Marion skrifaði:
Can this be knitted on flat needles? I dont understand the complicated circular knitting needles. It has no side seams so how is it knitted on circular needles?
19.10.2025 - 23:52DROPS Design svaraði:
Hi Marion, The reason we recommend circular needles is the number of stitches on each piece. Using flat needles you risk stitches coming off the back end of the needle. But of course you are free to choose if you would rather use flat needles. Regards, Drops team.
20.10.2025 - 06:33
Lucette skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas les premières explications DOS : ”tricoter jusqu'à ce qu'il 9 mailles ” alors que l’I Cord compte 8 mailles . Merci
05.10.2025 - 11:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Lucette, à ce niveau, on tricote les côtes 1/1 avec 2 m I-cord de chaque côté, et, pour que les côtes soient symétriques, on tricote ainsi: 2 m I-cord + les 6 m de A.1, puis on continue les côtes 1 m end/1 m env jusqu'à ce qu'il reste 9 m et on tricote 1 maille endroit (ainsi les côtes commencent et se terminent de la même façon) puis 6 m de A.2 et 2 m I-cord. Bon tricot!
06.10.2025 - 07:54
Lucette skrifaði:
Bonjour, après les 2 premières de l’I Cord, les 6 mailles suivantes se sont des côtes 1/1 ? Merci
05.10.2025 - 10:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Lucette, tout à fait, en début de rang sur l'endroit, ces côtes se tricotent en commençant par 1 m end (on termine par 1 m envers), et en fin de rang sur l'endroit, ces côtes se commencent par 1 m envers (et on termine par 1 m endroit avant les 2 m I-cord). Bon tricot!
06.10.2025 - 07:51
Titti skrifaði:
Hej igen. Kunde nog inte tänka klart igår kväll. Problemet löst.
20.04.2025 - 10:53
Titti skrifaði:
Fattar inte början på v halsen, har satt maskan på flätstickan och stickat nästa. Sätt maskan som är på flätstickan på en tråd tillsammans med de sista maskorna på varvet utan att sticka dessa. Hur många maskor ska jag sätta på tråden?
19.04.2025 - 16:46DROPS Design svaraði:
Hej Titti, du sätter alle masker fra højre skulder på en tråd, sammen med den du har på flätstickan. Nu fortsætter du frem og tilbage over venstre skulder, samtidig som du tager ind til V-hals :)
30.04.2025 - 11:42
Titti skrifaði:
Är 1a varvet rät el avigsidan
06.04.2025 - 10:37DROPS Design svaraði:
Hej Titti, du bestemmer selv hvilken side du vil have som retside, vi bruger normalt første pind som vrangen, men da du starter med rib betyder det ikke noget :)
09.04.2025 - 12:27
Weyler,Gabriele skrifaði:
Das Rückenteil des Pullunders wird mit der Länge der rechts gestrickten Maschen u.a. mit 32 cm angegeben. Wird das gestrickte Bündchen rechts/links mit 6 cm dazugerechnet oder ist es in den 32 cm enthalten.
19.03.2025 - 12:03DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Weyler, wenn man z.B. unter Rückenteil Bei einer Länge von 28-29-30-31-32-33 cm liest, wird diese Länge ab Anschlagskante gemessen = gesamte Länge. Viel Spaß beim Stricken!
19.03.2025 - 16:14
Lys Matisse skrifaði:
Bonjour, pourriez-vous m'indiquer les mensurations pour la taille XXXL? MERCI
01.03.2025 - 17:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Matisse, vous trouverez toutes les mesures finales pour chaque taille dans le schéma en bas de taille, la taille XXXL étant la dernière taille, c'est le dernier nombre qui s'appliquera à chaque fois. Retrouvez ici plus d'infos sur le schéma. Bon tricot!
03.03.2025 - 09:16
Karin Gregersen skrifaði:
Jeg kan ikke finde nogen størrelses guide til steel sky vesten?
11.12.2024 - 12:01DROPS Design svaraði:
Hej Karin, jo du finder vestens mål i måleskitsen nederst i opskriften :)
11.12.2024 - 12:12
Michel skrifaði:
Comment sait on le nombre de pelote nécessaire pour une taille M ?
13.11.2024 - 10:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Michel, vous trouverez les quantités nécessaires pour chaque taille sous l'onglet "Explications" en haut de page, autrement dit, il faut en taille M ici 350 g DROPS Lima/50 g la pelote = 7pelotes Lima en taille M; renouvelez le calcul en Fiesta (= même quantité = 7 pelotes) ou utilisez le convertisseur si besoin. Bon tricot!
