Hyun skrifaði:
Good
04.12.2025 - 14:31
Christeline skrifaði:
Inte korrekt garn beräkning. Trots att jag stickar helt enligt stickfastheten så är det ett helt nystan plus extra Alpacka Silk över när arbetet är avslutat. Garn jag inte har användning för! Instämmer med tidigare kommentar, man kan inte lita på beräknad garnåtgång...
28.11.2025 - 17:28
Lili skrifaði:
In this part: -Continue with I-cord, garter stitch and stocking stitch until the piece measures 26-27 cm from the cast-on edge.- do you mean the edge with the garter stitch (on the bottom) or on the top? Thanks!
20.11.2025 - 22:52DROPS Design svaraði:
Hi Lill, The measurements are taken from the cast-on edge at the top of the hood. Regards, Drops team.
21.11.2025 - 06:18
Federica skrifaði:
Non capisco questo punto della spiegazione: "Avviare 2 maglie sul ferro destro, metterle sul ferro sinistro con il filo di lavoro 2 maglie all’interno sul ferro sinistro, * 1 maglia diritto, lavorare insieme a diritto ritorto le 2 maglie successive, passarle dal ferro destro a quello sinistro *" Per caso c'è un video che lo spiega? Grazie
14.11.2025 - 21:52DROPS Design svaraði:
Buongiorno Federica, provi a vedere se questo video le può essere d'aiuto, circa dal minuto 2. Buon lavoro!
15.11.2025 - 08:18
Frances skrifaði:
Hello, I am stuck at this point (the I-cord cast off): Cast on 2 stitches on the right needle, slip these 2 stitches onto the left needle with the strand 2 stitches in on the left needle. Can you please tell me how to cast on - should I used the attached strand or a new strand? If the answer is to use the attached strand, how do I do this? Thank you
14.11.2025 - 13:11
Martha skrifaði:
Har strikket dette ferdig med brushed alpaca silk+ drops air. Står man skal ha 75g med brushed alpaca, dvs 3 nøster. Jeg har nå et helt nøste + en tredjedel igjen. Irriterende å sitte igjen med godt over et nøste igjen, da kunne jeg spart meg det. Strikker normal strikkefasthet, så det har ikke noe med det å gjøre.
12.11.2025 - 20:51
Gouny skrifaði:
Quelle est la profondeur de Cette capuche ?
10.11.2025 - 12:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gourny, avec 11 m = 10 cm, les 89-91 mailles de la capuche feront environ 40-41 cm en haut, posée à plat et les 101-103 m après les augmentations, environ 46-47 cm posée à plat (en double dans les 2 cas). Bon tricot!
11.11.2025 - 16:02
Pernille skrifaði:
Vil det fungere å bytte ut riller/glattstrikk med perlestrikk på alt, eller skal det føyes sammen eller økes på noe vis som gjør at det vil bli feil?
04.11.2025 - 20:40DROPS Design svaraði:
Hei Pernille, Perlestrikk er litt strammere en glattstrikk, men oppskriften er for en vid hette-skjerf, så det burde gå bra. Hilsen Drops Team.
05.11.2025 - 06:45
Lydia skrifaði:
Hello! I'm wanting to make this for a friend of mine in a chocolate brown colour. Would it still work if I used B + C yarn?
03.11.2025 - 15:46DROPS Design svaraði:
Hi Lydia, B + C will be a thinner mix than C + C, so you will need to adjust stitch counts and row numbers. It would be easier to replace your B yarn with a chocolate coloured C yarn, then you can work the pattern as written. Regards, Drops Team.
04.11.2025 - 06:59
Augusta skrifaði:
Hej. Behøver man og strikke denne sammen med DROPS Brushed Alpaca Silk? Kan man ikke strikke den kun i DROPS Air? Med venlig hilsen Augusta
03.11.2025 - 04:42DROPS Design svaraði:
Hei Augusta. Jo, men da må du bruke 2 tråder DROPS Air. Men husk å få den oppgitte strikkefastheten i oppskriften. mvh DROPS Design
03.11.2025 - 10:52
Snowflake Hood#snowflakehood |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónaður hettuhálsklútur úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað í sléttprjóni með garðaprjóni og i-cord. Stærð S - XL.
