Elodie skrifaði:
Bonjour moi je ne comprends pas au niveau des diminutions de la paume de la main est ce 2 diminutions 5 ou 6 fois tous les 2 tours, puis est ce trois fois tous les tours ? Je ne comprends pas ses explications . Pouvez vous m’aider s’il vous plaît?
07.12.2024 - 01:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Élodie, les diminutions du haut de la moufle se font de façon différente sur le dos de la main (5-6 fois tous les 2 tours - cf taille) tout en tricotant A.3 (où vous allez également diminuer) et côté paume (5 fois tous les 2 tours puis 2-3 fois tous les tours). Bon tricot!
09.12.2024 - 08:11
Mary-Ann Edsbäcker skrifaði:
Nu förstår jag….!
26.11.2024 - 23:08
Mary-Ann Edsbäcker skrifaði:
Jag förstår inte mönstret. Efter den första figuren med flätmaskan i A2 kommer 9 varv med bara 14 rm efter varann. Men på fotot ser man att det händer nåt på en gång, en upphöjning. Vad gör jag för fel?
25.11.2024 - 20:39DROPS Design svaraði:
Hej Mary-Ann. Om du fortsätter att sticka några varv efter varv 5 i A.2 så tror jag att du kommer se att mönstret på bilden skapas. Vi har flera videor på flätor (dock ej just denna fläta) men de kanske kan vara till hjälp. Mvh DROPS Design
27.11.2024 - 13:28
Mary-Ann Edsbäcker skrifaði:
A1 är över 5 varv. Blir inga 10 centimeter. Ska man ändå fortsätta på samma sätt tills man stickat 10 cm?
24.11.2024 - 21:28
Claudia skrifaði:
Hallo 🙋♀️ Sieht ja super aus.Hoffe es kommt noch ein Schal dazu.Mütze und Handschuhe sind ja schon da.
18.10.2024 - 10:33
Noor skrifaði:
Deer mittens
12.08.2024 - 08:50
Frosted Bloom Mittens#frostedbloommittens |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónaðir vettlingar úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum.
DROPS 253-3 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKIÞRÆÐI ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKIÞRÆÐI ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VETTLINGAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Vettlingarnir eru prjónaðir frá úlnlið neðan frá og upp, í hring á sokkaprjóna. Aukið er út fyrir þumal og þessar lykkjur eru settar á þráð. Síðan er lykkjum fækkað efst á vettlingi. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum op fyrir þumal áður en þumallinn er prjónaður í hring að loka máli. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 49-55 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með DROPS Merino Extra Fine. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 (fitjað er upp með grófari prjónum til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir fyrstu 4-6 lykkjur, 1 lykkja slétt, A.1, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir síðustu 30-34 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff í 10-12 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5, prjónið 5-7 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 1-2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.2 yfir lykkjur í A.1, prjónið 30-34 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 4-5 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur = 44-48 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 4-5 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2, prjónið 26-29 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar stykkið mælist 11-13 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út 1 lykkju fyrir op fyrir þumal hvoru megin við síðustu lykkju í umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út að utan við útauknar lykkjur í 3. hverri umferð alls 5-6 sinnum = 54-60 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 16-19 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið umferðina eins og áður, en setjið 11-13 þumallykkjur á þráð og fitjið upp 1 nýja lykkju í umferð yfir lykkjur á þræði = 44-48 lykkjur. Prjónið síðan í sléttprjóni og A.2 eins og áður þar til vettlingurinn mælist ca 24-28 cm frá uppfitjunarkanti – vettlingurinn mælist ca 14-16 cm mælt eftir stroff og það eru eftir ca 4 cm að loka máli (stillið af e.t.v. þannig að prjónaðar séu minnst 3 umferðir á eftir umferð með snúningi í kaðli). Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar og 1 merkiþráð eftir 24-26 lykkjur (= í hliðum á vettlingi, þ.e.a.s. það eru 24-26 lykkjur að utan á vettlingi og 20-22 að innan á vettlingi): Nú byrjar úrtaka efst á vettlingi. Prjónið sléttprjón hringinn eins og áður, en prjónið A.3 yfir lykkjur í A.2. Að auki er lykkjum fækkað á eftir / á undan merkiþráðum og lykkjum er fækkað mismunandi að utan og innan á vettlingi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: UTAN Á VETTLINGI: Fækkið um 1 lykkju á eftir / á undan merkiþræði í annarri hverri umferð alls 5-6 sinnum. INNAN Á VETTLINGI: Fækkið um 1 lykkju á eftir / á undan merkiþræði í annarri hverri umferð alls 5-5 sinnum og síðan í hverri umferð 2-3 sinnum. Eftir alla úrtöku eru 12 lykkjur eftir á prjóni. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar, herðið á þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 28-32 cm frá uppfitjunarkanti og ca 23-26 cm þegar búið er að brjóta uppá stroffið. ÞUMALL: Setjið 11-13 þumallykkjur af þræði á sokkaprjóna 3,5 og prjónið einnig upp 4-5 lykkjur á bakhlið á þumli = 15-18 lykkjur. Prjónið hringinn í sléttprjóni þar til þumallinn mælist ca 6½-7½ cm (það eru eftir ca ½ cm að loka máli). Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman umferðina hringinn = 8-9 lykkjur. Prjónið 0-1 lykkja slétt, prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman umferðina hringinn = 4-5 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Þumallinn mælist ca 7-8 cm. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 49-55 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með DROPS Merino Extra Fine. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið stroff (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) yfir fyrstu 30-34 lykkjur, A.1, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir næstu 4-6 lykkjur, 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram með stroff í 10-12 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5, prjónið 30-34 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt 4-5 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.2 yfir lykkjur í A.1, prjónið 5-7 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 1-2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur = 44-48 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 26-29 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2, prjónið 4-5 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar stykkið mælist 11-13 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út 1 lykkju fyrir op fyrir þumal hvoru megin við fyrstu lykkju í umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út að utan við útauknar lykkjur í 3. hverri umferð alls 5-6 sinnum = 54-60 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 16-19 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið umferðina eins og áður, en setjið 11-13 þumallykkjur á þráð og fitjið upp 1 nýja lykkju í umferð yfir lykkjur á þræði = 44-48 lykkjur. Prjónið síðan í sléttprjóni og A.2 eins og áður þar til vettlingurinn mælist ca 24-28 cm frá uppfitjunarkanti – vettlingurinn mælist ca 14-16 cm mælt eftir stroff og það eru eftir ca 4 cm að loka máli (stillið af e.t.v. þannig að prjónaðar séu minnst 3 umferðir á eftir umferð með snúningi í kaðli). Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar og 1 merkiþráð eftir 20-22 lykkjur (= í hliðum á vettlingi, þ.e.a.s. það eru 20-22 lykkjur að utan á vettlingi og 24-26 að innan á vettlingi): Nú byrjar úrtaka efst á vettlingi. Prjónið sléttprjón hringinn eins og áður, en prjónið A.3 yfir lykkjur í A.2. Að auki er lykkjum fækkað á eftir / á undan merkiþráðum og lykkjum er fækkað mismunandi að utan og innan á vettlingi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: INNAN Á VETTLINGI: Fækkið um 1 lykkju á eftir / á undan merkiþræði í annarri hverri umferð alls 5-5 sinnum og síðan í hverri umferð 2-3 sinnum. UTAN Á VETTLINGI: Fækkið um 1 lykkju á eftir / á undan merkiþræði í annarri hverri umferð alls 5-6 sinnum. Eftir alla úrtöku eru 12 lykkjur eftir á prjóni. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar, herðið á þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 28-32 cm frá uppfitjunarkanti og ca 23-26 cm þegar búið er að brjóta uppá stroffið. Prjónið þumalinn á sama hátt og á vinstri vettlingi. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #frostedbloommittens eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 253-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.