Flo skrifaði:
Hello. Je pense qu'il y a une erreur avec l'échantillon qui dit deux fois: s'il y a TROP de mailles. "NOTE! Ne pas oublier que la taille des aiguilles n’est qu’une suggestion. Si vous avez trop de mailles pour 10 cm, essayez avec des aiguilles plus grosses. Si vous avez trop de mailles pour 10 cm, essayez avec des aiguilles plus fines" Sinon j'adore tricoter vos modèles.
08.04.2025 - 12:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Flo et merci, la correction a été faite. Bonne continuation!
08.04.2025 - 15:06
Britta skrifaði:
Hallo liebes Drops Team, welche Größe trägt das Model? Ich dachte L würde reichen. Es kommt mir recht klein vor. Ich möchte gern oversized tragen. Viele Grüße Britta
04.04.2025 - 21:25DROPS Design svaraði:
Liebe Britta, unsere Modellen tragen meistens entweder S oder M. Um Ihre Größe zu finden, messen Sie einen ähnlichen Pullover, den Sie gerne haben und vergleichen Sie diese Maßen mit den in der Maßskizze - hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim Stricken!
07.04.2025 - 07:37
Mary skrifaði:
Bonjour, Je suis à l’étape des diminutions des manches. Ma question concerne le moment où on diminue à 2 tours 1/2. Car il est précisé que les diminutions se font sous la manche donc 2 tours et demi, on est plus sous la manche mais sur le partie supérieure de la manche. Comment compter les 2 tours et demi? Merci d’avance
18.02.2025 - 14:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mary, vous devez d'abord diminuer tous les 2 tours, puis tous les X cm: mesurez la hauteur correspondante pour savoir le nombre de tours concernés, si vous avez vraiment 2,5 tours, alors diminuez par ex alternativement tous les 2 et tous les 3 tours. Bon tricot!
18.02.2025 - 17:32
Polart skrifaði:
Re bonjour, Dans le cas des augmentations intercalaires sur envers. Est-ce problématique si on a fait l’augmentation sur envers pour gauche: prendre brin par avant et tricoter brin arrière et sur fin de rang, augmentation droite en prenant brin par l’avant et tricoter le brin arrière ? Merci 🙏
31.01.2025 - 09:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Polart, essayez éventuellement sur un échantillon pour voir si le résultat vous convient, vous pouvez ainsi tester les 2 méthodes, comme dans les explications/la vidéo et comme vous le décrivez et vous pourrez ensuite choisir votre façon de faire. Bon tricot!
31.01.2025 - 15:45
Polart skrifaði:
Bonjour, Je me permets de signaler qu’il y a une erreur pour les augmentations intercalaires sur l’envers. C’est le contraire. AIG: prendre le brin de l’avant vers l’arrière et tricoter à l’envers le brin arrière. aID prendre le brin de l’arrière vers l’avant et tricoter à l’envers le brin avant.
31.01.2025 - 00:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Polart, retrouvez ces augmentations dans cette vidéo: en début de rang sur l'envers, on fait une augmentation inclinée à gauche (après le marqueur) en relevant le fil par l'arrière (time code 3:00) et en fin de rang sur l'envers, on fait une augmentation à droite avant le marqueur) en relevant le fil par l'avant (time code 3:22). Bon tricot!
31.01.2025 - 08:28
Régine Roero skrifaði:
Bonjour, je voudrais me tricoter ce pull mais je ne sais pas comment choisir ma taille. C'est une première pour moi. Merci pour votre aide. Régine.
15.01.2025 - 20:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Régine, mesurez un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme et comparez aux mesures du schéma en bas de page pour trouver la taille correspondante - retrouvez plus d'infos ici. Bon tricot!
16.01.2025 - 09:02
Angela Treslove skrifaði:
Where can I find the sizing in your patterns please. I can see small, medium large etc but not the actual chest measurement for each size I don't know whether to knit a medium size or a large size jumper !
06.01.2025 - 22:36
Puyzillou skrifaði:
Bonjour Je ne suis pas experte en tricot néanmoins je souhaiterais réaliser un pull ms les explications semblent compliquées et utilisées des aiguilles circulaires que je ne souhaite pas utiliser. Comment avoir une explication basique en montant mes mailles simplement du bas vers le haut... Merci d'avance cordialement
16.11.2024 - 16:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Puyzillou, vous trouverez sous les onglets Vidéos/Leçons en haut de pages des vidéos et des leçons montrant comment tricoter ce type de modèles, mais aussi une leçon expliquant comment adapter un modèle sur aiguilles droites; si vous préférez toutefois tricoter de bas en haut, retrouvez tous nos modèles de ce type ici (ajoutez des filtres si besoin). Bon tricot!