DROPS 253-60 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Einungis er aukið út frá réttu! Prjónið fram að lykkju með merki, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið lykkjuna með merki slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið út umferðina eins og áður. Prjónið síðan útaukningar í sléttprjóni. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinn að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. I-CORD (= 2 lykkjur): Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HETTUHÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hettuhálsklúturinn er prjónaður fram og til baka á hringprjóna frá miðju að aftan. Þegar hettan hefur verið prjónuð til loka, fellið af fyrir miðju í stykkinu (= í kringum andlitið). Hvort stykki á hálsklútnum er prjónaður til loka hvort fyrir sig. HETTUHÁLSKLÚTUR: Fitjið upp 89-91 lykkjur á hringprjón 8 með 1 þráð DROPS Air og 1 þráð DROPS Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið umferð 1 frá röngu þannig: Prjónið 2 lykkjur I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið 14 lykkjur í GARÐAPRJÓN (= 16 lykkjur fyrir hálsklút), prjónið 57-59 lykkjur brugðið jafnframt því sem 1 merki er sett í miðju á 57-59 lykkjum (= 57-59 lykkjur fyrir hettu), prjónið 14 lykkjur í garðaprjóni og 2 lykkjur í i-cord (= 16 lykkjur fyrir hálsklút) = 89-91 lykkjur. Prjónið nú i-cord, garðaprjón og sléttprjón eins og áður JAFNFRAMT er aukið út mitt ofan á hettunni hvoru megin við miðjulykkju með merki í – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið er út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 6-6 sinnum = 101-103 lykkjur. Það eru 16 lykkjur fyrir hálsklútinn í hvorri hlið og 69-71 lykkjur yfir hettu. Haldið áfram með i-cord, garðaprjón og sléttprjón eins og áður þar til stykkið mælist 26-27 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er lykkjum fækkað meðfram opi á hettunni, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 14 lykkjur í garðaprjóni, setjið þessar 16 lykkjur á þráð (= 16 lykkjur fyrir hægri hálsklút). Klippið ekki þráðinn, haldið áfram að prjóna i-cord affellingu yfir næstu 69-71 lykkjur þannig: Fitjið upp 2 nýjar lykkjur á hægri prjón. Lyftið 2 nýju lykkjunum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að prjóna þráðurinn sitjið 2 lykkjur inn á vinstri prjón, prjónið þannig: * Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman, steypið 2 lykkjum af hægri prjóni til baka yfir á vinstri prjón *, prjónið frá *-* þar til 16 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni + 2 lykkjur á hægri prjóni (= 18 lykkjur fyrir vinstri hálsklút), prjónið 14 lykkjur í garðaprjóni og endið með 2 lykkjur i-cord. Haldið áfram að prjóna vinstri hálsklút eins og útskýrt er að neðan. VINSTRI HÁLSKLÚTUR: = 18 lykkjur. Snúið og prjónið fram og til baka yfir 18 lykkjur þannig: 2 lykkjur i-cord, 14 lykkjur í garðaprjóni, 2 lykkjur i-cord. Prjónið svona fram og til baka í 3 cm (= ca 7 umferðir). Nú byrjar úrtaka í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord eins og áður, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur i-cord. Fækkið um 1 lykkju svona í 6. hverjum cm (= ca í 14. hverri umferð) alls 11-11 sinnum = 7-7 lykkjur. Hálsklúturinn mælist ca 89-90 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af samtímis sem fyrstu 2 og síðustu 2 lykkjur er prjónaðar 2 lykkjur slétt saman. HÆGRI HÁLSKLÚTUR: Setjið til baka 16 lykkjur af þræði á prjóninn, að auki eru teknar upp 2 lykkjur þar sem 2 lykkjur voru fitjaðar upp fyrir i-cord affellingu = 18 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá brugðið þannig: Prjónið yfir 16 lykkjur af þræði frá röngu eins og áður = 18 lykkjur. Prjónið fram og til baka yfir 18 lykkjur þannig: 2 lykkjur i-cord, 14 lykkjur í garðaprjóni, 2 lykkjur i-cord. Prjónið svona fram og til baka í 3 cm (= ca 7 umferðir). Nú byrjar úrtaka í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord eins og áður, prjónið garðaprjón þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman og endið með 2 lykkjur i-cord. Fækkið um 1 lykkju svona í 6. hverjum cm (= ca í 14. hverri umferð) alls 11 sinnum = 7 lykkjur. Hálsklúturinn mælist ca 89-90 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af samtímis sem fyrstu 2 og síðustu 2 lykkjur er prjónaðar 2 lykkjur slétt saman. FRÁGANGUR: Brjótið uppfitjunarkantinn saman tvöfaldan (= miðja að aftan) og saumið með lykkjuspori. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowflakehood eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 253-60
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.