13.11.2024 - 17:04
Steel Sky Vest#steelskyvest |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónað vesti úr DROPS Lima eða DROPS Fiesta. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með v-hálsmáli, klauf í hliðum og i-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-38 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í A.1. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 6 lykkjur í A.2, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um handveg): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 10 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 12 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og prjónið út umferðina eins og áður. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við umhálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 3 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og prjónið 3 lykkjur slétt. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að fá fallegan endi á öxlum, er hægt að prjóna fyrstu 2 / 2 síðustu kantlykkjur slétt saman jafnframt því sem fellt er af með sléttum lykkjum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp. Bakstykkið og framstykkið er prjónað hvort fyrir sig. Stykkin eru saumuð saman á öxlum og saumaðar eru tölur til skrauts í hvorri hlið. BAKSTYKKI: Fitjið upp 117-127-137-149-163-177 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Lima eða DROPS Fiesta. Prjónið KANTUR MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið) þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkjur slétt og KANTUR MEÐ I-CORD. Prjónið stroff og kanta svona þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur), sléttprjón JAFNFRAMT sem fækkað er um 9-11-13-13-15-17 lykkjur jafnt yfir næstu 101-111-121-133-147-161 lykkjur, prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur) = 108-116-124-136-148-160 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 8 kantlykkjur í hvorri hlið. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm eru prjónaðar að auki 9-9-11-15-19-23 lykkjur í stroffprjóni (= A.1/A.2) að innanverðu við 8 kantlykkjurnar, þ.e.a.s. kanturinn er prjónaður yfir 17-17-19-23-27-31 lykkjur í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm byrjar úrtaka fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. Fellið af 9-9-11-15-19-23 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið (nú er prjónaður KANTUR MEÐ I-CORD yfir 8 lykkjur eins og áður í hvorri hlið að loka máli) = 90-98-102-106-110-114 lykkjur. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Fellið af 9-9-11-15-19-23 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið (nú er prjónaður KANTUR MEÐ I-CORD yfir 8 lykkjur eins og áður í hvorri hlið að loka máli). Síðan er lykkjum fækkað fyrir handveg í 4. hverri umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 1 lykkju 3-5-6-7-8-9 sinnum í hvorri hlið = 84-88-90-92-94-96 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm prjónið miðju 28-28-30-30-32-34 lykkjur í stroffprjóni (= A.1). Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af miðju 20-20-22-22-24-26 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: = 32-34-34-35-35-35 lykkjur. Prjónið síðan í sléttprjóni með 8 kantlykkjur eins og áður að handvegi, 2 lykkjur i-cord og 2 lykkjur stroff að hálsmáli. Jafnframt er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið lykkjum í annarri hverri umferð 2 sinnum að hálsmáli = 30-32-32-33-33-33 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm – lesið LEIÐBEININGAR AFFELLING. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 117-127-137-149-163-177 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Lima. Prjónið KANTUR MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið) þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkjur slétt og KANTUR MEÐ I-CORD. Prjónið stroff og kanta svona þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur), sléttprjón JAFNFRAMT sem fækkað er um 9-11-13-13-15-17 lykkjur jafnt yfir næstu 101-111-121-133-147-161 lykkjur, prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur) = 108-116-124-136-148-160 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 8 kantlykkjur í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm byrjar úrtaka fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. Fellið af 9-9-11-15-19-23 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið (nú er prjónaður KANTUR MEÐ I-CORD yfir 8 lykkjur eins og áður í hvorri hlið að loka máli) = 90-98-102-106-110-114 lykkjur. Síðan er lykkjum fækkað fyrir handveg og v-hálsmáli. Í stærð S og M byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli eftir að úrtöku fyrir handveg er lokið, en í stærð L, XL, XXL og XXXL byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli áður en úrtaka fyrir handveg er lokið. Lestu því allan kaflann að neðan áður en prjónað er áfram í þessum stærðum. Setjið einn merkiþráð mitt í stykkið þannig að það eru 45-49-51-53-55-57 lykkjur hvoru megin við merkiþráðinn (merkiþráðurinn er notaður þegar v-hálsmálið er gert). HANDVEGUR: Fækkið lykkjum fyrir handveg í 4. hverri umferð – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 1 lykkju 3-5-6-7-8-9 sinnum í hvorri hlið. V-HÁLSMÁL: Fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm frá uppfitjunarkanti (þ.e.a.s. stykkið mælist 8 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af 9-9-11-15-19-23 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg). VINSTRI ÖXL (v-hálsmál): Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: Prjónið eins og áður þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, setjið 1 lykkju á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Setjið lykkju af kaðlaprjóni á þráð saman með síðustu lykkjum í umferð án þess að prjóna þessar lykkjur (= hægri öxl). Snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt (= 2 kantlykkjur), prjónið brugðið þar til 8 lykkjur eru eftir og prjónið 8 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 8 kantlykkjur eins og áður, prjónið slétt þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. Endurtakið umferð 2 og 3 þar til lykkjum hefur verið fækkað alls 12-12-13-13-14-15 sinnum fyrir v-hálsmáli. Þegar öll úrtaka fyrir handveg og v-hálsmáli hefur verið gerð eru 30-32-32-33-33-33 lykkjur í umferð. Prjónið síðan með 2 kantlykkjur að v-hálsmáli, sléttprjón og 8 kantlykkjur að handvegi. Fellið af þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. HÆGRI ÖXL (v-hálsmál): Setjið til baka lykkjur af hægri öxl á hringprjón 4. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: Lyftið fyrstu lykkju í umferð eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið slétt þar til 8 lykkjur eru eftir og prjónið 8 kantlykkjur eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8 kantlykkjur eins og áður, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. UMFERÐ 3 (= rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt (= 2 kantlykkjur), prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið slétt þar til 8 lykkjur eru eftir og prjónið 8 kantlykkjur eins og áður. Endurtakið um ferð 2 og 3 þar til lykkjum hefur verið fækkað alls 13-13-14-14-15-16 sinnum fyrir v-hálsmáli. Þegar öll úrtaka fyrir handveg og v-hálsmáli hefur verið gerð til loka eru 30-32-32-33-33-33 lykkjur í umferð. Prjónið síðan með 2 kantlykkjur að v-hálsmáli, sléttprjón og 8 kantlykkjur að handvegi. Fellið af þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Það eru saumaðar 2 tölur til skrauts í hvora hlið á vestinu, kantlykkjur frá framstykki eru lagðar yfir kantlykkjur frá bakstykki, síðan eru tölurnar festar í gegnum bæði lögin. Staðsetjið efstu töluna ca 1 cm frá handveg og staðsetjið næstu ca 9-10 cm neðan við. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #steelskyvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-38
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.