Diane Crevier skrifaði:
Is there away to download this pattern to knitCompanion?
19.11.2025 - 22:24DROPS Design svaraði:
Hi Diane, Right click on the pattern and you get a drop-down meny where you can click on Save As and save the pattern to the file of your choosing. Regards, Drops Team.
20.11.2025 - 06:23
Arwen skrifaði:
Bonjour, Je voudrais bien réaliser ce modèle, mais je ne sais pas ce que veut dire I-cord ??? Merci pour votre réponse
16.11.2025 - 20:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Arwen, c'est une technique qui consiste à former un petit tube tel un tricotin ici, en bordure, retrouvez dans cette vidéo comment on tricote ce type de bordure I-cord avec des mailles point mousse après/avant. Bon tricot!
17.11.2025 - 08:31
Martina skrifaði:
Hej igen Ignorera min fråga, jag upptäckte nu att det bara är prydnadsknappar!
30.10.2025 - 15:01
Martina skrifaði:
Hej! När, var och hur stickar man knapphålen?
30.10.2025 - 12:04DROPS Design svaraði:
Hei MArtina. Det sys 2 pyntknappar i var sida om västen, kantmaskorna från framstycket läggs över kantmaskorna från bakstycket, sedan sys knapparna fast genom båda lager. Placera översta knappen ca 1 cm från ärmhålet och placera den nästa ca 9-10 cm nedanför. mvh DROPS Design
03.11.2025 - 14:21
HALA skrifaði:
Vill gärna ha förklaring för axel minskning, är minskningen utaxeln eller inne axeln?
29.10.2025 - 19:23
Leclerc skrifaði:
Bonjour. Je vois le nombre de pelotes les aiguilles mais pas l\'explication du modèle...je cherche où. Désolée de vois déranger mais ce débardeur avec boutons me plaît bcp. Bonne journée et merci
24.10.2025 - 14:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Leclerc, faites défiler la page vers le bas, après la liste des fournitures, vous trouverez des photos (modèles que vous pourriez aimer), puis les liens pour acheter la laine selon le pays, la pelote, les boutons et les aiguilles, les explications commencent juste après Explications. Bon tricot!
29.10.2025 - 14:49
Blampain Agnès skrifaði:
Bonjour, comment réaliser le modèle Blue Night Vest avec deux aiguilles et NON une aiguille circulaire? J'attends votre réponse avec impatience pour vous commander le nécessaire. Merci d'avance, Agnès
17.10.2025 - 09:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Agnès, le pull est realise en allers et retours, donc vous pouvez le tricoter avec les aiguilles droites. L'aiguille circulaire peut etre utile pour relever les mailles autour de l'encolure. Pour rabattre les mailles avec I-cord, vous pouvez utiliser 1 aiguille double pointes (est plus courte) ou 1 aiguille droite. Bon tricot!
17.10.2025 - 09:35
Sarah skrifaði:
Design pattern drops 254-34 The decrease tip 1 for the armholes . Are the first 10 and last12 stitches extra or inclusive of the 8 I-cord edge stitches? I don’t not understand the instructions.
03.10.2025 - 14:36DROPS Design svaraði:
Dear Sarah, the first 10 and last 12 stitches include the 8 I-cord edge stitches. That is, work the first 10 stitches of the row (= 8 I-cord edge stitches + 2 stitches) and the last 12 stitches (the first 2 are the new decrease, then 2 more stitches and 8 I-cord edge stitches). Happy knitting!
05.10.2025 - 19:31
Sarah skrifaði:
Please clarify decrease tip 1 for armholes beginning and end are the 10 stitches at the beginning and 12 stitches at the end in addition to the 8 stitches of the I-cord edge
03.10.2025 - 14:30DROPS Design svaraði:
Dear Sarah, the first 10 and last 12 stitches include the 8 I-cord edge stitches. That is, work the first 10 stitches of the row (= 8 I-cord edge stitches + 2 stitches) and the last 12 stitches (the first 2 are the new decrease, then 2 more stitches and 8 I-cord edge stitches). Happy knitting!
05.10.2025 - 19:32
Monique skrifaði:
Bonjour , merci de votre réponse c'est gentil , pour le tour de poitrine je voudrai juste savoir a quel tour correspondent vos tailles ? ..ou je ne sait pas voir ?? pour moi ce serait la taille L ou XL ... Bonne journée ,cordialement M . Conchez
02.10.2025 - 11:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Conchez, le lien avait été mal indiqué dans la réponse précédente, retrouvez ici comment trouver votre taille en fonction de vos mesures. Bon tricot!
