Genest skrifaði:
Bonjour, j’ai de la difficulté à comprendre, diminution-2 (encolure dos) pour les épaules. J’ai 34 mailles c’est inscrit , 2 fois tous les deux rangs côté encolure. . Alors il me reste 32 mailles ce qui est correct. Par contre, \r\nQuand je vais voir la note de diminution-2: c’est inscrit qu’on diminue à la fin et au début. Alors dois-je diminuer juste sur un rang, merci d’avance. \r\nJ’espère que je me suis bien exprimé. \r\nDrops254-38\r\nModèle li-188
14.10.2024 - 14:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Genest, sous DIMINUTIONS-2 on explique comment diminuer pour l'encolure, ainsi, pour l'encolure dos, épaule droite, on va diminuer en fin de rang sur l'endroit et pour l'épaule gauche, on va diminuer en début de rang sur l'endroit. Vous allez ainsi diminuer 2 fois 1 maille, autrement dit aux 2 rangs suivants sur l'endroit. Bon tricot!
16.10.2024 - 09:32
Martin skrifaði:
Hi, Thanks for answering my question. Normally there is a size chart at the bottom, but I can’t find it in this pattern … Will you please check it?
10.10.2024 - 12:01DROPS Design svaraði:
Dear Martin, you should find it at the very bottom of the pattern, after written pattern. Happy knitting!
10.10.2024 - 16:01
Martine skrifaði:
I mean a size chart. I would like to choose a size. The wool and my needles are next to me and would like to start …..
10.10.2024 - 09:23DROPS Design svaraði:
Hi Martine, There is a size chart at the bottom of the pattern, with all the measurements for the different sizes. Happy knitting!
10.10.2024 - 10:12
Martine skrifaði:
Do you have a site chart for this pattern? I would like to make this pattern but I miss some information. Could you help me?
10.10.2024 - 09:20DROPS Design svaraði:
Dear Martine, you will find all finished measurement for each size in the chart at the bottom of the page (read more about sizes here), and in this lesson we explain how to read diagrams. Hope both can help. Happy knitting!
10.10.2024 - 15:48
Tineke Melsen skrifaði:
Mooi patroon wil het graag breien
16.09.2024 - 18:28
Vera Cardoso skrifaði:
Como se faz I-cord?
11.09.2024 - 19:52DROPS Design svaraði:
Bom dia, Pode clicar no separador dos tutoriais em vídeo onde encontra um vídeo que mostra como se faz I-cord. Bons tricôs!
17.09.2024 - 09:51
Helle skrifaði:
Hav vest
10.08.2024 - 13:08
Jo skrifaði:
Button box
08.08.2024 - 15:44
Valerie skrifaði:
Comme un dimanche
08.08.2024 - 15:07
Cathy skrifaði:
Super tabard
08.08.2024 - 13:51
Steel Sky Vest#steelskyvest |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónað vesti úr DROPS Lima eða DROPS Fiesta. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með v-hálsmáli, klauf í hliðum og i-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-38 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í A.1. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 6 lykkjur í A.2, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um handveg): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 10 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 12 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og prjónið út umferðina eins og áður. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við umhálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 3 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og prjónið 3 lykkjur slétt. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að fá fallegan endi á öxlum, er hægt að prjóna fyrstu 2 / 2 síðustu kantlykkjur slétt saman jafnframt því sem fellt er af með sléttum lykkjum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp. Bakstykkið og framstykkið er prjónað hvort fyrir sig. Stykkin eru saumuð saman á öxlum og saumaðar eru tölur til skrauts í hvorri hlið. BAKSTYKKI: Fitjið upp 117-127-137-149-163-177 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Lima eða DROPS Fiesta. Prjónið KANTUR MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið) þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkjur slétt og KANTUR MEÐ I-CORD. Prjónið stroff og kanta svona þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur), sléttprjón JAFNFRAMT sem fækkað er um 9-11-13-13-15-17 lykkjur jafnt yfir næstu 101-111-121-133-147-161 lykkjur, prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur) = 108-116-124-136-148-160 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 8 kantlykkjur í hvorri hlið. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm eru prjónaðar að auki 9-9-11-15-19-23 lykkjur í stroffprjóni (= A.1/A.2) að innanverðu við 8 kantlykkjurnar, þ.e.a.s. kanturinn er prjónaður yfir 17-17-19-23-27-31 lykkjur í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm byrjar úrtaka fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. Fellið af 9-9-11-15-19-23 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið (nú er prjónaður KANTUR MEÐ I-CORD yfir 8 lykkjur eins og áður í hvorri hlið að loka máli) = 90-98-102-106-110-114 lykkjur. