Loredana MATEI skrifaði:
Bonjour. Est-ce que sera-t-il possible de les réalisés avec une couleur ? Merci d'avance.
05.12.2024 - 23:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Matei, tout à fait, suivez les diagrammes pour les mailles et les rangs, mais ne tricotez qu'une seule couleur, ou bien retrouvez ici des modèles de gants unis pour homme. Bon tricot!
06.12.2024 - 08:09
Glacier Green Gloves#glaciergreengloves |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónaðir fingravettlingar fyrir herra úr DROPS Karsima með norrænu mynstri.
DROPS 251-12 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FINGRAVETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna frá úlnlið og upp jafnframt því sem aukið er út fyrir þumalfingur. Þegar útaukningu fyrir þumalfingri er lokið eru lykkjur fyrir þumalfingur settar á þráð og höndin er prjónuð til loka. Síðan eru fingurnir prjónaðir einn af öðrum. VINSTRI FINGRAVETTLINGUR: Fitjið upp 52-56 l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum blár / turkos í DROPS Karisma. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Prjónið síðan A.1 hringinn yfir allar lykkjur í umferð – ATH! Sjá stjörnu sem sýnir rúður þar sem prjóna á þumal á vinstri fingravettlingi – þegar prjónað hefur verið upp að rúðunum, prjónið A.2a yfir þessar lykkjur (= vinstri þumalfingur), jafnframt því sem A.1 er prjónað yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar aukið hefur verið út 5 sinnum á hæðina, setjið 13 þumallykkjur á þráð og fitjið upp 3 nýjar lykkjur aftan við lykkjur á þræði = 52-56 lykkjur. Haldið áfram með A.1 hringinn. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, setjið fyrstu 21-23 lykkjur ofan á hönd á þráð, haldið eftir næstu 14-14 lykkjur á prjóni og setjið síðustu 17-19 lykkjur innan í hönd á annan þráð. Nú er hver fingur prjónaður til loka fyrir sig. LITLIFINGUR: = 14-14 lykkjur, fitjið upp 6-8 nýjar lykkjur við lykkjur á þræði = 20-22 lykkjur. Litlifingur er prjónaður eftir mynsturteikningu A.3a, A.3b og A.3c. Byrjið mynstrið þannig að A.1x passi yfir A.1x í hlið á vettlingi. Loka mál á fingri á að vera ca 5½ -6 cm. Prjónið fyrst A.3a, síðan er endurtekið A.3b á hæðina þar til eftir er ca ½ cm að loka máli, endið með A.3c. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 10-10 lykkjur í umferð, klippið þræði, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þráðum og festið vel. BAUGFINGUR: Setjið til baka 6-6 lykkjur frá hvorum þræði á sokkaprjóna 2,5, prjónið einnig upp 4-5 lykkjur að litlafingri og fitjið upp 4-5 nýjar lykkjur að lykkjum á þráðum = 20-22 lykkjur. Baugfingurinn er prjónaður eftir mynsturteikningu A.4a, A.4b og A.4c. Byrjið mynstrið yfir lykkjur frá framhlið á vettlingi. Loka mál á baugfingri á að vera ca 7-8 cm. Prjónið fyrst A.4a, síðan er endurtekið A.4b á hæðina þar til eftir er ca ½ cm að loka máli, endið með A.4c. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 8-10 lykkjur í umferð, klippið þræðina, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þráðum og festið vel. LANGATÖNG: Setjið til baka 6-7 lykkjur frá hvorum þræði á sokkaprjóna 2,5, prjónið einnig upp 4-4 lykkjur að baugfingri og fitjið upp 4-4 nýjar lykkjur að lykkjum á þráðum = 20-22 lykkjur. Langatöngin er prjónuð eftir mynsturteikningu A.4a, A.4b og A.4c. Byrjið mynstrið yfir lykkjur frá framhlið á vettlingi. Loka mál á löngutöng á að vera ca 7½-8 cm. Prjónið fyrst A.4a, síðan er endurtekið A.4b á hæðina þar til eftir er ca ½ cm að loka máli, endið með A.4c. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 8-10 lykkjur í umferð, klippið þræðina, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þráðum og festið vel. VÍSIFINGUR: Setjið til baka þær 14-16 lykkjur sem eftir eru frá hvorum þræði á sokkaprjóna 2,5, prjónið einnig upp 6-6 lykkjur að löngutöng = 20-22 lykkjur. Vísifingur er prjónaður eftir mynsturteikningu A.5. Byrjið mynstrið yfir lykkjur sem eru að innanverðu á vettlingi þannig að A.1z passi yfir A.1z í hlið á vettlingi. Loka mál á vísifingri á að vera ca 6½-7½ cm. Prjónið fyrst A.5a, síðan er endurtekið A.5b á hæðina þar til eftir er ca ½ cm að loka máli, endið með A.5c. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 10-10 lykkjur í umferð, klippið þræðina, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þráðum og festið vel. ÞUMALFINGUR: Setjið til baka 13 þumallykkjur á sokkaprjón 2,5, prjónið einnig upp 9 lykkjur aftan við þumalfingur = 22 lykkjur. Þumalfingurinn er prjónaður eftir mynsturteikningu A.2b og A.2c. Byrjið mynstrið þannig að lykkjurnar passi yfir lykkjur sem eru á framhlið á þumalfingri. Loka mál á þumalfingri á að vera ca 5½-6 cm. Prjónið A.2b þar til eftir er ca ½ cm að loka máli, endið með A.2c. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 10-10 lykkjur í umferð, klippið þræðina, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þráðum og festið vel. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og vinstri vettlingur, en þumalfingurinn er staðsettur í gagnstæðri hlið – sjá stjörnu í mynsturteikningu. Lykkjur fyrir fingur eru settar á þráð þannig: Haldið eftir fyrstu 8-8 lykkjum og síðustu 6-6 lykkjum á prjóni fyrir litlafingur, setjið næstu 21-23 lykkjur ofan á hönd á þráð og setjið næstu 17-19 lykkjur innan í hönd á annan þráð. Fingurnir eru prjónaðir á sama hátt og á vinstri vettlingi. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #glaciergreengloves eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 251-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.