02.10.2025 - 17:20
Blue Night Vest#bluenightvest |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónað vesti úr DROPS Lima. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með hringlaga hálsmáli, klauf í hliðum og i-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-34 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í A.1. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 6 lykkjur í A.2, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um handveg): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 10 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 12 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og prjónið út umferðina eins og áður. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við umhálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 3 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og prjónið 3 lykkjur slétt. I-CORD AFFELLING: Fitjið upp 3 nýjar lykkjur á hægri prjón frá réttu, ekki snúa stykkinu. Lyftir þessum 3 nýju lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sitji 3 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndast lítil snúru kantur). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Ekki snúa stykkinu. Endurtakið UMFERÐ 1 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið eitt lítið spor sem bindur saman byrjun og lokin á I-cord kantinn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp. Framstykkið og bakstykkið er prjónað hvort fyrir sig. Stykkin eru saumuð saman á öxlum og saumaðar eru tölur til skrauts í hvorri hlið. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og fellt er af með i-cord. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 117-127-137-149-163-177 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Lima. Prjónið KANTUR MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið) þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkjur slétt og KANTUR MEÐ I-CORD. Prjónið stroff og kanta svona þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur), sléttprjón samtímis sem fækkað er um 9-11-13-13-15-17 lykkjur jafnt yfir næstu 100-110-120-132-146-160 lykkjur, prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur) = 108-116-124-136-148-160 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 8 kantlykkjur í hvorri hlið. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm prjónið að auki 9-9-11-15-19-23 lykkjur í stroffprjóni (= A.1/A.2) innan við 8 kantlykkjur, þ.e.a.s. kantar eru prjónaðir yfir 17-17-19-23-27-31 lykkjur í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm byrjar úrtaka fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. Fellið af 9-9-11-15-19-23 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið (nú er prjónaður KANTUR MEÐ I-CORD yfir 8 lykkjur eins og áður í hvorri hlið að loka máli). Síðan er lykkjum fækkað fyrir handveg í 4. hverri umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 1 lykkju 3-5-6-7-8-9 sinnum í hvorri hlið = 84-88-90-92-94-96 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 48-50-51-53-54-56 cm, setjið miðju 18 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: = 33-35-36-37-38-39 lykkjur. Lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð þannig: Fækkið um 1 lykkju 6-6-7-7-8-8 sinnum = 27-29-29-30-30-31 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. BAKSTYKKI: Fitjið upp 117-127-137-149-163-177 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Lima. Prjónið KANTUR MEÐ I-CORD, prjónið stroff (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) þar til 8 lykkjur eru eftir og prjónið KANTUR MEÐ I-CORD. Prjónið stroff og kanta svona þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur), sléttprjón samtímis sem fækkað er um 9-11-13-13-15-17 lykkjur jafnt yfir næstu 100-110-120-132-146-160 lykkjur, prjónið kant að framan eins og áður (= 8 lykkjur) = 108-116-124-136-148-160 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 8 kantlykkjur í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm prjónið að auki 9-9-11-15-19-23 lykkjur í stroffprjóni (= A.1/A.2) innan við 8 kantlykkjur, þ.e.a.s. kantar eru prjónaðir yfir 17-17-19-23-27-31 lykkjur í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm byrjar úrtaka fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. Fellið af 9-9-11-15-19-23 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið (nú er prjónaður KANTUR MEÐ I-CORD yfir 8 lykkjur eins og áður í hvorri hlið að loka máli). Síðan er lykkjum fækkað fyrir handveg í 4. hverri umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 1 lykkju 3-5-6-7-8-9 sinnum í hvorri hlið = 84-88-90-92-94-96 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, setjið miðju 26-26-28-28-30-30 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: = 29-31-31-32-32-33 lykkjur. Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð 2 sinnum í hvorri hlið = 27-29-29-30-30-31 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Það eru saumaðar 2 tölur til skrauts í hvora hlið á vestinu, kantlykkjur frá framstykki eru lagðar yfir kantlykkjur frá bakstykki, síðan eru tölurnar festar í gegnum bæði lögin. Staðsetjið efstu töluna ca 1 cm frá handveg og staðsetjið næstu ca 9-10 cm neðan við. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3,5 og DROPS Lima, prjónið upp lykkjur í kringum hálsmál frá réttu þannig: Byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 84-84-90-90-96-96 lykkjur (ásamt 18 lykkjum af þræði mitt að framan). Fellið af með I-CORD AFFELLING – lesið útskýringu að ofan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluenightvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.