Viv McDade skrifaði:
I can’t find body measurements for each size on this pattern. How do I choose the right size unless I know the bust/waist/hips measurements for each size? Thanks & regards Viv
11.10.2024 - 21:25DROPS Design svaraði:
Dear Viv, the measurements are in the size chart, at the bottom of the piece. All of the measurements are in cm. You can find more information regarding the size chart here: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=24&cid=19. Happy knitting!
13.10.2024 - 20:44
Karen Moore skrifaði:
Can this be worked on straight needles please? I much prefer straight needles as can knit much, much faster and more neatly using them.
07.10.2024 - 14:08DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Moore, front and back piece are here worked separately back and forth on circular needle to get enough room for all stitches so that you can use straight needles instead; sew one shoulder before knitting up sts for neck then use a double pointed needle (instead the circular needle) for the I-cord cast off. Happy knitting!
07.10.2024 - 16:05
Regina skrifaði:
So ein schönes Design! Wenn ich einen Wunsch frei hätte, würde ich mir diese Anleitung als quer gestrickt wünschen, um bequem Längsstreifen zu stricken. Ähnlich wie die Jacke „Red Berry Hill“.
01.10.2024 - 14:04
Avril Chiat skrifaði:
Thank you
04.09.2024 - 01:05
Mariana skrifaði:
Lima is my favorite yarn. I would name this Lavender fields
08.08.2024 - 17:07
Jo skrifaði:
Midwinter tunic
08.08.2024 - 15:47
Blue Night Vest#bluenightvest |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónað vesti úr DROPS Lima. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með hringlaga hálsmáli, klauf í hliðum og i-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-34 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í A.1. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 6 lykkjur í A.2, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um handveg): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 10 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 12 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og prjónið út umferðina eins og áður. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við umhálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 3 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og prjónið 3 lykkjur slétt. I-CORD AFFELLING: Fitjið upp 3 nýjar lykkjur á hægri prjón frá réttu, ekki snúa stykkinu. Lyftir þessum 3 nýju lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sitji 3 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndast lítil snúru kantur). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Ekki snúa stykkinu. Endurtakið UMFERÐ 1 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið eitt lítið spor sem bindur saman byrjun og lokin á I-cord kantinn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp. Framstykkið og bakstykkið er prjónað hvort fyrir sig. Stykkin eru saumuð saman á öxlum og saumaðar eru tölur til skrauts í hvorri hlið. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og fellt er af með i-cord. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 117-127-137-149-163-177 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Lima. Prjónið KANTUR MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið) þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkjur slétt og KANTUR MEÐ I-CORD. Prjónið stroff og kanta svona þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur), sléttprjón samtímis sem fækkað er um 9-11-13-13-15-17 lykkjur jafnt yfir næstu 100-110-120-132-146-160 lykkjur, prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur) = 108-116-124-136-148-160 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 8 kantlykkjur í hvorri hlið. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm prjónið að auki 9-9-11-15-19-23 lykkjur í stroffprjóni (= A.1/A.2) innan við 8 kantlykkjur, þ.e.a.s. kantar eru prjónaðir yfir 17-17-19-23-27-31 lykkjur í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm byrjar úrtaka fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. Fellið af 9-9-11-15-19-23 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið (nú er prjónaður KANTUR MEÐ I-CORD yfir 8 lykkjur eins og áður í hvorri hlið að loka máli). Síðan er lykkjum fækkað fyrir handveg í 4. hverri umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 1 lykkju 3-5-6-7-8-9 sinnum í hvorri hlið = 84-88-90-92-94-96 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 48-50-51-53-54-56 cm, setjið miðju 18 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: = 33-35-36-37-38-39 lykkjur. Lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð þannig: Fækkið um 1 lykkju 6-6-7-7-8-8 sinnum = 27-29-29-30-30-31 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. BAKSTYKKI: Fitjið upp 117-127-137-149-163-177 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Lima. Prjónið KANTUR MEÐ I-CORD, prjónið stroff (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) þar til 8 lykkjur eru eftir og prjónið KANTUR MEÐ I-CORD. Prjónið stroff og kanta svona þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur), sléttprjón samtímis sem fækkað er um 9-11-13-13-15-17 lykkjur jafnt yfir næstu 100-110-120-132-146-160 lykkjur, prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur) = 108-116-124-136-148-160 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 8 kantlykkjur í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm prjónið að auki 9-9-11-15-19-23 lykkjur í stroffprjóni (= A.1/A.2) innan við 8 kantlykkjur, þ.e.a.s. kantar eru prjónaðir yfir 17-17-19-23-27-31 lykkjur í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm byrjar úrtaka fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. Fellið af 9-9-11-15-19-23 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið (nú er prjónaður KANTUR MEÐ I-CORD yfir 8 lykkjur eins og áður í hvorri hlið að loka máli). Síðan er lykkjum fækkað fyrir handveg í 4. hverri umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 1 lykkju 3-5-6-7-8-9 sinnum í hvorri hlið = 84-88-90-92-94-96 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, setjið miðju 26-26-28-28-30-30 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: = 29-31-31-32-32-33 lykkjur. Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð 2 sinnum í hvorri hlið = 27-29-29-30-30-31 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Það eru saumaðar 2 tölur til skrauts í hvora hlið á vestinu, kantlykkjur frá framstykki eru lagðar yfir kantlykkjur frá bakstykki, síðan eru tölurnar festar í gegnum bæði lögin. Staðsetjið efstu töluna ca 1 cm frá handveg og staðsetjið næstu ca 9-10 cm neðan við. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3,5 og DROPS Lima, prjónið upp lykkjur í kringum hálsmál frá réttu þannig: Byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 84-84-90-90-96-96 lykkjur (ásamt 18 lykkjum af þræði mitt að framan). Fellið af með I-CORD AFFELLING – lesið útskýringu að ofan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluenightvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.