Notjustnanasknit skrifaði:
Meadow walk
18.01.2024 - 19:37
Marie Martinásková skrifaði:
Jednoduchý, hezký model.
18.01.2024 - 18:59
Dominika skrifaði:
Afternoon walk
18.01.2024 - 18:26
Lina Ged skrifaði:
Name it ROSEWATER
18.01.2024 - 16:44
Mireille skrifaði:
J'aime beaucoup
18.01.2024 - 15:45
Lis Brandt Larsen skrifaði:
Dejligt garn
18.01.2024 - 13:42
Sabine HENRICH skrifaði:
Design simple et facile à porter !i J'adore la couleur en plus.
18.01.2024 - 13:24
Johanna Rintala skrifaði:
This is beautiful.
18.01.2024 - 12:41
Coral Echoes#coralechoessweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air eða DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, V-hálsmáli, I-cord og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-13 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING-1 (frá réttu): Aukið út um 1 lykkju til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út um 1 lykkju til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (frá röngu): Aukið út um 1 lykkju til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út um 1 lykkju til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. KANTLYKKJUR I-CORD HÆGRI ÖXL: RÉTTA: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkja slétt, prjónið út umferðina. KANTLYKKJUR I-CORD VINSTRI ÖXL: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið út umferðina. RANGA: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki, prjónið 1 lykkju slétt. I-CORD (í hvorri hlið, á við um klauf neðst á fram- og bakstykki): FYRSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í hverri umferð þannig: Lyftið 1 lykkju af þræði eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. SÍÐUSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í hverri umferð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. I-CORD AFFELLING (neðri kantur á fram- og bakstykki og kanti í hálsmáli): UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. UMFERÐ 2 (rétta): Lyftið til baka 3 lykkjum frá hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið UMFERÐ 2 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið lítið spor sem bindur saman byrjun og lok á I-cord við stykkið. I-CORD AFFELLING (ermi): Í lok umferðar og eftir að síðasta lykkjan í umferð hefur verið prjónuð: Fitjið upp 3 nýjar lykkjur á hægri prjón frá réttu. Lyftið 3 nýju lykkjunum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sem prjóna á með sitji 3 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndist lítill hólkur). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. UMFERÐ 2 (rétta): Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið UMFERÐ 2 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið lítið spor sem bindur saman byrjun og lok á I-cord. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við, jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Bakstykkið er látið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er prjónað fyrst í 2 hlutum. Byrjað er að prjóna upp lykkjur meðfram hægri öxl, prjónið samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á vinstri öxl. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu fyrir hálsmáli er lokið. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett inn á sama prjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna, áður en stykkið skiptist fyrir klauf. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveginn. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 26-28-28-32-34-34 lykkjur á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Lesið ÚTAUKNING-1 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt. Lesið ÚTAUKNING-2 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 3 lykkjur brugðið, aukið út til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram og aukið út á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu alls 24-26-28-30-32-36 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu eru 74-80-84-92-98-106 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hlið. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 12-13-13-14-13-14 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-3-3-4-4 sinnum = 78-84-90-98-106-114 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. HÆGRI ÖXL: Byrjið með hægri öxl (séð þegar flíkin er mátuð): Prjónið upp 24-26-28-30-32-36 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki, sjá E í teikningu með máli). Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð héðan! Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, næsta umferð er prjónuð þannig - frá réttu: Prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, 3 KANTLYKKJUR – lesið útskýringu að ofan. Haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 6 cm, aukið út lykkjur við hálsmáli. Aukið út til hægri í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á undan 4 lykkjum – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið út 1 lykkju í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 13-14-14-16-17-17 sinnum = 37-40-42-46-49-53 lykkjur. Þegar síðasta umferð með útaukningu hefur verið prjónuð, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRI ÖXL: Prjónið upp 24-26-28-30-32-36 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki, sjá D í teikningu með máli). Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð héðan! Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: 3 KANTLYKKJUR – lesið útskýringu að ofan, slétt yfir þær lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 6 cm, aukið út lykkjur við hálsmáli. Aukið út til vinstri í byrjun hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á undan 4 lykkjum – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið út 1 lykkju í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 13-14-14-16-17-17 sinnum = 37-40-42-46-49-53 lykkjur Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 37-40-42-46-49-53 lykkjur frá vinstri öxl, setjið lykkjur frá hægri öxl á vinstri prjón og prjónið þær síðan í sléttprjóni = 74-80-84-92-98-106 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið 36-39-41-45-48-52 lykkjur slétt, setjið næstu lykkju á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið lykkjuna að kaðlaprjóni slétt, prjónið síðustu 36-39-41-45-48-52 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 22-23-23-24-25-26 cm. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-3-3-4-4 sinnum = 78-84-90-98-106-114 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm, endið með umferð frá röngu. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón yfir 78-84-90-98-106-114 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 78-84-90-98-106-114 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur í lok umferðar = 164-176-192-208-228-248 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Nú skiptist stykkið við merkiþræðina í hliðum, setjið síðustu 82-88-96-104-114-124 lykkjur á þráð og prjónið síðan yfir lykkjur á framstykki. FRAMSTYKKI: = 82-88-96-104-114-124. Prjónið sléttprjón með 2 lykkjum í I-CORD í hvorri hlið – lesið útskýringu að ofan. Fellið af með I-CORD þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm frá hæsta punkti á öxl – lesið útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Setjið til baka 82-88-96-104-114-124 lykkjur af þræði á prjón 5 og prjónið á sama hátt og á framstykki. ERMAR: Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 5-6 cm niður á framstykki = mitt ofan á öxl Notið hringprjón 5, byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp 68-74-80-82-90-94 lykkjur í kringum handveg – passið uppá að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur meðfram handvegi hvoru megin við merki. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu, þetta er gert til að ermin passi betur og fái betra form. Byrjið mitt undir ermi. Umferð 1 (rétta): Prjónið 9-10-10-10-11-11 lykkjur fram hjá merki, snúið stykki. Umferð 2 (ranga): Prjónið 9-10-10-10-11-11 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 3 (rétta): Prjónið 10-11-8-6-5-5 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið. Umferð 4 (ranga): Prjónið 10-11-8-6-5-5 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið. Endurtakið 3. og 4. umferð þar til prjónaðar hafa verið 29-32-34-34-36-36 lykkjur fram hjá merki mitt ofan á ermi (nú hefur verið snúið við 3-3-4-5-6-6 sinnum í hvorri hlið). Prjónið frá réttu að byrjun á umferð (mitt undir ermi). Setjið 1 merkiþráð hér, það á að nota merkiþráðinn þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Prjónið síðan í hring í sléttprjóni yfir allar lykkjur eins og útskýrt er að neðan. Þegar ermin mælist 5-5-6-7-7-7 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (öll mál á lengdina er gerð mitt ofan á ermi), fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 2-2-3-3-4-4 sinnum, síðan er lykkjum fækkað í hverjum 4½-3½-2½-2½-2-1½ cm 6-8-9-9-11-12 sinnum, fækkið alls 8-10-12-12-15-16 sinnum = 52-52-52-50-49-48 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 52-52-52-50-49-48 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir ermi. Fellið af með I-CORD – munið eftir útskýringu að ofan. KANTUR Í HÁLSMÁLI AÐ AFTAN: Notið hringprjón 5 og fitjið upp 2 lykkjur á prjóninn, prjónið síðan upp lykkjur meðfram kanti í hálsmáli að aftan, byrjið við aðra axlalínuna frá réttu og prjónið upp innan við 1 lykkju að hinni axlalínunni. Prjónið upp ca 24-26-26-30-32-32 lykkjur. Klippið þráðinn. Byrjið í hliðinni þar sem lykkjur voru fitjaðar upp og fellið af með I-CORD – munið eftir útskýringu að ofan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #coralechoessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.