18.11.2024 - 07:48
Sandra skrifaði:
Bonjour, je souhaiterais tricoter ce modele mais avec des aiguilles droites. serait il possible d'avoir les explications pour les aiguilles droites ? Merci
22.09.2024 - 16:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandra, cette leçon vous permettra d'adapter les explications pour tricoter en allers et retours sur aiguilles droites. Bon tricot!
23.09.2024 - 08:35
Chantal skrifaði:
Bonjour Je tricote la grandeur M de ce modèle . Sur le schéma, pour la première partie du dos , il est écrit que l’emmanchure doit mesurer 20cm (du marqueur placé une fois que les augmentations du dessus de l’épaule ont été faites jusqu’à qu’après les 2 augmentations de la fin ) . Cependant dans le patron on indique de tricoter jusqu’à ce que l’ouvrage mesure 15 cm côté emmanchure . Qu’est ce qui explique cette différence de 4 cm ? Merci
01.08.2024 - 01:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, dans ce type de modèle, la ligne d'épaule se trouve légèrement dans le dos, cf 2ème / 4ème photo; autrement dit l'emmanchure mesure 15 cm en M pour le dos et 25 cm pour le devant soit (15+25)/2=20 cm d'emmanchure - consultez l'onglet vidéos ou bien leçons en haut de page, vous trouverez des vidéos et des leçons expliquant cette façon de procéder. Bon tricot!
01.08.2024 - 08:47
Coral Echoes#coralechoessweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air eða DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, V-hálsmáli, I-cord og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-13 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING-1 (frá réttu): Aukið út um 1 lykkju til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út um 1 lykkju til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (frá röngu): Aukið út um 1 lykkju til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út um 1 lykkju til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. KANTLYKKJUR I-CORD HÆGRI ÖXL: RÉTTA: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkja slétt, prjónið út umferðina. KANTLYKKJUR I-CORD VINSTRI ÖXL: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið út umferðina. RANGA: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki, prjónið 1 lykkju slétt. I-CORD (í hvorri hlið, á við um klauf neðst á fram- og bakstykki): FYRSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í hverri umferð þannig: Lyftið 1 lykkju af þræði eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. SÍÐUSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í hverri umferð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. I-CORD AFFELLING (neðri kantur á fram- og bakstykki og kanti í hálsmáli): UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. UMFERÐ 2 (rétta): Lyftið til baka 3 lykkjum frá hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið UMFERÐ 2 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið lítið spor sem bindur saman byrjun og lok á I-cord við stykkið. I-CORD AFFELLING (ermi): Í lok umferðar og eftir að síðasta lykkjan í umferð hefur verið prjónuð: Fitjið upp 3 nýjar lykkjur á hægri prjón frá réttu. Lyftið 3 nýju lykkjunum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sem prjóna á með sitji 3 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndist lítill hólkur). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. UMFERÐ 2 (rétta): Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið UMFERÐ 2 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið lítið spor sem bindur saman byrjun og lok á I-cord. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við, jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Bakstykkið er látið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er prjónað fyrst í 2 hlutum. Byrjað er að prjóna upp lykkjur meðfram hægri öxl, prjónið samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á vinstri öxl. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu fyrir hálsmáli er lokið. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett inn á sama prjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna, áður en stykkið skiptist fyrir klauf. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveginn. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 26-28-28-32-34-34 lykkjur á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Lesið ÚTAUKNING-1 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt. Lesið ÚTAUKNING-2 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 3 lykkjur brugðið, aukið út til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram og aukið út á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu alls 24-26-28-30-32-36 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu eru 74-80-84-92-98-106 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hlið. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 12-13-13-14-13-14 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-3-3-4-4 sinnum = 78-84-90-98-106-114 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. HÆGRI ÖXL: Byrjið með hægri öxl (séð þegar flíkin er mátuð): Prjónið upp 24-26-28-30-32-36 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki, sjá E í teikningu með máli). Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð héðan! Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, næsta umferð er prjónuð þannig - frá réttu: Prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, 3 KANTLYKKJUR – lesið útskýringu að ofan. Haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 6 cm, aukið út lykkjur við hálsmáli. Aukið út til hægri í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á undan 4 lykkjum – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið út 1 lykkju í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 13-14-14-16-17-17 sinnum = 37-40-42-46-49-53 lykkjur. Þegar síðasta umferð með útaukningu hefur verið prjónuð, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRI ÖXL: Prjónið upp 24-26-28-30-32-36 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki, sjá D í teikningu með máli). Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð héðan! Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: 3 KANTLYKKJUR – lesið útskýringu að ofan, slétt yfir þær lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 6 cm, aukið út lykkjur við hálsmáli. Aukið út til vinstri í byrjun hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á undan 4 lykkjum – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið út 1 lykkju í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 13-14-14-16-17-17 sinnum = 37-40-42-46-49-53 lykkjur Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 37-40-42-46-49-53 lykkjur frá vinstri öxl, setjið lykkjur frá hægri öxl á vinstri prjón og prjónið þær síðan í sléttprjóni = 74-80-84-92-98-106 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið 36-39-41-45-48-52 lykkjur slétt, setjið næstu lykkju á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið lykkjuna að kaðlaprjóni slétt, prjónið síðustu 36-39-41-45-48-52 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 22-23-23-24-25-26 cm. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-3-3-4-4 sinnum = 78-84-90-98-106-114 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm, endið með umferð frá röngu. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón yfir 78-84-90-98-106-114 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 78-84-90-98-106-114 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur í lok umferðar = 164-176-192-208-228-248 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Nú skiptist stykkið við merkiþræðina í hliðum, setjið síðustu 82-88-96-104-114-124 lykkjur á þráð og prjónið síðan yfir lykkjur á framstykki. FRAMSTYKKI: = 82-88-96-104-114-124. Prjónið sléttprjón með 2 lykkjum í I-CORD í hvorri hlið – lesið útskýringu að ofan. Fellið af með I-CORD þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm frá hæsta punkti á öxl – lesið útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Setjið til baka 82-88-96-104-114-124 lykkjur af þræði á prjón 5 og prjónið á sama hátt og á framstykki. ERMAR: Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 5-6 cm niður á framstykki = mitt ofan á öxl Notið hringprjón 5, byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp 68-74-80-82-90-94 lykkjur í kringum handveg – passið uppá að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur meðfram handvegi hvoru megin við merki. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu, þetta er gert til að ermin passi betur og fái betra form. Byrjið mitt undir ermi. Umferð 1 (rétta): Prjónið 9-10-10-10-11-11 lykkjur fram hjá merki, snúið stykki. Umferð 2 (ranga): Prjónið 9-10-10-10-11-11 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 3 (rétta): Prjónið 10-11-8-6-5-5 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið. Umferð 4 (ranga): Prjónið 10-11-8-6-5-5 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið. Endurtakið 3. og 4. umferð þar til prjónaðar hafa verið 29-32-34-34-36-36 lykkjur fram hjá merki mitt ofan á ermi (nú hefur verið snúið við 3-3-4-5-6-6 sinnum í hvorri hlið). Prjónið frá réttu að byrjun á umferð (mitt undir ermi). Setjið 1 merkiþráð hér, það á að nota merkiþráðinn þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Prjónið síðan í hring í sléttprjóni yfir allar lykkjur eins og útskýrt er að neðan. Þegar ermin mælist 5-5-6-7-7-7 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (öll mál á lengdina er gerð mitt ofan á ermi), fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 2-2-3-3-4-4 sinnum, síðan er lykkjum fækkað í hverjum 4½-3½-2½-2½-2-1½ cm 6-8-9-9-11-12 sinnum, fækkið alls 8-10-12-12-15-16 sinnum = 52-52-52-50-49-48 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 52-52-52-50-49-48 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir ermi. Fellið af með I-CORD – munið eftir útskýringu að ofan. KANTUR Í HÁLSMÁLI AÐ AFTAN: Notið hringprjón 5 og fitjið upp 2 lykkjur á prjóninn, prjónið síðan upp lykkjur meðfram kanti í hálsmáli að aftan, byrjið við aðra axlalínuna frá réttu og prjónið upp innan við 1 lykkju að hinni axlalínunni. Prjónið upp ca 24-26-26-30-32-32 lykkjur. Klippið þráðinn. Byrjið í hliðinni þar sem lykkjur voru fitjaðar upp og fellið af með I-CORD – munið eftir útskýringu að ofan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #coralechoessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.