafa verið 3 eða 4 umferðir og næsta umferð er prjónuð frá réttu, byrjar úrtaka fyrir hálsmáli – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið lykkjum í annarri hverri umferð þannig: Fækkið um 1 lykkju 3-3-3-4-4-4 sinnum = 15-16-17-18-20-22 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm – munið eftir LEIÐBEININGAR MÆLING. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana innan við affellingarkantinn. Saumið hliðarsauma innan við 1 lykkju í hvorri hlið, þannig að það verða einungis 2 sýnilegar i-cord lykkjur í hvorri hlið – byrjið sauminn við handveg og saumið þar til eftir er klauf ca 5 cm neðst. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 4, prjónið upp lykkjur í kringum hálsmál frá réttu þannig: Byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 72 til 88 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði fyrir miðju að framan). Í lok þessarar umferðar eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur á hægri prjóni frá réttu, ekki snúa stykkinu. Skiptið yfir á prjóna 5 og prjónið I-CORD AFFELLING – lesið leiðbeiningar að ofan. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #frenchlovetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 258-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.