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Fellið af 9-9-11-15-19-23 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið (nú er prjónaður KANTUR MEÐ I-CORD yfir 8 lykkjur eins og áður í hvorri hlið að loka máli). Síðan er lykkjum fækkað fyrir handveg í 4. hverri umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 1 lykkju 3-5-6-7-8-9 sinnum í hvorri hlið = 84-88-90-92-94-96 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm prjónið miðju 28-28-30-30-32-34 lykkjur í stroffprjóni (= A.1). Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af miðju 20-20-22-22-24-26 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: = 32-34-34-35-35-35 lykkjur. Prjónið síðan í sléttprjóni með 8 kantlykkjur eins og áður að handvegi, 2 lykkjur i-cord og 2 lykkjur stroff að hálsmáli. Jafnframt er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið lykkjum í annarri hverri umferð 2 sinnum að hálsmáli = 30-32-32-33-33-33 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm – lesið LEIÐBEININGAR AFFELLING. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 117-127-137-149-163-177 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Lima. Prjónið KANTUR MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið) þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkjur slétt og KANTUR MEÐ I-CORD. Prjónið stroff og kanta svona þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur), sléttprjón JAFNFRAMT sem fækkað er um 9-11-13-13-15-17 lykkjur jafnt yfir næstu 101-111-121-133-147-161 lykkjur, prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur) = 108-116-124-136-148-160 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 8 kantlykkjur í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm byrjar úrtaka fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. Fellið af 9-9-11-15-19-23 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið (nú er prjónaður KANTUR MEÐ I-CORD yfir 8 lykkjur eins og áður í hvorri hlið að loka máli) = 90-98-102-106-110-114 lykkjur. Síðan er lykkjum fækkað fyrir handveg og v-hálsmáli. Í stærð S og M byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli eftir að úrtöku fyrir handveg er lokið, en í stærð L, XL, XXL og XXXL byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli áður en úrtaka fyrir handveg er lokið. Lestu því allan kaflann að neðan áður en prjónað er áfram í þessum stærðum. Setjið einn merkiþráð mitt í stykkið þannig að það eru 45-49-51-53-55-57 lykkjur hvoru megin við merkiþráðinn (merkiþráðurinn er notaður þegar v-hálsmálið er gert). HANDVEGUR: Fækkið lykkjum fyrir handveg í 4. hverri umferð – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 1 lykkju 3-5-6-7-8-9 sinnum í hvorri hlið. V-HÁLSMÁL: Fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm frá uppfitjunarkanti (þ.e.a.s. stykkið mælist 8 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af 9-9-11-15-19-23 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg). VINSTRI ÖXL (v-hálsmál): Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: Prjónið eins og áður þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, setjið 1 lykkju á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Setjið lykkju af kaðlaprjóni á þráð saman með síðustu lykkjum í umferð án þess að prjóna þessar lykkjur (= hægri öxl). Snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt (= 2 kantlykkjur), prjónið brugðið þar til 8 lykkjur eru eftir og prjónið 8 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 8 kantlykkjur eins og áður, prjónið slétt þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. Endurtakið umferð 2 og 3 þar til lykkjum hefur verið fækkað alls 12-12-13-13-14-15 sinnum fyrir v-hálsmáli. Þegar öll úrtaka fyrir handveg og v-hálsmáli hefur verið gerð eru 30-32-32-33-33-33 lykkjur í umferð. Prjónið síðan með 2 kantlykkjur að v-hálsmáli, sléttprjón og 8 kantlykkjur að handvegi. Fellið af þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. HÆGRI ÖXL (v-hálsmál): Setjið til baka lykkjur af hægri öxl á hringprjón 4. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: Lyftið fyrstu lykkju í umferð eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið slétt þar til 8 lykkjur eru eftir og prjónið 8 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8 kantlykkjur eins og áður, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. UMFERÐ 3 (= rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt (= 2 kantlykkjur), prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið slétt þar til 8 lykkjur eru eftir og prjónið 8 kantlykkjur eins og áður. Endurtakið um ferð 2 og 3 þar til lykkjum hefur verið fækkað alls 13-13-14-14-15-16 sinnum fyrir v-hálsmáli. Þegar öll úrtaka fyrir handveg og v-hálsmáli hefur verið gerð til loka eru 30-32-32-33-33-33 lykkjur í umferð. Prjónið síðan með 2 kantlykkjur að v-hálsmáli, sléttprjón og 8 kantlykkjur að handvegi. Fellið af þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Það eru saumaðar 2 tölur til skrauts í hvora hlið á vestinu, kantlykkjur frá framstykki eru lagðar yfir kantlykkjur frá bakstykki, síðan eru tölurnar festar í gegnum bæði lögin. Staðsetjið efstu töluna ca 1 cm frá handveg og staðsetjið næstu ca 9-10 cm neðan við. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #steelskyvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-38
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.