Lisbeth skrifaði:
Etter at tommelen er satt på tråd skal det legges opp 3 masker. Senere skal det settes et merke i starten av omgangen. Når begynner etter å ha lagt opp tre over tommelen? Før? Eller midten av disse tre?
31.12.2023 - 09:30DROPS Design svaraði:
Hej Lisbeth, hvis du forestiller dig at du har sat 1 mærke i hver side inden du lavede tommelfingerkilen, så skal det stadigvæk være siderne på vanten :)
09.01.2024 - 14:31
Grey Day Mittens#greydaymittens |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir og þæfðir vettlingar fyrir herra úr DROPS Lima.
DROPS 246-21 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR (á við um stroff): 5 umferðir með litnum grár 5 umferðir með litnum natur 5 umferðir með litnum grár 5 umferðir með litnum natur Afgangur af vettlingnum er prjónaður í litnum grár ÚRTAKA: Byrjið 3 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 3 lykkjur slétt (prjónamerkið situr í miðju af þessum 3 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING (á við um op fyrir þumal): Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. Þegar vettlingarnir hafa verið prjónaðir til loka eru þær þæfðir í þvottavél. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 54-60 lykkjur á sokkaprjóna 4 með DROPS Lima í litnum grár. Prjónið stroffprjón hringinn (3 lykkjur snúnar slétt / 3 lykkjur brugðið) og RENDUR – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 2 cm, fækkið lykkjum þannig: * Prjónið 1 lykkju snúið slétt, 2 lykkjur snúið slétt saman, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 45-50 lykkjur. Prjónið síðan stroffprjón með 2 lykkjur snúið slétt / 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist 8 cm og rendur hafa verið prjónaðar til loka. Setjið 1 prjónamerki í síðustu lykkju í umferð. Prjónið síðan í sléttprjóni í litnum grár jafnframt því sem aukið er út fyrir opi fyrir þumalfingur með því að auka út 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út utan með útauknu lykkjum í 4. hverri umferð alls 6-7 sinnum = 57-64 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 17-18 cm (útaukning á opi fyrir þumalfingur á nú að vera lokið), setjið lykkju með prjónamerki í + útauknar lykkjur + 1 lykkja hvoru megin við þessar lykkjur á þráð fyrir þumalfingur = 15-17 þumallykkjur. Prjónið hringinn eins og áður og fitjið jafnframt upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn yfir lykkjur af þræði = 45-50 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist ca 13½-14 cm frá þar sem nýjar lykkjur voru fitjaðar upp yfir opi fyrir þumalfingur. Stykkið mælist ca 30½-32 cm frá uppfitjunarkanti. Nú byrjar úrtaka efst á vettlingi. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á vettlingi þannig: Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð og 1 prjónamerki í 23.-25. lykkju í umferð. Prjónið sléttprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 5 sinnum = 9-10 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 35-37½ cm frá toppi og niður. ÞUMALFINGUR: Setjið 15-17 þumallykkjur á sokkaprjóna 4,5 – prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 3 lykkjum sem fitjaðar voru upp aftan við þumalfingur = 18-20 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumalfingurinn mælist ca ca 6½-7 cm. Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 3 lykkjur jafnt yfir = 15-17 lykkjur. Prjónið 3 umferðir án úrtöku. Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 5-7 lykkjur jafnt yfir = 10 lykkjur. Prjónið síðan þar til þumalfingurinn mælist 9-9½ cm. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman umferðina hringinn = 5 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 54-60 lykkjur á sokkaprjóna 4 með DROPS Lima í litnum grár. Prjónið stroffprjón hringinn (3 lykkjur snúnar slétt / 3 lykkjur brugðið) og RENDUR – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 2 cm, fækkið lykkjum þannig: * Prjónið 1 lykkju snúið slétt, 2 lykkjur snúið slétt saman, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 45-50 lykkjur. Prjónið síðan stroffprjón með 2 lykkjur snúið slétt / 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist 8 cm og rendur hafa verið prjónaðar til loka. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð. Prjónið síðan í sléttprjóni í litnum grár jafnframt því sem aukið er út fyrir opi fyrir þumalfingur með því að auka út 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út utan með útauknum lykkjum í 4. hverri umferð alls 6-7 sinnum = 57-64 lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 17-18 cm (útaukningu á opi fyrir þumalfingur á nú að vera lokið), setjið lykkju með prjónamerki í + útauknar lykkjur + 1 lykkja hvoru megin við þessar lykkjur á þráð fyrir þumalfingur = 15-17 þumallykkjur. Prjónið hringinn eins og áður og fitjið jafnframt upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn yfir lykkjur af þræði = 45-50 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist ca 13½-14 cm frá þar sem nýjar lykkjur voru fitjaðar upp yfir opi fyrir þumalfingur. Stykkið mælist ca 30½-32 cm frá uppfitjunarkanti. Nú byrjar úrtaka efst á vettlingi. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á vettlingi þannig: Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð og 1 prjónamerki í 23.-25. lykkju í umferð. Prjónið sléttprjón hringinn JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 5 sinnum = 9-10 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 35-37½ cm frá toppi og niður. Prjónið þumalinn á sama hátt og á vinstri vettlingi. ÞÆFING: Til þess að koma í veg fyrir að þumalfingurinn þæfist saman, snúið vettlingnum við og setjið lítinn plastpoka í þumalfingurinn. Festið hann með nælu – ATH: Festið næluna lóðrétt niður að topp á þumalfingri þannig að auðvelt sé að taka hana úr eftir þæfingu. Snúið vettlingnum til baka þannig að vettlingurinn þæfist með réttuna út. Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu frotte handklæði ca 50 x 70 cm. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar ATH: Ekki nota stutt þvottakerfi. Eftir þvott er stykkið formað til á meðan það er enn vott. EFTIR ÞÆFINGU: Ef stykkið hefur þæfst of lítið og er of stórt: Þvoðu stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn vott. Ef stykkið hefur þæfst of mikið og er of lítið: Togið stykkið út í rétta stærð á meðan það er enn vott, ef stykkið er of þurrt, bleytið það fyrst. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #greydaymittens eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 246-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.